Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: 1966 Charger on September 22, 2007, 00:23:26

Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on September 22, 2007, 00:23:26
Jæja Camarofræðingar.  Hvað vitið þið um þennan?
Myndin er frá '77-'78.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Björgvin Ólafsson on September 22, 2007, 00:24:22
Tja..... handskrifuðu athugasemdirnar segja "AK bíll"?

kv
Björgvin
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on September 22, 2007, 00:28:54
Jamm.  Þessi bíll var í höfuðstað Norðurlands stuttan tíma og þá í eigu Steina stúku.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Moli on September 22, 2007, 00:52:22
jaa.. er þetta ekki RS merki í grillinu? er þetta núverandi HUNTS?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Robbi on September 22, 2007, 10:34:39
er hunts camaroinn orginal rs
Title: RS Camaro
Post by: Sigtryggur on September 22, 2007, 11:59:32
Það er gaman að sjá loksins mynd af þessum,þennan hef ég oft ætlað að ræða um hér á spjallinu.Þessi bíll og einn af eigendum hans,bera beint og óbeint ábyrgð á áhuga mínum á amerískum kraftaköggum.Hér á árum áður,sennilega kringum ´74-´76 birtist þessi bíll á bílastæðinu við Grenigrund 6 í Kópavogi þar sem ég bjó sem gutti,hann var þá blár.Í húsinu bjó ungur maður að nafni Stefán Ragnarsson ásamt foreldrum sínum og yngri systrum,hann hefur þarna verið rétt innan við tvítugt að ég held.Stefán keyfti í félagi við móður sína nýlegan Fiat af minnstu sort þegar hann fékk bílprófið,en einhvernveginn hefur honum tekist að véla þá gömlu til að skifta honum upp í Camaroinn nokkrum misserum seinna.Bílskúr þarna við húsið hafði Stefán til umráða,og voru þar oft margir mótorhausar að dunda í þeim bláa sem og öðrum bílum og mótorhjólum.Þarna var yfirleitt Eiríkur Friðriksson,betur þektur sem Eiki kokkur,en þeir Stefán voru bræðrasynir.Stefán tók þátt í einni af fyrstu,ef ekki fyrstu,sandspyrnukeppnum Kvartmíluklúbbsins og bar þar sigur úr býtum í sínum flokki.Ég man eftir að hafa séð í blaðaumfjöllun um keppnina,að hann hafði tapað fyrstu ferð í úrslitum,en í næstu hefði hann ekki komið bílnum í 1.gír svo hann varð að taka af stað í 2.og hentaði það svona helv. vel að hann hafði sigur.Sennilega hefur verið verðlaunafé á þessum tíma því hann sagði mér á sínum tíma að hann hefði keyft dekk og hjólkoppa undir Camaroinn fyrir verðlaunin,sýnist mér það vera sömu kopparnir og eru undir honum á myndinni hér að ofan.Undir þessum bíl sá ég í fyrsta skifti "breið dekk" sennilega verið Maxima 60 sem kunningi hans lánaði honum,og þótti mér þetta ógurlega flott.Nokkru seinna var Camaroinn settur inn í skúr og farið að undirbúa fyrir málningu,sett á hann "scoop" og "spoiler" að aftan,síðan málaður grænn og svartur.Á einhverjum tímapunkti missti ég sjónar á þessum bíl,en tel mig hafa séð hann nokkrum árum seinna á Nýbýlaveginum í Kópavogi og á þeim tíma málaður hvítur.Ég sá fyrir nokkrum árum myndir frá umræddri sandspyrnu,og sást þar prófílmynd af þessum Camaro og sáust þar greinilega "rally sport"stafir á frambrettinu aftanverðu,þannig að ég geng út frá því að um original  RS bíl hafi verið að ræða.Enn allnokkrum árum seinna var á ferðinni hér í bæ hvítur ´69 RS Camaro,orðinn allhrörlegur og sást standa hér og þar bilaður,þessi var á þess tíma "utanbæjarnúmerum" gott ef ekki U-númeri.
Ég hef á tilfinningunni að hér hafi ég verið að fjalla um hvíta Camaroinn sem var sagt frá á öðrum stað hér á spjallinu fyrir skömmu,að hafi verið rifinn fyrir austan.
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on September 22, 2007, 13:07:07
Sæll Sigtryggur

Skemmtilegt innlegg frá þér og ekki sakar að þú ert stálminnugur líka.
Hérna er smábútur um þessa sandspyrnu úr 6. fréttablaði KK frá ágúst 1976.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on September 23, 2007, 01:09:45
Tryggilegt er Tryggs minni
Torinoar og fleira.
Við Kamaró vil bæta kynni,
Vildi hann fá að keyra.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Sigtryggur on September 23, 2007, 01:23:32
Camarhaugur fornfrægur
Þriggja spítu beinaður
Aldrei hefði allsgáður
Inn í sest hann viljugur
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on September 23, 2007, 01:34:38
Skil ég þig vel Sigtryggur
Sitja ei í Kamma
Ekki færi ég viljugur
Inn í svona pramma.
Title: Á bílasölunni...
Post by: einarak on September 24, 2007, 00:45:31
Quote from: "Anton Ólafsson"
Skil ég þig vel Sigtryggur
Sitja ei í Kamma
Ekki færi ég viljugur
Inn í svona pramma.
 :lol:
Title: Á bílasölunni...
Post by: cv 327 on September 24, 2007, 01:14:51
Fordinn víða fundin er
á fjölda mörgum stöðum.
Bilaður og brotin fer
í dráttarbíla röðum.
Title: Á bílasölunni...
Post by: GunniCamaro on September 25, 2007, 13:28:34
Við kammakarlarnir (ég og Svavar S-69) erum eiginlega í hálfgerðu áfalli yfir því að vita ekkert um þennan RS 69 bíll, ég heyrði af RS bíl á austfjörðum sem var víst rifinn en ég tók það með varúð, en núna sé ég að það hafa allavega verið 3 stk. til sem vitað er um.
RS Camaro var spes að því leitinu til að hann var, að ég held, eini Chevyinn sem var með öðruvísi fram- og afturenda heldur en standard gerðin t.d. aðalbíllinn hjá Chevy, Corvettan, var bara með einn framenda, þið getið lesið um RS í Camarogreininni minni hérna : http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=17759
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on September 25, 2007, 16:49:38
Strákar
Ég skal lofa því að fara varlega í myndbirtingum hér eftir, og þið getið fengið ódýra áfallahjálp hjá mér ef þetta bráir ekki af ykkur fyrir jól :)
Annars barst þættinum staka frá gamalli konu á Austurlandi sem kveðst muna vel eftir þessum Camaro (hún lýgur því reyndar).

Í kvíðakasti eru Kammakallar
kviknar í þeim ofurlítið stress.
Og þörf að vita þegar sumri hallar
hvort Kamminn grænn sé bæði R og S.
Title: Á bílasölunni...
Post by: GunniCamaro on September 26, 2007, 21:52:26
Endilega ef menn eiga myndir af Camaro að setja þær á netið, þetta hrærir upp í okkur "sérfræðingunum".
En þetta með að kannast við bíla hér og þar getur tekið á sig skondnar myndir, hann Svavar vinur minn valdi númerið S 69 á sinn Camaro, ekki að því að bíllinn væri frá Seyðisfirði (fyrir ykkur yngri að þá voru svörtu plöturnar tengdar landshlutum eða bæjum, t. d. S=Seyðisf.) heldur vegna þess að þetta er RS bíll.
Stuttu eftir að bíllinn hans kom á götuna svífur ókunnur maður á Svavar og segist kannast við bílinn frá Seyðisfirði en þangað hefur bíllinn aldrei verið og aldrei komið  :D  :D
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on September 27, 2007, 20:49:56
Jæja bílasagnfræðingar

Hvað vitið þið um þennan?  Virðist þrusuflottur vagn ef drullusokkurinn yrði bara riggaður upp.
Title: Á bílasölunni...
Post by: ljotikall on September 27, 2007, 22:43:35
sami bill??
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/chevelle_malibu_64_72/normal_491.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: edsel on September 27, 2007, 23:11:32
hvar er þessi rauði í dag?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Björgvin Ólafsson on September 27, 2007, 23:53:47
Quote from: "edsel"
hvar er þessi rauði í dag?


Í geymslu

kv
Björgvin
Title: Á bílasölunni...
Post by: Sigtryggur on September 27, 2007, 23:54:09
Nei!Þessi rauði er upphaflega hvítur.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on September 28, 2007, 01:07:42
Sá rauði er líka stýrisskiptur.
Title: Á bílasölunni...
Post by: edsel on September 28, 2007, 14:16:20
er þetta nokkuð bíllinn sem kom á burnoutið? eða var það '70?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Moli on September 28, 2007, 15:37:20
Quote from: "edsel"
er þetta nokkuð bíllinn sem kom á burnoutið? eða var það '70?


Það var ´70 Malibu
Title: Á bílasölunni...
Post by: edsel on September 28, 2007, 15:43:15
var það Malibu? minnti svo að hann hefði sagt Chevelle, Malibu var það heillinn
Title: Á bílasölunni...
Post by: Moli on September 28, 2007, 16:10:41
Bíllinn (R-396) sá sem tók þátt í götuspyrnunni á Akureyri er original Malibu, sem er fínni útfærlsa af Chevelle.

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/malibu.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: edsel on September 28, 2007, 16:46:47
er hann ekki rauður í dag?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on September 28, 2007, 16:47:44
Quote from: "Moli"
Bíllinn (R-396) sá sem tók þátt í götuspyrnunni á Akureyri er original Malibu, sem er fínni útfærlsa af Chevelle.

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/malibu.jpg)



Burn-out-inu, ekki götunni!!
Title: Á bílasölunni...
Post by: Ramcharger on September 28, 2007, 16:49:48
Hefur einhvern tímann verið til "Hevy Chevy"
hérna á landinu :?:
Minnir að þeir hafi bara verið framleiddir "71
og ekkert meira eftir það :arrow:
Title: Á bílasölunni...
Post by: Moli on September 28, 2007, 17:04:24
Quote from: "Anton Ólafsson"
Quote from: "Moli"
Bíllinn (R-396) sá sem tók þátt í götuspyrnunni á Akureyri er original Malibu, sem er fínni útfærlsa af Chevelle.




