Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: hillbilly on August 19, 2013, 23:57:26

Title: Bakkflæði í bensíntank
Post by: hillbilly on August 19, 2013, 23:57:26
þannig er mál með vexti að ég er að setja blöndung á bíll sem var með Tpi kerfi.
er bara með litla bensíndælu sem á að vera í hoddinu, hvernig hafa menn verið að leisa það með bakkflæðis slönguna
sem geingur ofan í tank aftur ??

blinda hana ?
eða koma henni inná hringrásinna ??


kv.
Ragnar


Title: Re: Bakkflæði í bensíntank
Post by: baldur on August 21, 2013, 17:47:15
Ef regulatorinn sem þú ert með notar ekki bakflæði þá blindarðu bara bakflæðis slönguna og fjarlægir original dæluna úr tankinum og setur rör í hennar stað sem sogar upp úr botninum á tankinum fyrir nýju dæluna.
Það er hinsvegar ekkert sem mælir gegn því að nota bara original dæluna sem er í tanknum til þess að dæla inn á blöndunginn, til þess þarftu bara regulator með bakaflæði svo þú getir stillt bensínþrýstinginn niður í eitthvað sem hæfir blöndungnum.
Title: Re: Bakkflæði í bensíntank
Post by: Nonni on August 22, 2013, 09:22:29
Eitt sem þarf að passa, það er að passa uppá öndunina í tankinum.  Ég blindaði þessa slöngu þegar ég var að vinna í bílnum (skipta um vél) og gleymdi að opna aftur fyrir öndunina þegar allt var búið.  Það olli því að vélin var svellt og átti til að koka.  Eftir að ég lagaði það þá var allt eins og það á að vera :)
Title: Re: Bakkflæði í bensíntank
Post by: Dodge on August 23, 2013, 09:53:20
Ef þú verður með regulator á annað borð þá mæli ég með regulator með bakflæði.. mun betri búnaður en svona einfaldur "stíflari"