Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: einar350 on February 21, 2007, 06:52:34

Title: Mercury Cougar
Post by: einar350 on February 21, 2007, 06:52:34
veit einhver hversu margir eru til a landinu?
enginn kanski?
Title: Mercury Cougar
Post by: Cougar on February 21, 2007, 12:03:45
jú það eru nokkrir til, hér er minn!
Title: Mercury Cougar
Post by: Valli Djöfull on February 21, 2007, 13:18:53
Leitin finnur ótrúlegustu hluti  :wink:
Leitin er hér! :) (http://www.kvartmila.is/spjall/search.php)

http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=19041
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=19483
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=18889
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=16784
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=15215
Title: Uptown Cougar
Post by: C-code on February 21, 2007, 14:55:00
Þessi kom til Íslands haustið 1970. Keyptur í Zurich í Sviss sama ár, að mig minnir. Bræður mínir keyrðu hann yfir þvera Evrópu og til Calais í Frakklandi, þaðan með ferju yfir til Dover. Var síðan í Bournemouth til vors 1971. Tekinn með skipi frá Felixstove. Þessi Cougar var ókeyrður þegar hann kom hingað ,.... kannski 15.000 mílur.

Kannski man einhver eftir honum og veit hvað af honum varð:

Litur: Vínrauður, dökkur, ekki metallic, svartur vinyltoppur og vínrauð innrétting. 351W-FMX eða C-4.

Aftan á honum var dealer badge frá Uptown Lincoln Mercury í Milwaukee í Wisconsin. Þar var hann semsagt seldur nýr.

Myndin er tekin fyrir utan hús í Bournemouth í Englandi:

  (http://pic40.picturetrail.com/VOL377/7944176/14938790/228949561.jpg)
Title: Mercury Cougar
Post by: einar350 on February 23, 2007, 07:12:54
flottir bilar 8)

veit einhver a hvada bae tessi svarti stendur? i borgarfirdinum er tad ekki?
Title: Mercury Cougar
Post by: Anton Ólafsson on February 23, 2007, 09:18:01
Sæll Villi djöfull er hann góður á A númmerinu allt annað að sjá hann. Sefur þú ekki betur á nóttinni?
Title: Mercury Cougar
Post by: Cougar on February 23, 2007, 13:12:40
Anton, það verður ekki annað sagt en að svefninn er allt annar þegar Ford er annars vegar :o)
Title: Re: Uptown Cougar
Post by: Leon on February 23, 2007, 14:39:02
Quote from: "Guðmundur Kjartansso"
Þessi kom til Íslands haustið 1970. Keyptur í Zurich í Sviss sama ár, að mig minnir. Bræður mínir keyrðu hann yfir þvera Evrópu og til Calais í Frakklandi, þaðan með ferju yfir til Dover. Var síðan í Bournemouth til vors 1971. Tekinn með skipi frá Felixstove. Þessi Cougar var ókeyrður þegar hann kom hingað ,.... kannski 15.000 mílur.

Kannski man einhver eftir honum og veit hvað af honum varð:

Litur: Vínrauður, dökkur, ekki metallic, svartur vinyltoppur og vínrauð innrétting. 351W-FMX eða C-4.

Aftan á honum var dealer badge frá Uptown Lincoln Mercury í Milwaukee í Wisconsin. Þar var hann semsagt seldur nýr.

Myndin er tekin fyrir utan hús í Bournemouth í Englandi:

  (http://pic40.picturetrail.com/VOL377/7944176/14938790/228949561.jpg)


Er þetta hann :?:
http://www.bilavefur.net/album/thumbnails.php?album=154
Title: Nei ....
Post by: C-code on February 23, 2007, 15:16:52
Nei, Þ-383 er ´70 árgerð. Hinn var gereyðilagður af ... ja hverjum öðrum en sjúkum bílaáhugamanni.

