Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Kristján Skjóldal on April 27, 2009, 08:44:13

Title: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Kristján Skjóldal on April 27, 2009, 08:44:13
Er ekki flott að taka upp svona þráð um tæki sem eru búnir að vera í þessu sporti og kanski taka 1 tæki í einu fyrir  :!: bestu timar og myndir í gegnum árin  :idea:flott að byrja á einhverjum sem voru með þeim fyrstu  :idea:þetta geta verið allir bílar sem hafa tekið þátt  :!:gæti orðið góður þráður en vonum bara að þeir gömlu komi fystir með einhverjar upl dæmi hver smiðaði,(ef tækið var smiðað) kg ,vél, tími ,hver er á því og góðar sögur um það, kveðja KS með von um skemtilegan þráð um kvartmílu tæki  :?: :?: :?: :D
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Gustur RS on April 27, 2009, 09:32:29
Flottur þráður  =D>
Villtu ekki taka af skarið og byrja á þínum ???
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Skúri on April 27, 2009, 10:59:27
Mér líst vel á þetta nafni, það er búinn að vera svona umræða á torfæruspjallinu í dágóðan tíma og hefur hún mælst vel fyrir.
Það væri nú ekki úr vegi að byrja á Monzunni sem er búinn að vera með síðan á fyrstu kvartmílukeppninni sem var haldinn á brautini með reyndar dálítið löngum hléum.
Hérna koma nokkrar myndir sem ég fann af henni.
Það eru menn hérna spjallinu sem vita meira um sögun hennar en ég svo ég ætla ekki að vera bulla mikið um hana.
Þessar eru teknar af JAK á fyrstu kvartmíluæfingunni á brautinni haustið ´78, þarna átti Gylfi Púst hana og Páll V8-undi var að keyra hana
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Moli on April 27, 2009, 11:14:24
Fleiri af Monzu

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/roll2dx-8.jpg)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/gamlar_myndir/roll5dx-18.jpg)
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Skúri on April 27, 2009, 11:29:27
Fleiri af Monzu.
Þetta er tekið ´79 þegar Biggi Bakari átti hana og keppti á henni.
Mynd 2 er af Monzu-nni að keppa á móti ÖS Camaro-inum
Síðasta myndin er af Monzunni og Kryppunni
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Skúri on April 27, 2009, 11:50:55
Hérna koma svo nokkrar myndir af Monzu-nni sem ég fann inn á www.bilavefur.net hjá Mola
Fyrstu myndirnar eru teknar þegar Biggi Bakari átti hana ´79 en seinni myndirnar eru teknar á ýmsum tímum
nema síðasta myndin er tekin síðasta sumar upp á braut þegar Monzan keppti síðast
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Kristján Skjóldal on April 27, 2009, 19:11:44
hver smiðaði hana og hvað tími í fyrstu keppni veit einhver það :?:
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: js on April 27, 2009, 20:23:19
 Ég man eftir 12,07 hjá bakaranum,en Gylfi smíðaði þennan bíl eins og svo marga.Hann smíðaði eitt stykki á ári,í einhver ár.

 Kv:Jón Sig
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: motors on April 27, 2009, 20:48:52
Maggi náði 10.99sek á bensíni á honum. =D>
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Kristján Stefánsson on April 27, 2009, 22:50:25
Verðum við ekki að leyfa þessari að fljóta með  :D

(http://forums.h-body.org/garage.php?mode=view_image&image_id=3201)

K.v.

p.s. Þessi bíll viktar 1250 kg án ökumanns
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Kristján Skjóldal on April 28, 2009, 17:35:22
jæja hver kann sögur á bak við þennan :?:reina svo að halda þessu lifandi Strákar  :!:
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: kiddi63 on April 28, 2009, 18:08:09

Sefur núna í gámi á Ísafirði, segir sagan.

