Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Jón Þór Bjarnason on September 13, 2007, 09:34:39

Title: Fornbíla spyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 13, 2007, 09:34:39
http://www.fornbill.is/

Er þessi flugbraut ekki með handónýtu malbiki? Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því, LÍA er væntanlega búið að gefa grænt ljós á þetta og búinn að taka keppnisstað út. Svo er bara að fylgjast með fréttum og ath hve margir bílar liðast í sundur eins og um árið. En annars mjög gott framtak.

Fornbílaspyrna á Pattersonsflugbrautinni.

Laugardaginn 15 september verður haldin Fornbílaspyrna á Pattersonsbrautinni. Ekið inn afleggjarann að Höfnum Reykjanesbæ og strax til vinstri. Minnst verður kvartmílukeppninnar sem haldin var hér í janúar 1960 af bandaríkjamönnum en með þátttöku nokkurra íslendinga. Keppt verður í götumílu 200 m. og er keppnin einungis ætluð fornbílum enda býður ástand brautarinnar ekki upp á meira.

Þeir sem vilja keppa eru beðnir um að mæta ekki seinna en kl 14.00.
Dagskrá :
Kl.14.00 Keppnin sett. Minnst keppninnar 1960.
Kl.14.15 Keppnin hefst, elstu bílarnir fyrst. A Fordar os.fr.

Flokkar:
Herbílar
Jeppar
Vörubílar
Fólksbílar 4 strokka
Fólksbílar 6 strokka
Fólksbílar 8 strokka

Ræst verður með flaggi og notað gjallarhorn og skeiðklukka að gömlum sið. Verðlaunapeningar fyrir hvern flokk. Keppnisstjóri: Rúnar Sigurjónsson. Umsjón: Guðbjartur Sigurðsson [12.09]jsl
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gulag on September 13, 2007, 10:03:26
ástandið á "flugbrautinni" sjálfri er merkilega gott.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Ragnar93 on September 14, 2007, 13:42:09
verður hún?? það er að spá rigningu http://www.belgingur.is/
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 14, 2007, 14:09:27
Allar upplýsingar eru á fornbílaspjallinu.

http://www.fornbill.is/
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Ragnar93 on September 14, 2007, 14:10:31
okey
Title: Fornbíla spyrna
Post by: AlliBird on September 15, 2007, 13:06:44
Spyrnunni frestað til Sunnudags.

Þá hafa menn tíma til að tjúnna og betrumbæta enda mikið í húfi.. :)
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Valli Djöfull on September 16, 2007, 20:38:07
og var keyrt í dag?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Elmar Þór on September 16, 2007, 20:57:03
Já það var keyrt í dag.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: motors on September 16, 2007, 21:54:12
Hvíti Oldsinn rúllaði þessu upp í 8cyl flokki R 455 virkar fínt.Til hamingju. 8)
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Ragnar93 on September 16, 2007, 21:56:07
já hann virkar bara mjög vel,  hvernig vél er í honum?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: motors on September 16, 2007, 21:58:29
455 big block,volg.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 16, 2007, 22:31:25
Er einhver sem getur sett myndir af þessari spyrnu hér inn.
Ég komst ekki þar sem ég er ennþá að ná mér eftir brjósklos aðgerð.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: AlliBird on September 16, 2007, 22:59:02
Fúlt  :?  Var að prófa Birdinn og hann virkaði fínt til að byrja með. Tók svo upp á því að ganga eins og trunta og vann ekkert. Hélt að ventill hefði brunnið eða eitthvað álíka. Dröslaðist samt á honum heim og kíkti í húddið.
Þá lá olíuáfyllingarlokið (lokalokalokalokið) ofan á greininni, hafði klemmt kertaþráð sem leiddi þar af leiðandi út.
Allt getur nú skeð  :x
Hefði annars örugglega rúllað þessu upp  :roll:  :lol:
Title: Fornbíla spyrna
Post by: burgundy on September 16, 2007, 23:02:54
Á einhver mynd af þessum olds?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: 57Chevy on September 16, 2007, 23:04:07
Quote from: "Dartalli"
Fúlt  :?  Var að prófa Birdinn og hann virkaði fínt til að byrja með. Tók svo upp á því að ganga eins og trunta og vann ekkert. Hélt að ventill hefði brunnið eða eitthvað álíka. Dröslaðist samt á honum heim og kíkti í húddið.
Þá lá olíuáfyllingarlokið (lokalokalokalokið) ofan á greininni, hafði klemmt kertaþráð sem leiddi þar af leiðandi út.
Allt getur nú skeð  :x
Hefði annars örugglega rúllað þessu upp  :roll:  :lol:

Hvaða Bird ertu með???
Title: Fornbíla spyrna
Post by: cv 327 on September 16, 2007, 23:04:25
Quote from: "motors"
Hvíti Oldsinn rúllaði þessu upp í 8cyl flokki R 455 virkar fínt.Til hamingju. 8)
Hvaða Olds er það?
 Er til mynd af honum?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: AlliBird on September 17, 2007, 00:11:44
Quote from: "57Chevy"
Quote from: "Dartalli"
Fúlt  :?  Var að prófa Birdinn og hann virkaði fínt til að byrja með. Tók svo upp á því að ganga eins og trunta og vann ekkert. Hélt að ventill hefði brunnið eða eitthvað álíka. Dröslaðist samt á honum heim og kíkti í húddið.
Þá lá olíuáfyllingarlokið (lokalokalokalokið) ofan á greininni, hafði klemmt kertaþráð sem leiddi þar af leiðandi út.
Allt getur nú skeð  :x
Hefði annars örugglega rúllað þessu upp  :roll:  :lol:

Hvaða Bird ertu með???


´65 T-Bird 390, vinrauður. Annars frekar rólegur miða við 390ci, 300hp.
Mætti hressa hann aðeins  8)

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/bildshofdi/25_08_07_sandgerdisdagar/normal_DSC05098.JPG)
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gizmo on September 17, 2007, 02:14:38
Sæll Gunni....

Þú átt nú alveg að vita hvaða hvíti Olds með 455 er um að ræða...

veit nú ekki hvort ég rúllaði þessu upp....ég allavega gerði mitt besta.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: cv 327 on September 17, 2007, 02:30:34
Quote from: "Gizmo"
Sæll Gunni....

Þú átt nú alveg að vita hvaða hvíti Olds með 455 er um að ræða...

veit nú ekki hvort ég rúllaði þessu upp....ég allavega gerði mitt besta.
Heyrðu, til hamingju.
Svo sem grunaði það, en var bara ekki alveg viss.
 Gaman að þessu og ég er viss um að eitthvað meira er til inni, þú notaðir bara sem til þurfti. :wink:
kv. Gunnar B.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: AlliBird on September 17, 2007, 11:02:54
Þessi Olds allavega svínvirkar og gaman að sjá hann spyrna.

Sá samt ekki alveg hvernig hann var á móti þessum Chrysler 300
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gizmo on September 17, 2007, 11:40:46
þegar Chryslerinn var með spólvörnina á þá átti ég ekki séns.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: firebird400 on September 17, 2007, 17:25:28
Oldsinn flottur hjá þér

En guli GTOinn fannst mér sjúklega töff

Og hvaða linkind var þetta í mönnum að mæta með bílana sína en horfa svo bara á  :?:

Og BTW, þessi braut er ekki hæf neinu yfir 35 hestöflum og ættu menn að hafa það til hliðsjónar ef menn vilja gera svona aftur  :wink:

Bara mæta með gamlingjana upp á kvartmílubraut, hún hæfir tréfelgunum líka  :wink:
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 17, 2007, 22:37:58
Hver var það sem tók út brautina og gaf leyfi á þetta.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Lindemann on September 17, 2007, 23:35:01
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Hver var það sem tók út brautina og gaf leyfi á þetta.


LÍA??  :lol:
Title: Fornbíla spyrna
Post by: nonni400 on September 18, 2007, 10:21:49
Er ekki bara ágætt að leyfa mönnum og konum að vera ánægð með það sem var gert þarna, þetta var ekki nein heimsmeistarakeppni heldur var þetta til gamans gert til að minnast upphafs kvartmílunnar á Íslandi, og ég held að fólk ætti frekar að þakka þessu fólki fyrir að hafa reynt að starta þessu á sínum tíma frekar en að rakka þetta niður.

Það skiptir einfaldlega engu máli hver tók út hvað og hver leyfði hvað, það er nákvæmlega engin hætta á því að hinn venjulegi fornbílamaður fari að standa í þessu tryggingaviðaukarugli og öðru sem þessu fylgir til að keppa í hefðbundinni kvartmílu.

Er virkilega ekki hægt að samgleðjast þessu fólki bara fyrir að halda góðan dag þarna í staðinn fyrir að röfla og rugla um eitthvað sem skiptir engu máli ?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: ElliOfur on September 18, 2007, 10:38:34
Ekki að ég vilji blanda mér mikið í það, en það er bara pirrandi þegar þessi handónýta braut sem pattersonvöllurinn er fær leyfi en ekki við þegar við þurfum að halda keppni, ég held að það sé það eina sem búi á bakvið þetta, og ágætt að fá að vita hver gaf leyfið til að geta spurt hann hvað sé verra á kvartmílubrautinni heldur en á pattersonvellinum þegar við þurfum að fá keppnisleyfi.
Er það ekki skrýtið? :)
Title: Fornbíla spyrna
Post by: ADLER on September 18, 2007, 11:22:19
Quote from: "nonni400"
Er ekki bara ágætt að leyfa mönnum og konum að vera ánægð með það sem var gert þarna, þetta var ekki nein heimsmeistarakeppni heldur var þetta til gamans gert til að minnast upphafs kvartmílunnar á Íslandi, og ég held að fólk ætti frekar að þakka þessu fólki fyrir að hafa reynt að starta þessu á sínum tíma frekar en að rakka þetta niður.

Það skiptir einfaldlega engu máli hver tók út hvað og hver leyfði hvað, það er nákvæmlega engin hætta á því að hinn venjulegi fornbílamaður fari að standa í þessu tryggingaviðaukarugli og öðru sem þessu fylgir til að keppa í hefðbundinni kvartmílu.

Er virkilega ekki hægt að samgleðjast þessu fólki bara fyrir að halda góðan dag þarna í staðinn fyrir að röfla og rugla um eitthvað sem skiptir engu máli ?


Sammála þessu, þetta var bara svona minningar spyrna og ekkert annað.




 :?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gulag on September 18, 2007, 11:40:54
hverslags dónatónn er þetta í þér Adler?

Ég skil mjög vel að menn spyrji um leyfismál, öryggismál ofl. þegar svona atburður á sér stað.

Ég stóð í því nokkum sinnum í sumar ásamt fleirum að halda svokallaðar Road Race æfingar fyrir bifhjól, öryggiskröfurnar voru miklar og þetta er heljarinnar vinna og kostnaður.

Ef það er nóg að kalla þetta "minningar" eitthvað þá höldum við bara næstu "minningar" Road Race æfingu næsta sumar á Reykjanesbrautinni..

Það er ekki hægt að ætlast til að sumir þurfi að uppfylla allar heimsins reglur meðan aðrir yppa bara öxlum og gera það sem þeim sýnist.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: ADLER on September 18, 2007, 12:37:23
*******
Title: Fornbíla spyrna
Post by: firebird400 on September 18, 2007, 12:48:53
Ég stoppaði nú bara þarna í korter eða svo og verð að segja að þetta var óskup saklaust

En spyrna er spyrna og því ætti svona að fara sömu leið í gegnum kerfið og allar aðrar spyrnur.

Auk þess held ég að þetta hefði fljótt orðið mjög hættulegt ef Frikki, Rúdolf og aðrir sem eiga mjög öfluga FORNBÍLA hefðu mætt  :wink:
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gulag on September 18, 2007, 12:51:58
gott að heyra að þú sért ekki dónalegur  :D

það er bara eitt vandmál í íslensku mótorsporti.. PÓLÍTÍK...

menn eru búnir að gleyma því að lang flestir sem stunda mótorsport á íslandi eru að gera það af áhuga og hugsjón, ekki er verðlaunafé sem menn lifa af og spons er lítið og oftast lélegt miðað við þann kostnað sem menn leggja í þetta.

hinsvegar hafa undanfarin ár valist sumsstaðar menn í stjórnir sem hugsa með veskinu eða einhverri furðulegri fortíðarhyggju.
Annað hvort þurfa þessir menn að grafa stríðsaxirnar eða einfaldlega að stíga af stól.  Íslenskt mótorsport má ekki við svona þrasi og rugli.