Eins og þið vitið hafa bíla "áhuga" menn eyðilagt alla flottustu bílana sem hingað komu. Skrítið en satt  :(
Title: Mercury Cougar
Post by: Ingvar jóhannsson on March 02, 2007, 00:52:26
1969 Cougar, upprunalega með 351w, fjögurra hólfa og beinskiptur.  Pabbi (Jóhann Sæmundsson) átti bílinn í nokkur ár og setti 460 í hann og seldi fljótlega eftir að ég fæddist.  Það er samt ekki mér að kenna, það var mamma sem hataði bílinn.  Það eru sögusagnir af honum á Neskaupstað með illa farið gólf eftir að skiptingin fór.  Veit einhver meira um bílinn?
(http://i14.photobucket.com/albums/a304/Spidermaynard/69cougar-3-circa1975.jpg)
(http://i14.photobucket.com/albums/a304/Spidermaynard/69cougar-1-circa1975.jpg)
(http://i14.photobucket.com/albums/a304/Spidermaynard/normal_mercurycougar.jpg)
Title: Mercury Cougar
Post by: Ramcharger on March 02, 2007, 07:13:27
Man eftir einum beinhvítum í vesturbænum
kringum "80 með Cleveland í húddinu.
Title: Mercury Cougar
Post by: Ingi Hrólfs on March 02, 2007, 12:26:51
Ég man eftir þessu "verkfæri"á Reyðarfirði og síðar í Neskaupstað.
Sagan um gólfið er rétt, allt götótt og beyglað eftir að skipting
eða kúpling, man ekki hvort hann var beinsk... eða auto, ákvað að yfirgefa samkvæmið.
Þó hallast ég að því að hann hafi verið beinsk.. og að mótorinn hafi farið ofan í 79 Bronco.
Ef það er rétt munað hjá mér þá held ég að mótorinn sé ennþá til.
Hvað varð síðan um restina af þessum bíl man ég ekki en hann stóð lengi
vélarlaus í Nesk.

K.v.
Ingi Hrólfs.
Title: Mercury Cougar
Post by: Leon on March 02, 2007, 14:38:07
Quote from: "Ramcharger"
Man eftir einum beinhvítum í vesturbænum
kringum "80 með Cleveland í húddinu.

Það er einn hvítur 1969 Cougar XR7 í kúluhúsinu hliðiná bílageymslum fornbílaklúbbsins, hann er með Cleveland.
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/dsc01108.jpg)
Title: Mercury Cougar
Post by: Gummari on March 02, 2007, 20:23:59
Leon hann er með Windsor þú ert með Cleveland  :smt003
Title: Mercury Cougar
Post by: Leon on March 02, 2007, 20:29:39
Quote from: "Gummari"
Leon hann er með Windsor þú ert með Cleveland  :smt003

Ekki sagði Jón það.
Title: Mercury Cougar
Post by: Gummari on March 03, 2007, 14:20:30
á mynd ofaní húddið :lol:
Title: Mercury Cougar
Post by: Ramcharger on March 06, 2007, 12:36:26
Svo átti einn vinur minn "74 XR-7.
Fórum góðan túr til akureyrar á honum
og átti að vera svo kallaður sparakstur :D
En það breyttist snarlega strax í ártúnsbrekkunni
í hraðakstur og gott betur 8)
Þegar við fórum til baka bað eigandinn
mig um að keyra frá borgarnesi
og í bæinn.
Fór ég þessa leið á 40 mín :shock:
Title: Mercury Cougar
Post by: Anton Ólafsson on September 20, 2007, 14:01:51
Hérna er einn 68
Title: Mercury Cougar
Post by: 1966 Charger on September 20, 2007, 18:09:49
Er þetta kannski Milwaukee Cougar-inn?
Title: Mercury Cougar
Post by: edsel on September 20, 2007, 19:03:56
er það einhver sérstök útgáfa af Cougar?
Title: Mercury Cougar
Post by: 1966 Charger on September 20, 2007, 19:41:36
Nei Mr. Sindri

Ef þú lest bréfin hans Guðmundar á þessum þræði þá sérðu tilvísun til Milwaukee.
Annars er ég verulega ánægður með þennan áhuga sem þú sýnir svona köggum.

Err
Title: Mercury Cougar
Post by: Anton Ólafsson on September 20, 2007, 20:11:13
Sæll félagi Mopar.