(http://i4.photobucket.com/albums/y127/melur/DSC00076.jpg)
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Skúri on April 28, 2009, 18:43:20
Kiddi kenndur við Björgun breytti þessum bíl fyrst og keppti á honum í sandspyrnu, ég veit ekki hvort hann keppti á honum í fyrstu sandspyrnunni sem var haldi ´76, alla vega keppti hann á honum í báðum sandspyrnukeppnunum ´77
Hann var þá með 289 Ford og tvöfaldar Terrur að aftan í fyrri keppninni en "bara" einföldum í seinni keppninni. Ég var á seinni keppninni og man vel eftir honum þrátt fyrir að vera aðeins 4 ára.
Ég man að hann var ljósgulur þegar Kiddi átti hann. Pabbi gamli átti lengi vel 289 mótorinn sem var í honum og átti hann að fara í Mustang sem að gamli hafði augastað á en varð svo ekkert úr.
Það er eins og mig minnir að Gylfi Púst hafi einhvertíman átt hann eftir að Kiddi seldi hann, en ég man ekki hvort það var áður eða eftir að Bói átti hann.
Það er eins og mig minnir að Bói hafi eignast hann ´79 og keppt á honum eina keppni það ár. Alla vega keppti Bói á honum allt keppnistímabilið ´80, fyrst með 340 Chrysler sem seinna endaði í Willys jeppanum sem Dundi á Akureyri átti og keppti á í torfæru ´80 - ´82. Síðan verslaði Bói 302 Chevy mótorinn úr Monzunni sem þessi þráður byrjaði á og á honum náði hann besta tímanum sem hann átti 10.27.
Eftir tímabilið ´80 seldi svo Bói bílinn og fór hann á eitthvað flakk eftir það, meðal annars var pabba boðin hann til kaups einhvern tíman in the 80´s. Síðast man ég eftir honum niðri á bílasölu sem Jón S. heitin var með, mér skilst að það sé bróðir hans sem á hann fyrir vestan, alla vega eitthvað tengdur honum.
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Kristján Skjóldal on April 28, 2009, 19:39:56
eru til myndir af honum í sandi  :?:og veit einhver tima þar :?:
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Skúri on April 28, 2009, 20:18:11
Það er bara til ein léleg mynd af henni inn á www.bilavefur.net , ég man ekki eftir annari mynd á netinu.
Ég á gamalt bílablað síðan ´77 þar sem fjallað erum seinni keppnina ´77 og þar gætu verið einhverjir tímar, ég skal ath. það á morgun.

Ég var nánast búinn að fara í gegnum allan bilavef.net þegar ég loksins fann þessa mynd sem er í raun þrjár myndir. Tvær myndir af Kókosbollunni í fyrri keppninni ´77 og svo ein af Leifi upp á braut á gömlu Vegunni.
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Skúri on April 29, 2009, 08:15:32
Kiddi í Björgun náði 7.7 sek á honum í seinni keppninni ´77. Þetta þykir kannski ekki merkilegur tími í dag en það þótti það þá.
Bói keppti á honum fyrst ´79 eins og mig minnti og þá með 340 Chrysler. Fyrir tímabilið ´80 þá kaupir hann 302 Chevy vélina, Siggi Jakobs fylgdi víst með í kaupunum  :).
Þetta var ég að rifja upp með smá aðstoð gamalla bílablaða sem ég á.
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Kristján Skjóldal on April 29, 2009, 08:21:01
töff er þá ekki næst þessi vega sem Leifur er á þarna :D
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: íbbiM on April 29, 2009, 11:33:01
kókosbollan er á ísafirði já,
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Sterling#15 on April 29, 2009, 22:22:03
Veit einhver hvar 289 vélin sem var í Kókosbollunni er í dag?  Mér var sagt að Kiddi í Björgun ætti hana, en hef ekkert staðfest um það.  Málið er að þessi 289 vél er úr 66 Mustang sem ég á.  Allavega hefur sú saga gengið lengi.  Eg er búinn að eiga bílinn í 31 ár svo ég er nokkuð viss um að þetta sé rétt.  Enda ekki orginal vélin í Mustanginum mínum.  Ef einhver veit um þessa vél endilega látið mig vita.
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Skúri on April 29, 2009, 22:53:39
Þegar pabbi kaupir 289 vélina af Kidda þá er hún seld sem vélin úr Kókosbollinni og átti að vera um 290 hö.
Pabbi átti þessa vél lengi en hún var aldrei sett í bíl hjá honum. Hann selur svo Benna Eyjólfs hana með öllu sem var á vélinni nema að hann hélt eftir blöndungnum.
Þetta var í kringum ´85 sem pabbi selur vélina og var farið í sólarlandaferð fyrir peninginn  \:D/  Mig minnir að Benni hafi nú verið töluverðan tíma að selja hana aftur.
Ef Kidda á vélina enn, þá hefur hann keypt hana aftur eða selt pabba ekki réttu vélina.
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: js on April 29, 2009, 23:13:00
 Samkvæmt mínum haus náði Óli (saga frá Sigga) ótrúlega háum níu.Þar með var þessi mótor búinn að trekkja 2 fljótustu bílana á þessum árum fyrir utan KÓNGINN (sem sást sjaldan)og Benna Eyjólfs.
 Leifur átti heima í Jörfabakka um tíma,á þessum árum sem var bara æðislegt fyrir bílaveikan strump í sama húsi.Leifur og Daddi og örugglega fleiri, eiga heiður skilið að senda KONURnar út,í búð eða eftir börnum á þesskonar skaðræðis tækjum sem og þær gerðu(pumpa þrisvar,taka hálfa og starta)annars fór kannski ekki í gang.