Hinsvegar eru menn líka innan um sem vinna alveg fáránlega óeigingjarnt starf, og oftar en ekki fá þessir menn bara skítkast að launum.

bara my 5 cents..
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 18, 2007, 16:35:26
ADLER
Ég er ekki með neitt skítkast þó ég vilji fá aðeins meiri upplýsingar um leyfismál á Pattersonvelli.
Mér finnst þetta mjög sniðugt og gott framtak að halda upp á þetta.
Hinsvegar finnst mér aðstaðan ekki vera góð þarna og þess vegna var ég að spurja.
Ég er og hef ekki verið að reyna á neinn hátt að rakka þetta niður.
Fornbílar hafa ekki fengið tryggingarviðauka á brautina okkar nema að taka þá af fornbílatryggingu. Af þeim sökum var ég forvitinn um þetta því þetta var jú fordæmi um ónauðsynlegar tryggingaviðbætur.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: 1966 Charger on September 18, 2007, 17:04:30
Quote from: "ADLER"


Sorry ég er ekki svona dónalegur í raun.
En það er kannski allt í lagi að reyna að halda umræðum á jákvæðum grunni án þess að vera alltaf að velta upp einhverrju sem veldur leiðindum.

Og því miður þá er það trúlega það sem veldur því að þessi klúbbur er svoldið sundurlaus á köflum.

Það er nefnilega svo fjandi auðvelt að vera neikvæður og leiðinlegur en það er talsvert meiri vinna sem þarf að leggja í jákvæða hugsun.
Og því miður þá er neikvætt og leiðinlegt  fólk í meirihluta á þessu landi eins og það leggur sig.

 :cry:


Og í hvorum hópnum ert þú sjálfur?

Err
Title: Fornbíla spyrna
Post by: ADLER on September 18, 2007, 20:35:30
********
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 18, 2007, 20:43:28
Það hefur um langan tíma sárlega vantað í fornbílamenninguna/bílamenninguna hér heima að hinn almenni fornbílamaður/bílamaður  hvar í klúbbi sem hann stendur eigi aðgang að kvartmílubraut sem hann með sínum klúbb eða félögum á kost á að taka spyrnur og fá mældan tíma. Hann á ekki endilega að þurfa að vera félagi í kvartmíluklúbb eða neinum klúbb ef því er að skifta. Rekstraraðilar brautarinnar eiga að geta selt allt sem til þarf á staðnum ( hjálm,tryggingu,leyfi/leyfisveitingu skv reglum.......) og haft af því tekjur. Þessu fyrirkomulagi ættu allir klúbbar að vinna að sameiginlega
Title: Fornbíla spyrna
Post by: motors on September 18, 2007, 20:50:56
Er það ekki akkúrat þetta sem þeir eru gera uppá rallýkrossbraut,selja mönnum aðgang að brautinni?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Valli Djöfull on September 18, 2007, 20:52:01
Quote from: "motors"
Er það ekki akkúrat þetta sem þeir eru gera uppá rallýkrossbraut,selja mönnum aðgang að brautinni?

það er 5000 kr. í klúbbinn þar og 1000 krónur per skipti svo eftir það ef ég man rétt..

Sama fyrirkomulag og hjá okkur mætti segja, fyrir utan það að það kostar ekki þennan 1000 kall að keyra hjá okkur...:)
Title: Fornbíla spyrna
Post by: íbbiM on September 18, 2007, 20:57:31
ég sé ekkert rangt við það að til að nota kvartmílubrautina skuli maður vera meðlimur í kvartmíluklúbbnum
Title: Fornbíla spyrna
Post by: motors on September 18, 2007, 20:58:13
Ok. :)
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 18, 2007, 21:11:30
Quote from: "íbbiM"
ég sé ekkert rangt við það að til að nota kvartmílubrautina skuli maður vera meðlimur í kvartmíluklúbbnum


Það er alls ekki heldur þannig.

En það gæti orðið umtalsverð aukning á tekjum Kvartmíluklúbbsins ef tækist að breyta þessu,það eru nefnilega margir bílar til en eigendurnir nenna ekki að standa í þessu veseni með tryggingarviðauka,tryggingar, inngöngu í Kvartmíluklúbbinn ofl, bara til að mæta X sinnum upp á braut á ári sér til gamans.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 18, 2007, 21:13:42
Quote from: "Gunnar M Ólafsson"
Það hefur um langan tíma sárlega vantað í fornbílamenninguna/bílamenninguna hér heima að hinn almenni fornbílamaður/bílamaður  hvar í klúbbi sem hann stendur eigi aðgang að kvartmílubraut sem hann með sínum klúbb eða félögum á kost á að taka spyrnur og fá mældan tíma. Hann á ekki endilega að þurfa að vera félagi í kvartmíluklúbb eða neinum klúbb ef því er að skifta. Rekstraraðilar brautarinnar eiga að geta selt allt sem til þarf á staðnum ( hjálm,tryggingu,leyfi/leyfisveitingu skv reglum.......) og haft af því tekjur. Þessu fyrirkomulagi ættu allir klúbbar að vinna að sameiginlega


Þú færð þetta ekki ódýrara en hjá kvartmíluklúbbnum.
Árgjaldið er kr 5.000,- punktur. Engin önnur aukagjöld sem við innheimtum.
Eitt símtal í þitt tryggingafélag og svo prenta blað úr prentaranum þínum og bruna upp á braut.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Kristján F on September 18, 2007, 21:24:00
Quote from: "Gunnar M Ólafsson"
Quote from: "íbbiM"
ég sé ekkert rangt við það að til að nota kvartmílubrautina skuli maður vera meðlimur í kvartmíluklúbbnum


Það er alls ekki heldur þannig.

En það gæti orðið umtalsverð aukning á tekjum Kvartmíluklúbbsins ef tækist að breyta þessu,það eru nefnilega margir bílar til en eigendurnir nenna ekki að standa í þessu veseni með tryggingarviðauka,tryggingar, inngöngu í Kvartmíluklúbbinn ofl, bara til að mæta X sinnum upp á braut á ári sér til gamans.

þú talar um tekjuaukningu til Kvartmíluklúbbsins í sömu setningu og að eigendur nenna ekki að ganga í klúbbinn ? Reglurnar sem gilda yfir akstursíþróttir eru samhangandi við umferðarlög og þess vegna eru allir þessir skylmálar um tryggingar þegar kemur að notkun svona brautar eins og Kvartmíluklúbburinn hefur yfir að ráða. Og þegar maður er að nota svona braut á sínum bíl þá er bara ekkert neikvætt við það að vera tryggður.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 18, 2007, 21:26:11
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Quote from: "Gunnar M Ólafsson"
Það hefur um langan tíma sárlega vantað í fornbílamenninguna/bílamenninguna hér heima að hinn almenni fornbílamaður/bílamaður  hvar í klúbbi sem hann stendur eigi aðgang að kvartmílubraut sem hann með sínum klúbb eða félögum á kost á að taka spyrnur og fá mældan tíma. Hann á ekki endilega að þurfa að vera félagi í kvartmíluklúbb eða neinum klúbb ef því er að skifta. Rekstraraðilar brautarinnar eiga að geta selt allt sem til þarf á staðnum ( hjálm,tryggingu,leyfi/leyfisveitingu skv reglum.......) og haft af því tekjur. Þessu fyrirkomulagi ættu allir klúbbar að vinna að sameiginlega


Þú færð þetta ekki ódýrara en hjá kvartmíluklúbbnum.
Árgjaldið er kr 5.000,- punktur. Engin önnur aukagjöld sem við innheimtum.
Eitt símtal í þitt tryggingafélag og svo prenta blað úr prentaranum þínum og bruna upp á braut.


Það er ekki ólíklegt

En fá bílar á fornbílatryggingu viðaukan ?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Moli on September 18, 2007, 21:32:46
Quote from: "Gunnar M Ólafsson"
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Quote from: "Gunnar M Ólafsson"
Það hefur um langan tíma sárlega vantað í fornbílamenninguna/bílamenninguna hér heima að hinn almenni fornbílamaður/bílamaður  hvar í klúbbi sem hann stendur eigi aðgang að kvartmílubraut sem hann með sínum klúbb eða félögum á kost á að taka spyrnur og fá mældan tíma. Hann á ekki endilega að þurfa að vera félagi í kvartmíluklúbb eða neinum klúbb ef því er að skifta. Rekstraraðilar brautarinnar eiga að geta selt allt sem til þarf á staðnum ( hjálm,tryggingu,leyfi/leyfisveitingu skv reglum.......) og haft af því tekjur. Þessu fyrirkomulagi ættu allir klúbbar að vinna að sameiginlega


Þú færð þetta ekki ódýrara en hjá kvartmíluklúbbnum.
Árgjaldið er kr 5.000,- punktur. Engin önnur aukagjöld sem við innheimtum.
Eitt símtal í þitt tryggingafélag og svo prenta blað úr prentaranum þínum og bruna upp á braut.


Það er ekki ólíklegt

En fá bílar á fornbílatryggingu viðaukan ?


Sæll Gunni, ég veit ekki hvernig það er með önnur félög, en ég fékk Viðauka á Fornbílatryggingu hjá Íslandstrygginu haustið 2005, efast um að það sé búið að breyta því.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Björgvin Ólafsson on September 18, 2007, 21:37:50
Quote from: "Gunnar M Ólafsson"
Það er ekki ólíklegt

En fá bílar á fornbílatryggingu viðaukan ?


Hjá Sjóvá, já

kv
Björgvin
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 18, 2007, 21:54:29
Ýmsar útgáfur um téðan viðauka hafa heyrst hér á spjallinu og benda til ósamræmis milli tryggingafélagana.
Ég var annars bara að reyna að fá umræðu um ástæður þess að ekki er jafn almenn  svona brautarmenning  hérlendis tengd klúbbum og akstursáhugafólki á sama hátt og t.d.  í USA
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Valli Djöfull on September 18, 2007, 21:59:41
Þetta með viðaukann er klausa sem sett er inn í leyfin..  Það kemur frá þekktu sambandi sem skammsstafast með 3 stöfum :)

Tryggingarfélögin vilja ekki sjá þetta viðaukarugl..

ÉG myndi vilja hafa þetta þannig að þegar þú skráir þig í keppni eða á æfingu sé þessi "viðauki" kominn á sjálfkrafa.  Það er allavega mín skoðun.  Mun minna vesen fyrir bæði okkur OG minna álag á starfsfólki tryggingarfélagana..  Allir vinna! :)

En að ná einhverju svona í gegn gengur hægt..  Eins og kannski einhverjir muna þarf að borga fyrir þennan viðauka hjá "ódýru" tryggingarfélögunum..  Verði = 7000-8000 kr. og Elísabet = 50.000 kr.  :shock:   (Elísabetarmenn drógu þetta til baka "tímabundið" eftir löng og heimskuleg símtöl við einn yfirmanninn þar..  Sem virðist lítið sem ekkert vita um akstursíþróttir)
Title: Fornbíla spyrna
Post by: firebird400 on September 18, 2007, 22:19:14
Enda getum við sem erum á fornbílum bara tekið bílana af fornbílatryggingum í þrjá mánuði eða svo yfir sumarið og ekið á almennum tryggingum,
kemur út á það sama svo sem, bara einhverjar krónur.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gulag on September 18, 2007, 22:30:55
ein spurning hér.

Hvað innifelur þessi svokallaði "tryggingaviðauki" í sér?
Nú geri ég ráð fyrir að brautin sé tryggð, og í bæði keppnum og æfingum séu tryggingar í gildi á vegum KK.
Til hvers þá að fá þennan viðauka?
Er ekki hægt að krefjast þess af tryggingafélögunum að þær tryggingar sem keyptar eru á æfingar og keppnir dugi..?

eða eru kannski æfingar EKKI tryggðar af KK?

mér finnst einhvernvegin verið að tvískatta fólk þarna..
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 18, 2007, 23:03:58
Strákar til að hlutirnir virki þurfa þeir að vera einfaldir og skýrir og  ekki of dýrir.
Svona vesen með tryggingar og fleira hrindir frá þeim sem ekki eru beinlínis að keppa í kvartmílunni

Klúbbur er að halda mót og mönnum langar að enda á spyrnukeppni hvernig verður því viðkomið?

Tvei bílar lenda saman á ljósum það er gefið aðeins í en til að fá alvöru úrslit er ákveðið að fara upp á braut og taka spyrnu. Hvernig verður því viðkomið ?