Burn-out-inu, ekki götunni!!


jájá... eða það, má maður klikka! Það var það sem ég átti við! :lol:
Title: Chevelle
Post by: Halldór Ragnarsson on September 28, 2007, 19:31:34
Title: Chevelle SS
Post by: Halldór Ragnarsson on September 28, 2007, 19:32:44
Ætti ekki að vera SS húddið á þessari  SS Chevellu ?
Halldór
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on September 29, 2007, 23:30:46
Sá brúni var nokkuð lengi á Akureyri. Svaðaflottur vagn. Er ef til vill á ákveðnum bæ frammi í firði núna ekki satt?
En hvað geta Mustangtæknifræðingar frætt okkur um þann gula?

Err
Title: Á bílasölunni...
Post by: Kristján Skjóldal on September 30, 2007, 01:06:46
nei olds er í skagafyrði að mér skilst :wink:  en ég sá hann siðast á stokkahlöðum fyrir mjög mörgum árum djö flottur bill lángaði mikið í hann :D
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on October 01, 2007, 08:35:09
Minnir að það sé búið að rífa Oldsinn, að hann hafi farið í varahluti í Torondo-inn fyrir sunnan,,

En þennan mustang þarf ég að fá að hugsa aðeins meira um,
Title: Á bílasölunni...
Post by: AlliBird on October 01, 2007, 18:17:56
Þessi blái T-Bird þarna á endanum,- er hann á lífi í dag, og þá - í hvernig ástandi?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on October 01, 2007, 18:22:48
Já hann er til, er fagur rauður í dag og hefur sést býsna með Fornbílaklúbb Reykjarvíkur, síðast þegar ég sá hann var hann í geymslunum hjá þeim.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Kristján Skjóldal on October 01, 2007, 18:27:41
er ekki til betri mynd af olds :?:  :wink:
Title: Á bílasölunni...
Post by: AlliBird on October 01, 2007, 18:33:00
Já, er þetta rauði ´64 bíllinn sem var seldur í vor?
Stoppaði hann lengi á Ak?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on October 01, 2007, 18:34:42
Já þetta er sá  bíll.
Hann var á Siglufirði á þessum tíma (F-257)
Getur lesið sögu hans í félagskránni á fornbill, (læstasvæðinu fyrir félagsmenn)
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on October 01, 2007, 18:52:18
Þetta er sú eina sem ég á.  Tekið á kunnuglegum slóðum, fyrir utan löggustöðina æa Akureyri.  Búið að klippa af þeim framhjóladrifna.  Eitthvað havarí í gangi.  Á myndinni er Magnús heitinn Finnsson, sem var lengi gjaldkeri Bílaklúbbsins.
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on October 04, 2007, 21:49:38
Næstfallegasti Chevy-inn að mínu mati (67 Nova er með aðeins fallegra grill en þessi 66 bíll). Í Super Sport útgáfu var hægt að fá þessa bíla með 327 upp á 350 amerísk hross en bíllinn í auglýsingunni er með 120 hö. 194 c.i. sexu.  Árið 1966 þá hét Super Sport útgáfan Chevy II Super Sport.  Það var svo 1967 sem þeir hétu Nova Super Sport.

En hvað vitið þið annars um þennan fyrir utan að hann er á góðum dekkjum SEM ERU á felgum takk fyrir?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Kristján Skjóldal on October 04, 2007, 21:58:18
já það væri gaman að vita hvað var um svona gæðing :wink:
Title: Á bílasölunni...
Post by: Sigtryggur on October 04, 2007, 22:44:14
Þetta er væntanlega þessi ljósblái sem Teddi fordfjarki reif ca. ´85-6.
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on October 11, 2007, 22:01:25
Jæja kallarnir
Hér koma tveir í sérflokki, en hver þekkir sögu þeirra?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Moli on October 12, 2007, 00:08:36
Þessi Barracuda er bíllinn sem Hjörtur er búinn að eiga í mörg ár, R-706 8)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Einar Birgisson on October 12, 2007, 07:57:05
Hvað ætlar Cougar-inn að gera við 6 cyl bíla ? hmmm
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on October 19, 2007, 19:48:28
Fordleifafræðingarnir eru duglegastir að kíkja á bílasöluna.  Kannski eru þeir með mestu þátíðarþrána?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on October 19, 2007, 20:09:41
Kannski það,

Hérna er svo Bossinn í lit, í sama sett uppi og á auglýsingunni,

Og ein af honum eins og hann er í dag.
Title: Á bílasölunni...
Post by: m-code on October 19, 2007, 20:35:53
Er þessi svarti ekki "hinn" bossin.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on October 19, 2007, 20:42:58
Nei, fékk myndirnar af þessum svarta hjá Helga sem átti gula,
Title: Á bílasölunni...
Post by: m-code on October 19, 2007, 21:51:14
En... þessi sem er grænn í dag og var það original og var gulur og  
hvítur og blár og fl. var aldrei með Shaker húddi.
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on October 19, 2007, 22:09:17
Höldum þessu heitu  Fordarar: Þessa mynd tók ég c.a. 1977.  Þá var þessi vagn á Akureyri, svartur með silfurröndum og 351 og í eigu sveitadrengs framan úr firði.
Myndin er kannski merkileg fyrir þá hluta sakir að fyrir framan Töngina glittir í afturbretti á lambaskítsgræns Moskovitch sem fékkst í vöruskiptum fyrir íslenska síld og fyrir aftan hann er eitt skilgetið innflutningsafkæmi Sambandsins sáluga; ljósblár Opel Record.
Moskinn og Pelinn eru liklega horfin á stóra Jönkjardinn en hvar er Töngin i dag?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Moli on October 19, 2007, 22:14:55
Quote from: "m-code"
En... þessi sem er grænn í dag og var það original og var gulur og  
hvítur og blár og fl. var aldrei með Shaker húddi.


Rangt, þetta er original Shaker bíll. Shaker húddið er ennþá á honum. Þessi bíll var original lime green. Kom til landsins í pörtum af Barða sem málar hann Gulan, var eftir það svartur m/gráum röndum, næst svartur m/rauðri rönd, eftir það ljósblár, og að lokum grænn eins og hann er í dag. Barði rífur BOSS vélina úr og á hana ennþá. Gírkassinn er enn til hérlendis og í bíl sem er búinn að standa í 20+ ár.
Title: Á bílasölunni...
Post by: m-code on October 19, 2007, 22:33:01
En hvar er þá hinn boss2 sem var svartur með rauðri rönd yfir húddið.
Græni bíllin er ekki með shaker í dag.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Leon on October 19, 2007, 22:58:51
Quote from: "m-code"
En hvar er þá hinn boss2 sem var svartur með rauðri rönd yfir húddið.
Græni bíllin er ekki með shaker í dag.


Það er græni BOSS-in (sem ég á í dag, var að kaupa hann múhahaha) 8)

Græni billinn er ekki með Shaker í dag en var það original. Shakerinn fór af honum þegar Hjalli átti hann ásamt gardínunni, ofl. Það dót átti að fara á Gula BOSS-inn en fór aldrei á hann. Sögur segja að gardínan og shakerinn hafi farið með gula bílnum en það er óstaðfest.

Græni bíllinn kom mun betur útbúinn en sá guli. T.d. eins og áður kom fram, original með shaker, "sport slats" (gardínu) viðarinnréttingu, stokk ofl.

Sjá MartiReport yir græna BOSS-inn

(http://www.internet.is/bilavefur/stuff/report.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on October 19, 2007, 23:02:00
Og á meðan Fordleifafræðingarnir reyna að ráða í loftinntökin brunar þessi fíni indíánahöfðingi inn á bílasöluna. Það eina sem er 350 cc í þessum bíl er hanskahólfið:
Title: Pontiac
Post by: Guðmundur Björnsson on October 20, 2007, 00:40:28
´Já takk, meira af Pontiac söluauglýsingum. :D  :D  :D  :D
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on October 20, 2007, 01:25:43
Fordleifafræðingar ræða Mustangs lakk
og framlágir stara á skjáinn bjórvotum augum.
Svo birtist í skyndi þar gamall Pontíakk
og þeir fóru all snarlega á taugum.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on October 20, 2007, 02:01:32
Ragnar ekki rengja það
rangt er það hjá þér.
Enda fundið ekki vað
er sleppur undir hjá mér.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on October 22, 2007, 09:35:59
Quote from: "66 Charger"
Fordleifafræðingar ræða Mustangs lakk
og framlágir stara á skjáinn bjórvotum augum.
Svo birtist í skyndi þar gamall Pontíakk
og þeir fóru all snarlega á taugum.



(http://www.kvartmila.is/spjall/files/b_lasala__75-_82_054__large_.jpg)

Ekki er þetta sami bíllinn??
Title: Á bílasölunni...
Post by: íbbiM on October 22, 2007, 09:42:42
ég get svos varið það ég held að ég viti um hvaða ljósbláa opel record þú ert að tala um :lol:

þegar ég var.. ennþá í pollabuxunum var í sömu götu og ég bjó í alltaf þessi sérstaklega skærljósblái opel record 60 og eitthvað, hef séð þennan bíl glitta fyrir í auglísingum og sé hann meirasegja annað veifið í dag og þekki hann alltaf útaf litnum,  kannski tilviljun en hann er ekki það ó´líkur bláum opal,

þessi formula400 er sweet
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on October 22, 2007, 09:49:33
Þeir voru nú til frekar margir svona bláir Pelar, t.d voru tveir svona á ferðinni á Akureyri 97, annar þeirra var einmitt á lágu Í steðjanúmmeri, sá þann bíl einmitt fyrir sunnan fyrir nokkrum árum.

Einn svona eðal vagn er á samgöngu safninu að Stóragerði í Skagafirði,
Title: Á bílasölunni...
Post by: Firehawk on October 22, 2007, 09:50:29
Quote from: "Anton Ólafsson"

Ekki er þetta sami bíllinn??


Er ekki viss um það. Sá rauði er alla vega með 1971 frambrettum.

-j
Title: Á bílasölunni...
Post by: Gummari on October 22, 2007, 19:23:01
rosalega er þessi pontiac flottur þarna rauður á firestone wide oval og rally felgum  8)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on October 23, 2007, 23:39:28
Þættinum voru að berast þær fréttir að ný sending af bílum hafi verið skráðir á söluna sökum góðs kveðskaps.