 Sögur frá:Leifur R,Gunnar J,Jóhann S      og fl
 


 KV:Jón Sig

Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Þórður Ó Traustason on April 30, 2009, 00:36:41
Ég heyrði þá sögu að Kiddi í Björgun hefði fleygt öllu því sem hét gamalt Ford dót og ýmsu fleira þegar hann seldi Björgun.Hann hefði ekki séð neina ásæðu til að halda uppá neitt af þessu.Hilmar,ég spurði Kidda einu sinni um 289 mótorinn úr Kókosbollunni og hann vildi ekkert kannast við það hvort þetta væri úr þínum bíl né hvað varð um hann.En hann var sagður hafa átt þinn bíl um svipað leiti og hann átti Kókosbolluna.
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Skúri on April 30, 2009, 07:40:24
Hérna er blaðagrein úr Samúel frá ´80 sem JAK skrifar um verðandi sumar.
Þarna sjást þeir félagar Bói og Siggi Jakobs vera nostra við 302 Chevy vélina.
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: íbbiM on April 30, 2009, 13:20:34
kókosbollan stendur reyndar ekki inn í gám, heldur inní chevy stepvan, sem er hálfgerður gámur reyndar
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Anton Ólafsson on May 05, 2009, 00:51:49
(http://farm4.static.flickr.com/3379/3502147445_e153bf4ef7.jpg)

(http://farm4.static.flickr.com/3554/3502959284_1a1fb399e3.jpg)
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Kristján Skjóldal on May 05, 2009, 08:23:21
hvar er þessi sandur :?:og á ekki að halda afram með þennan þráð  #-o
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Skúri on May 05, 2009, 10:54:38
Snild að fá þessar myndir Anton.
Stjáni þetta er austur í Hraun í Ölfusi, þar sem keppnirnar vou haldnar í denn.
Ég var nú að vona að þessi þráður héldi nú áfram.
Svo ætli ég verði ekki að halda þessu eitthvað við.

Eigum við ekki að hafa þennan ´69 Camaro, bíl dagsins.
Þessi Camaro er nú búinn að vera með frá fyrstu æfingu. Á hann nokkuð langa sögu og margir nafntogaðir búnir að eiga hann, má þar helst nefna Harry Hólmgeirs og Ara Kristinns sem á hann í dag.
Þessi Camaro er nú búinn að fara í gegnum þó nokkuð breytingarferli í gegnum tíðina svo ekki sé meira sagt.

Hvernig væri nú að "gömlu" kallarnir tjái sig eitthvað um þessa bíla. Það er ómögulegt fyrir mig 36 ára gamlan unglinginn  :D að muna allar þessar gömlu kvartmílusögur þó ég hafi nú verið töluvert mikið þarna upp á braut í gamladaga og reyni mitt besta  :D Það er reyndar dálítið magnað hvað mikið af þessum upplýsingum setja eftir í hausnum á manni eftir öll þessi ár.