Nokkrir vinir hittast á rúntinum og langar að taka spyrnu á brautinni, frekar en að vera að brjóta lög á götunum . Hvernig verður því viðkomið?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: 1965 Chevy II on September 18, 2007, 23:33:30
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Quote from: "Gunnar M Ólafsson"
Það hefur um langan tíma sárlega vantað í fornbílamenninguna/bílamenninguna hér heima að hinn almenni fornbílamaður/bílamaður  hvar í klúbbi sem hann stendur eigi aðgang að kvartmílubraut sem hann með sínum klúbb eða félögum á kost á að taka spyrnur og fá mældan tíma. Hann á ekki endilega að þurfa að vera félagi í kvartmíluklúbb eða neinum klúbb ef því er að skifta. Rekstraraðilar brautarinnar eiga að geta selt allt sem til þarf á staðnum ( hjálm,tryggingu,leyfi/leyfisveitingu skv reglum.......) og haft af því tekjur. Þessu fyrirkomulagi ættu allir klúbbar að vinna að sameiginlega


Þú færð þetta ekki ódýrara en hjá kvartmíluklúbbnum.
Árgjaldið er kr 5.000,- punktur. Engin önnur aukagjöld sem við innheimtum.
Eitt símtal í þitt tryggingafélag og svo prenta blað úr prentaranum þínum og bruna upp á braut.

7000kr frá og með 2008
Title: Fornbíla spyrna
Post by: einarak on September 18, 2007, 23:51:40
Quote from: "Gunnar M Ólafsson"
Strákar til að hlutirnir virki þurfa þeir að vera einfaldir og skýrir og  ekki of dýrir.
Svona vesen með tryggingar og fleira hrindir frá þeim sem ekki eru beinlínis að keppa í kvartmílunni

Klúbbur er að halda mót og mönnum langar að enda á spyrnukeppni hvernig verður því viðkomið?

Tvei bílar lenda saman á ljósum það er gefið aðeins í en til að fá alvöru úrslit er ákveðið að fara upp á braut og taka spyrnu. Hvernig verður því viðkomið ?

Nokkrir vinir hittast á rúntinum og langar að taka spyrnu á brautinni, frekar en að vera að brjóta lög á götunum . Hvernig verður því viðkomið?


það var búið að koma fram, ganga í kk fyrir 5000kr, hringja eitt símtal í tryggingarnar og mæta á brautina á föstudagskvöldum. Ef fólk "nennir" ekki að græja þetta skil ég ekki að það nenni yfir höfuð að labba niður stigann heima hjá sér, setjast inn í bíl og hvað þá að aka honum rúnt.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 19, 2007, 00:12:50
Quote from: "einarak"
Quote from: "Gunnar M Ólafsson"
Strákar til að hlutirnir virki þurfa þeir að vera einfaldir og skýrir og  ekki of dýrir.
Svona vesen með tryggingar og fleira hrindir frá þeim sem ekki eru beinlínis að keppa í kvartmílunni

Klúbbur er að halda mót og mönnum langar að enda á spyrnukeppni hvernig verður því viðkomið?

Tvei bílar lenda saman á ljósum það er gefið aðeins í en til að fá alvöru úrslit er ákveðið að fara upp á braut og taka spyrnu. Hvernig verður því viðkomið ?

Nokkrir vinir hittast á rúntinum og langar að taka spyrnu á brautinni, frekar en að vera að brjóta lög á götunum . Hvernig verður því viðkomið?


það var búið að koma fram, ganga í kk fyrir 5000kr, hringja eitt símtal í tryggingarnar og mæta á brautina á föstudagskvöldum. Ef fólk "nennir" ekki að græja þetta skil ég ekki að það nenni yfir höfuð að labba niður stigann heima hjá sér, setjast inn í bíl og hvað þá að aka honum rúnt.


7000kr fyrir árið 2008 :D

Einmitt þitt skilningsleysi og annara gæti verið ástæðan fyri því að mæting á brautina er ekki almennari en raun ber vitni
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Heddportun on September 19, 2007, 00:27:44
Hvernig væri að setja þetta í fjölmiðla ásamt vandræðum KK og þá af fullri hörku?


Eða bara halda áfram að væla á netinu og vona að þetta lagist :roll:
Title: Fornbíla spyrna
Post by: 1966 Charger on September 19, 2007, 09:13:27
Þrátt fyrir pælingarnar hér að ofan þá vitum við ekki hverjar eru meginskýringarnar á að þau mörgu fínu tryllitæki sem flutt hafa verið til landsins undanfarin ár hafa aldrei komið til keppni á kvartmílubrautinni.  Margar skýringar eru í boði en án marktækrar skoðanakönnunar þá vitum við bara að einum finnst þetta of dýrt, annar hatar malarveginn að brautinni, sá þriðji vill ekki keyra yfir 70 km/klst. og svo framvegis.

Ég er hinsvegar viss um það að ef að 8-10 félagar (í Fornbílaklúbbnum og/eða Krúser) sem hafa áhuga á að koma reglulega upp á braut til að keppa, búa til drög að reglum fyrir keppnisflokk sem þeir eru sáttir við og tryggir að þeir sjálfir mæta; þá hlýtur stjórn KK að taka slíku vel.

Það væri nú flott ef þið drifuð í því!

Ragnar
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 19, 2007, 12:22:58
Eins og þettað lítur út fyrir mig persónulega er það markmið Kvartmíluklúbbsins að ná hraðakstri af götunum og á brautina alls ekki að nást því miður. Á því eru margar skýringar sem þeir best  þekkja sem hafa hvað lengst unnið í þessum málum sem sé flestir aðrir en ég. Ég ættla þó að leyfa mér að birta mínar hugleiðingar um þessi mál ef ske kynni að aðrir væru sama sinnis. Það virðist vera þannig að þeir sem keppa í kvartmílu séu aðalnotendur brautarinnar og hryggbeinið í Kvartmíluklúbbnum og félagsgjöld aðal tekjulind klúbbsins, sem svo hvergi nærri duga fyrir viðhaldi og öðru sem til þarf. Er kanski bara best að hafa það þannig? Ekkert nema gott um það segja ef viljinn er að hafa þettað bara svona.  En ef svo er þá er ofangreint markmið látið lönd og leið. Vilji menn reyna að ná þessu markmiði sem ætti að vera sameiginlegt markmið allra bílaáhugamanna og stjórnvalda, þá verður að reyna að gera akstur á brautinni aðgengilegan þeim sem það langar  á einfaldan og auðveldan hátt. Núverandi fyrirkomulag dæmir sig allavega sjálft það hefur tíminn leitt í ljós.
Er ekki nauðsinlegt að reka brautina eins og fyrirtæki? Felast ekki tækifæri í því fyrir klúbbinn? Selja þjónustuna og hafa oftar opið? Eru fyrirmyndirnar ekki til erlendis um aðgang og allt sem lýtur að starfsemi svona brautar? Það hefur komið framm að margir bíleigendur mæta ekki, eins að fullt af fólki sé að stelast á brautina þegar ekki er æfing eða keppni, sem er alveg ólíðandi hegðun. Það á auðvitað að borga fyrir afnot af því sem aðrir eiga. En hvað segir þettað mönnum, jú það er fullt af áhuga á að nota brautina og það þarf bara að fynna leið til að ná þessu fólki upp á braut á réttum forsendum.
Mín tillaga er að það eigi að reka brautina eins og hvert annað fyrirtæki sem á að standa undir sér. Markaðssetja hana sem besta kostinn til að fá útrás fyrir bíladelluna. Ef ekki er tækifæri til þess núna í öllum þessum innfluttningi nýrra og gamalla bíla þá hvenær er tækifæri til að sækja framm?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 19, 2007, 13:51:06
Gunnar þetta eru góð rök hjá þér.
En hins vegar eru aðalnotendur brautarinnar þeir félagsmenn sem koma á spyrnu æfingar á föstudögum. Þar hafa verið oft uppí 70 manns að spyrna og um 200 áhorfendur. Keppendur hafa verið mjög fáir síðustu ár og eru þeir yfirleitt um 30 en áhorfendur þar eru mun fleiri eða milli 3-400.
Með þetta að hafa brautina opna oftar er að mínu mati ógerlegt eins og staðan er í dag. Það hefur verið mjög erfitt að manna allar stöður og hefur stjórnin þurft að vinna upp á braut + að vinna að skipulagningu, stjórnun, eigin vinnu og fleira í þeim dúr.
Það þarf helst 12 manneskjur í vinnu á keppnum og aðeins færri á æfingum. Þetta fólk vinnur allt í sjálfboðavinnu.
Við höfum stillt öllu verði í hóf til að reyna að trekkja að. Árgjald kr 5000 og er fljótt að vinna sig upp í afsláttum. Keppnisgjald kr 2500 kostar ekkert á æfingum. Miðasala kr 1000 bara á keppnir.
Svo þetta með fyrirmyndir erlendis frá þá verð ég að segja að ég hef ekki hugmynd hvernig farið er þar.
Það myndi auka áhorf og fjölga meðlimum ef við fengjum einhvern að sýna frá þessu í sjónvarpi. Það mun ekki gerast meðan Birgir Þór Bragason sem hefur einkarétt á mótorsporti hjá rúv næstu 20 árin er þar við völd.
Annars er þér frjálst að mæta hjá okkur á næsta aðalfund og bjóða þig fram í stjórn. Við getum alltaf bætt við okkur áhugasömum einstaklingum sem eru með góðar hugmyndir.  :)  :)  :)
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Hera on September 19, 2007, 14:30:48
Markmið KK er mjög skýrt hraðakstur af götunum. Samhliða því er mjög ervitt að reka braut sem fyrirtæki þar sem markmið fyrirtækis er að hámarka hagnað þ.e.a.s í versta falli að standa undir sér.
Hraðakstur af götunum er hinsvegar hugsjón sem felur ekki í sér hámörkun hagnaðar heldur fellur undir samfélagslega hugsjón og það að sameina þetta tvent er ekki svo auðvellt.

Neytandin (sá sem mætir á brautina) er í flestum tilfellum nískur og vill sem minnst borga þannig að verði er stillt í hóf til að markmið félagsins nái fram að ganga (fá sem flesta til að mæta). Það veldur félaginu svo á hinn vegin fjárhagslegum vanda sem fyrirtækið (ef brautin væri rekin sem slík) þyrfti ekki að glíma við.
Út frá fjárhagslegu sjónarmiði má þá sjá að starfsfólk félagsins þarf að vinna frítt til þess að flestir mæti en starfsmenn fyrirtækisins hefðu möguleika á greiðslu en þá væru það einungis þeir sem eru að keppa sem myndu greiða og nota brautina sem eru mun færri en þeir sem mæta á æfingar.

Ég er ekki að segja að önnur leið sé betri en hin þetta eru tvær leiðir sem ervitt er að sameina (fá fullt af pening og fá sem flesta til að mæta).

Auk þess er yfirvaldið og tryggingafélögin einna helst að flækja málin með tryggingaviðaukanum sem gerir ekkert annað en að staðfesta trygginguna þína sem er þegar til staðar. Því ef þú lendir í slysi án viðauka þá átt þú samt rétt á slysabótum. viðaukin segir einnig að kaskótryggingin sé ekki gild í keppni en það er það sama og tryggingin almennt segir að ef þú ekur á ólöglegumn hraða þá fellur hún niður.
Svo til hvers tryggingaviðaukinn yfir höfuð????

Ég tel að tryggingaviðaukin fæli flesta frá en það er bara mín skoðun.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 19, 2007, 14:43:15
Þegar ég fæ ólæknandi spyrnubakteríu ,þá áttu von á mér. En þangað til hef ég mestan áhuga á að mæta mér til gamans sem yrði þa á föstudagsæfingar eins og þettað er núna uppsett.
Satt að segja eruð þið að innheimta mjög lág gjöld fyrir alla þá vinnu og úthald sem fylgir
svona starfssemi og alveg ótrúlegt hvað þið í raun getið fyrir ekki meira fé.Efast ég um að kostnaður sé endilega þröskuldur fyrir þann sem langar bara til að leika sér af og til.
Nú þekki ég ekki íslenskar reglur sem gilda um svona starfsemi, en ekki kæmi á óvart að þær væu þrándur í götu starfseminnar, sem þá væri aftur hagur allra að berjast fyrir breytingum á.
Kvartmíluklúbburinn er íþróttafélag eftir því sem ég veit best? Er þá ekki hægt að skilja reksturinn á brautinni frá félaginu og stofna um hana hlutafélag sem fleiri kæmu að og þannig auka hlutaféð og nota í löngu brýnar framkvæmdir?
Það er nefnilega þannig að í svona félagastarfsemi lendir vinnan oftast á fáum og um leið líka gagnrýnin sem allir eru tilbúnir með.
En kanski er einfaldlega ekki til markaður til að gera út svona braut sem sjálfstætt fyrirtæki. Það er eigandanna að svara því.
Læt ég nú lokið þessum hugleiðingum mínum um þessi mál, vona að einhver hafi haft gaman af. Ennfremur óksa ég  ykkur kvartmílumönnum alls velfarnaðar með ykkar starfsemi.
 :D
Title: Fornbíla spyrna
Post by: íbbiM on September 19, 2007, 15:35:19
Gunnar þú ert sérstakt eintak maður.. ætlaru að skapa þér sömu vinsælda hérna og á öðrum tilteknum spjallvef bílaáhugamanna hérna? þar sem þú fórst með skottið á milli lappana.. og eina drift kepni eða svo?

reglurnar eru skírar, til að keppa á kvartmílubrautini, sem og rallýkrossbrautini, þá þarftua ð fá tryggingaviðauka, þetta eru relgur frá tryggingafélögunum, ekki klúbbunum,

kvartmíluklúbburinn á og sér um kvartmílubrautina, og gæti það ekki verið einfaldara og auðskildara að til þess að brúka brautina er fyrsta skrefið að ganga í kvartmíluklúbbinn, en kvar´tmíluklúbburin er jú hvað?  samtök manna sem einmitt eins og þú kemur inn á sjálfur vilja spyrna og fá lögleg úrslit,  en það liggur jú beint við, annars væri varla mikill tilgangur í að starfrækja kvartmíluklúbb, ekki eru þetta samtök áhugamanna um grillmat og umræður um spyrnur?

kvartmíluklúbburinn stendur fyrir fjölmörgum kepnum yfir sumarið, og nokkra klukkutíma langri æfingu í hverri viku meðan veður leyfir, auk þess sem að það er selt nammi gos og pylsur bið brautina,  það koma margar hendur að þessu og eru menn að þessu í mjög óeigingjörnu sjálfboðastarfi,

að ætla fara væla yfir 5000 krónum fyrir þetta á ársgrundvelli á bara ekki rétt á sér,

ef þessir vinur og aðrir sem þú kemur inn á í einhverjum af þessum nokkur hundruð orðum sem þér tekst að rita niður i´hverju svari, hafa sona gaman af því að spyrna og vilja fá úrslit, þá er bara að skrá sig og mæta, rétt eins og allir aðrir, ef það er of mikið mál fyrr þá að hringja eða faxa eitt bréf/símtal til viðkomandi tryggingafélags, þá get ég ekki séð að hinn sami nenni að leggja í að keyra upp á braut til að byrja með,
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 19, 2007, 16:06:35
Quote from: "íbbiM"
Gunnar þú ert sérstakt eintak maður.. ætlaru að skapa þér sömu vinsælda hérna og á öðrum tilteknum spjallvef bílaáhugamanna hérna? þar sem þú fórst með skottið á milli lappana.. og eina drift kepni eða svo?

reglurnar eru skírar, til að keppa á kvartmílubrautini, sem og rallýkrossbrautini, þá þarftua ð fá tryggingaviðauka, þetta eru relgur frá tryggingafélögunum, ekki klúbbunum,

kvartmíluklúbburinn á og sér um kvartmílubrautina, og gæti það ekki verið einfaldara og auðskildara að til þess að brúka brautina er fyrsta skrefið að ganga í kvartmíluklúbbinn, en kvar´tmíluklúbburin er jú hvað?  samtök manna sem einmitt eins og þú kemur inn á sjálfur vilja spyrna og fá lögleg úrslit,  en það liggur jú beint við, annars væri varla mikill tilgangur í að starfrækja kvartmíluklúbb, ekki eru þetta samtök áhugamanna um grillmat og umræður um spyrnur?

kvartmíluklúbburinn stendur fyrir fjölmörgum kepnum yfir sumarið, og nokkra klukkutíma langri æfingu í hverri viku meðan veður leyfir, auk þess sem að það er selt nammi gos og pylsur bið brautina,  það koma margar hendur að þessu og eru menn að þessu í mjög óeigingjörnu sjálfboðastarfi,

að ætla fara væla yfir 5000 krónum fyrir þetta á ársgrundvelli á bara ekki rétt á sér,

ef þessir vinur og aðrir sem þú kemur inn á í einhverjum af þessum nokkur hundruð orðum sem þér tekst að rita niður i´hverju svari, hafa sona gaman af því að spyrna og vilja fá úrslit, þá er bara að skrá sig og mæta, rétt eins og allir aðrir, ef það er of mikið mál fyrr þá að hringja eða faxa eitt bréf/símtal til viðkomandi tryggingafélags, þá get ég ekki séð að hinn sami nenni að leggja í að keyra upp á braut til að byrja með,


Íbbi lærðu að lesa og skilja íslensku áður en þú skítur mann í kaf
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Valli Djöfull on September 19, 2007, 17:15:36
Hugmyndir eru ALLTAF vel þegnar, en það er óþarfi að drulla yfir það sem er verið að reyna að gera samt  :wink:

Það vantar ALLTAF góða menn og konur til að hjálpa til, en svona félög eru aldrei rekin með hagnaði hugsa ég..  Að sleppa á núlli tel ég helvíti gott þegar það er alltaf verið að bæta og breyta svæðinu..  Það er alltaf verið að reyna að gera gott betra, ófáir tímarnir sem hafa verið unnir frítt fyrir klúbbinn EN, það gerist hægt á meðan fáir vinna sjálfboðavinnu fyrir hina lötu sem vilja bara keyra og fá allt ókeypis :wink:
Title: Fornbíla spyrna
Post by: íbbiM on September 19, 2007, 19:04:50
Quote from: "Gunnar M Ólafsson"
Quote from: "íbbiM"
Gunnar þú ert sérstakt eintak maður.. ætlaru að skapa þér sömu vinsælda hérna og á öðrum tilteknum spjallvef bílaáhugamanna hérna? þar sem þú fórst með skottið á milli lappana.. og eina drift kepni eða svo?

reglurnar eru skírar, til að keppa á kvartmílubrautini, sem og rallýkrossbrautini, þá þarftua ð fá tryggingaviðauka, þetta eru relgur frá tryggingafélögunum, ekki klúbbunum,

kvartmíluklúbburinn á og sér um kvartmílubrautina, og gæti það ekki verið einfaldara og auðskildara að til þess að brúka brautina er fyrsta skrefið að ganga í kvartmíluklúbbinn, en kvar´tmíluklúbburin er jú hvað?  samtök manna sem einmitt eins og þú kemur inn á sjálfur vilja spyrna og fá lögleg úrslit,  en það liggur jú beint við, annars væri varla mikill tilgangur í að starfrækja kvartmíluklúbb, ekki eru þetta samtök áhugamanna um grillmat og umræður um spyrnur?

kvartmíluklúbburinn stendur fyrir fjölmörgum kepnum yfir sumarið, og nokkra klukkutíma langri æfingu í hverri viku meðan veður leyfir, auk þess sem að það er selt nammi gos og pylsur bið brautina,  það koma margar hendur að þessu og eru menn að þessu í mjög óeigingjörnu sjálfboðastarfi,

að ætla fara væla yfir 5000 krónum fyrir þetta á ársgrundvelli á bara ekki rétt á sér,

ef þessir vinur og aðrir sem þú kemur inn á í einhverjum af þessum nokkur hundruð orðum sem þér tekst að rita niður i´hverju svari, hafa sona gaman af því að spyrna og vilja fá úrslit, þá er bara að skrá sig og mæta, rétt eins og allir aðrir, ef það er of mikið mál fyrr þá að hringja eða faxa eitt bréf/símtal til viðkomandi tryggingafélags, þá get ég ekki séð að hinn sami nenni að leggja í að keyra upp á braut til að byrja með,


Íbbi lærðu að lesa og skilja íslensku áður en þú skítur mann í kaf


er þetta málefnalegasta svarið sem þú gast komið með :)

ef þú getur ekki klórað þig í gegnum textastúfinn frá mér, þá ert það þú sem þarft að læra skilja íslensku, ég skal þá standa við minn hlut og leggja það fyrir mig að rita hana betur,

en það hefur lítið með það að gera sem ég í fyrri pósti skrifaði engi síður.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Elmar Þór on September 20, 2007, 23:04:46
Hérna eru nokkrar myndir frá þessari spyrnu, vonandi róa þær ykkur.


http://www.vf.is/ljosmyndir/safn/964/1/default.aspx
Title: Fornbíla spyrna
Post by: ADLER on September 20, 2007, 23:14:00
Dóri flottur með flaggið  8)
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Kristján F on September 20, 2007, 23:30:56
Quote from: "Elmar Þór"
Hérna eru nokkrar myndir frá þessari spyrnu, vonandi róa þær ykkur.


http://www.vf.is/ljosmyndir/safn/964/1/default.aspx


Flottir hjálmlausir kallar að spyrna  :roll:
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Valli Djöfull on September 20, 2007, 23:44:32
Quote from: "Kristján F"
Quote from: "Elmar Þór"
Hérna eru nokkrar myndir frá þessari spyrnu, vonandi róa þær ykkur.


http://www.vf.is/ljosmyndir/safn/964/1/default.aspx


Flottir hjálmlausir kallar að spyrna  :roll:

Þessir tveir sleppa.. þeir eru með svo flottar húfur  :lol:

(http://www.vf.is/resources/images/54026_RS1O2426.jpg)
Title: Fornbíla spyrna
Post by: ADLER on September 21, 2007, 00:00:57
********************
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Nóni on September 21, 2007, 00:04:24
Gunnar M Ólafsson, ég vil bara segja við þig að þetta er flest allt rétt hjá þér en kvartmílubrautin sem og önnur mótorsportsvæði eru bundin af umferðarlögum á Íslandi, sennilega eina landið í heiminum. Ef að umferðarlögin gilda, þá þurfa tryggingar bílsins líka að vera í gildi og það eru þær ekki nema með sérstakri undanþágu tryggingafélagsins sem heitir tryggingaviðauki.

Ekki halda það að ég hafi ekki eitt fleiri klukkutímum í símanum við tryggingafélögin og farið á fund með þeim öllum til að reyna að fá þessu breytt með viðaukana, en það er eins og að öskra á hafið eða reyna að velta fjalli.

Góðir punktar hjá þér en fólk sem vill spyrna lætur ekki aftra sér að ganga í gegn um það sem þarf að gera til að koma á brautina, félagar í klúbbnum hafa sennilega sjaldan verið fleiri og iðkendur ekki sömuleiðis.


Kv. Nóni
Title: Fornbíla spyrna
Post by: cv 327 on September 21, 2007, 00:29:37
Quote from: "Nóni"
Gunnar M Ólafsson, ég vil bara segja við þig að þetta er flest allt rétt hjá þér en kvartmílubrautin sem og önnur mótorsportsvæði eru bundin af umferðarlögum á Íslandi, sennilega eina landið í heiminum. Ef að umferðarlögin gilda, þá þurfa tryggingar bílsins líka að vera í gildi og það eru þær ekki nema með sérstakri undanþágu tryggingafélagsins sem heitir tryggingaviðauki.

Ekki halda það að ég hafi ekki eitt fleiri klukkutímum í símanum við tryggingafélögin og farið á fund með þeim öllum til að reyna að fá þessu breytt með viðaukana, en það er eins og að öskra á hafið eða reyna að velta fjalli.

Góðir punktar hjá þér en fólk sem vill spyrna lætur ekki aftra sér að ganga í gegn um það sem þarf að gera til að koma á brautina, félagar í klúbbnum hafa sennilega sjaldan verið fleiri og iðkendur ekki sömuleiðis.Kv. Nóni

Sæll Nóni.
Hvernig tryggingarfyrirkomulag er á númrslausum bílum á kvartmílubrautinni?
Og væri ekki hægt að útbúa staðlað tryggingarviðauka-skjal sem hægt væri að prenta út og fara með til viðkomandi tryggingarumboðs og fengið stimplað?. Spurði um svona tryggingarviðauka hjá minni umboðsskrifstofu og umboðsmaðurinn-konan vissi ekki neitt um hvað ég var að tala. :shock:
Kv. Gunnar B.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Nóni on September 21, 2007, 01:39:46
Sæll Gunnar, þetta er góð spurning hjá þér.  Það er nefnilega það hlægilega í þessu að ef allir væru á engum númerum þá þyrfti að sjálfsögðu enga viðauka.  Tryggingar klúbbsins ná yfir þau tæki sem ekki eru tryggð annarsstaðar, eins og almennri ökutækjatryggingu.

Tryggingin nær til þess tjóns sem keppnistæki veldur 3ja aðila, þ.e. áhorfandi, starfsmaður klúbbsins eða annar keppandi.
Ekki keppnistækið sjálft eða sá sem ekur því.

Ef að umferðarlögin næðu ekki yfir kvartmílubrautina þá væri málið úr sögunni.  Ég veit að það er skrítið að það megi þá keyra á óskráðum tækjum en það má nú samt af því að þetta er keppni. Það er nefnilega tvískinnungur í þessu.

Kv. Nóni
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 21, 2007, 01:59:53
Quote from: "cv 327"
Quote from: "Nóni"
Gunnar M Ólafsson, ég vil bara segja við þig að þetta er flest allt rétt hjá þér en kvartmílubrautin sem og önnur mótorsportsvæði eru bundin af umferðarlögum á Íslandi, sennilega eina landið í heiminum. Ef að umferðarlögin gilda, þá þurfa tryggingar bílsins líka að vera í gildi og það eru þær ekki nema með sérstakri undanþágu tryggingafélagsins sem heitir tryggingaviðauki.

Ekki halda það að ég hafi ekki eitt fleiri klukkutímum í símanum við tryggingafélögin og farið á fund með þeim öllum til að reyna að fá þessu breytt með viðaukana, en það er eins og að öskra á hafið eða reyna að velta fjalli.

Góðir punktar hjá þér en fólk sem vill spyrna lætur ekki aftra sér að ganga í gegn um það sem þarf að gera til að koma á brautina, félagar í klúbbnum hafa sennilega sjaldan verið fleiri og iðkendur ekki sömuleiðis.Kv. Nóni

Sæll Nóni.
Hvernig tryggingarfyrirkomulag er á númrslausum bílum á kvartmílubrautinni?
Og væri ekki hægt að útbúa staðlað tryggingarviðauka-skjal sem hægt væri að prenta út og fara með til viðkomandi tryggingarumboðs og fengið stimplað?. Spurði um svona tryggingarviðauka hjá minni umboðsskrifstofu og umboðsmaðurinn-konan vissi ekki neitt um hvað ég var að tala. :shock:
Kv. Gunnar B.


Sæll Nói.
Ég geri mér fulla grein fyrir starfi ykkar í KK og ber mikkla virðingu fyrir því.
Vildi aðeins koma af stað málefnalegum skoðanaskiftum hér um þessi mál.
Þið vitið manna best hvernig laga og regluverkið þyrfti helst að vera til að gera þettað sem best úr garði, þannig að sem flestir myndu vilja taka þátt í sportinu. Gerið öðrum klúbbum og einstaklingum grein fyrir því og ég er viss um að þeir aðiljar væru til í að leggjast á árarnar með ykkur til að reyna að knýja  þær breytingar framm. Ég held samt að skylduaðild að KK til að geta komið upp á braut jafnvel svona mest í gammni geti virkað sem hindrun jafn vel þótt að það væri ódýrasti kosturinn fyrir flesta,ATH mín skoðun Þeir bílar sem í upphafi tóku þátt í keppnum eru í dag orðnir að verðmætum fornbílum sem hafa jafnvel kostað eigendurnar fúlgu fjár í uppgerð eða innfluttningi þeir verða aldrei aftur dagleg sjón á brautinni ef svo má að orði komast, en flestir  sem þá eiga myndu gjarnan vilja koma nokkrum sinnum á ári svona til að skemta sér og öðrum, á þess þó að ofbjóða neinu. Þettað verða menn að skilja. Aðkoma að brautinni og  ýmislegt fleira verður líka að batna það hafið þið marg talað um sjálfir, spurningin er hvernig er hægt að afla fjár til þess? Ég setti framm hugmynd um leið til þess, vonandi koma fleiri með tillögur að því. Umræðan er til alls fyrst ekki rétt?
Betur sjá augu en auga.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: nonni400 on September 21, 2007, 03:07:54
Er þá ekki bara málið að stoppa við álverið á leiðinni og skrúfa plöturnar af, þar með er þetta viðaukamál úr sögunni.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gulag on September 21, 2007, 08:00:51
Quote from: "ValliFudd"
Þessir tveir sleppa.. þeir eru með svo flottar húfur  :lol:

(http://www.vf.is/resources/images/54026_RS1O2426.jpg)


Vitiði.. að sjálfsögðu er þetta sniðugt framtak, og örugglega verið gaman, en come on !!! þessi á AMC'inum er ekki einu sinni með öryggisbelti !!..+
sé ekki betur en að það hangi laust fyrir aftan hann...  :evil:
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 21, 2007, 08:20:50
Gunnar svo ég komi aðeins inná þennan blessaða veg sem er búið að tala um óteljandi sinnum. Það er hafnarfjarðarbær sem leggur í þann kostnað að leggja þennan veg ekki klúbburinn. Bærinn er búinn að lofa þessum vegi í mörg ár. Stjórnin þrasar alltaf reglulega í stjórn bæjarins. Núna síðast á mánudag var sagt við okkur þegar við fórum þangað á fund að skipulagið fyrir svæðið væri ekki ennþá tilbúið en því var lofað í síðasta lagi fyrir 1 1/2 ári síðan. Þegar skipulagið verður samþykkt þá fáum við veg, vatn og rafmagn. Aðkoman að brautinni verður ekki þar sem hún er nú og verður núverandi vegur lagður niður þegar hinn kemur.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 21, 2007, 09:32:07
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Gunnar svo ég komi aðeins inná þennan blessaða veg sem er búið að tala um óteljandi sinnum. Það er hafnarfjarðarbær sem leggur í þann kostnað að leggja þennan veg ekki klúbburinn. Bærinn er búinn að lofa þessum vegi í mörg ár. Stjórnin þrasar alltaf reglulega í stjórn bæjarins. Núna síðast á mánudag var sagt við okkur þegar við fórum þangað á fund að skipulagið fyrir svæðið væri ekki ennþá tilbúið en því var lofað í síðasta lagi fyrir 1 1/2 ári síðan. Þegar skipulagið verður samþykkt þá fáum við veg, vatn og rafmagn. Aðkoman að brautinni verður ekki þar sem hún er nú og verður núverandi vegur lagður niður þegar hinn kemur.


Fyrst þettað er svona, þá kemur þettað ekki á óvart.
Þeir gætu nú vel skammast til að leggja bundið slitlag á þennan vegspotta
 fyrir ykkur unns varanlegur vegur verður lagður. Ég veit að það er áhugi hjá mörgum í Krúser og í Fornbílaklúbbnum til að koma á brautina hjá ykkur og þeir sömu væru örugglega til í að fjölmenna á bílunum við stjórnsýsluhús hafnfirðinga þeyta þar flautur og þenja mótora og minna þá á okkar mál. Sama á við um alþingi ef á þyrfti að halda
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 21, 2007, 10:25:20
Já og við skulum vona að fornbílaklúbburinn láti kvartmíluklúbbinn hér eftir um að sjá um spyrnur fyrir sig því þetta var til háborinnar skammar hvernig þeir fóru að þessu. Engir hjálmar, engin leyfi og fáir með bílbelti. Veit ég vel að þeim gekk gott eitt til og margir bílar ekki kraftmiklir. En hvað ef  :?:
Title: Fornbíla spyrna
Post by: AlliBird on September 21, 2007, 10:39:53
Annað í þessu,- mér skilst að Borgarholtsskóli hafi verið með einhverja spyrnukeppni upp á braut í gær (21/9) vegna bíladaga skólans.

Var staðið rétt að öllu þar, viðaukar, hjálmar, skoðun og belti?

Ég var þar ekki sjálfur en mér skilst að þetta hafi verið nokkuð frjálslegt.

....... bara spyr svona...????
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 21, 2007, 11:12:50
Já við fengum leyfi fyrir þeirri spyrnu. Já það var farið yfir allt, viðaukar, skoðun, hjálmar, belti, hjólbarðar, ökuskírteini og fleira. Við pössum upp á öryggið hjá okkur.
Það var ekkert frjálslegt við þennan dag og fór hann mjög vel fram.
Allir skemmtu sér vel og margir ætla að koma og spyrna hjá okkur á næsta ári. Flestir voru nýgræðingar í þessu og fengu allir tilsögn hvernig þeir eiga að haga sér á spyrnubraut. Haldnir voru 2 fundir með ökumönnum. Það þurfti bara að gefa einum aðila tiltal með hraða á tilbaka braut og gegnum pitt. Borgarholtsskóli á heiður skilinn fyrir þennan dag.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 21, 2007, 11:15:44
Skilaboð
 Innlegg: Maí 18, 2006 22:28    Efni innleggs: Hér er það sem þarf til Keppa og taka þátt í æfingum.   

________________________________________
Til að keppa í kvartmílu/taka þátt í æfingum þarftu að:
Vera meðlimur í KK eða BA.

Vera með tæki á númerum skoðuð.

Óskráð keppnistæki skulu vera með öryggisskoðun fyrir bremsur og stýrisbúnað,KK er með samning við Aðalskoðun t.d.

Skráð tæki skulu hafa tryggingaviðauka til aksturs á kvartmílubrautinni.

Borga keppnisgjald (gildir ekki á æfingum).

Vera með hjálm.

11.50 sec og hraðar þá þarf veltiboga og svo stigvaxandi öryggisbúnað.
_________________
10.34 @ 131.5 mph 1.50 60ft 3680lbs
Frikki 6939115
Wheelie bars are for sissies, real men use bumpers.


Ég mynni ykkur á þettað sem hér kemur framm , um leið og ég vil enn og aftur benda á að það er ekki hægt að búast við öðru en svona uppákomum á meðan ykkar skilyrði um notkun brautarinnar eru sett svona þröng. Vilji KK aftur á móti alls ekki breyta þeim þá  verður það bara að vera svo og væri reyndar ósköp skiljanlegt í ljósi sögunnar. Þá verður bara að vinna að annari lausn fyrir alla hina. Muna menn ekki eftir brautardeginum sem var haldin fyrir ca 2 árum og þótti takast frábærlega, er von á þannig aftur? Það eru nefnilega margir sem vilja nota svona braut aðrir en glerharðir spyrnumenn sem lifa á bensíngufum og dekkjareyk.Auðvitað á að nota hjálm og belti það er nú lámarkið allir eru sammála því. Í stað þess að vera ofan í skotgröfunum í innbyrðis stríði ættu allir þessir klúbbar frekar að sameinast um þau hagsmunamál sem alla varðar t.d. tryggingar,brautarmál , skattlagningu á bíla og varahluti og margt fleira, á meðan það ekki gerist mun stjórnvaldið örugglega  halda  að sér höndum . Sá tími að bara verði til 2-3 klúbbar er liðinn og kemur aldei aftur það verða allir að átta sig á.Það er klárlega verkefni stjórna þessara klúbba að vinna sameiginlega að tillögum til að leggja fyrir stjórnvöld um okkar sameiginlegu hagsmunamál, það er allaveganna mín skoðun.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gulag on September 21, 2007, 11:26:23
Quote from: "Gunnar M Ólafsson"
um leið og ég vil enn og aftur benda á að það er ekki hægt að búast við öðru en svona uppákomum á meðan ykkar skilyrði um notkun brautarinnar eru sett svona þröng.


ehhh... með fullri virðingu, hvað í þessu finnst þér vera ströng skilyrði?
að vera með skoðað tæki?
að vera tryggður ef þú veldur einhverjum skaða eða jafnvel dauða?
að greiða fyrir notkun á brautinni?
að vera með hjálm?
að vera meðlimur í þeim klúbb sem á og rekur brautina? (hvað með alla golf klúbbana um land allt?)

Það er ekki úr vegi að benda aðeins á hérna að það finnst varla sú braut í heiminum sem þú getur farið á og notað frítt.. að ég tali ekki um að þú uppfyllir lágmarks öryggiskröfur,,

það er í raun frekja að ætlast til að geta bara mætt á braut sem félagsmenn klúbbs hafa byggt upp með framlögum og vinnu áratugum saman og ætlast til að allir hlaupi til og leggi rauða dregilinn fyrir framan bílinn.  
Hugarfarið sem er t.d. bakvið þessa fornbílaspyrnu er afturför um 30 ár að mínu áliti, menn að spyrna beltis og hjálmalausir, leyfis og tryggingalausir?

Er ekki nær að styðja þann klúbb sem hefur allt til alls í sambandi við kvartmílu? braut, starfsmenn, ljós ofl...?

til hvers að vera að finna upp hjólið aftur?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 21, 2007, 11:37:32
Quote from: "AMJ"
Quote from: "Gunnar M Ólafsson"
um leið og ég vil enn og aftur benda á að það er ekki hægt að búast við öðru en svona uppákomum á meðan ykkar skilyrði um notkun brautarinnar eru sett svona þröng.


ehhh... með fullri virðingu, hvað í þessu finnst þér vera ströng skilyrði?
að vera með skoðað tæki?
að vera tryggður ef þú veldur einhverjum skaða eða jafnvel dauða?
að greiða fyrir notkun á brautinni?
að vera með hjálm?
að vera meðlimur í þeim klúbb sem á og rekur brautina? (hvað með alla golf klúbbana um land allt?)

Það er ekki úr vegi að benda aðeins á hérna að það finnst varla sú braut í heiminum sem þú getur farið á og notað frítt.. að ég tali ekki um að þú uppfyllir lágmarks öryggiskröfur,,

það er í raun frekja að ætlast til að geta bara mætt á braut sem félagsmenn klúbbs hafa byggt upp með framlögum og vinnu áratugum saman og ætlast til að allir hlaupi til og leggi rauða dregilinn fyrir framan bílinn.  
Hugarfarið sem er t.d. bakvið þessa fornbílaspyrnu er afturför um 30 ár að mínu áliti, menn að spyrna beltis og hjálmalausir, leyfis og tryggingalausir?

Er ekki nær að styðja þann klúbb sem hefur allt til alls í sambandi við kvartmílu? braut, starfsmenn, ljós ofl...?

til hvers að vera að finna upp hjólið aftur?


Ef þú lest allt sem ég hef skrifað á þessum þræði þá getur þú hvergi fundið að ég sé að ættlast til að geta notað annara manna eign frýtt, þvert á móti.
Það er aftur á móti afar ósanngjörn krafa að Fornbílamenn eða Krúsersmenn gangi í KK eða BA til að geta farið með sína bíla á brautina en aftur allveg sanngjarnt að borga fyrir afnotinn
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 21, 2007, 11:37:58
Gunnar ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara. Þú ert soldið að mála þig út í horn hérna. Það er búið að vera met þáttaka á viðburðum okkar í sumar og þá sérstaklega á æfingum. Það hafa sjaldan verið jafn margir skráðir í klúbbinn eins og núna. Við verðum að hafa strangar reglur út af öryggissjónarmiði og koma þær meðal annars frá yfirvaldinu og tryggingarfélögunum. Við viljum og verðum að hafa öryggið ofar öllu. Ef við myndum slaka á þessum kröfum þá gætum við lent í því að vera meinað að halda æfingar og keppnir. KK og BA eru einu félögin sem hafa stunda spyrnuæfingar og keppnir. KK er eina og stærsta íþróttafélagið sem á sína eigin keppnisbraut. Uppi eru áform um að koma kvartmílubraut í gagnið fyrir norðan. Motorpark ætlaði að gera kvartmílubraut en guggnuðu á því vegna arðsemismats. Fornbílaklúbburinn getur til dæmis ekki farið að keppa í íslandsmeistaramótinu í fótbolta. En meðlimir KK og BA geta keppt til íslandsmeistara í kvartmílu.
Ég er ekki að ráðast á einn eða neinn en ég vil bara að öryggis sé gætt sama hver á í hlut. Fornbílaklúbburinn og krúsers eru velkomnir að senda á okkur mail varðandi hugsanleg afnot af brautinni.

Þú borgar fyrir afnotin með þessum kr 5.000 sem er árgjaldið. Verður kr 7.000 á næsta ári.
Þú borgar ekkert fyrir að mæta á æfingar.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 21, 2007, 11:45:59
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Gunnar ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara. Þú ert soldið að mála þig út í horn hérna. Það er búið að vera met þáttaka á viðburðum okkar í sumar og þá sérstaklega á æfingum. Það hafa sjaldan verið jafn margir skráðir í klúbbinn eins og núna. Við verðum að hafa strangar reglur út af öryggissjónarmiði og koma þær meðal annars frá yfirvaldinu og tryggingarfélögunum. Við viljum og verðum að hafa öryggið ofar öllu. Ef við myndum slaka á þessum kröfum þá gætum við lent í því að vera meinað að halda æfingar og keppnir. KK og BA eru einu félögin sem hafa stunda spyrnuæfingar og keppnir. KK er eina og stærsta íþróttafélagið sem á sína eigin keppnisbraut. Uppi eru áform um að koma kvartmílubraut í gagnið fyrir norðan. Motorpark ætlaði að gera kvartmílubraut en guggnuðu á því vegna arðsemismats. Fornbílaklúbburinn getur til dæmis ekki farið að keppa í íslandsmeistaramótinu í fótbolta. En meðlimir KK og BA geta keppt til íslandsmeistara í kvartmílu.
Ég er ekki að ráðast á einn eða neinn en ég vil bara að öryggis sé gætt sama hver á í hlut. Fornbílaklúbburinn og krúsers eru velkomnir að senda á okkur mail varðandi hugsanleg afnot af brautinni.


Ég er alveg sammála þér hvað öryggismálin varða. Ég hef verið hér að reyna að tala fyrir munn þeirra sem aðeins hafa gaman af að keyra brautina svona sér til gamanns ekki vera í neinni skipulagðri keppni. Þeir eru fjölmargir að mínu áliti. Ég samgleðst ykkur svo sannanlega með vaxandi gengi klúbbsins,þið megið ekki halda að ég hafi eitthvað á móti KK öðru nær
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Páll Sigurjónsson on September 21, 2007, 12:35:46
Góðan dag
Ég er svo skelfilega heimskur að ég er hættur að skilja . Sérðu ekki að eitt verður yfir alla að ganga . Þú vilt fá einhver forréttindi af því að þið eruð í öðrum klúbb .Tryggingarviðauki er svona á gráu svæði þar sem ég hef upplýsingar um að sé sér Íslenskt fyrirbrigði en annars erum við með sömu skilirpi og allstaðar annarstaðar í heiminum . það þarf að hafa fyrir öllu sem þú gerir . Þú þurftir að gera upp bílinn sem þú keyrir og annað sem er gaman, þetta er eitt af þessu og ef þig langar til að keyra þarna þá verður þú að framfylgja því sem er farið fram á .Þetta er ekki gert að ástæðulausu og það er nauðsynlegt að hafa þetta svona svo að óvitar fari sér ekki að voða á svona stað .Svona uppákomur eins og var á þessum flugvelli er til skammar og aðstandendur ætti að skammast sín og gera sér grein fyrir hættu sem stafar af svona fífla skap . Engin belti og engir hjálmar , og síðan eru menn að gera grín að öryggiskröfum og eru með einhverjar leður húfur .Svona er bara vanvirðing við sportið og alla sem þar við koma .Það er voðalega þægilegt að þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum en svoleiðis er þetta ekki . Þetta er sport sem geta orðið slys  í og þau alvarleg ef ekki er farið að settum reglum .Ég er ekki að reyna að vera leiðinlgur en svona er þetta  :roll:

Palli
Just open the eyes
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 21, 2007, 13:05:25
Quote from: "Páll Sigurjónsson"
Góðan dag
Ég er svo skelfilega heimskur að ég er hættur að skilja . Sérðu ekki að eitt verður yfir alla að ganga . Þú vilt fá einhver forréttindi af því að þið eruð í öðrum klúbb .Tryggingarviðauki er svona á gráu svæði þar sem ég hef upplýsingar um að sé sér Íslenskt fyrirbrigði en annars erum við með sömu skilirpi og allstaðar annarstaðar í heiminum . það þarf að hafa fyrir öllu sem þú gerir . Þú þurftir að gera upp bílinn sem þú keyrir og annað sem er gaman, þetta er eitt af þessu og ef þig langar til að keyra þarna þá verður þú að framfylgja því sem er farið fram á .Þetta er ekki gert að ástæðulausu og það er nauðsynlegt að hafa þetta svona svo að óvitar fari sér ekki að voða á svona stað .Svona uppákomur eins og var á þessum flugvelli er til skammar og aðstandendur ætti að skammast sín og gera sér grein fyrir hættu sem stafar af svona fífla skap . Engin belti og engir hjálmar , og síðan eru menn að gera grín að öryggiskröfum og eru með einhverjar leður húfur .Svona er bara vanvirðing við sportið og alla sem þar við koma .Það er voðalega þægilegt að þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum en svoleiðis er þetta ekki . Þetta er sport sem geta orðið slys  í og þau alvarleg ef ekki er farið að settum reglum .Ég er ekki að reyna að vera leiðinlgur en svona er þetta  :roll:

Palli
Just open the eyes


Hvar hef ég  látið koma framm að ég vilji einhvern afslátt af öryggiskröfum eða forgang út á aðra klúbba? Hvergi
En þegar menn velja sér klúbb þá er það oft eins og með trúarbrögð þú villt ekki vera annarsstaðar. Ekki gera Krúsersmenn það að kröfu að menn séu félagar í klúbbnum til að mega vera með. Reyndu að bera virðingu fyrir öðrum og þá skilur þú kanski það sem ég meina. Er það ykkur ómögulegt að geta boðið upp á afnot af brautinni til annara en félagsmanna KK og BA og það er ekki verið að biðja um neina afslætti af neinu tagi. Af hverju er ekki hægt að koma því á að t.d viðaukann sé hægt að fá upp á braut hjá ykkur og leigðan hjálm og það sem til þarf gegn gjali sem þið getið verið sáttir við?Þeir sem vilja bara leika sér sárasjaldan eða við viss tækifæri og eru í öðrum klúbbum eru ekki að fara að skrá sig í KK eða BA til þess. Þeir sem eru í FBÍ eða Krúser og vilja stunda æfingar og eða keppni eru að sjálfsögðu í KK eða BA. Hverjar eru ykkar tillögur til okkar hinna sem ekki vilja vera félagar? Kanski bara að eta það sem úti frýs
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Dodge on September 21, 2007, 14:12:31
já er það eitthvað óeðlilegt?

Prufaðu golf, þú færð ekkert að nota aðstöðu golfklúbbs nema vera félagi held ég..

og þar erum við að tala um eitthvað nær 30000 kalli í félagsgjöld,
ekki bara skitinn fimmara sem kaupir manni ekki einusinni hálfann
tank eða karton af rettum...
Title: Fornbíla spyrna
Post by: íbbiM on September 21, 2007, 15:20:30
mér finnst að ég eigi að fá frótt í bíó af því að ég er í kvartmíluklúbbnum
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 21, 2007, 15:25:49
Quote from: "Dodge"
já er það eitthvað óeðlilegt?

Prufaðu golf, þú færð ekkert að nota aðstöðu golfklúbbs nema vera félagi held ég..

og þar erum við að tala um eitthvað nær 30000 kalli í félagsgjöld,
ekki bara skitinn fimmara sem kaupir manni ekki einusinni hálfann
tank eða karton af rettum...


Allir geta keypt sig inn á golfvelli en verða að vera félagar í gólfklúbb til að meiga taka þátt í mótum :D
Title: Fornbíla spyrna
Post by: nonni400 on September 21, 2007, 15:47:13
Menn bera mikið saman hér kvartmílu og golf, er þá ekki út í hött að þurfa leyfi lögreglustjóra, tryggingafélaga og einhvers apaflokks sem nefnist LÍA til að halda keppni ?

Það þarf tæplega svona mikið af embættum til að halda golfkeppni, og þó er hægt að slasa bæði sig og aðra við þá iðju.

Það er bara fáránlegt að KK geti ekki fengið bara starfsleyfi fyrir brautina sem endurnýjast bara árlega vandræðalaust ef ekkert alvarlegt hefur komið uppá sem hægt er að rekja til vanrækslu, það er fyrir löngu sýnt að þeir vita hvað þeir eru að gera og gæta fyllsta öryggis við allar keppnir og æfingar.

