Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Valli Djöfull on May 25, 2008, 23:30:55

Title: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Valli Djöfull on May 25, 2008, 23:30:55
Ekki verður hægt að halda fyrstu keppni á settum tíma vegna framkvæmda á svæðinu.  Óljóst er hvort hún verði haldin helgina eftir eða seinna.  Keppni tvö er samkvæmt plani sett 28. Júní.  Hún ætti að standa.  Bara spurning hvort fyrsta keppnin náist fyrir þann tíma eða ekki.

EN, til þess að flýta þessu ferli verður haldinn vinnudagur laugardaginn 31. Maí.  Vonandi komast sem flestir því öðruvísi gengur þetta ekki upp.

Einnig frestast æfingar..

En einu langar mig að skjóta fram.  Það er svakalega erfitt að vinna fyrir þennan klúbb.   Það er endalaust suðað um að það sé ekki nóg gert fyrir okkur og svæðið okkar.  Svo þegar við loksins náum þessu í gegn og það á að fara að henda peningum í okkur þá er kvartað og vælt yfir því að það sé verið að gera eitthvað fyrir okkur og við getum ekki keyrt.  Við verðum bara að vera þolinmóð.  Við erum loksins að fá peninga og getum vonandi farið að malbika brautina þar sem þetta malbik er orðið eitt það elsta á öllu landinu.
Ef það kostar eina keppni að betrumbæta svðið all svakalega, þá er það einfaldlega þess virði.  Og þetta er í raun bara frestun, við náum líklega að keyra þessa keppni, bara ekki næstu helgi.  Kannski þarnæstu, getum sagt meira til um það á miðvikudagskvöldið eftir fund með bænum.

kv.
Valbjörn
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: 429Cobra on May 26, 2008, 00:17:02
Sælir félagar. :)

Vel sagt Valli. =D>

Frestun í svolítinn tíma er lítil fórn fyrir það að fá gott svæði sem löngu var kominn tími á. =D>

Hlakka til að sjá svæðið eftir endurnýjun. \:D/
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Hera on May 26, 2008, 00:17:42
Frábært að fá fréttir af þessu  =D>

Ég tek heilshugar undir það að það er þess virði að horfa á eftir einni kepni eða svo til þess að aðstaðan lagist og nýtt malbik komi.
Ég sá svæðið í dag og engar smá breytingar :!:  nýr vegur að koma þó hluti hans sé en bara jeppafær :lol:  og manir í vinslu og bara alles í gangi.
Frábært framtak hjá þeim sem unnu að þessu :!: :!: :!:
Það er ekki hægt að fá allt gert á sama tíma svo við´verðum bara að vera þolinmóð og mæta á vinnudaga við sem viljum fá keppni sem fyrst  :wink:
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Dodge on May 26, 2008, 09:55:44
Manni sýnist þið standa ykkur flott núna af þeim myndum sem maður sér hér á vefnum!  :smt041

Það er kominn tími á þessa braut og ég mundi halda að serious racers setji það í forgang að fá flotta braut en
að taka einu reisi fleira.
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Arason on May 26, 2008, 11:37:36
Varðandi vinnudaginn... og jeppafærið ykkar... haldiði að maður komist til ykkar á camaro eða á maður að fara að reyna að snýkja bílinn af gamla settinu? Mann langar að koma og reyna að gera meira gagn en skaða...
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Elmar Þór on May 26, 2008, 12:08:20
Þú ferð bara sömuleið og í fyrra, hún er ekki svo slæm.
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: stefth on May 26, 2008, 12:48:48
Allt í fína þó að að fyrstu keppni sé frestað um óákveðin tíma, þetta eru heilmikil tímamót í sögu klúbbsins. Frábært framtak hjá öllum þeim sem eru að vinna að þessu, vildi að ég kæmist á laugardaginn að hjálpa til, það er allt of langt síðan ég mætti á vinnudag upp á braut. ( Hvar er hægt að sjá myndir af framkvæmdunum ?)

Kveðja, Stebbi Þ.
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Hera on May 26, 2008, 12:53:11
  Hvar er hægt að sjá myndir af framkvæmdunum ?

Kveðja, Stebbi Þ.

Hér: http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=31369.0

Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: 1966 Charger on May 26, 2008, 14:40:16
Sammala sidustu raedumonnum:  Thad verdur bara meiri tilhlokkun ad byrja keppnishaldid vid betri adstaedur.

Raggi

Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: maggifinn on May 26, 2008, 17:42:16


   Snilldar áform..
 
 Ekki hefur verið mikið um að keppnum hafi þurft fresta vegna framkvæmda í þau 30 og eitthvað ár sem klúbburinn hefur keppt á þessari braut. Svo það er nú ekki hægt að væla mikið yfir því..