Hér er einn forlátur MoPar

(http://img134.imageshack.us/img134/1172/gamlaraugl0182cv1.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Belair on October 23, 2007, 23:48:12
gott verð í dag 750 þus  :D
Title: Á bílasölunni...
Post by: Einar Birgisson on October 24, 2007, 08:17:49
" Uppgerður " hvaða ár er þetta ? var Doddinn bugaður svona snemma ?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Belair on October 24, 2007, 08:21:54
eins og þessi  :lol:

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/ScreenShot118.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Gummari on October 24, 2007, 18:52:14
chargerinn var greinilega ekki auglýstur fyrir svo löngu kannski 10 árum hann er á nýju númerunum minnir að þessi hafi enda í svíþjóð einsog var í tísku á tímabili þegar menn tímdu ekki að borga fyrir þá hér  :roll:
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on October 24, 2007, 19:01:32
Á sölunna rennur þessi 69 Mach 1 m-code.
(http://img265.imageshack.us/img265/1033/gamlaraugl0011ah6.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Gummari on October 24, 2007, 19:04:55
ha ha fyndið að sja þetta mamma og pabbi voru orðin vitlaus þegar síminn var ennþá að hringja á fullu 6mán seinna og ég farinn til USA :lol:
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on October 24, 2007, 21:41:38
Jæja, þá er Hvíti Hákarlinn loksins kominn á söluna,

(http://img522.imageshack.us/img522/5773/gamlaraugl0058iq8.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: íbbiM on October 25, 2007, 10:12:02
hvíti hákarlinn er í glymrandi standi, orðinn vínrauður og er á ísafirði
Title: Hvíti hákarlinn
Post by: Anton Ólafsson on October 25, 2007, 13:12:00
Jújú og er svona í dag,

(http://img85.imageshack.us/img85/6095/pointiac70mg6.jpg)

(http://img484.imageshack.us/img484/7341/markadsdagarbolungarvikle1.jpg)

(http://img484.imageshack.us/img484/3388/markadsdagarbolungarvikyg5.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on October 26, 2007, 00:33:49
Þessi var víst að renna út af sölunni, kominn með nýjan hamingjusaman eiganda.

(http://farm3.static.flickr.com/2415/1752841886_32c0961dd8.jpg)

(http://farm3.static.flickr.com/2347/1751995669_1239d00d10.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Gummari on October 26, 2007, 18:57:37
hann hefur hækkað um 20 þús kall síðan í den heldur sér betur í verði en Toyota  :D
Title: Á bílasölunni...
Post by: camaro 90 on October 26, 2007, 21:12:01
Blái pelinn í Stóragerði er Í 95 ´71 1700 record
Title: Á bílasölunni...
Post by: Kristján Skjóldal on October 26, 2007, 22:57:21
vitið þið nok hver málar myndina á pontiac :?:
Title: Á bílasölunni...
Post by: Björgvin Ólafsson on October 27, 2007, 08:55:20
Virðist standa þarna neðst í horninu, en ekki gott að lesa það :lol:
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on October 27, 2007, 16:45:51
Jæja næstur á söluna er 32Ford

(http://farm3.static.flickr.com/2182/1776448213_e68a150f6f.jpg)

Eitthvað gekk treglega að selja hann fyrir 5.maí, þannig að hann er farinn úr landi.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Ztebbsterinn on October 29, 2007, 20:59:05
Quote from: "Anton Ólafsson"
Jæja næstur á söluna er 32Ford

(http://farm3.static.flickr.com/2182/1776448213_e68a150f6f.jpg)

Eitthvað gekk treglega að selja hann fyrir 5.maí, þannig að hann er farinn úr landi.


Ég man eftir þessari auglýsingu, var í tímaritinu "Bíllinn" (t.d.) og það var mynd af honum á forsíðunni.
Title: Re: Hvíti hákarlinn
Post by: Ztebbsterinn on October 29, 2007, 21:01:29
Quote from: "Anton Ólafsson"

(http://img484.imageshack.us/img484/7341/markadsdagarbolungarvikle1.jpg)

(http://img484.imageshack.us/img484/3388/markadsdagarbolungarvikyg5.jpg)


Ég tók þessar myndir núna í sumar á bílasýningu í Bolungarvík  :wink: ..mjög fallegur bíll og alveg stráheill
Title: Á bílasölunni...
Post by: ljotikall on October 30, 2007, 21:30:11
kominn vel framyfir a skoðun :?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Ztebbsterinn on October 31, 2007, 21:51:54
Quote from: "ljotikall"
kominn vel framyfir a skoðun :?


Já enda var þetta í fyrsta skiptið sem ég sá hann á götunni síðan ég flutti hingað vestur fyrir þremur og hálfu ári.
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on November 10, 2007, 00:26:07
Burning the midnight oil á bílasölunni:  Á svæðið er mættur mígandi flottur Henry.  Sílsabeygju- og sukkkerrrrrrrrrrrrrra.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Einar K. Möller on November 10, 2007, 00:32:39
Quote from: "Kristján Skjóldal"
vitið þið nok hver málar myndina á pontiac :?:


Gæti ekki verið að Stjáni Sýra hafi gert það... hann hefur gert þær margar.
Title: Re: Hvíti hákarlinn
Post by: Ztebbsterinn on November 10, 2007, 00:55:38
(http://img484.imageshack.us/img484/3388/markadsdagarbolungarvikyg5.jpg)

Þetta á að vera saga bílsins.
En nafnið, hvíti hákarlinn, kemur víst frá því að hann var í US-and-A notaður sem flóttabíll í bankaráni.
Þegar vitni sá til hans á flótta þá minnti hann á hvítan hákarl sem kom öskrandi yfir hæðina.
Svo var bíllinn seldur úr landi á uppboði hjá lögreglunni í bandaríkjunum og þá er það ameríski örninn sem er þarna að flæma hann í burt yfir hafið.

Eigandinn sagði mér að það voru skotgöt í gaflinum á honum eftir flóttann.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 10, 2007, 01:43:37
Næst á söluna dettur GTS.
Efa það reyndar að hann sé falur i dag?
Title: Re: Hvíti hákarlinn
Post by: Kiddi on November 10, 2007, 13:25:19
Quote from: "Ztebbsterinn"
(http://img484.imageshack.us/img484/3388/markadsdagarbolungarvikyg5.jpg)

Þetta á að vera saga bílsins.
En nafnið, hvíti hákarlinn, kemur víst frá því að hann var í US-and-A notaður sem flóttabíll í bankaráni.
Þegar vitni sá til hans á flótta þá minnti hann á hvítan hákarl sem kom öskrandi yfir hæðina.
Svo var bíllinn seldur úr landi á uppboði hjá lögreglunni í bandaríkjunum og þá er það ameríski örninn sem er þarna að flæma hann í burt yfir hafið.

Eigandinn sagði mér að það voru skotgöt í gaflinum á honum eftir flóttann.




 :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:
Title: Á bílasölunni...
Post by: motors on November 10, 2007, 21:59:13
Er hann ekki alveg að detta að á götuna þessi GTS, er þetta ekki sá blái sem tjónaðist um árið?hvar á landinu er þessi?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 11, 2007, 02:12:00
Quote from: "motors"
Er hann ekki alveg að detta að á götuna þessi GTS, er þetta ekki sá blái sem tjónaðist um árið?hvar á landinu er þessi?


Já þetta er 383 bíllinn,

Vonandi að eigandinn segi hvernig stað sé á honum í dag! Ég veit að hann les þetta!
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 23, 2007, 10:34:48
Jæja rólegt hefur verið á sölunni undan farna daga, en búist er við góðri sölu á næstunni, en kominn er konunglegur vagn á staðinn,

(http://farm3.static.flickr.com/2239/2057075774_6533bf610f.jpg)
Title: Re: Hvíti hákarlinn
Post by: íbbiM on November 23, 2007, 10:41:02
Quote from: "Ztebbsterinn"
(http://img484.imageshack.us/img484/3388/markadsdagarbolungarvikyg5.jpg)

Þetta á að vera saga bílsins.
En nafnið, hvíti hákarlinn, kemur víst frá því að hann var í US-and-A notaður sem flóttabíll í bankaráni.
Þegar vitni sá til hans á flótta þá minnti hann á hvítan hákarl sem kom öskrandi yfir hæðina.
Svo var bíllinn seldur úr landi á uppboði hjá lögreglunni í bandaríkjunum og þá er það ameríski örninn sem er þarna að flæma hann í burt yfir hafið.

Eigandinn sagði mér að það voru skotgöt í gaflinum á honum eftir flóttann.
´

ég heyrði þessa sögu einhverntíman. að hann hafi verið notaður sem flóttabíll í einhevrju ráni,

ég sagði magga eiganda bílsins það, og hann hafði ekki minnstu hugmynd um sögu þessa bíls áður en hann eignaðist hann,  

það fylgdi nú aldrei söguni að hún væri sönn, og hún var eitthvað meira í þá áttina að hafa verið viðriðin rán á einhverri sjoppu hér á landi e-h álíka en banka í bandaríkjalandi
Title: Á bílasölunni...
Post by: Dodge on November 23, 2007, 12:28:17
Djöfull líst mér á þennan konunglega chrysler.. er hann enn til.?
Title: Á bílasölunni...
Post by: íbbiM on November 23, 2007, 13:29:39
imperial.. ekki er þetta fundabíllin þarna
Title: Á bílasölunni...
Post by: Ragnar93 on November 23, 2007, 13:39:23
hvað meina þeir með akademisku presónuleika?
Title: .
Post by: hebbi on November 23, 2007, 14:37:28
voru vængirnir á þessum imperial soðnir á 4 dyra ramblerinn eða hvað það heitir þetta með eldinn og vængina hér á öðrum þræði

ps fundarbíllin var 13 árum yngri og MEÐ LÆSIVARÐA HEMLA sure brakes
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on November 23, 2007, 22:11:23
Jæja,
 Fyrst umræðan er komin á þessar slóðir:

Hér er móðir allra ölvagna með stóru Ö-li.  
Ef þið haldið að Tricky-Dick hafi verið bílasali, Deep Throat klámmynd og Watergate svaladrykkur þá eruð þið að míga upp við rangt tré.  Það gildir líka einu:  Þessi Chrysler er ekta.
Title: Á bílasölunni...
Post by: m-code on November 23, 2007, 22:26:25
Þarna erum við að tala um alvöru farartæki. Þessi er sko flottur.
En þessi þarna með vængina er ljótur.
Title: Á bílasölunni...
Post by: edsel on November 23, 2007, 23:23:25
er '73 bíllinn til enþá?
Title: Á bílasölunni
Post by: Þórður Ó Traustason on November 24, 2007, 00:05:42
Þessi 73 prammi átti hann ekki að vera rúm 5 tonn. Mig minnir að undirvagninn hafi átt að vera nánast sprengiheldur.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 24, 2007, 00:20:35
Svona leit  Nixon út árið ´98 ,en boddy var víst brynvarið, en reat var víst ónytt þegar þessi mynd er tekinn,
[/img]
Title: Re: .
Post by: Damage on November 24, 2007, 00:22:56
Quote from: "hebbi"
voru vængirnir á þessum imperial soðnir á 4 dyra ramblerinn eða hvað það heitir þetta með eldinn og vængina hér á öðrum þræði

ps fundarbíllin var 13 árum yngri og MEÐ LÆSIVARÐA HEMLA sure brakes

það voru vængir af cadda heyrði ég frá pabba, vinur hans smíðaði þennan rambler í gamladaga
Title: Á bílasölunni...
Post by: Ramcharger on November 27, 2007, 17:15:12
Þessi stóð lengi á Smiðjuveginum upp úr "90
þegar ég var að vinna í Sólningu :?
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on December 01, 2007, 02:04:39
Róleg helgi á bílasölunni, þangað til þar inn á planið líður þessi íðilfagri Coronet og menn rífa upp veskin og veifa víxileyðublöðum og láta eins og svín í hveiti í tómum fögnuði því góður díll liggur í loftinu.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on December 01, 2007, 15:04:35
Hefur þessi Coronet eitthvað sést á seinni árum??

Var eitthvað magn til að 70 Coronet?
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on December 02, 2007, 00:37:10
Sir Anton Von Continental

Það má vera að þeir hafi verið 2-3, alls ekki fleiri.  Þeir komu fæstir norður yfir heiðar enda eftirsóttir ölvagnar sem menn létu ekki frá sér nema líf lægi við.  Þú sérð t.d. að það er á þeim svokölluð ælurenna sem virkaði þannig að ef menn ráku álkuna út um hliðarrúðu á 60 mílum og spúðu kvöldmatnum út í náttmyrkrið, á leið á sveitaball, þá rann viðbjóðurinn bara aftur með bílnum en subbaði ekki út formfagrar hliðarnar.  Svona hönnun var ómetanleg þegar hirðin var á leiðinni á sveitaball og enginn tími vannst til að stoppa.  Moparinn var sérlega vel hannaður hvað þetta varðar enda hlustuðu mennirnir með hattana þar á bæ á óskir kúnnanna varðandi þægindi.

"Við áttum kaggan þúfur og þras og kannski dreitil í tímans glas" kváðu Stuðmenn.  Það er engu líkara en að "í bláum skugga" hafi verið ort í þessum bláa Coronet.

Góðar stundir

Err
Title: Á bílasölunni...
Post by: MoparFan on December 03, 2007, 22:16:44
Ég man ekki eftir að hafa séð þennan bíl.  Veit einhver um afdrif hans?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Kiddi on December 04, 2007, 00:30:52
Eru engar gamlar geitur á sölunni??
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on December 04, 2007, 20:49:00
Maður sér þetta fyrir sér:  

Eigandinn: "Já hann er á svínfeitu Móhakki á Krakkar felgjum og svo má ekki gleyma Holy Doble flækjunum."

Bílasalinn hamast á Byro pennanum (þetta er sko pre-computer auto sales tímabilið):  #Æ sí, MOHAK dekk, CRACAR (selst frekar ef maður hefur þennan útlenska staf "c") og svo hljóta gaurarnir að falla fyrir einhverju gismói sem er Doble eitthvað."
Title: Á bílasölunni...
Post by: Moli on December 04, 2007, 21:18:34
Já takk fyrir bara bíll ársins... :lol:

Hvaða ´69 GTO er þetta annars? Annars selfossbíllinn mögulega?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Gunnar M Ólafsson on December 04, 2007, 21:50:53
Ég sé ekki betur en að "Geitinn" sé 68 model, Þeir hafa ekki verið allt of klárir á árgerðunum í den :D Eða kanski bara stafsetningar villa :wink:
Veit bara um einn GTO sem kom hingað til lands með rafmagn í öllu og var hann árg 1968
Title: Á bílasölunni...
Post by: Gunnar M Ólafsson on December 04, 2007, 21:51:49
Ég sé ekki betur en að "Geitinn" sé 68 model, Þeir hafa ekki verið allt of klárir á árgerðunum í den :D Eða kanski bara stafsetningar villa :wink:
Veit bara um einn GTO sem kom hingað til lands með rafmagn í öllu og var hann árg 1968
Title: Á bílasölunni...
Post by: Old School on December 04, 2007, 22:03:50
Ég held að Ingimar Baldvins hafi átt þennan bíl og selt bróður minum hann ´82? þá var hann með 389 upptjúnaða eins og hægt er og 400 hurstskiptingu  
vann víst alveg ofboðslega
Title: Á bílasölunni...
Post by: Old School on December 04, 2007, 22:04:28
Ég held að Ingimar Baldvins hafi átt þennan bíl og selt bróður minum hann ´82? þá var hann með 389 upptjúnaða eins og hægt er og 400 hurstskiptingu  
vann víst alveg ofboðslega
Title: Á bílasölunni...
Post by: Old School on December 04, 2007, 22:05:08
Ég held að Ingimar Baldvins hafi átt þennan bíl og selt bróður minum hann ´82? þá var hann með 389 upptjúnaða eins og hægt er og 400 hurstskiptingu  
vann víst alveg ofboðslega 8)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Old School on December 04, 2007, 22:05:39
Ég held að Ingimar Baldvins hafi átt þennan bíl og selt bróður minum hann ´82? þá var hann með 389 upptjúnaða eins og hægt er og 400 hurstskiptingu  
vann víst alveg ofboðslega 8)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Old School on December 04, 2007, 22:06:49
Ég held að Ingimar Baldvins hafi átt þennan bíl og selt bróður minum hann ´82? þá var hann með 389 upptjúnaða eins og hægt er og 400 hurstskiptingu  
vann víst alveg ofboðslega 8)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Old School on December 04, 2007, 22:07:14
Ég held að Ingimar Baldvins hafi átt þennan bíl og selt bróður minum hann ´82? þá var hann með 389 upptjúnaða eins og hægt er og 400 hurstskiptingu  
vann víst alveg ofboðslega 8)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Old School on December 04, 2007, 22:09:09
sorry tölvu vesen afsakið :oops:
Title: Á bílasölunni...
Post by: Kiddi on December 04, 2007, 23:24:59
Já.. þetta passar ´68 GTO (68 GTO var valinn bíll ársins af af einhverju blaði.. motor trend eða e-h...... þar gæti sá ruglingur legið).
Hann er líka með sidelampa, sérðu það Gunni... þessi hefur verið "loadaður".. his/hers skiptir o.fl.

Ég veit ekki hvað varð af þessum..

Gunni, hvað voru margar 68 geitur? þetta er ekki bíllinn sem pabbi reif og hennti... ég átti grænan framenda af 68 GTO með svartri strípu efst þ.s. merkið er á 68 stuðurunum (ég hennti honum... hann var mjög illa farinn).

Það passar að þetta er bíllinn sem Ingimar var með... ég man að hann lýsti sínum bíl þannig að það hefði verið allt í honum..
Title: Á bílasölunni...
Post by: Old School on December 04, 2007, 23:36:06
þessi grotnaði niður í fjörunni á eyrarbakka bak við skemmu,bróðir minn seldi hann þangað og sér mikið ettir því
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on December 05, 2007, 08:23:17
Strákar mínir.  Það hefur alltaf verið lífleg Pontiac della á Selfossi:

http://gislisk.googlepages.com/sagapontiacgto
Title: Á bílasölunni...
Post by: Gunnar M Ólafsson on December 05, 2007, 08:59:46
Quote from: "Kiddi"
Já.. þetta passar ´68 GTO (68 GTO var valinn bíll ársins af af einhverju blaði.. motor trend eða e-h...... þar gæti sá ruglingur legið).
Hann er líka með sidelampa, sérðu það Gunni... þessi hefur verið "loadaður".. his/hers skiptir o.fl.

Ég veit ekki hvað varð af þessum..

Gunni, hvað voru margar 68 geitur? þetta er ekki bíllinn sem pabbi reif og hennti... ég átti grænan framenda af 68 GTO með svartri strípu efst þ.s. merkið er á 68 stuðurunum (ég hennti honum... hann var mjög illa farinn).

Það passar að þetta er bíllinn sem Ingimar var með... ég man að hann lýsti sínum bíl þannig að það hefði verið allt í honum..


Já Kiddi þessi var með öllu. Alfreð Björnsson átti hann síðast og henti honum enda orðin haug riðgaður, en verri bílar hafa samt verið gerðir upp.Ingimar sá og sér alla tíð mikið eftir honum. Sögur heyrðust um að Ram Air II vél hafi verið í honum orginal og á að vera til enn , í eigu Jóns bróður Benna Eyjólfs, en í hendur þeirra bræðra komst flest af því besta úr þeim  Pontiac bílum sem hingað komu, því er nú verr.Ég veit um amk 5 stk 1968 GTO
Title: GTO
Post by: Harry þór on December 06, 2007, 17:19:32
Sæl öll. Einum 68 -69 GTO man ég eftir sem Gunnar Dungal í Pennanum átti og seldi bróður mínum. Hann var rauður með hvítum eða svörtum vinyl top - hvitur að innan og með snúningsmæli á húddinu og his/her skiftir - þetta var bíll með öllu.Það væri gaman ef einhver ætti mynd.

kv Harry
Title: Í gamla daga GTO
Post by: 440sixpack on December 06, 2007, 17:53:53
Ég man eftir tveimur 1969 ljósgrænum GTO annar með 455 og hinn 400 báðir voru keyptir af dánarbúi í Ameríku í kringum 1978. Innflytjandi var að mig minnir Sveinn Halldórsson. Sonur hans Oddur Björn Sveinsson var stundum á öðrum þeirra. 400 bíllinn var sjálfskiptur, veit ekki með hinn.
Title: Re: Í gamla daga GTO
Post by: Kiddi on December 06, 2007, 18:05:12
Quote from: "440sixpack"
Ég man eftir tveimur 1969 ljósgrænum GTO annar með 455 og hinn 400 báðir voru keyptir af dánarbúi í Ameríku í kringum 1978. Innflytjandi var að mig minnir Sveinn Halldórsson. Sonur hans Oddur Björn Sveinsson var stundum á öðrum þeirra. 400 bíllinn var sjálfskiptur, veit ekki með hinn.


