Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Hrollur on May 19, 2004, 23:25:05

Title: Hvar ætli rauði..
Post by: Hrollur on May 19, 2004, 23:25:05
Hvar ætli rauði firebirdinn (formulu bíllinn) minnir að hann hafi verið 70-71árg. Var á Selfossi?
Title: Hvar ætli rauði..
Post by: kiddi63 on May 19, 2004, 23:56:20
Það er ábyggilega ekki þessi en læt hann samt fjúka hér inn, ég rakst
á þennan inn á Dalvegi fyrir nokkrum dögum, ég veit ekki hvaða bíll
þetta er eða hvaða árgerð.
Ég svona persónulega myndi giska á 76-77. :roll:
Title: Hvar ætli rauði..
Post by: 1965 Chevy II on May 20, 2004, 00:29:01
Þetta er 74 eða 75 árg.
Title: 70eða 71 formula
Post by: hebbi on May 20, 2004, 00:47:31
náungi að nafni ásgeir ásgeirsson átti formúlu sem var silvur grá með marglitum hliðarröndum frá sílsum upp á afturbretti hann átti bílinn til 86 sagðist hafa gert hann upp fyrir 84 bíllin var með 350 og 3 gíra beinaður plussklættur að innan með beise litaðri klæðningu með vínrauðum bryddingum minnir mig bíllin var mjög fallegur hjá honum en hann seldi vagninn upp traktor (ég hef sjaldan verið orðlausari) seinna heyrði ég af þessum bíl með 455 og lengi stóð hann rauðmálaður fyrir utan silkiprent á höfðanum
Title: Hvar ætli rauði..
Post by: kiddi63 on May 20, 2004, 00:56:06
Ok en ég læt hér annan koma, hef ekki hugmynd hvað varð af þessum,
hann var einhvern tíma í Garðinum (kemur varla á óvart) en svo bara
gufaði hann upp, eða þannig.
Númerið á honum var ö-806
Title: Hvar ætli rauði..
Post by: Firehawk on May 20, 2004, 10:20:32
Quote from: "Trans Am"
Þetta er 74 eða 75 árg.


Þetta er '75, miðað við afturstuðara og afturrúðu...

-j
Title: Hvar ætli rauði..
Post by: Einar K. Möller on May 20, 2004, 10:31:33
Þessi rauði er ´75 og í eigu vinar míns. er með 400cid Ponchi,
Title: Hvar ætli rauði..
Post by: Kristófer on May 20, 2004, 12:37:50
Hva er Halli búinn að setja á númer??? :D
Title: Hvar ætli rauði..
Post by: MrManiac on May 20, 2004, 13:45:40
Quote from: "kiddi63"
Það er ábyggilega ekki þessi en læt hann samt fjúka hér inn, ég rakst
á þennan inn á Dalvegi fyrir nokkrum dögum, ég veit ekki hvaða bíll
þetta er eða hvaða árgerð.
Ég svona persónulega myndi giska á 76-77. :roll:


Maður að nafni Guðjón Magnússon átti þennan bíl lengi vel. Eftir sviplegt fráfall hans sumarið 99 hvarf bílinn og ég hef ekki séð hann síðan.
Title: Hvar ætli rauði..
Post by: Einar K. Möller on May 20, 2004, 16:28:11
Kristófer,

Halli er búinn að selja, annar vinur minn fékk bílinn og er búinn að setja á númer og notar hannmeira og minna alla daga.
Title: Hvar ætli rauði..
Post by: Gaui on May 20, 2004, 19:52:06
Kiddi63 þessi græni firebird var í eigu pabba míns hérna a árum áður og var þá í Keflavík, hann seldi svo bílinn, sá næsti átti hann stutt en sá klesstist hjá þeim þriðja, hann styttist víst víst alveg um skottið í þeim árekstri sagt var að hann hafi lent hjá Vökum, og ábyggilega verið rifinn í parta.
Title: Hvar ætli rauði..
Post by: Gaui on May 20, 2004, 19:53:56
Þetta var 1971 model af firebird með 350 pontiac og 350 eða 400 skiptingu og var held ég aldrei í Garðinum
Title: Hvar ætli rauði..
Post by: Kristófer on May 21, 2004, 12:59:06
Þessi rauði er 75 Trans Am með 400 pontiac og þetta er ekki bíllinn hans Guðjóns. ( Einar þú sendir hann útá braut með hann. )
Hinn rauði sem var talað um upphaflega er alveg örugglega 70 módel ég vann aðeins í honum þegar að hann var á Selfossi, hann var með 350 pontiac. Svo var hann seldur í bæinn og einhver Valgeir keypti hann og er hann víst í uppgerð..