Fyrsta myndinn er í dálitlu uppá haldi hjá mér en þar sést í pabba gamla hanga í stuðaranum á honum í burnout.
Seinni myndin er tekin upp í Sýningarhöll um Páska ´79

Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Skúri on May 05, 2009, 14:56:43
Hérna kemur svo slatti af myndum af honum sem ég fann www.bilavefur.net

Fyrst koma myndir af honum þegar Harry átti hann.

Svo koma myndir af honum þegar sá sem kaupir hann af Harry átti hann og keppti á honum ´79

Þar á eftir koma myndir af honum þar sem ég veit ekki hver á hann

Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Skúri on May 05, 2009, 15:08:38
Hérna kemur svo restin.
Þessar myndir eru eftir að Ari kaupir hann, fyrst þegar þegar hann var með hann á götunni og svo koma myndir eftir að Ari fer að keppa á honum.
Síðasta myndaserían af honum er eins og mér skilst að hann sé í dag.

Það væri gaman ef einhver kæmi svo með nánari útlistun á því hvernig hann hefur verið útbúinn í gegnum tíðina.

Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Kristján Skjóldal on May 05, 2009, 17:00:45
þetta er 1 sá flottasti sem er til á þessu skeri =D>
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Kiddi on May 05, 2009, 19:33:02
(http://farm4.static.flickr.com/3554/3502959284_1a1fb399e3.jpg)

Ertu með fl. myndir af þessum '69 Lemans?
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Geir-H on May 06, 2009, 03:25:04
Ein sem að við Anton skönnuðum um daginn,
(http://farm4.static.flickr.com/3425/3317510646_3004c61caf_o.jpg)

Held að hann hafi verið með 327 þegar að pabbi fær hann og svo fór í hann seinna 454,
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: íbbiM on May 06, 2009, 21:01:09
sorry, en mér finnst skelfilegt að sjá hvernig þessi 69 bíll er orðinn í dag, með fullri virðingu fyrir vinnuni sem í hann hefur farið
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Geir-H on May 12, 2009, 19:50:49
Jæja strákar drap Íbbi þennan þráð???

Er þessi ekki verðugur í næsta bíl?

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/camaro_67_69/jrscan_047.jpg)
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Kristján Skjóldal on May 12, 2009, 20:38:24
jú endilega =D>koma svo með upl hver smiðar og allt um kvikindið \:D/
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Skúri on May 12, 2009, 22:42:14
Fyrst enginn annar ætlar að gera það þá skal ég taka að mér að byrja með það sem ég veit um þennan Camaro.
Þessum Camaro breytti fyrst Bjarni Bjarnason ásamt góðri aðstoð frá Stefáni félaga sínum og fleirum.
Ég man eftir þessum Camaro upp á braut kringum ´79 - ´80 og þá var hann svona blár eins og fyrstu myndirnar ef honum eru.
Þeir félagar áttu lengi vel stærstu úrbræðslu brautarinnar þegar þeir slógu úr 454 Chevy mótornum sem er fjallað um í blaðagreininni hérna fyrr í þessum þræði.
Ég var upp á braut þegar þetta gerðist og man ég að það tók langan tíma að hreinsa brautina eftir þá þar sem það var olía útum allt.
Ég man svo lítið eftir honum fyrr en Bjarni kom með hann aftur eftir að hafa breytt honum í þennan bíl sem við þekkjum í dag.
Mér fannst hann alltaf flottastur þegar hann var blár með röndum og með rottunni á hliðinni.
Þegar Bjarni keppti á honum svoleiðis þá var hann með 427 Chevy, ég man reyndar enga tíma á honum en það var samt minnir mig engir sérstakir tímar.
Auðunn kaupir hann svo af Bjarna og sprautar hann rauðan og settur Hunt´s merkin á hann.
Það verða mér fróðari menn að segja hvaða tíma Auðunn hefur náð á honum.

Hérna kemur svo myndaséría af honum fengin af www.bilavefur.net
Þær elstu fyrst.

Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Skúri on May 12, 2009, 22:44:26
Hérna koma svo aðeins fleiri myndir

Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: 69Camaro on May 13, 2009, 10:47:42
sorry, en mér finnst skelfilegt að sjá hvernig þessi 69 bíll er orðinn í dag, með fullri virðingu fyrir vinnuni sem í hann hefur farið

Þú hefur lýst þinni skelfingu, örvæntingu og hneykslan oft áður á þessu tæki. Hvað er það sem þú hefur fram að færa, sýndu nú okkur myndir af þínum eigin gullmolum sem þú er hvað stoltastur af.  Þú hefur iðulega birt myndir af þínum bílum hérna á síðunum í gegn um árin, heldurðu virkilega að við séum allir jafnhrifnir af því sem fyrir augu ber ?  En við höfum allavega vit á því að halda kjafti, oftast af virðingu fyrir félögunum, ef það er eitthvað sem þér ofbýður, gerðu okkur þá þann greiða að fletta bara á næstu síðu.  Að lokum ef að þú skildir nú þurfa að ganga framhjá þessari skelfingu á bílasýningunni KK, gerðu mér þá þann greiða að loka augum, líta eitthvað annað og ganga hratt framhjá.  :evil:
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Skúri on May 13, 2009, 11:47:02
Ari hvernig væru nú að koma með einhverja skemmtilega sögu af bílnum frekar en að munnhöggvast við Ívar, enda átti þetta að vera skemmti þráður.
Mér fannst hann reyndar flottastur eins og hann var hjá þér þegar þú tókst 180° beygjuna, en þetta er ekki minn bíl svo ég hef engan athvæðarétt  :)
Varstu ekki kominn með 632 í húddið og eitthvað miklu meira fínerí ?
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Geir-H on May 13, 2009, 22:04:04
Jæja næsti

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/chevelle_malibu_64_72/2405.jpg)
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: js on June 29, 2009, 18:36:20
 Harry og Friðbjörn voru með þennan.Djöö er vaninn flottur,væri til í einn svona.Koma svo strákar,halda umræðunni áfram

 KV:Jón Sig.
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Geir-H on July 21, 2009, 21:46:51
Eigum við ekki að halda áfram hér??? :roll:


(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/duster_70_76/907.jpg)
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Anton Ólafsson on July 21, 2009, 22:45:14
Er þetta ekki hún fyrir breytingar?
(http://farm4.static.flickr.com/3503/3743605105_809ce5975e.jpg)



(http://farm4.static.flickr.com/3444/3744400076_fb25155093.jpg)

(http://farm3.static.flickr.com/2599/3744399698_f44ba5fd51.jpg)

(http://farm4.static.flickr.com/3522/3743604501_f7879d9262.jpg)

(http://farm3.static.flickr.com/2501/3743604433_04e5f1c1ed.jpg)

(http://farm4.static.flickr.com/3493/3743604351_e572bea064.jpg)

(http://farm4.static.flickr.com/3519/3744399382_6b1e5a7666.jpg)

(http://farm3.static.flickr.com/2616/3743604033_91b297a344.jpg)

(http://farm4.static.flickr.com/3448/3743604181_cbb4e7c9ce.jpg)

(http://farm3.static.flickr.com/2454/3744399800_6c4dddb028.jpg)

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/duster_70_76/normal_2206.jpg)

Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Dodge on July 22, 2009, 17:35:15
Já nú erum við að tala saman!!!

eitt það sorglegasta sem gerst hefur á þessu skeri var þegar þessum var hent
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Jón Geir Eysteinsson on July 22, 2009, 20:06:48
Flottastur þegar hann er hvítur......bara minn túkall

Hvað átti þessi bíll annars best á Kvartmílubrautinni....?
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Kristján Skjóldal on July 22, 2009, 20:53:09
var það ekki bara svona mopar tími 10, eitthvað :D :D :D
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: #1989 on July 22, 2009, 21:47:23
Vona að þið kvartmílingar hættið að nota bíl boddy í þessi trillitæki og farið að smíða þetta frá grunni eins og ætti að gera svona tæki, en eftirsjáin verður auðvitað meyri því lengra sem frá lýður, einusinni var til nóg af svona köggum um allar sveitir og engin eftirsjá, en hugsið ykkur bara ef..... Kv. Siggi
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Jón Geir Eysteinsson on July 22, 2009, 23:08:17
var það ekki bara svona mopar tími 10, eitthvað :D :D :D

Samt bara nokkuð gott... 10 eitthvað með 318 cid sem stock... :mrgreen:
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Einar K. Möller on July 22, 2009, 23:20:11
Vona að þið kvartmílingar hættið að nota bíl boddy í þessi trillitæki og farið að smíða þetta frá grunni eins og ætti að gera svona tæki, en eftirsjáin verður auðvitað meyri því lengra sem frá lýður, einusinni var til nóg af svona köggum um allar sveitir og engin eftirsjá, en hugsið ykkur bara ef..... Kv. Siggi

Say what ?

Hvernig ætlarðu að smíða svona Duster eða Camaro, Mustang eða hvaða bíl sem er frá grunni ? Það verður að nota boddí til að byrja  ](*,)
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Kiddi on July 22, 2009, 23:23:26
Vona að þið kvartmílingar hættið að nota bíl boddy í þessi trillitæki og farið að smíða þetta frá grunni eins og ætti að gera svona tæki, en eftirsjáin verður auðvitað meyri því lengra sem frá lýður, einusinni var til nóg af svona köggum um allar sveitir og engin eftirsjá, en hugsið ykkur bara ef..... Kv. Siggi

Vertu úti :-#
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: eva racing on July 23, 2009, 12:00:04
Hæ.
  Ég er höfundur að þessu tæki, sem var EVA II eftir að Barracudan framdi sjálfsmorð í hrauninu.  Vorum með sömu vél og skiftingu. og var í Cudunni.

EVA stóð upphaflega fyrir Eyþór Valur Ármann sem var "gengið" í þessum tilraunum..

  Athugið að þetta er smíðað 198? og einu fyrirmyndirnar sem maður hafði var úr HotRod blöðum,  það voru engr teikningar eða spjallrásir til að fara inná svo allt var gert af okkur og við þurftum að finna upp allskonar hjól.  Td. hvernig maður smíðar hurð úr plasti ytra og innra byrði og setur það saman.. létt en samt það sterkt að þær fari ekki af í 3 gír....  náðum hurðum t.d. það léttum að maður hélt á hurðinni með þumal og vísifingri með því að halda um efsta part á "rúðunni" (engir listar) og þetta var með læsingum og lömum. 
Framfjöðrunin var samsett úr einhverjum Peugot dempurum og gormar undan tjaldvagni (smíðuðum "Tool" til að mæla gorma ) Ford Cortina stýrisvél.   Allar bremsur voru skálar 2,5" X 11" undan Polora pramma. og það var aldrei bremsuproblem á þessum bíl..

Skelin var tekin og "skræld" úr henni öll tvöföldun skafin úr (nokkur kvöld með loftmeitil og slípirokk.)  steyptum sjálfir framstæðu með stuðara og húddi. svo skottlok. og náttúrlega hurðirnar,   öll innri klæðning var smíðuð úr áli og gerðum það allt sjálfir, nema ég fékk einhvern höfðingja til að valsa afturskálarnar og "lásinn" í innri hliðarnar á þeim.

Ég man nú ekki töluna en mig minnir að það hafi farið á annað þúsund hnoð í "álvinnuna" og passað var að rillur pössuðu saman gólf./hjólskálar/skott. þannig að þetta var allt í stíl...

   Vélin var 446 "big" block mopar með járn heddum og innspýtingu af einhverjum 64-65 nascar (eða hringaksturs) bíl og hún virkaði ágætlega  það var 11,2 þjappa mech. knastur (engar rúllur) og heimasmíðað olíukerfi. (10 l´trar með fullt af hurðum skvettihlífum og "swinging" pickup, sem var handfang af bensinstöðvar bensíndælu.) hefðum viljað ná meiri þjöppu en ein "sveifin" var "ásoðin" og það var aðein meiri slaglengd á henni en hinum og eitt stimplapar stóð því aðeins ofar en hinir.. 
 
Skiftingin var með Man ventlaboddý og 9" converter.  4,88 hlutfall spool og 35 rillu öxlar.