Þeir eru báðir á Selfossi í eigu sama mannsins. Kramið í öðrum þeirra er allveg orginal.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on December 07, 2007, 17:24:42
(http://farm3.static.flickr.com/2173/2093806554_678a947640.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Kiddi on December 07, 2007, 17:37:07
Já ok... m. 70-73 fronti... eftirfarandi númer koma upp fyrir '75 firebirds

EH149
GV772
FF163
FG967
EL246
EÖ889
FÞ453
EZ227
FZ587

Hvað er líklegast :?:  :lol:  Mér sýnist fremsti stafurinn vera F og síðasti 7.... það gefur mér FG967, FZ587... hvort er það :smt120
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on December 07, 2007, 17:44:02
Þetta er FG967
 

Hérna á Stjáni Skjól hann

(http://farm3.static.flickr.com/2017/2093841540_633a5c038f.jpg)

(http://farm3.static.flickr.com/2170/2093061403_73cf203279.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on December 08, 2007, 00:39:24
Þessi var mikið á rúntinum á Akureyri um 1980. 350 dæmi minnir mig.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on December 08, 2007, 01:42:12
Óhuggulega sexy??? og Pontiac í sömu setningu, þetta hlýtur að vera prent villa!!!
Title: Á bílasölunni...
Post by: JHP on December 08, 2007, 02:03:46
Quote from: "Anton Ólafsson"
Óhuggulega sexy??? og Pontiac í sömu setningu, þetta hlýtur að vera prent villa!!!
Nei nei þetta er glæsilegasti eldfuglinn í lausu lofti  8)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Sigtryggur on December 08, 2007, 02:05:01
Pervertar þessir norðanmenn. :smt108
Title: Á bílasölunni...
Post by: Kiddi on December 08, 2007, 18:12:37
Quote from: "Anton Ólafsson"
Óhuggulega sexy??? og Pontiac í sömu setningu, þetta hlýtur að vera prent villa!!!


Quote from: "Sigtryggur"
Pervertar þessir norðanmenn. :smt108


og greinilega rammöfugir í þokkabót..  :lol:  :lol:
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on December 11, 2007, 18:16:35
(http://farm3.static.flickr.com/2057/2103977672_7cde5a8f38.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on December 11, 2007, 18:44:47
Næst er það bara hr. 66 Charger sjálfur.

En þessi auglýsing birtist í morgunblaðinu  5.apríl 1967.

(http://farm3.static.flickr.com/2257/2104027964_f00958f3fb.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Moli on December 11, 2007, 21:23:57
Fann þessar í fljótheitum!
Title: Á bílasölunni...
Post by: Kristján Skjóldal on December 11, 2007, 23:07:40
sko Pontiac  dýrastur :wink:
Title: Á bílasölunni...
Post by: Einar Birgisson on December 12, 2007, 08:34:21
"  Simca 1965 8 strokka nýuppgerður "

hvaða bíll var það ?
Title: Á bílasölunni...
Post by: 65tempest on December 12, 2007, 11:13:28
Quote from: "Einar Birgisson"
"  Simca 1965 8 strokka nýuppgerður "

hvaða bíll var það ?


Heyrðu, Einar!

Þetta var Simca Vidette V8.. 140cid og eitthvað um 80 hö :lol:  :lol:

Hélt að þið norðanmenn sem eru í vöggu fordmenningarinnar ættu að vita þetta, því jú þetta var Ford V8.
Title: Á bílasölunni...
Post by: Einar Birgisson on December 12, 2007, 13:06:05
Ok , þetta SKRÍMSLI er þá v8 stock ?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Gizmo on December 12, 2007, 17:22:34
"Lincoln Continental, fæst gegn skuldabréfi."

Greinilegt að sumt bara breytist ekki.. :lol:
Title: Re: GTO
Post by: Gunnar M Ólafsson on December 12, 2007, 17:36:08
Quote from: "Harry"
Sæl öll. Einum 68 -69 GTO man ég eftir sem Gunnar Dungal í Pennanum átti og seldi bróður mínum. Hann var rauður með hvítum eða svörtum vinyl top - hvitur að innan og með snúningsmæli á húddinu og his/her skiftir - þetta var bíll með öllu.Það væri gaman ef einhver ætti mynd.

kv Harry


Harry.
Þessi var ´68 árg og var á Ísafirði ca´75 í eigu Jóns Jónssonar útgerðarmanns. Synir hans Mulli og Þröstur voru oft á honum , virkaði allsvakalega. Sagt var að einhver á Akureyri hefði flutt hann inn, gott ef Kennedy bræðurnir voru ekki orðaðir við það. Vinur minn reif úr honum innréttinguna ofl,  áður en hann fór í pressuna. Einn alfallegasti GTO sem til landsins kom
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on December 16, 2007, 02:02:56
(http://farm3.static.flickr.com/2212/2114192188_90fa3e3533.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Sigtryggur on December 16, 2007, 13:03:26
http://www.bilavefur.net/album/displayimage.php?album=173&pos=6
Þessi?Sennilega,mig minnir að typan heiti White Hat Special.
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on December 16, 2007, 13:17:22
Þessi Charger, ladies and gentlemen, er sá sem síðar varð svartur, lengi á Akureyri eign Steina Ingólfs, Einars Gylfa og stórsöngvarans K. Jóhannssonar.  Hann er enþá til, staðsettur einhversstaðar á Austfjörðum.  Það er fullt af myndum af honum á Molavefnum góða.

Err
Title: Á bílasölunni...
Post by: Moli on December 16, 2007, 13:27:17
Ertu nú ekki að fara með tóma steypu Raggi? Þótt það gerist sjaldan? :lol:

Er þetta ekki ´69 bíllinn sem er í Fornbílageymslunum?

...og var ekki einhver skyldur Kalla málara búinn að kaupa ´68 bílinn að austan?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Gunnar Örn on December 16, 2007, 14:27:19
Quote from: "Moli"
Ertu nú ekki að fara með tóma steypu Raggi? Þótt það gerist sjaldan? :lol:

Er þetta ekki ´69 bíllinn sem er í Fornbílageymslunum?

...og var ekki einhver skyldur Kalla málara búinn að kaupa ´68 bílinn að austan?
[/color]

Jú, Jú Magnús bróðir hans, held ég.
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on December 16, 2007, 15:46:58
Jú Moli

Ég skeit rækilega á mig þarna.  68 bíllinn sem ég lýsti var nefnilega með sömu litasamsetningu og þessi 69 bíll. Þetta þýðir 12 vandarhögg á næsta Moparfundi.

Err

Quote from: "Moli"
Ertu nú ekki að fara með tóma steypu Raggi? Þótt það gerist sjaldan? :lol:

Er þetta ekki ´69 bíllinn sem er í Fornbílageymslunum?

...og var ekki einhver skyldur Kalla málara búinn að kaupa ´68 bílinn að austan?
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on December 18, 2007, 00:29:18
Hún er góð þessi....þótt hún sé ekki á slikkum, bara breiðdekkjum  :lol:
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on December 20, 2007, 12:24:22
Jæja inn á söluna rennur þessi Gullfallegi 69 Coupe.

(http://farm3.static.flickr.com/2227/2124869238_96c7d4aa66.jpg)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Guðmundur Björnsson on December 28, 2007, 00:42:36
Kæru bílasalar!Anton & Ragnar!!!
Er nokkuð til CAMARO árg 70 til 73 á sölunni hjá ykkur,
sem mætti greiðast með vixlum?
KV
Title: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on December 28, 2007, 01:04:13
Að sjálfsögðu er allt til á Bílasölunni.
Hér er einn Cammi á Cosmo  :oops: felgum  og með vél sem virðist svipuð að rúmtaki og í drullumöllurum.

Víxlar vel þegnir!
Title: Loðna!!!!!!
Post by: Guðmundur Björnsson on December 28, 2007, 01:16:44
Tek þennan!!!!
 Flottar þessar COSMO felgur.Get ég borgað´ann´með 24 víxlum?
Er að fara á loðnubát( vonandi Sigurð VE) og verð með fullt rassg..
af seðlum.P.s vinnur Guðfinnur ekki á þessari bílasölu?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on December 28, 2007, 17:49:00
...
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on January 29, 2008, 18:30:24
Rólegt er búið að vera á sölunni í janúarmánuði,
En þá rennur þessi  gullmoli inn,
Title: Á bílasölunni...
Post by: Guðmundur Björnsson on February 24, 2008, 18:51:03
Jæja, þá er komið verð á ,,nýju bílanna'' hjá sambandinu :lol:

Um að gera að tryggja sér bíl sem fyrst 8)

Bílasalan er opinn til kl 22.00 og umboðsmenn um allt land

alltaf rífandi sala :smt003
Title: Á bílasölunni...
Post by: Kristján Skjóldal on February 24, 2008, 21:11:02
að sjálfsögðu er Cadillac dýrastur 8)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Buddy on February 24, 2008, 22:12:05
Quote from: "Anton Ólafsson"
Jæja inn á söluna rennur þessi Gullfallegi 69 Coupe.

(http://farm3.static.flickr.com/2227/2124869238_96c7d4aa66.jpg)


Þetta er '69 Mustanginn sem frændi átti á sínum tíma og endaði á Selfossi, frægur í dag fyrir sérstakan fugl á húddinu.

Kv,

Buddy
Title: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on February 25, 2008, 12:30:35
Er þetta sem sagt sami?
Title: Á bílasölunni...
Post by: Jói ÖK on February 25, 2008, 16:13:47
Quote from: "Kristján Skjóldal"
að sjálfsögðu er Cadillac dýrastur 8)

rangt :o  :)
Corvettan er á 2.300.000 en Cadillacinn á 2.200.000
Title: Á bílasölunni...
Post by: Boggi on February 25, 2008, 17:03:55
Er ekki næst efsti Cadillac-inn á 3.000.000???  8)

Kv. Boggi
Title: Á bílasölunni...
Post by: Buddy on February 25, 2008, 18:21:27
Quote from: "Anton Ólafsson"
Er þetta sem sagt sami?


Já það vilja sumir meina, hef ekki fengið það staðfest,  en frændi seldi hann um '73-'74

Kv.

Buddy
Title: Á bílasölunni...
Post by: Racer on February 25, 2008, 19:27:08
ég verð að spyrja.. Trans am Gt 5.0 v6? ;)
samt flott mál að Transam er dýrari en Camaro :)
Title: Á bílasölunni...
Post by: Jói ÖK on February 27, 2008, 17:03:52
Quote from: "Boggi"
Er ekki næst efsti Cadillac-inn á 3.000.000???  8)

Kv. Boggi

Það er rétt :oops:  Sorry my bad :lol:
bara tjekka hversu góðir að lesa þið eruð :)
Title: Kóngurinn......
Post by: Guðmundur Björnsson on February 29, 2008, 16:31:30
Jæja,þá er að tryggja sér "kónginn". Í boði er 4 útfæslur a.b.c. eða d.

Já það er alltaf fjör á bílasöluni!!!!   Um að gera að kíkja við!!!
 :smt119
Title: Á bílasölunni...
Post by: motors on February 29, 2008, 22:28:47
Fór þessi ekki aftur til Bandaríkjalands :?: Hvað varð um Camaróinn hans Ingós með 454 70-71 :?:
Title: Á bílasölunni...
Post by: Moli on February 29, 2008, 22:38:27
Quote from: "motors"
Fór þessi ekki aftur til Bandaríkjalands :?: Hvað varð um Camaróinn hans Ingós með 454 70-71 :?:


Hann fór aftur út 2003.

´71 Camaroinn hans Ingós er í eigu Árna Útlaga, býr rétt fyrir utan Flúðir.
Title: Á bílasölunni...
Post by: motors on February 29, 2008, 22:55:10
Takk Moli. :)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Moli on August 27, 2008, 01:00:15
Eigum við ekki að endurvekja þennan mjög svo skemmtilega þráð?

Á enginn gamlar auglýsingar... Raggi??  :wink:
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Björgvin Ólafsson on August 27, 2008, 10:01:56
(http://farm4.static.flickr.com/3279/2802884348_4821556001_o.jpg)

kv
Björgvin
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on August 27, 2008, 18:00:41
Jú Moli ég á kannski eina mynd eða tvær...Hér er líklega græna Cudan sem rætt er um á "talandi um Cudur" þræðinum.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Harry þór on August 28, 2008, 22:39:59
Hæ. hérna er mynd.

mbk Harry
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Björgvin Ólafsson on September 19, 2008, 15:58:38
(http://farm4.static.flickr.com/3015/2870666596_75a8db5537_o.jpg)

kv
Björgvin
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Moli on September 19, 2008, 16:18:07
(http://farm4.static.flickr.com/3015/2870666596_75a8db5537_o.jpg)

kv
Björgvin

hmmmm... hvaða Nova er þetta, ´72 árg, 3 gíra bsk, skoðuð ´96.  :-k
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on September 19, 2008, 17:50:32
(http://farm4.static.flickr.com/3015/2870666596_75a8db5537_o.jpg)

kv
Björgvin

hmmmm... hvaða Nova er þetta, ´72 árg, 3 gíra bsk, skoðuð ´96.  :-k


Þú skoðaðir hana um síðustu helgi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Moli on September 19, 2008, 18:05:31
Quote from: Anton Ólafsson


Þú skoðaðir hana um síðustu helgi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

JÆJA!!!!!!!!!!! Hélt alltaf að þetta væri ´70 bíll!  :lol:

(http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=21394.0;attach=6628;image)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Belair on September 19, 2008, 19:01:36
VÁ FRÁ A TIL Ö  (http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/links/2301.gif)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on September 19, 2008, 22:57:28
Mikið að gera á bílasölunni:  Lettarnir hrúgast inn.  Hér er Nova "kraftkerra."  Þessi Nova kom ábyggilega til Akureyrar c.a. 1977.  Keypt þangað af Palla Kristjánss þáv. formanni B.A.  Hún varð líklega síðar blá og eign Flúða og kannski Einars Gylfa.  Veit einhver um hver staðan er í dag?

Góðar stundir

Err
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Björgvin Ólafsson on September 24, 2008, 17:29:46
Fátt um svör, spurning um að hella enn einum lettanum á skrá........

(http://farm4.static.flickr.com/3185/2885638310_70aaf1ebaf_o.jpg)

kv
Björgvin
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: ljotikall on September 24, 2008, 17:40:37
er þetta ekki sá guli? kominn með 454 i dag
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Björgvin Ólafsson on September 27, 2008, 03:06:43
Eðlilega virðist enginn vilja kannast við þessa Letta, þannig að við hellum okkur í að skrá fleiri Forda............... :mrgreen:

(http://farm4.static.flickr.com/3116/2891545252_a8b682a5db_o.jpg)

kv
Björgvin
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Einar Birgisson on September 27, 2008, 08:16:31
Og enn einn bilaður Ford til sölu .......
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: 10,98 Nova on September 27, 2008, 11:58:08
 68 Camaroinn er þettað ekki orange bíllinn á Akureyri.(Gamli Ómar Norðdal)
Allavega er þetta ekki sá guli.

K.v. Benni
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: ljotikall on September 27, 2008, 12:07:59
gamli ómars er orginal ss
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: GunniCamaro on September 27, 2008, 17:29:30
Ég ætla að gera smá athugasemd við "gamli ómars er orginal ss" hann er það ekki, gamli ómars er dæmi um enn einn Chevyinn sem er búið að skrúfa SS merki á, SS merki er hægt að kaupa fyrir nokkra dollara í USA og eru nokkrir chevy hérna á landi með svona "sögufölsun".
SS sem slíkt er ekki neitt sérstaklega merkilegt en var á sínum tíma merkilegt en samt er í lagi að halda þessu aðskildu en það er auðvitað skiljanlegt að menn haldi að gamli ómars sé orginal ss út af merkjunum.
Það hefur aldrei verið til, eftir því sem ég best veit, 68 SS eða RS bíll hér á landi.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: ljotikall on September 27, 2008, 18:47:59
ja eg ætla nu samt ad trúa fyrrum eiganda og segja ad billinn hans se orginal ss og svo er nylega kominn einn rauður 68 ss
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: GunniCamaro on September 27, 2008, 20:52:42
Ég þekki líka "fyrrum" eigendur þessa Camaro og þar af er annar þeirra sem gerði upp þennan bíl á áttunda áratugnum og þann sem átti bílinn á eftir honum og þá var bíllinn eins og hann er á myndinni.
Og fyrst að "ljótikallinn" og "fyrrum eigandi" eru svona miklir sérfræðingar um 68 SS Camaro þætti mér gaman að heyra frá þeim hver sé munurinn á venjulegum Camaro og SS Camaro ? og af hverju er "SS" Camaroinn á myndinni ekki með SS dótið ?
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: ljotikall on September 27, 2008, 21:23:01
svartur aftur panel, fleirri blaða fjaðrir, 10bolta hásing, stærri vélar og örugglega önnur skifting og innretting.. þegar eg spurði ómar fyrir nokkrum árum þa sagði hann ad þetta væri orginal ss
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: GunniCamaro on September 27, 2008, 21:52:01
Nokkuð góður en samt ekki alveg rétt, ég coperaði úr Camarogreininni minni um 1968 SS :

"Super Sport, var kraftapakki (performance) með grunnútliti og innréttingu, með upphleypt húdd með gerviristum og hvítri eða svartri sportrönd utan um framendann og með 350cu.in 295hp vél. og SS-396/325hp. big block og 350 og 375 hp. en loftkæling var ekki fáanleg með big block, en annars var SS með stífari fjöðrun, 12 bolta hásingu og margblaðafjaðrir.  SS merki komu á sama stað og rs merkin.  Síðan var hægt að panta RS/SS pakka saman þar sem þeir pössuðu saman og  þá voru SS merkin notuð, en SS og Z-28 var ekki hægt að panta saman."

Þegar Ómar birtist með SS merkin á bílnum á sínum tíma sagði ég við hann að nú myndi hann koma af stað kjaftasögum um að bíllinn hans væri SS og mig minnir að hann hafi ekki gefið mikið fyrir þessi merki, þetta væri meira í gríni en alvöru.
Svo er búið að hræra svo mikið í þessum bíl að ef hann hefði einhvern tímann verið SS væri það löngu farið úr honum.

Svo er nýinnflutti 68 RS/SS með 10 bolta hásingu og einblaðafjaðrir sem bendir til þess að sá bíll sé upphaflega RS bíll með SS merkjum, sá bíll er samkvæmt trim tag plötunni upphaflega gull-litur án vínil með gulllitaðri innréttingu en er núna rauður með vínil og svartri innréttingu þannig að eitthvað er búið að eiga við hann.

Af SS bílum af fyrstu kynslóðinni (67-69) hérna eru 2 stk. 67 til , enginn 68 og 1 stk. var til af 69 SS en var klesstur fyrir mörgum áratugum og dreifðist hann í marga Camaro.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Kiddi on September 27, 2008, 22:33:31
Strákar ekki efast um kunnáttu GunnaCamaro þegar kemur að camaro fræðunum.. Hann lifir, nærist og þrýfst á þessum kóðum og númerum..

PS. Passið að hafa réttu merkin á bílunum ykkar  :mrgreen:
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: ljotikall on September 28, 2008, 12:22:31
ok eg játa mig sigraðan og skal trúa þvi ad hann se ekki orginal ss... ætla ekki ad stofna til leiðinda um mal sem eg veit augljoslega minna um :oops:
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: GunniCamaro on September 28, 2008, 15:11:28
Ekkert vandamál, engin leiðindi, ljótikall, þetta er að koma upp oftar með aukningu á clone, recreation, tribute og hvað þeir kalla þá í USA en þetta sést vel á ebay en þar eru margir "falsaðir" bílar til og eitthvað horfa menn til þessa gömlu tryllitækisnafna á gerðunum, t.d. GTO R/T GT RS SS YENKO Z-28 o. fl. en það liggur við að þeir "fölsuðu" séu fleiri til sölu á ebay en þeir original.
Svo er nú Kiddi eitthvað að skjóta á mig en á meðan sumir hafa gaman af nútímalegum breyttum köggum hafa aðrir gaman af original muscle bílunum því þeim fylgir oft mikil saga og enn að koma ýmislegt í ljós og gaman að fræðast um þá.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: íbbiM on September 28, 2008, 19:40:36
maður skilur það nú samt vel að menn sem eru nánast að nýmsíða bíla uppá nýtt smíði þá bara eins og þeir vilja hafa þá,  þetta er ekkert öðruvísi, ég er sjálfur búnað troða SS dóti á Z28 camaroinn minn af því að mér finnst það fallegra
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on September 28, 2008, 22:39:06
Þessi er ekki ekta SS en kannski vann eigandinn þar við að skjóta rollur? 
Skipti á Peugeot 504.....I wonder why  :D
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: GunniCamaro on September 28, 2008, 23:35:17
"Skipti á Peugeot 504"!!!!!!!! eigandinn á þessum Camaro hlýtur að hafa verið að koma út úr skápnum..........