 
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Einar K. Möller on May 26, 2008, 18:11:32
Ég sagði nú við Auðunn "Shafiroff" Sætabrauðsdreng um daginn að ég myndi glaður fórna fyrstu keppni fyrir nýtt malbik, skiltin eða hvað sem myndi bæta aðsöðuna, en það hefði átt að flauta keppnina af fyrr samt, vont fyrir okkur sem erum að bröltast í bílunum ennþá að fá svona lítinn fyrirvara.... en nóg um það, þetta verður illa töff.
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Kristján Skjóldal on May 26, 2008, 19:27:00
þið meigið ekki misskilja mig með það að þetta sé ekki æðislegt sem þið eruð að gera stjórn =D> þetta eru frábærar fréttir og allt það =D> en timinn kanski ekki sá bessti keppnistimabil að byrja og þá á að gera þetta og ok allt gott  en er þessi framhvæmnd farin á stað eða er en verið að tala um það :?: :?: :?:
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Valli Djöfull on May 26, 2008, 21:07:54
Það er nefninlega ekki eitthvað eitt í gangi :)
Svo já það er allt komið í gang..  Það þarf að slétta úr mold öðru megin við braut og við endann báðumegin..  annað hvort er búið að eða er verið að steypa undirstöður fyrir skilti og þau fara upp á næstu dögum vona ég..  Og ef þau fara upp þarf guardrail út fyrir 1/8 í það minnsta svo hægt sé að keyra o.s.frv..  Þetta spilar mikið saman allt..  en þegar guardrail verður komið upp er í raun ekkert því til fyrirstöðu að keyra á gamla malbikinu :)  En ég allavega treysti mér ekki til að bera neina ábyrgð á spyrnum eins og svæðið er í dag..  Borgar sig ekki að taka neinar áhættur..
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Kristján Skjóldal on May 26, 2008, 23:03:03
ég var að meina sambandi við malbik er það mál í höfn :?:og hvort að eða hvenar það á að byrja :?:
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Jón Þór Bjarnason on May 27, 2008, 03:39:56
Sambandi við malbikið þá á klúbburinn fyrir sínum hluta og gott betur og Hafnarfjarðarbær er svo gott sem búinn að setja grænt ljós. Það ræðst á miðvikudaginn hvort af nýju malbiki verður eða ekki.

Í sambandi við ljósaskiltin þá er verið/eða búið að steypa sökkulinn fyrir þau. Svo verða skiltin sett upp í beinu framhaldi. Þar sem skiltin eru frekar nálægt brautinni þá þurfum við að setja gard rail allavega fram yfir 1/8 í öryggisskyni. Þegar þessi gard rail eru komin þá er ekkert því til fyrirstöðu að keyra þó svo nýtt malbik sé ekki komið.

Vegna þess að við viljum hafa allt öryggi í lagi þá sjáum við okkur ekki fært á að halda keppni né æfingar að svo stöddu.

Sumir eru fúlir út í stuttan fyrirvara en við þurfum að láta allt ferlið fyrir bæjarstjórn og þar taka hlutirnir bara lengri tíma en maður myndi halda.
Eftir að deiliskipulagið var komið í höfn opnuðust gáttir sem við vissum ekki að væru til og það eru allir að vilja gerðir fyrir klúbbinn núna og auðvitað notfærum við það út í ystu æsar.
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Daníel Már on May 27, 2008, 08:27:51
er eitthvað áætlað hvað svona framkvæmdir taka langan tíma ?
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Kristján Skjóldal on May 27, 2008, 09:23:32
takk fyrir góð svör og vonum að nýtt malbik komi  =D>
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Racer on May 27, 2008, 12:44:44
Varðandi vinnudaginn... og jeppafærið ykkar... haldiði að maður komist til ykkar á camaro eða á maður að fara að reyna að snýkja bílinn af gamla settinu? Mann langar að koma og reyna að gera meira gagn en skaða...

ég komst þarna í vor á imprezu sem er það lág að hraðahindranir eru mér ófærar , rak ekki bílinn neitt niður á leiðinni til eða frá brautinni.. hinsvegar er ég sífellt að reka hann niður á malbikinu á höfuðborgasvæðinu.
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Arason on May 27, 2008, 14:25:57
Varðandi vinnudaginn... og jeppafærið ykkar... haldiði að maður komist til ykkar á camaro eða á maður að fara að reyna að snýkja bílinn af gamla settinu? Mann langar að koma og reyna að gera meira gagn en skaða...

ég komst þarna í vor á imprezu sem er það lág að hraðahindranir eru mér ófærar , rak ekki bílinn neitt niður á leiðinni til eða frá brautinni.. hinsvegar er ég sífellt að reka hann niður á malbikinu á höfuðborgasvæðinu.

Hvurslags er þetta... En já þá verður maður að reyna að láta sjá sig!

Hvenær er mæting og hvað á að gera?
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Hera on May 27, 2008, 14:39:21
Ég kemst ekki á vinnudaginn :-( verð fyrir norðan í skýrnarveislu ofl.
Hlakka samt til að sjá ykkur næsta vinnudag ....
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Gilson on May 27, 2008, 15:33:37
ég verð líka að sleppa því að mæta, vegna þess að ég er á spáni  :), hjálpa til næst  :)
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Einar K. Möller on May 29, 2008, 17:42:39
Jæja piltar, miðvikudagurinn er liðinn.....

Hvað er að frétta ?
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Valli Djöfull on May 29, 2008, 18:24:14
Kannski ekki mikið meira en að það verður ekki keppt þessa helgi eins og ég var búinn að tilkynna..
Og að við ætlum að halda vinnudag um helgina..
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Einar K. Möller on May 29, 2008, 19:21:13
Ok...

Eitthvað títt af malbiksmálunum ?
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Valli Djöfull on May 29, 2008, 22:45:32
Ekki beint, fleiri pappírar sem bærinn þarf að fá var það síðasta sem ég heyrði.  Fleiri fundir í dag og í næstu viku ef ég heyrði rétt :)
Meira veit ég ekki um þau mál því miður.
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Einar K. Möller on May 29, 2008, 23:03:57
Allt í góðu, þakka skjót svör

P.S

Helvíti varstu góður á ultraminikrossaranum í gær  =D>
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Davíð S. Ólafsson on May 29, 2008, 23:04:25
Sæll Einar.

Við höfum verið að funda með Hafnafjarðarbæ. