Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Jón Bjarni on September 11, 2010, 02:08:02

Title: Toyo Tires AUTO-X á kvartmílubrautinni 18 sept - skráning
Post by: Jón Bjarni on September 11, 2010, 02:08:02
Nýtt á kvartmílubrautinni
Kvartmíluklúbburinn í samstarfi við Bílabúð benna og Skeljung kynna : AUTO X

Við ætlum að prufa að keyra Auto X á kvartmílubrautinni
Þessi keppni verður keyrð samhliða 1/8 mílunni laugardaginnn 18 september.

Keyrt verður 1/8 á tíma, Refsing verður gefin fyrir að rekast í keilu og fleira.
Uppsetning á brautinni og refsistig verða gefin út á keppnisdag.

Keppnisfyrirkomulag:

Keyrð verður 1 æfingaferðir.

Síðan verða keyrðar 3 ferðir sem gilda til sigurs.
Samanlagður tími úr 2 bestu ferðunum gildir til sigurs.

Keyrt verður í 2 flokkum.
Bílar
Mótorhjól
Dagskrá:

9:30 – 11:00   Mæting Keppanda
11:00        Pittur lokar
11:15        Fundur með keppendum
11:25 – 11:55  Æfingarferðir
11:55         Tímatökur hefjast
13:20         Tímatökum lýkur
13:20 – 13:45  Hádegishlé
13:45         Keppendur Mættir við sín tæki
14:00         Keppni Hefst
16:25         Keppni lýkur – Kærufrestur Hefst
16:55         Kærufrestur liðinn
17:00         Verðlaunaafhenting á pallinum

Til að taka þá þarftu:

Gilt ökuskírteni
Skoðaðan bíl
Hjálm
Vera meðlimur í akstursíþróttarklúbb innan ÍSÍ
Við mælum svo með því að menn hafi samband við sín tryggingarfélög og fá að vita hvort þeir þurfa viðauka eða ekki
Þetta er á ábyrgð eiganda og keppanda


Ef þú hefur áhuga á að taka þátt vinsamlegast sendu þá eftirfarandi upplýsingar á netfangið:

jonbjarni@kvartmila.is

Nafn
Kennitala
Keppnistæki
Bílnúmer
Flokkur
GSM

Ég tek einnig á móti skráningum í einkapósti á kvartmíluspjallinu.
Nánari upplýsingar í síma 8473217, Jón Bjarni

SKRÁNINGU LÝKUR laugardaginn 18. september Á SLAGINU 11:00

Einnig ætla ég að biðja sem flesta að reyna að millifæra keppnisgjöldin

Reikningsnúmerið er:
#1101-26-111199
Kennitala:
# 660990-1199

Keppnisgjaldið er 3000kr

KOMA MEÐ KVITTUN ÚR HEIMABANKA


Keppendur undir 18 ára aldri þurfa skriflegt leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum

Ef það eru einhverjar spurningar þá er ykkur velkomið að hringja í síma 847-3217, Jón Bjarni
Title: Re: AUTO-X á kvartmílubrautinni 18 sept - skráning
Post by: SMJ on September 11, 2010, 12:23:49
Það væri ekki verra fyrir væntanlega keppendur, ef þú myndir útskýra hér hvað þessi keppni gengur út á. Það er ekki gefið að allir viti hvað AUTO X er.
Title: Re: AUTO-X á kvartmílubrautinni 18 sept - skráning
Post by: 1965 Chevy II on September 11, 2010, 12:39:56
Það verða sem sagt hindranir í brautinni,keilur sem keppendur þurfa að fara á milli á sem bestum tíma:
http://www.youtube.com/v/QP8dMpeQo1o?fs=1&hl=en_US&hd=1&border=1
Title: Re: Toyo Tires AUTO-X á kvartmílubrautinni 18 sept - skráning
Post by: Lolli DSM on September 14, 2010, 23:55:37
Verða þá keilur út alla brautina?

Er Benni að gefa einhver verðlaun eða svoleiðis?
Title: Re: Toyo Tires AUTO-X á kvartmílubrautinni 18 sept - skráning
Post by: Daníel Már on September 16, 2010, 09:06:44
Big turbo er ekki sniðugt í svona hehehhee
Title: Re: Toyo Tires AUTO-X á kvartmílubrautinni 18 sept - skráning
Post by: Jón Bjarni on September 16, 2010, 17:44:32
ATH!!

Smá Breytingar á dagskrá og skráningarfrest

:)
Title: Re: Toyo Tires AUTO-X á kvartmílubrautinni 18 sept - skráning
Post by: Jón Bjarni on September 16, 2010, 17:45:03
Verða þá keilur út alla brautina?

Er Benni að gefa einhver verðlaun eða svoleiðis?

það verður bikar fyrir fyrsta sætið.