Þetta er ekki sá Cougar, hann var 69-70 bíll

Þetta sem ég setti inn er hinsvegar  bíll sem Ásgeir Braga tók í gegn (er þarna nýkominn úr þeirri skverunn). Bíllinn hafði oltið áður og var ekki vel viðgerður, Geiri tók hann allann niður í járn og fín rétti. Saumaði svo sjálfur á hann vinyl topp í vélinn hjá mömmu sinni.,

28.07.1986     Árni Bergþór Björnsson     Suðurgata 2     
04.06.1986    Hafdís Hrönn Benediktsdóttir    Frostafold 10    
08.09.1983    Ingvar Marinósson    Skarðshlíð 25a    
29.06.1983    Baldvin Þór Þorsteinsson    Kristnes 9    
02.09.1981    Ásgeir Vilhelm Bragason    Miðteigur 4    
06.04.1979    Gunnar Magnús Guðmundsson    Steinahlíð 6b    
05.07.1978    Fjölnir Sigurjónsson    Sunnuhlíð 2    
11.05.1977    Aðalbjörn Steingrímsson    Hjallabrekka 7

08.08.1986     R68150     Gamlar plötur
19.09.1983    A5462    Gamlar plötur
07.07.1983    A81    Gamlar plötur
29.04.1983    A5447    Gamlar plötur
17.12.1980    Þ4081    Gamlar plötur
06.04.1979    Þ3322    Gamlar plötur
18.04.1977    A3815    Gamlar plötur

Hérna er hann eftir veltuna og Addi Trukkur að redda málunum.
Title: Mercury Cougar
Post by: edsel on September 20, 2007, 20:19:29
áttu við gömlum köggum?
Title: Mercury Cougar
Post by: 1966 Charger on September 20, 2007, 20:53:22
Mr. Continental

Þessi mynd frá þér af Trukkmeistaranum við Cougarinn er alveg frábær.  Sú flottasta sem ég hef séð lengi.  Tók pabbi þinn þessar myndir?  Við getum átt sögustund einhverntíma um Adda.  Ég gerði mér far um að sitja í hjá kallinum hér í den þegar hann vann með okkur að leggja sjálfvirkan síma til sveita.

Sindri.... jamm gömlum köggum.
Title: Mercury Cougar
Post by: Anton Ólafsson on September 20, 2007, 21:03:53
Þessar Cougar myndir fann ég á netinu (geirinn.is)

Hérna er Addi í Aksjón
Title: Mercury Cougar
Post by: edsel on September 20, 2007, 21:20:56
hef alltaf verið hrifinn af gömlum amerískum :D
Title: Mercury Cougar
Post by: Elmar Þór on September 20, 2007, 23:28:39
Hvað varð af þessum gemsa.
Title: Mercury Cougar
Post by: Páll Sigurjónsson on September 21, 2007, 09:35:55
Blessaðir
Heyrðu Raggi þessar gömlu Auglýsingar eru alvega mega góðar . Skannaðu meira ef þessu inn  :lol:


Palli
Just wanna look
Title: Mercury Cougar
Post by: 1966 Charger on September 21, 2007, 10:07:36
Sjálfsagt mál Palli.
Þessar úrklippur var maður að dunda sér við að klippa og líma á þeim árum þegar engir aurar voru í veskinu til að kaupa tryllitæki.  Maður sat grátbólginn yfir því á kvöldin að geta ekki keypt einhverja af þessum bílum.
Ekki grunaði mig þá að þetta yrðu menningarsöguleg verðmæti :)
Title: Mercury Cougar
Post by: 1966 Charger on September 21, 2007, 10:22:24
Nohh bara verið að hnýsast í tæknimálin :)
Eins og sagt er í einni Mel Brooks myndinni:  Badges, we don´t need no stinkin´badges!
Setjiði bara "Scanners" í staðinn fyrir "badges."  
Ég tek bara myndir af þessum auglýsingum ljúfurinn.
Svoleiðis er það. Svoleiðis verður það.

Err
Title: Mercury Cougar
Post by: 1966 Charger on September 22, 2007, 00:09:37
Meiri Cougar...
Þessi er með powerstýri OG vökvastýri.  Svei mér þá ef hann er ekki líka með olíustýri :)
Title: Mercury Cougar
Post by: Einar Birgisson on September 22, 2007, 08:36:48
En gæruklæddi Nallinn ?
Title: Mercury Cougar
Post by: 1966 Charger on September 22, 2007, 13:22:33
Maður neyðist til að láta undan þrýstingi fyrrum Skáteiganda.
Annars barst þættinum staka um þennan jeppa:

Skátinn minn er tæknivæddur
sjálfskiptur og gæruklæddur.
Á breiðum dekkjum brunar um
svo blotnar undir dömunum.
Title: Mercury Cougar
Post by: Anton Ólafsson on September 22, 2007, 16:39:15
Félagi Mopar.

