Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Gulag on February 14, 2008, 12:35:17

Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: Gulag on February 14, 2008, 12:35:17
Atlantsolía er að safna undirskriftum til að skora á ríkisstjórnina að leyfa sölu á lituðu bensíni.

þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir alla sem nota bensín á eitthvað annað en bíla og götuhjól, s.s. krossara, trial hjól, enduro, sláttuvélar, keppnistæki osfrv. sem nota ekki vegakerfið..


Áskorun Atlantsolíu (http://www.atlantsolia.is/askorun.aspx)
Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: Frikki... on February 14, 2008, 16:22:00
Bíddu gerir litað bensín eithvað við bíla......... :?
Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: Hera on February 14, 2008, 16:24:26
Quote from: "frikkice"
Bíddu gerir litað bensín eithvað við bíla......... :?


Nei en það er ódýrara  :wink:
Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: Gilson on February 14, 2008, 16:28:33
ooog ef það kemst upp að þú hafir sett svona á bílinn þinn þá er það mjög há sekt.
Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: Frikki... on February 14, 2008, 16:30:00
Quote from: "Hera"
Quote from: "frikkice"
Bíddu gerir litað bensín eithvað við bíla......... :?


Nei en það er ódýrara  :wink:
já ég vissi það nú :wink:  ég var bara meina hefur það eithver áhrif á vélina og svo var ég búin að heyra ef maður setur litað bensín á vélar á bílum þá á að koma meiri kraftur og hann eigi að eyða minna :-k
Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: Frikki... on February 14, 2008, 16:30:31
Quote from: "Gilson"
ooog ef það kemst upp að þú hafir sett svona á bílinn þinn þá er það mjög há sekt.
já ég vissi það nú líka... :)
Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: burgundy on February 14, 2008, 21:12:48
Quote from: "frikkice"
Quote from: "Hera"
Quote from: "frikkice"
Bíddu gerir litað bensín eithvað við bíla......... :?


Nei en það er ódýrara  :wink:
já ég vissi það nú :wink:  ég var bara meina hefur það eithver áhrif á vélina og svo var ég búin að heyra ef maður setur litað bensín á vélar á bílum þá á að koma meiri kraftur og hann eigi að eyða minna :-k


Hvar heyrðirðu það  :lol:
Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: Frikki... on February 14, 2008, 21:14:43
Quote from: "burgundy"
Quote from: "frikkice"
Quote from: "Hera"
Quote from: "frikkice"
Bíddu gerir litað bensín eithvað við bíla......... :?


Nei en það er ódýrara  :wink:
já ég vissi það nú :wink:  ég var bara meina hefur það eithver áhrif á vélina og svo var ég búin að heyra ef maður setur litað bensín á vélar á bílum þá á að koma meiri kraftur og hann eigi að eyða minna :-k


Hvar heyrðirðu það  :lol:
around nei ég heyrði þetta einhvernstaðar er bara búin að gleyma hvar.. :roll:
Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: Gulag on February 14, 2008, 22:30:08
litur í eldsneyti hefur engin áhrif á kraft, eyðslu eða annað,
Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: Hera on February 15, 2008, 10:13:45
Sko málið er að það eru skattar og gjöld inni í verðinu á bensíninu sem eru sett á til að viðhalda vegakerfinu okkar svo dæmi sé tekið.
Nú af hverju í veröldinni eiga þeir að borga þau gjöld sem nota alls ekki vegakerfið :!:  ekki sjáum við spíttbátana rúnta um á götunum né sérhæfð kappaksturstæki og snjósleða :!:

Hins vegar ef þú setur litað bensín á ökutækið þá hef ég heyrt að litarefnin séu það sterk að þau geti mælst löngu löngu seinna en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það.
Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: baldur on February 15, 2008, 12:03:26
Það er gert ráð fyrir í reglunum um díselolíuna amk að það meigi mælast 1 eða 2% af litaðri olíu á tanknum til þess að olían teljis ólituð. Þetta er vegna þess að litaða olían er flutt í sömu tönkum og dælt í gegnum sömu slöngur og þessi ólitaða.
Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: Heddportun on February 15, 2008, 12:53:09
Talað um að það þurfi að fylla á 3-5 sinnum til að liturinn deyfist
Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: Gulag on February 15, 2008, 13:28:07
Ég held að umræða um það hvernig eigi að svindla á þessu sé ekki sniðug á þessu stigi..

hagsmunir fólks eru miklir, það eru margir sem nota þúsundir lítra af bensíni á ári á tæki sem aldrei snerta vegakerfið..
Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: Bannaður on February 15, 2008, 17:31:06
Quote from: "Gulag"
Ég held að umræða um það hvernig eigi að svindla á þessu sé ekki sniðug á þessu stigi..


Ég held að það skifti engu þótt menn ræði svindl því það verður gert ráð fyrir því að einhverjir svindli á þessu.

Það verða væntanlega eitthver góð viðurlög sett við svindli
Title: Áskorun um litað bensín...
Post by: villijonss on February 19, 2008, 01:13:38
Quote from: "frikkice"
Bíddu gerir litað bensín eithvað við bíla......... :?


hehe gaman að þessu