.......annars var þessi Camaro ekki blár með bláum vinil og var í eigu Gilberts úrsmiðs á þessum tíma? ...eða átti Gilbert grænan?

P.S. ÍbbiM, það er bara besta mál að þú sért búinn að setja SS dót á þinn bíl, en væntanlega segirðu mönnum að þetta sé Z28 með SS dóti?

P.S.P.S. Raggi (1966 Charger), þú ert svo heppinn að geta lagt niður aftursætið í 66 Chargernum þínum og fyllt það af SS úr sveitinni þinni. (SS : Sweet Sheeps)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: ljotikall on September 29, 2008, 00:08:33
mig langar samt meira i super sheeps :lol:
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: 57Chevy on September 29, 2008, 00:19:50
Þessi er ekki ekta SS en kannski vann eigandinn þar við að skjóta rollur? 
Skipti á Peugeot 504.....I wonder why  :D

Var það ekki bróðir Gilberts sem átti þennan Camaro? Var sprautaður grænn og skartaði Samúel auglýsingu á hurðum.
Samkvæmt VIN númeri er bíllin árg. 1970, og upphaflegi liturinn var rauður. Þessi bíll er enn til, enn óökuhæfur eins og er.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: íbbiM on September 29, 2008, 17:04:41
"Skipti á Peugeot 504"!!!!!!!! eigandinn á þessum Camaro hlýtur að hafa verið að koma út úr skápnum..........

.......annars var þessi Camaro ekki blár með bláum vinil og var í eigu Gilberts úrsmiðs á þessum tíma? ...eða átti Gilbert grænan?

P.S. ÍbbiM, það er bara besta mál að þú sért búinn að setja SS dót á þinn bíl, en væntanlega segirðu mönnum að þetta sé Z28 með SS dóti?

P.S.P.S. Raggi (1966 Charger), þú ert svo heppinn að geta lagt niður aftursætið í 66 Chargernum þínum og fyllt það af SS úr sveitinni þinni. (SS : Sweet Sheeps)


jú það vill svo furðulega til að ég er miklu meira Z28 fan heldur en SS, þannig að ég hef ekki mikin áhuga á að segja fólki að þetta sé SS bíll,  reyndar er ég samt búinn að taka öll Z28 merki af, og reyndar bara öll merki, og fylla uppí allt, en fólk ætti að átta sig á slétta húddinu
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: edsel on September 29, 2008, 18:37:39
hvar er þessi Camaro í dag? myndir af ástandi eins og hann er í dag?
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on October 04, 2008, 00:30:55
Nú dugir ekkert slór
að hika er sama og tapa.
Kauptu þennan Tór-
ínó og farðu að aka.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Guðmundur Björnsson on October 13, 2008, 17:53:19
 Þessi á myndini er ekki sá græni.

Hann var 70 bíll með 307,Gilbert kaupir hann frá austfjörðum um 77 þá var hann gold með vinil topp og söguðum fram stuðara
og orðinn svolítið þreyttur.

Hann var gerður upp í kjölfarið,mótorin létt-túnaður,klæddur upp að innan,sett á hann spoler framan og aftan,mopar-skóp á húddið,
nýjar krómfelgur og dekk og síðan málaður brúnn.Og útkoman ansi töff.

Fyrir sýningu KK 1978 í höllini lætur Birgir bróðir Gilberts mála bíllinn dökk-grænan.
Birgir eignaðis bíllinn stuttu seina og notaði daglega.
Biggi verslað ýmislegan aukabúnað í vagninn s.s  2x4 hólfa millihedd ,line lock og fleira.
hann var notaður veturinn 79-80 keyrður með opnar flækur og 8 hólfa milliheddið og allt draslið!!
Biggi var mikill reykspólari, var að merkja sér staði um allt!! alveg ótrúlega skemmtilegur tími.

Um vorið 80 var hann rifinn með það í huga að breyta í kvartmílubíll en biggi missir áhugann og selur.
Hann birtist aftur á götinni ca 84 ný-skveraður dökk-grænn á litinn.

Ég held að hann sé á Ísafirði í dag.!!

En þessi í auglýsinguni er það ekki þessi blái(sjá myndir á mola-síðu)man eftir honum í hlíðunum í denn.





Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: 57Chevy on October 13, 2008, 22:25:49
Þessi á myndini er ekki sá græni.

Hann var 70 bíll með 307,Gilbert kaupir hann frá austfjörðum um 77 þá var hann gold með vinil topp og söguðum fram stuðara
og orðinn svolítið þreyttur.

Hann var gerður upp í kjölfarið,mótorin létt-túnaður,klæddur upp að innan,sett á hann spoler framan og aftan,mopar-skóp á húddið,
nýjar krómfelgur og dekk og síðan málaður brúnn.Og útkoman ansi töff.

Fyrir sýningu KK 1978 í höllini lætur Birgir bróðir Gilberts mála bíllinn dökk-grænan.
Birgir eignaðis bíllinn stuttu seina og notaði daglega.
Biggi verslað ýmislegan aukabúnað í vagninn s.s  2x4 hólfa millihedd ,line lock og fleira.
hann var notaður veturinn 79-80 keyrður með opnar flækur og 8 hólfa milliheddið og allt draslið!!
Biggi var mikill reykspólari, var að merkja sér staði um allt!! alveg ótrúlega skemmtilegur tími.

Um vorið 80 var hann rifinn með það í huga að breyta í kvartmílubíll en biggi missir áhugann og selur.
Hann birtist aftur á götinni ca 84 ný-skveraður dökk-grænn á litinn.

Ég held að hann sé á Ísafirði í dag.!!

En þessi í auglýsinguni er það ekki þessi blái(sjá myndir á mola-síðu)man eftir honum í hlíðunum í denn.






Smá leiðrétting: Sá sem birtist á götuni '84 ný skveraður var gamli Camaroin minn, hann var´72 árg. Þessum tveimur er oft ruglað saman.

'70 bíllin var lengi á Ísafirði, enn er þar ekki lengur, enn hann fór ekki lángt.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Guðmundur Björnsson on October 14, 2008, 15:59:33
Það er EKKI verið að rugla saman þessum bílum,70 bíllinn þekkist á MOPAR skópinu sem var lagað eftir háa milliheddið.
Skoðaði hann vel,á bílasölu, eftir að hann var settur á götuna hringum 84-5,var málaður dökk-grænn aftur.
Sjá má mynd af honum,eftir uppgerð, á bílavefur.net mynd #5 í 70-73 flokknum.

Var 72 bíllinn ekki alltaf með heilan stuðara??
Það er bíllinn sem Viddi setti í 454 og endaði hjá stæner í kóp.
Var málaður á svipuðum tíma grænn með Z-strípum.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on October 19, 2008, 17:27:05
Þessi er nú bara staddur á sölunni,,

(http://farm4.static.flickr.com/3105/2899807223_fcd4c33843_o.jpg)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Guðmundur Björnsson on October 21, 2008, 00:25:23
Já það væri gaman ef einhver gæti upplýst hvað varð um þennan GP,held að Bjössi ljósmyndri hafi seld hann fljótleg eftir 78 sýninguna
er þó ekki viss.Minnis þess að hafa séð hann á götuni ca 85 þá orðinn þreyttur.

Leitaði að honum hjá bifreiðeftirlitinu 1989 ,það komu í ljós einhverir 5-7 bílar 77árg en ekki þessi hvíti, kannski var búið að henda honum þá!!!!???

Þetta var/er ótrúlega flottur bíll!!!!

Og annað, hann er árg 1977,annað body 1978.
   
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Zaper on October 21, 2008, 19:05:38
var sennilega með framendann af þessum uppi á vegg fyrir nokkrum árum, þannig að hann hefur sennilega verið rifinn,
(allavega eins á litinn með sömu röndum)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Guðmundur Björnsson on October 25, 2008, 15:01:37
 Jæja!!! kannast enginn hvað varð um dollara-grínið??? Einhver hlýtur að vita einhvað,hvar eru GP-menn??
Zeper ekkert meira um hann frá þér?
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Zaper on October 25, 2008, 15:31:22
nei áskotnaðist bara þessi frontur, úr einhverju drasli sem ættað var frá Stjána meik.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 06, 2008, 01:05:58
Jæja sökum kreppunnar er víst mikil aukning á bílasöluna á næstunni, var ég að taka á móti sendingu sem kynnt verður næstu daga.

En fyrstur er það þessi 8-)

(http://farm4.static.flickr.com/3065/3006956754_25943e9350_o.jpg)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Geir-H on November 06, 2008, 01:35:10
Er hann enn falur Anton?
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Firehawk on November 06, 2008, 09:33:16
Jæja sökum kreppunnar er víst mikil aukning á bílasöluna á næstunni, var ég að taka á móti sendingu sem kynnt verður næstu daga.

Ég á sennilega "stórasta" lagerinn af þessu. Kannksi maður fari að kveikja á scannanum...

-j
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Moli on November 06, 2008, 11:08:00
Jæja sökum kreppunnar er víst mikil aukning á bílasöluna á næstunni, var ég að taka á móti sendingu sem kynnt verður næstu daga.

Ég á sennilega "stórasta" lagerinn af þessu. Kannksi maður fari að kveikja á scannanum...

-j

Já!!! nú erum við að tala saman!  =D>
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Firehawk on November 06, 2008, 12:11:13
?1978
(http://farm4.static.flickr.com/3137/3007151215_f7f032d04e.jpg)

-j
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Geir-H on November 06, 2008, 13:56:01
Er hann enn falur Anton?