Getur þú sagt mér eitthvað um þennan?
Title: Mercury Cougar
Post by: 1966 Charger on September 22, 2007, 17:16:59
Sir Continental

Gaman af þessari mynd frá þér.
Jú haukfrán augu þín hafa numið þarna 69 GTS.  Þessi mynd var tekinn 1978 giska ég.  Þá átti bílinn Nonni Bjarna sem síðar fór að smyrja margar samlokur.  Ég veit ekki hvaða VIN númer fylgdi þessum bíl en ef þú hefur aðstöðu þá eru mestar líkurnar á að þetta sé VIN 98177302, 98177304 eða 98177307.  VIN in í GTS bílunum voru bara framleiðslunúmerið (raðnúmerið) en það vantaði fremst á það 7 fyrstu bók- og tölustafina (líklega vegna þess að þessir merkilegu bílar voruekki fullsamsettir þegar þeir fóru í skip frá Detroit).   Það eitt man maður varðandi þetta eintak að þrátt fyrir 340 eðalvélina þá virkaði þessi bíll ekki neitt. Var hann að því leytí ólíkur bræðrum sínum 10.
Ég á eðalfína mynd af honum sem ég skal skjóta inn síðar.

Cougarinn þessi var 302 og í eigu Ara (etv. Magnússonar?) sem bjó uppi í Hamragerði um þetta leyti en fluttist síðar til Svíþjóðar.  Pabbi hans seldi lengi varahluti á Þórshamri.

Maðurinn?  Er þetta ekki Glófarnir?

Err
Title: Mercury Cougar
Post by: 1966 Charger on September 22, 2007, 17:40:00
Hérna eru svo djásnin sem eru fjærst á myndinni þinni Anton.
Frá hægri: Umræddur 69 GTS, 70 Challenger 383 Magnum (nú í eigu Gísla Sveinss), vélarlaus og fleimaður Duster sem Moparpabbi setti 383 í skömmu síðar; 66 Charger þarna saklaus með 361 vél; Torino GT, Cobra Jettið, svo 351 ´69 Mustang (þarna í eigu Sigga Geirss) og svo djásnið sjálft sem óþarft er að kynna hér, þarna dregið af æðislegum Dodge Powerwagon.  Lengst til vinstri er Guli hraðsuðuketillinn sem bar nafn með rentu á þessu tímabili því hann ofhitaði sig væri hann mikið botnstíginn.
Og finally.. fyrir fornbílakallana glittir á bakvið Shelbyðinn í rútuna sem ekið var um í kvikmyndinni Land og synir. Hún var þarna í eigu Ásgríms á Hafralæk.
Takið eftir að a.m.k. fjórir bílanna eru með volduga drullusokka að framan.  Þetta var á pre-tarmac tímabilinu; lítið annað en gravel & mud í boði á þjóðvegum landsins.

Err
Title: Mercury Cougar
Post by: Anton Ólafsson on September 22, 2007, 23:05:24
Ragnar sögur þínar eru æðisgengnar.

Hérna er ég með mynd af sýningunni 1976, þarna er forlátur Kúgar 68, ber reyndar annað númmer.
Ætli þetta sé ekki sami vagninn?
Title: Mercury Cougar
Post by: 1966 Charger on September 22, 2007, 23:18:07
Jamm sami.  
429 LTD inn hans Dina sem þarna er á myndinni sá ég fyrir stuttu á Flúðum.  Hvað ´68 Monaco-inn varðar þá segir sagan að Þegar hann var pantaður nýr til Akureyrar hafi tilvonandi eigandi aðeins sett eitt skilyrði: Að bíllinn hans yrði að vera dýrari en Chargerinn hans Snorra læknis.  Sá Charger er ' 66 bíllinn.
Title: Mercury Cougar
Post by: Anton Ólafsson on September 22, 2007, 23:22:35
LTD
Title: Mercury Cougar
Post by: Moli on September 22, 2007, 23:39:40
Alveg hreint með ólíkindum hvað það er gaman að þessum gömlu myndum, sama má segja með orðalagið og sögurnar frá þér Raggi, hreint útsagt magnað! 8)
Title: Mercury Cougar
Post by: Anton Ólafsson on November 05, 2007, 14:47:17
Quote from: "66 Charger"
Sir Continental

