Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Topics - Cavalier

Pages: [1]
1
Evrópskt / Mk1 Golf Tilbúinn !! ???
« on: April 17, 2009, 23:12:51 »
Jæja

langaði að búa hér til smá þráð um bílinn minn sem ég keypti í september á seinasta ári.

Þetta er fyrsti bílinn sem ég geri upp og annar bílinn sem ég ég kaupi mér! b.t.w ég á enþá minn fyrsta bíl :D

Þetta er Mk1 Golf 1800 GTi Cabriolet Karmann Wolfsburg edition (ég veit..langt nafn) árg 1985. Ég keypti hann tjónaðan og ákvað strax að hefjast handa við að laga hann. Hann er aðeins ekinn 186 þús, með ný upptekna vél. Og er ein 110hö.

Það sem ég er búin að gera hingað til er að skipta um 2xspyrnur að framan, nýjar fóðringar í spyrnurnar, 2xstýrisendar, 2xspindilkúlur, skipta um öxulhosurnar, rétta öxul, laga pönnuna, nýtt fjöðrunarkerfi (coilovers), rétta hægra innrabretti, skipta um framstykkið, kaupa húdd, 2xframbretti, rétta nokkrar beyglur og skera úr aftursvuntunni stórt ryð gat

Það sem er eftir er að klára rétta allar þessar beyglur, allt ryðið, mála, laga blæjuna, ljós, listar og ýmislegt smádót.

Planið var að fara á honum á bíladaga, en það mun nú eitthvað dragast þar sem það eru aðeins 59 dagar í þá og mikil vinna eftir!

En ég ætla að láta fylgja smá myndir með þessum þræði svo þið getið séð litla dýrið mitt

vonandi njótið þið vel :)

kv. Anna Kristín Guðnadóttir

p.s ef einhver á varahluti og eitthvað smotterí í svona bíl, sem hann vill losa sig við þá endilega sendið mér einkapóst (pm)


















Pages: [1]