  Bíllinn sjálfur var mjög léttur rétt losaði tonn með þessum járnklump og 727 skiftingu (ekki létt)  fjöðrunin var æðisleg og billinn mjög ljúfur að keyra, sérstaklega í sandi þar sem hann leið áfram einsog "töfrateppi"

    Ég sjálfur gerði hroðaleg mistök þegar ég verslaði slikkana, átti pantaða slikka sem áttu að vera fyrir þetta tæki en þegar kom að því að ég færi heim, (var að vinna hjá MOTION  á Long Island) vöru slikkarnir ekki komnir og ekki von á þeim þannig að ég fór í listann og fann aðra að svipaðri stærð og tók þá..  eftir MJÖG mörg stört uppá braut búið að prufa næstum allar stillingar á 4 linkinu og framhæð stopparar etc.  hringdi ég í Goodyear kallin og sagði farir mína ekki sléttar.  "ertu með Lenco.?"  nei..  "ertu með steypt start.?"   nei..   "þá færðu þessa slikka aldrei til að grípa"
  Ekki voru til aurar fyrir öðrum slikkum og því náðist aldrei gott grip. 

   Besti tími í keppni var 9,98 en var mjög steddý 10,15-10,20.  náðum 9,81 á æfingu einu sinni en svo var síðasta keppnin aldrei haldin (Ringdi út þetta haust.)    Náðum 4,24 í sandi.   og vorum nokkuð ánægði með það...metið stóð í nokkur ár..

Þetta var nú með þessum bracket mótor og flugvéla bensín, ekkert NOS. og ekkert Transbrake. "Ónýt braut" og alles....

Kveðja.
Valur Vífilss. bílasmiður. 
     
     
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Kristján Skjóldal on July 23, 2009, 15:01:23
já þetta var töfragræja og flottur gaman af þessu =D>
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Dodge on July 23, 2009, 17:51:13
Takk fyrir fræðsluna Valur bílsmiður  =D>

Þetta hljómar einsog svolítið alvöru smíði, '80s dúittjorself smíði frá því áður en allt fékkst keypt í kittum
og rétt um tonn með stál BBM.


Sorglegt að bílnum var hent eftir að ég byrjaði að leita að honum til kaups en rétt áður en ég fann hann..
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: eva racing on July 24, 2009, 11:37:10
Hæ.

   það var eiginlega allt í þessum bíl "hjemmelavet" festingar, lamir, prjóngrind, bensíntankur afturí (Trabant) og dæla framí með "daghylki" sem var smíðaður tankur með einu H0lley floti til að passa yfirfallið.(ætluðum að hafa klósettkassaloka en hann var þyngri.)
Smíðaði 3 sett af hurðalömum áður en ég var hamingjusamur.
4 link að aftan með Watts link. Kostaði nokkur mát og tilraunir áður en það fjaðraði einsog við vildum.
Allir rafmagnsvírar voru lagðir hlið við hlið svo að ef einn "brynni" þá tæki hann ekki allt "loomið" með sér.... 
 Þetta var mjög skemmtilegur tími, og var fyrir bjórsöluleyfið og gekk því fínt áfram... Tekur hver sem vill he he.

Ég held að forskotið sem menn hafa í dag t.d. af internetinu er líka dragbítur, því menn eru oftar á "netinu" og minna í skúrnum að pæla hvernig get ég leyst þetta problem eða smíðað þetta (oft betra, léttara, ódýrara en aðkeyft "kitt")  fyrir mér eru kitt bílar oft ósköp snyrtilegir en þeir eru "samsettir" ekki "smíðaðir" þannig að það vantar oft bæði hugvit og hagleik...

gott í bili.
Valur Vífilss Hönnuður.... 
   
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: baldur on July 24, 2009, 13:05:35
Já það er mjög gaman að skoða svona bíla þar sem að allt er sérsmíðað.
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Kristján Skjóldal on January 14, 2010, 09:41:13
jæja er ekki gott að halda áfram þessum þræði :idea: er td næst krippann hans Dadda númer 1 :D
Title: Re: Kvartmílutækið í dag er þessi
Post by: Rúnar M on January 16, 2010, 16:13:09
Þessi Barracuda sem varð öll í Hafnafjarðahrauni á sínum tíma (valt á brautinni) ...............held að ég viti hver átti þennan bíl áður en honum var breytt fyrir kvartmílu.  Veit einhver númeraferil þessa bíls??????