Gaman af þessari mynd frá þér.
Jú haukfrán augu þín hafa numið þarna 69 GTS.  Þessi mynd var tekinn 1978 giska ég.  Þá átti bílinn Nonni Bjarna sem síðar fór að smyrja margar samlokur.  Ég veit ekki hvaða VIN númer fylgdi þessum bíl en ef þú hefur aðstöðu þá eru mestar líkurnar á að þetta sé VIN 98177302, 98177304 eða 98177307.  VIN in í GTS bílunum voru bara framleiðslunúmerið (raðnúmerið) en það vantaði fremst á það 7 fyrstu bók- og tölustafina (líklega vegna þess að þessir merkilegu bílar voruekki fullsamsettir þegar þeir fóru í skip frá Detroit).   Það eitt man maður varðandi þetta eintak að þrátt fyrir 340 eðalvélina þá virkaði þessi bíll ekki neitt. Var hann að því leytí ólíkur bræðrum sínum 10.
Ég á eðalfína mynd af honum sem ég skal skjóta inn síðar.



Err


Jæja,, hvenar kemur myndin af honum... en hann er 307 bíllinn.

29.08.1986     Sigurður Sigurðsson     Barðavogur 26     
19.08.1986    Eignarhaldsfélagið Jöfur hf    Pósthólf 8275    
15.05.1985    Ársæll Hreiðarsson    Leiðhamrar 18    
25.11.1984    Kormákur Þráinn Bragason    Hátún 6    
14.04.1984    Haraldur Freyr Jóhannsson    Danmörk    
24.11.1982    Páll Michelsen    Básahraun 7    
30.06.1982    Haraldur G Bjarnason    Ítalía    
21.05.1982    Björgvin M Garðarsson    Lyngheiði 13    
29.09.1981    Jóhann Garðarsson    Lyngheiði 14    
05.01.1979    Sveinn Jónsson    Básahraun 19    
10.10.1977    Jón Halldórs Bjarnason    Tjarnarlundur 17e

02.09.1986     R24217     Gamlar plötur
20.08.1986    Y15101    Gamlar plötur
23.08.1985    G1140    Gamlar plötur
19.12.1984    X2764    Gamlar plötur
24.11.1982    X684    Gamlar plötur
29.09.1981    X4893    Gamlar plötur
31.05.1979    Z782    Gamlar plötur
10.10.1977    A6534    Gamlar plötur

22.02.1988     Afskráð -
01.01.1900    Nýskráð - Almenn
Title: Mercury Cougar
Post by: burgundy on November 05, 2007, 16:08:42
Quote from: "Anton Ólafsson"
Eitt var skilyrðið
Flottur átti að vera.
En toppa átti Shargjerið
Skrautið eina bera.



Byrjarðu :lol:
Title: Mercury Cougar
Post by: m-code on November 06, 2007, 19:21:46
Hann Helgi 69 á til mynd af 69 Cougar sem var blár með svörtum      
vínil og stóð númerslaus á einhverju plani á Akureyri.
Er sá enþá til.?
Title: Mercury Cougar
Post by: m-code on November 06, 2007, 19:35:51
þessi
Title: Mercury Cougar
Post by: m-code on November 08, 2007, 21:05:11
Veit engin neitt um þennan.???
Title: Mercury Cougar
Post by: edsel on November 08, 2007, 21:49:17
er þetta ekki í portinu hjá Stjána?
Title: Mercury Cougar
Post by: Kristján Skjóldal on November 08, 2007, 23:47:44
jú ég átti þennan og hann stendur nú í ekki góðum málum á dagvarðareyri í von um að einhver geri eitthvað við sig :?
Title: Mercury Cougar
Post by: m-code on November 09, 2007, 00:06:57
Er það ekki nálægt höfustað norðurlanda.
Anton hvar er myndavélin.
Title: Mercury Cougar
Post by: edsel on November 09, 2007, 10:46:54
hvar er þessi dagvarðareyri?