Ég er nú ekki meðlimur í neinum af þessum klúbbum fyrir utan að vera ógreiddur snigill vegna langvarandi dvalar erlendis, en hinsvegar þætti mér ekkert of mikið að borga 10000 kr á ári í klúbb eins og KK sem reynir af litlum efnum að halda þessari braut gangandi, þetta getur varla verið mjög ódýr útgerð.

Fólk talar um að þetta og hjálmur sé dýrt, það er sennilega slatti af þessu sama fólki sem finnst ekki mikið að fara með 20-40000 kr á einu kvöldi/helgi veltandi um ofurölvi í miðbæ Reykjavíkur, vakna svo á sunnudegi og muna ekki nokkurn skapaðan hlut.

Einnig þyrfti að vera tiltölulega auðvelt fyrir aðra klúbba að leigja brautina stöku sinnum heilan dag og borga bara fyrir það.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: firebird400 on September 21, 2007, 16:10:15
Til að fá að aka á kvartmílubrautinni þarftu að vera meðlimur í klúbbnum !

Ástæðan er að sjálfsögðu sú að tryggingar klúbbsins ná yfir þá er spyrna, séu þeir meðlimir  :!:

Ekki halda að það sé verið að neyða fólk til eins né neins, það eru skýringar á öllu

Það að þurfa að borga 5000 kr er þér greinilega um of svo kannski ættir þú ekki að vera að spyrna einhvað til að byrja með  :roll:
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 21, 2007, 17:11:04
Quote from: "firebird400"
Til að fá að aka á kvartmílubrautinni þarftu að vera meðlimur í klúbbnum !

Ástæðan er að sjálfsögðu sú að tryggingar klúbbsins ná yfir þá er spyrna, séu þeir meðlimir  :!:

Ekki halda að það sé verið að neyða fólk til eins né neins, það eru skýringar á öllu

Það að þurfa að borga 5000 kr er þér greinilega um of svo kannski ættir þú ekki að vera að spyrna einhvað til að byrja með  :roll:


Quote
Dartalli
Bla


Skráður þann: 20 Okt 2001
Innlegg: 199

   
InnleggInnlegg: September 21, 2007 10:39    Efni innleggs:    Svara með tilvísun
Annað í þessu,- mér skilst að Borgarholtsskóli hafi verið með einhverja spyrnukeppni upp á braut í gær (21/9) vegna bíladaga skólans.

Var staðið rétt að öllu þar, viðaukar, hjálmar, skoðun og belti?

Ég var þar ekki sjálfur en mér skilst að þetta hafi verið nokkuð frjálslegt.

....... bara spyr svona...????
_________________
Scat Pak
Til baka efst á síðu    
Sjá uppsetningu notanda Senda einkapóst Senda póst        
Nonni_Bjarna
Stjórnandi


Skráður þann: 29 Des 2003
Innlegg: 1045
Staðsetning: Hér í dag þar á morgun.
   
InnleggInnlegg: September 21, 2007 11:12    Efni innleggs:    Svara með tilvísun
Já við fengum leyfi fyrir þeirri spyrnu. Já það var farið yfir allt, viðaukar, skoðun, hjálmar, belti, hjólbarðar, ökuskírteini og fleira. Við pössum upp á öryggið hjá okkur.
Það var ekkert frjálslegt við þennan dag og fór hann mjög vel fram.
Allir skemmtu sér vel og margir ætla að koma og spyrna hjá okkur á næsta ári. Flestir voru nýgræðingar í þessu og fengu allir tilsögn hvernig þeir eiga að haga sér á spyrnubraut. Haldnir voru 2 fundir með ökumönnum. Það þurfti bara að gefa einum aðila tiltal með hraða á tilbaka braut og gegnum pitt. Borgarholtsskóli á heiður skilinn fyrir þennan dag.
_________________
Jón Þór (Nonni) s:899-3819
Gjaldkeri Kvartmíluklúbbsins
Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef er með öllu óheimil nema með skriflegu leyfi frá mér.


Ég er orðinn kjaftstopp :D Þessir voru þá félagar eða hvað? :?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Valli Djöfull on September 21, 2007, 17:42:02
Kæri Gunnar, ég er búinn að lesa yfir póstana aftur og aftur, en skil ekki enn hvað þú ert að fara  :lol:

Gallharðir spyrnumenn segirðu?  
* Ef svo er, ætti þetta árgjald sem er svo grátlega lágt að það mætti vel tvöfalda það, ekki að vera vandamálið
* Hjálmur ætti ekki einu sinni að vera hlutur sem maður veltir fyrir sér, maður bara notar hann!
* Veltibúr/bogi og öruggara belti ef maður er að nálgast 200+ km/klst, dööö heimskur maður myndi sleppa því kannski... en er að vona að þú sért ekki einn af þeim..
* Tryggingar, hvað getur komið fyrir í spyrnum? slys?  Gæti komið fyrir og þá er auðvitað best að vera með einhverjar tryggingar
* Opin braut fyrir alla án öryggiskrafna? NEI, það er nú þegar búið að enda með mjög slæmu slysi.

Hvað ertu í raun að heimta?   Í fáum orðum, hreint út?  Og enga útúrsnúninga í þetta skiptið?

Að fá að keyra á brautinni?  Þá er það sjálfsagt, þegar hún er opin og öryggiskröfur í lagi  :roll:  Sé ekki hvað er svona erfitt við að skilja það..
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Nóni on September 21, 2007, 17:55:54
Þeir nemendur Borgarholtsskóla sem spyrntu á brautinni í gær gengu allir í klúbbinn til að fá að spyrna.


Ekkert var frjálslegt við þessa keppni, veit ekki hver sagði þér það en það var allt í mjög góðu lagi hjá öllum sem komu að keppa.  Þetta unga fólk stóð sig betur en margir aðrir.

Komdu nú úr sveitinni og hjálpaðu okkur að láta hlutina gerast.


Kv. Nóni
Title: Fornbíla spyrna
Post by: AlliBird on September 21, 2007, 18:13:11
Frændi minn var þarna og stóð í þeirri meiningu að það mætti bara mæta af götunni og spyrna.
Sjálfsagt misskilningur hjá honum, enda áhorfandi.
Gott að vel var staðið að málum og virðingavert framtak.

Held samt að það mætti einfalda þessar reglur ef settur yrði bara hámarkshraði á brautina, t.d. 120km/kls.
Þyrfti þá ekki þessa viðauka og vesen.... =P~
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 21, 2007, 18:25:09
Quote from: "Nóni"
Þeir nemendur Borgarholtsskóla sem spyrntu á brautinni í gær gengu allir í klúbbinn til að fá að spyrna.


Ekkert var frjálslegt við þessa keppni, veit ekki hver sagði þér það en það var allt í mjög góðu lagi hjá öllum sem komu að keppa.  Þetta unga fólk stóð sig betur en margir aðrir.

Komdu nú úr sveitinni og hjálpaðu okkur að láta hlutina gerast.


Kv. Nóni


Þettað er allt á hreinu hjá mér strákar mínir. Ég sagði ekkert um að þettað hefði verið frjálslegt það gerði sá sem á póstinn sem ég vitnaði í. OK

Það er semsé þannig að allir sem vilja keyra brautina einu sinni eða oftar verða að vera félagar í KK alveg sama hvort um æfingu keppni eða annað sé að ræða, annars ertu ekki tryggður gegn þriðja aðilja. Allveg auðskilið kerfi en frámunalega vitlaust. Það kann vel að verða að ég gangi í KK tíminn leiðir það í ljós :D
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gulag on September 21, 2007, 18:36:52
ég borgaði 5000 kall einhverntíman fyrr á árinu, þessi 5000 kall rann til Kvartmíluklúbbsins, í staðinn fékk ég aðild að klúbbnum, allskyns fríðindi, get rifið mig hérna á spjallinu án þess að eiga á hættu að verða útskúfað (im a member ye know),

svo var ég á rúntinum eitthvað kvöldið í sumar og ákvað að kíkja upp á braut, jú, viti menn,, það var æfing í gangi.

Mér var bara smellt upp á braut, tússað á framrúðuna og bara sagt að prófa græjuna, (mótorhjól), ég tók slatta af rönnum og skemmti mér konunglega, fullt af hressu fólki þarna, bæði á bílum og hjólum, maður fékk svaka útrás þarna heilt kvöld og keyrði svo heim þreyttur og glaður..

ég hef bara mætt á þessa einu æfingu í sumar, aldrei keppt i sumar, en ég get með fullri sannfæringu sagt að þetta var 5000 króna virði.. (allavega fékk ég meira út úr þessum 5000 kalli heldur en 50.000 kallinum sem ég fékk í sekt fyrir að aka á 100km hraða á Reykjavíkurveginum).

Ef mönnum langar að spyrna, leika sér á græjunum sínum og að ógleymdu vera með öðrum bensínhausum þá er þetta málið, við höfum ekki enn kappakstursbraut þannig að kvartmílan er lausnin í dag.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Dodge on September 21, 2007, 18:46:57
Quote
Allir geta keypt sig inn á golfvelli en verða að vera félagar í gólfklúbb til að meiga taka þátt í mótum


keyword: keypt

skiftir öllu hvort það er félagsgjald eða afnotagjald?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Kiddicamaro on September 21, 2007, 19:11:11
Quote from: "Gunnar M Ólafsson"
Quote from: "Páll Sigurjónsson"
Góðan dag
Ég er svo skelfilega heimskur að ég er hættur að skilja . Sérðu ekki að eitt verður yfir alla að ganga . Þú vilt fá einhver forréttindi af því að þið eruð í öðrum klúbb .Tryggingarviðauki er svona á gráu svæði þar sem ég hef upplýsingar um að sé sér Íslenskt fyrirbrigði en annars erum við með sömu skilirpi og allstaðar annarstaðar í heiminum . það þarf að hafa fyrir öllu sem þú gerir . Þú þurftir að gera upp bílinn sem þú keyrir og annað sem er gaman, þetta er eitt af þessu og ef þig langar til að keyra þarna þá verður þú að framfylgja því sem er farið fram á .Þetta er ekki gert að ástæðulausu og það er nauðsynlegt að hafa þetta svona svo að óvitar fari sér ekki að voða á svona stað .Svona uppákomur eins og var á þessum flugvelli er til skammar og aðstandendur ætti að skammast sín og gera sér grein fyrir hættu sem stafar af svona fífla skap . Engin belti og engir hjálmar , og síðan eru menn að gera grín að öryggiskröfum og eru með einhverjar leður húfur .Svona er bara vanvirðing við sportið og alla sem þar við koma .Það er voðalega þægilegt að þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum en svoleiðis er þetta ekki . Þetta er sport sem geta orðið slys  í og þau alvarleg ef ekki er farið að settum reglum .Ég er ekki að reyna að vera leiðinlgur en svona er þetta  :roll:

Palli
Just open the eyes


Hvar hef ég  látið koma framm að ég vilji einhvern afslátt af öryggiskröfum eða forgang út á aðra klúbba? Hvergi
En þegar menn velja sér klúbb þá er það oft eins og með trúarbrögð þú villt ekki vera annarsstaðar. Ekki gera Krúsersmenn það að kröfu að menn séu félagar í klúbbnum til að mega vera með. Reyndu að bera virðingu fyrir öðrum og þá skilur þú kanski það sem ég meina. Er það ykkur ómögulegt að geta boðið upp á afnot af brautinni til annara en félagsmanna KK og BA og það er ekki verið að biðja um neina afslætti af neinu tagi. Af hverju er ekki hægt að koma því á að t.d viðaukann sé hægt að fá upp á braut hjá ykkur og leigðan hjálm og það sem til þarf gegn gjali sem þið getið verið sáttir við?Þeir sem vilja bara leika sér sárasjaldan eða við viss tækifæri og eru í öðrum klúbbum eru ekki að fara að skrá sig í KK eða BA til þess. Þeir sem eru í FBÍ eða Krúser og vilja stunda æfingar og eða keppni eru að sjálfsögðu í KK eða BA. Hverjar eru ykkar tillögur til okkar hinna sem ekki vilja vera félagar? Kanski bara að eta það sem úti frýs


finnst þér eðlilegt að bera það saman að keyra á götum borgarinnar innan um Krúser félaga eða nota braut sem er í einkaeigu og undirstaða tekna og lífs Kvartmíluklúbbsins :roll:
Title: Fornbíla spyrna
Post by: HK RACING2 on September 21, 2007, 21:53:00
Quote from: "AMJ"
ég borgaði 5000 kall einhverntíman fyrr á árinu, þessi 5000 kall rann til Kvartmíluklúbbsins, í staðinn fékk ég aðild að klúbbnum, allskyns fríðindi, get rifið mig hérna á spjallinu án þess að eiga á hættu að verða útskúfað (im a member ye know),

svo var ég á rúntinum eitthvað kvöldið í sumar og ákvað að kíkja upp á braut, jú, viti menn,, það var æfing í gangi.