NEI!!!!!!!!!!!!

 :lol: :lol: :lol:

Datt það nú í hug
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 06, 2008, 19:38:02
Jæja næstur á söluna er Shelby-inn sjálfur.

(http://farm4.static.flickr.com/3028/3008790602_332b4f105b_o.jpg)

(http://farm4.static.flickr.com/3221/3008790582_b4bf2fa830_o.jpg)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 08, 2008, 03:37:54
(http://farm4.static.flickr.com/3296/3011260459_08aa7727a7.jpg)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Andrés G on November 08, 2008, 13:10:48
vá bara 80 þúsund!!!
afhverju í andskotanum gat ég ekki fæðst fyrr! :mad:
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Belair on November 08, 2008, 13:58:35
(http://farm4.static.flickr.com/3296/3011260459_08aa7727a7.jpg)

93-11126 skaganumer er þessi en á lifi  :?:
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 08, 2008, 19:53:08
(http://farm4.static.flickr.com/3296/3011260459_08aa7727a7.jpg)

Ég verð bara að viðurkenna það að ég er ekki búinn að koma þessum fyrir mig ennþá :cry:

93-11126 skaganumer er þessi en á lifi  :?:
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Belair on November 08, 2008, 20:13:55
þessi mynd kemur úr eyja mustang umræðuni , gæti þetta verið sam billinn  :-k :?:
(http://i98.photobucket.com/albums/l262/HelgiFagri/ar.jpg)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: sporti on November 08, 2008, 20:20:37
Þessi mynd er tekinn á skaganum, annað hvort norðanmeginn við slippin eða þar sem flugeldagerðin var, eigandin þá heitir Guðmundur Július Björgvinsson betur þekktur sem Júlli Björgvins, hann málaði hann rauðan minnir mig, úðaði yfir hann eina nóttina þegar hann var að koma heim af djammi, "sennilega" eitthvað marineraður, þar sem hann hafði ekki mikla reynslu af slíkum störfum, :bjor: nánast enga þá hefðu kunáttumenn getað sett út á þennan gjörning :bjor:
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Belair on November 08, 2008, 20:24:22
veit kvað numer var á honum  :?:
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Moli on November 08, 2008, 20:42:14
Hvíti ´69 Mustangin er þá bíllinn sem m.a. Gummi Kjartanss. og Valdemar Haraldsson áttu, var lengi vel í Eyjum og fór svo á Hornafjörð. Þaðan kemur hann í bæinn og endar í Vöku. Var í Eyjum á númerinu V-909.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Belair on November 08, 2008, 21:01:00
en þessi Maggi
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/mustang_69_70/398.jpg)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Moli on November 08, 2008, 21:08:32
en þessi Maggi

Þetta er bíllinn sem Gummari átti, og sá sem Snorri á í dag.

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/stakir/1969_ford_mustang_snorri/snorri_mach1_01.jpg)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Belair on November 08, 2008, 21:11:29
humm ok áttu mynd af þessum saga mustang eða info um hann
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 08, 2008, 21:18:20
humm ok áttu mynd af þessum saga mustang eða info um hann

Hérna er þráður um þennan Mach 1
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=25013.0 (http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=25013.0)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Belair on November 08, 2008, 21:20:34
átti reyndar við skaga billinn  :D
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 08, 2008, 21:28:20
átti reyndar við skaga billinn  :D

Eins og ég sagði er ég ekki ennþá búinn að grafa neitt upp um hann.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Racer on November 09, 2008, 00:17:43
vá bara 80 þúsund!!!
afhverju í andskotanum gat ég ekki fæðst fyrr! :mad:

þú trúlegar áttar þig á því að 80 þús þá er svipaða verð og þeir fást á núna  :mrgreen:

ekki ódýrir sko
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Andrés G on November 09, 2008, 00:20:00
vá bara 80 þúsund!!!
afhverju í andskotanum gat ég ekki fæðst fyrr! :mad:

þú trúlegar áttar þig á því að 80 þús þá er svipaða verð og þeir fást á núna  :mrgreen:

ekki ódýrir sko

já ég hafði einhverja hugmynd um það :)
en samt, það eru engir spennandi bílar til sölu nú til dags, bara einhverjar heimskir nýir bílar. :mad:
ég verð víst bara að búa mér til tímavél...
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Björgvin Ólafsson on November 09, 2008, 01:02:54
Annar Mach 1

(http://farm4.static.flickr.com/3217/3013617673_d6ffd5be6f_o.jpg)

Í öruggum höndum í dag!!

kv
Björgvin
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 09, 2008, 04:11:30
Annar Mach 1

(http://farm4.static.flickr.com/3217/3013617673_d6ffd5be6f_o.jpg)

Í öruggum höndum í dag!!

kv
Björgvin

Já en þetta er ekki original mach 1 þetta er 02 boddy code.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: R 69 on November 09, 2008, 17:39:33
Svo stóð hann inn á smmiðjuvegi á bílasölunni þar á sama tíma.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Kristján Skjóldal on November 09, 2008, 18:53:51
þessi 80,000 kr samsvara örugleg 800,000 í dag  :D
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 10, 2008, 00:52:27
Jæja

(http://farm4.static.flickr.com/3227/3017743336_7ec3a8b42c.jpg)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 10, 2008, 19:05:02
Þá dettur DD-198 næstur inn.

(http://farm4.static.flickr.com/3023/3020104012_287b3027f4.jpg)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Geir-H on November 10, 2008, 19:50:17
Jæja

(http://farm4.static.flickr.com/3227/3017743336_7ec3a8b42c.jpg)

Uss  8-)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 11, 2008, 18:17:34
Moparfélagið með útsölu!
(http://farm4.static.flickr.com/3022/3022041041_d392f0d98d.jpg)
Var það ekki dana 60 hásingin fræga sem var undir þessari?
En er enginn sem náði að festa þessa tínu á filmu áður en henni var hent???
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 18, 2008, 20:32:29
(http://farm4.static.flickr.com/3245/3041949704_9601f8b7db.jpg)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 29, 2008, 00:19:59
Jæja þessi hefur nú eitthvað verið auglýstur áður, en nú var hann að detta inn á söluskránna hjá  Sólheimasölunni,

(http://farm4.static.flickr.com/3052/3067074122_2e102ac667.jpg)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on November 30, 2008, 21:15:19
Jæja næstur er þessi eðal Lincoln

(http://farm4.static.flickr.com/3228/3067073740_6ea751ac9e.jpg)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on December 01, 2008, 18:22:19
(http://farm4.static.flickr.com/3037/3067355092_4907395d9d.jpg)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Andrés G on December 01, 2008, 18:48:32
(http://farm4.static.flickr.com/3037/3067355092_4907395d9d.jpg)

nohh, almennilegur bíll til sölu 8-)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Anton Ólafsson on December 06, 2008, 01:36:40
Jæja meðan kreppann harnar þá dettur  flaggskip sjöunda áratugarins.
(http://farm4.static.flickr.com/3073/3066232823_0f5d49b5f3_o.jpg)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: 1966 Charger on December 06, 2008, 10:24:41
Allt að fyllast af Fjord (er ekki verið að ræða um hann þennan hér á öðrum þræði?)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Kristján Stefánsson on December 13, 2008, 15:02:57
Rakst á þessa á netinu og fannst hún nokkuð skondin.  :lol:

(http://farm4.static.flickr.com/3182/3104945376_0767ff157d.jpg?v=0)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Björgvin Ólafsson on December 13, 2008, 16:30:01
Hvað fannst þér skondnast?

kv
Björgvin
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: TRANS-AM 78 on December 13, 2008, 16:39:58
giska á símanúmerið :)
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Kristján Stefánsson on December 13, 2008, 20:25:46
700 hestafla 302   :roll:
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: 66MUSTANG on December 14, 2008, 22:56:28
Þetta er sbc 302 og hún vann fyrir allan peningin
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: js on December 16, 2008, 19:37:33
Þessi vél var seinna sett á Kókosbolluna,einn sérstakasta kvartmílubíl sem hefur verið á landinu.Ólafur Vilhjálmsson var alveg taugalaus þegar hann ók þessum Triumph með c.a. 1.5m   
wheelbase undir 10sec
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Kristján Skjóldal on December 16, 2008, 20:28:10
fór hann undir 10 sek :shock:
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: 10,98 Nova on December 16, 2008, 20:36:40
Þessi sami 700hp 302 fór svo seinna í Vegu hjá Brynjari Gylfa og var nú bara þægilegur götumótor.
En veit einhver hver á hana núna.

Kv Benni
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: js on December 16, 2008, 21:05:38
Brynjar á hana líklega ennþá,ef hann er ekki búinn að farga henni.Hún var eitthvað að stríða honum undir það síðasta,enda ekki skrítið.Ari Vilhjálmss. sagði mér að þeir hefðu snúið vel yfir 9000rpm
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: spIke_19 on December 16, 2008, 23:24:25
ég hef heyrt sögur um að þessi 302 vél hafi verið að snúast um 11.000 rpm og hægagangurinn hafi verið 3.500 rpm þegar hún var í monzuni
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: 66MUSTANG on December 18, 2008, 02:29:25
Ég man eftir þessum motor í 9600 rpm þegar Steini átti veguna með þessum motor.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Halldór H. on December 18, 2008, 04:03:12
Ég veit ekki betur en svo að ég eigi knastásinn sem var í þessari vél.

vinnsluvið frá 4000 - 8200 sn.
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: 10,98 Nova on December 18, 2008, 19:55:33
Ég man eftir þessum motor í 9600 rpm þegar Steini átti veguna með þessum motor.

Steini var nú samt bara að fara 11.50sek. á bíl sem var rétt um 1100 kg.

Kv Benni
Title: Re: Á bílasölunni...
Post by: Björgvin Ólafsson on December 22, 2008, 01:44:48
Jæja meðan kreppann harnar þá dettur  flaggskip sjöunda áratugarins.
(http://farm4.static.flickr.com/3073/3066232823_0f5d49b5f3_o.jpg)

Þessi hækkað aðeins útaf genginu og kominn í milljón!

(http://farm4.static.flickr.com/3115/3126992030_27efa4e7e0_o.jpg)

Eitthvað virðast menn líka lesa misjafnlega út úr keyrslutölunum :roll:

kv
Björgvin