Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: motors on August 03, 2011, 00:11:07

Title: Harðskeljadekk.
Post by: motors on August 03, 2011, 00:11:07
 Langar að heyra hvað menn hafa að segja um harðskeljadekk t.d samanborið við nagladekk,er þetta ekki fínn kostur? :-k Er þetta bara til frá Toyo?( Bílabúð Benna) :)
Title: Re: Harðskeljadekk.
Post by: 1965 Chevy II on August 03, 2011, 00:37:33
Ég er ánægður með mín og ég lét pabba og vin minn kaupa Toyo harðskeljadekk líka og þeir eru mjög ánægðir, nagladekk er sennilega betra á ís/klaka en á bíl sem er yfirleitt hér í borginni þá er nagladekk yfirleitt verra því göturnar eru yfirleitt saltaðar í drasl og þá er hemlunarvegalengd og aksturseginleikar á nagladekki viðbjóður svo ekki sé minnst á hávaðan í þeim. Sé bíllinn vel hjólastilltur og passað upp á loftþrýsting og ekið eðlilega þá geta Toyo dekkin dugað yfir 70.000km akstur.
Title: Re: Harðskeljadekk.
Post by: Belair on August 03, 2011, 02:11:01
er ny kominn thau undir subaru kemur hvad thau duga undir minnum akturmata
Title: Re: Harðskeljadekk.
Post by: lurkur on August 18, 2011, 23:52:50
Ég vinn á dekkjaverkstæði út á landi og mit álit á naglalausum vetradekkjum er að þaug eru fín ef þú ert aðalega á höfuðborkasvæðinu eða með stöðuleika kerfi í bílnum en út á landi og ekki með stöðuleika kerfi er það klárlega naglar að mínu mati
Title: Re: Harðskeljadekk.
Post by: Ramcharger on August 19, 2011, 09:54:41
Þarft varla nagladekk þótt þú farir upp á skaga, til keflavíkur eða til þorlákshafnar.
Það er allt saltað í drasl.