Mér var bara smellt upp á braut, tússað á framrúðuna og bara sagt að prófa græjuna, (mótorhjól), ég tók slatta af rönnum og skemmti mér konunglega, fullt af hressu fólki þarna, bæði á bílum og hjólum, maður fékk svaka útrás þarna heilt kvöld og keyrði svo heim þreyttur og glaður..

ég hef bara mætt á þessa einu æfingu í sumar, aldrei keppt i sumar, en ég get með fullri sannfæringu sagt að þetta var 5000 króna virði.. (allavega fékk ég meira út úr þessum 5000 kalli heldur en 50.000 kallinum sem ég fékk í sekt fyrir að aka á 100km hraða á Reykjavíkurveginum).

Ef mönnum langar að spyrna, leika sér á græjunum sínum og að ógleymdu vera með öðrum bensínhausum þá er þetta málið, við höfum ekki enn kappakstursbraut þannig að kvartmílan er lausnin í dag.
Skammastu þín líka fyrir að keyra svona hratt framhjá heima hjá mér :evil:
Verð tilbúinn með eggjabakka á þig ef þú gerir þeta aftur :lol:

Hilmar B Þráinsson
Reykjavíkurvegi 30
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gulag on September 21, 2007, 23:04:41
lofa að fara hægar næst :)
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gunnar M Ólafsson on September 21, 2007, 23:16:06
Í allra síðasta sinn.

Þetta er allt spurning um framboð og eftirspurn í mínum huga og hvernig hægt sé að nýta sér það.

Reynið að skilja að mér finnst að reka eigi brautina  sem fyrirtæki og eru  nauðsynlegar umbætur brautarinnar og umhverfis hennar ástæða þess.

Öllum hlítur að vera augljóst að tekjur KK duga hvergi nærri til eðlilegs viðhalds og lagfæringa.

Finnst ykkur kannski allt vera bara í sómalagi á brautinni?

Það  hafa margir talað um ýmsar nauðsynlegar lagfæringar t.d öryggissvæði, bremsukafla áhorfendasvæði ofl.

 Ekki bólar neitt á framlagi frá opinberum aðilum þrátt fyrir breytingu klúbbsins í íþróttafélag,  engin loforð þar efnd.

Sjáið þið til lands í umbótum á brautinni í einhverri náinni framtíð?
 
Það er allt of lítið að innheimta 5000 eða 7000 kr fyrir  fyrir árs aðgang að brautinni, það álit hefur komið skýrt fram hjá mér.

Klúbburinn getur svo aftur niðurgreitt kostnað fyrir sína félagsmenn ef hann kýs svo.

Klúbburinn á vitaskuld réttinn til mótshalds og öllu tengt því eins og nú er.

Ég hef hvergi sagt að ég tímdi ekki að borga þessa upphæð 5000 til 7000kr eða hærri, því þá teldi ég heldur engan grundvöll fyrir annarskonar rekstrarformi en nú er.

Það skilur í sundur með okkur sú vissa ykkar um að þetta verði að kosta sem minnst og svo mitt álit að mun hærri verðlagning  dragi ekkert úr  eftirspurnini eftir brautinni.

 Ég væri til í að borga 5000 fyrir t.d. 3 ferðir  einhvern fyrirfram pantaðan tíma eða á auglýstum opnum degi fyrir alla.Ég vildi helst óska að ég gæti bara komið til ykkar og fyllt út plagg sem væri staðfesting frá ykkur um að ég væri með skoðað ökutæki og hefði keypt mig inn á brautina. Þið senduð það til viðkomandi tryggingafélags og væri ég þá komin með tryggingapakkann sem til þarf og leyfi til aksturs á brautinni
 Hjálm get ég komið með sjálfur en væri ekki sniðugt að geta leigt út einn eða tvo hjálma sem kostar 5000kr stykkið(dæmi) kanski 20 sinnum á ári(dæmi)?
 Það er félagafrelsi á Íslandi skv lögum og því virkar þetta fyrirkomulag hjá ykkur meira en skrýtið í mínum huga þegar ekki er um keppnishald að ræða.
Ástæðurnar eru mér kunnar og ekkert við þeim að segja ef enginn sér neina ástæðu til breytinga.
 Endilega ekki láta mitt álit fara í skapið á ykkur engin ástæða til þess, enda er þetta tómt bull allt hjá mér, það skilst mér allavega  á flestum hér og er það bara í fínu lagi mín vegna. :D
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Racer on September 21, 2007, 23:21:57
Quote from: "HK RACING2"
Skammastu þín líka fyrir að keyra svona hratt framhjá heima hjá mér :evil:
Verð tilbúinn með eggjabakka á þig ef þú gerir þeta aftur :lol:

Hilmar B Þráinsson
Reykjavíkurvegi 30


mætti halda að þú ert ávalt ready að elta menn þar sem nissan er oftast uppá gangstétt í gangi fyrir utan hjá þér og þú hvergi sjáanlegur.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Valli Djöfull on September 22, 2007, 00:03:34
Gunnar minn, ef þetta væri bara svona einfalt, þá væri svæðið það flottasta sem til væri, ekki spurning  :lol:

Stærsta vandamálið hefur verið skortur á fólki sem nennir að vinna fyrir klúbbinn, án starfsfólks gerist lítið.  Við erum búin að keyra á sama hörkuduglega fólkinu í sumar, sem eru allllllt of fáir..

Hefurðu kíkt nýlega uppeftir?  Það er ALLT að gerast..

Svo með tryggingarviðaukann, það er búið að funda með tryggingarfélögunum en ekkert virðist ganga í þeim viðræðum.

*  VÍS gefa viðauka fyrir allt árið FRÍTT!
*  Sjóvá bara einn dag í einu.. og hann er frír
*  TM bara einn dag í einu.. og hann er frír
*  Elísabet ætlaðist til að viðauki fyrir einn dag kostaði 50.000 kr.  eftir rifrildi við þá bökkuðu þeir "í bili"..  og einn dagur í einu þar, og er frír..
*  Vörður eitt ár í einu og það kostar 7-8 þúsund krónur..

Svo eins og staðan er í dag er VÍS eina fyrirtækið sem er að standa sig.. enda skipti ég við þá  8)

Þessi listi á við bíla, mótorhjólin þurfa að borga mun meira...

Fyrirtæki eins og Elísabet (sem er TM) virðast vilja halda hraðakstri á götunum, mun ódýrara.. :roll:






En já, að þessum texta þínum, eins og oft hefur komið fram í spjallþráðum er ekkert mál að segja sína skoðun á hvað skal gera og hvernig skal snúa sér í því, en þegar á að framkvæma, hverfa þeir aðilar oftast  :roll:

Ekki bara væla á netinu, komdu á fundi og vinnudaga og hjálpaðu til frekar...;)  Væl á netinu skilar engu ;)

p.s. Gunnar M Ólafsson, á ég að vita hver þú ert? :)  Hver ertu?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Gulag on September 22, 2007, 00:27:51
auðvitað er flott að fá aðra sýn á málin, sbr. skrif Gunnars.

Af hverju er t.d. ekki haldin æfing t.d. einu sinni í mánuði fyrir "utanklúbbs" menn og konur?  má alveg kosta eitthvað, leigja liðinu hjálma og bara nota þetta sem "recruitment" í klúbbinn?

ég veit af eigin raun að það er ekkert auðvelt að fá fólk til að vinna á æfingum/keppnum, en að bjóða ungu fólki að ef það vinnur við t.d. 3-4 æfingar/keppnir fái þau félagsskírteini að launum?

það er margt hægt að gera og það er bara að lesa/hlusta af opnum hug, því oft er glöggt gests augað er það ekki?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 22, 2007, 00:33:44
Gunnar hættu þessu rausi. Ef þú vilt spyrna þá borgarðu félagsgjaldið sem þýða afnot af brautinni á föstudögum, nærð þér í tryggingarviðauka og ég skal lána þér hjálm eða leigja ef þú vilt frekar. KK fékk nokkra hjálma gefins í sumar og ætluðum við að leigja þá út á kr 2000 skiptið en því miður var brotist inn til okkar einsog hefur gerst nokkrum sinnum á þessu ári og flestum hjálmunum stolið. Ég er orðinn nett pirraður á sömu spurningunum frá þér í mismunandi útfærslum. Ég er líka orðin pirraður á að svara þér í jafn mörgum útfærslum og er þess vegna hættur því. :-k
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 22, 2007, 00:42:22
Quote from: "AMJ"
auðvitað er flott að fá aðra sýn á málin, sbr. skrif Gunnars.

Af hverju er t.d. ekki haldin æfing t.d. einu sinni í mánuði fyrir "utanklúbbs" menn og konur?  má alveg kosta eitthvað, leigja liðinu hjálma og bara nota þetta sem "recruitment" í klúbbinn?

ég veit af eigin raun að það er ekkert auðvelt að fá fólk til að vinna á æfingum/keppnum, en að bjóða ungu fólki að ef það vinnur við t.d. 3-4 æfingar/keppnir fái þau félagsskírteini að launum?

það er margt hægt að gera og það er bara að lesa/hlusta af opnum hug, því oft er glöggt gests augað er það ekki?


Starfsfólk fær frítt félagsskirteini. Flestir af þeim vilja hins vegar borga sitt félagsskirteini og styrkja klúbbinn. Við bjóðum starfsfólki reglulega út að borða. Við buðum staffi í bíó í sumar.

Fólk verður að vera meðlimir út af tryggingum.

Þetta eru félagasamtök og í þannig samtökum vinnur fólk í flestum tilfellum í sjálfboðavinnu. Þannig er það nú til dæmis að það kemur nánast enginn á vinnudaga hjá klúbbnum nema stjórnin og duglegasta staffið.

Hjálmar eru dýrir og við höfum einfaldlega ekki efni á að kaupa slatta af þeim og svo verður þeim kannski stolið eins og hefur gerst nokkrum sinnum. En klúbburinn á 5 hjálma sem er hægt að fá leigða.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: cv 327 on September 22, 2007, 01:06:46
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Gunnar hættu þessu rausi. Ef þú vilt spyrna þá borgarðu félagsgjaldið sem þýða afnot af brautinni á föstudögum, nærð þér í tryggingarviðauka og ég skal lána þér hjálm eða leigja ef þú vilt frekar. KK fékk nokkra hjálma gefins í sumar og ætluðum við að leigja þá út á kr 2000 skiptið en því miður var brotist inn til okkar einsog hefur gerst nokkrum sinnum á þessu ári og flestum hjálmunum stolið. Ég er orðinn nett pirraður á sömu spurningunum frá þér í mismunandi útfærslum. Ég er líka orðin pirraður á að svara þér í jafn mörgum útfærslum og er þess vegna hættur því. :-k
[-(  :worship: Slakur Nonni, annars endar þú svona :excited:. (Grín) :)
Kv Gunnar B.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 22, 2007, 01:30:21
Jamm nú fer ég í pásu með allt sem æsir mig.
Ég skal reyna að vera bjartsýnin uppmáluð alla næstu viku.  [-o<
Title: Fornbíla spyrna
Post by: cv 327 on September 22, 2007, 01:31:24
:smt023
Title: Fornbíla spyrna
Post by: edsel on September 22, 2007, 13:16:23
gætuð þið ekki prófað að reyna að semja við securitas eða eitthvað annað félag sem er með öriggiskerfi að auglýsa þá í staðinn fyrir afslátt eða frýa notkun á öriggiskerfi?
Title: Fornbíla spyrna
Post by: maggifinn on September 22, 2007, 15:01:19
Quote from: "edsel"
gætuð þið ekki prófað að reyna að semja við securitas eða eitthvað annað félag sem er með öriggiskerfi að auglýsa þá í staðinn fyrir afslátt eða frýa notkun á öriggiskerfi?

 
 til þess þarf rafmagn og eða símalínu sem Hafnarfjarðarbær trassar að skila af sér.
Title: Fornbíla spyrna
Post by: edsel on September 22, 2007, 19:16:59
þannig standa málin :?