Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Topics - (Svennihar)

Pages: [1]
1
Almennt Spjall / Brjálaði
« on: August 30, 2004, 21:20:16 »
Lögregla dró uppi ökumann grunaðan um ölvunarakstur á 200 km hraða





Lögreglan á Húsavík stöðvaði seint í fyrrinótt för ökumanns á ofsahraða eftir eftirför lögreglu frá Akureyri til flugvallarins við Húsavík, eða samtals um 80 kílómetra veglengd. Þegar hraðinn var sem mestur mældist bifreið ökuþórsins á tæplega 200 km hraða á klst. Ökumaður, sem er hálfþrítugur karlmaður, er grunaður um ölvun við akstur og var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Eftirförin hófst á mótum Strandgötu og Norðurgötu á Akureyri kl. 5:25 þegar bílstjórinn sinnti í engu stöðvunarmerkjum lögreglu. Mældist hraði bílsins innanbæjar allt að 140 km/klst. Hann ók sem leið lá út úr bænum í átt til Húsavíkur og missti lögreglan á Akureyri sjónar á honum í Fnjóskadal.


Reyndum að hanga í honum
Skarphéðinn Aðalsteinsson, lögreglumaður á Húsavík, og Bjarni Höskuldsson varðstjóri voru á leið heim af næturvakt þegar beiðni um aðstoð barst í bakvaktarsíma. Þeir héldu til móts við ökumann og mættu honum á ofsahraða í beygju við svonefndan Garðsnúp, skammt vestan við Tjörn í Aðaldal. Skarphéðinn segir að hraði ökutækisins hafi verið svo mikill að bíllinn hafi með naumindum haldist á veginum. "Þegar við sáum hann koma lögðumst við út í kant bara til þess að forðast árekstur við hann. Hann var bæði ljóslaus og á öfugum vegarhelmingi." Rigning var og vegurinn mjög blautur. Þeir sneru við og eltu ökumann í átt að Húsavík. "Við reyndum náttúrlega ekkert að fara upp að honum á þessum hraða, heldur héldum 2-400 metra millibili. Við reyndum að hanga í honum og gerðum ekkert meira en það."
Lögreglan setti upp vegtálma á Laxárbrú um 12 km fyrir sunnan Húsavík og ók bílstjórinn þá inn á afleggjarann að Húsavíkurflugvelli þar sem lögreglan náði að aka utan í bifreið hans og snúa henni svo hann neyddist til að stöðva. Lauk eftirförinni kl. 5.57.

Pages: [1]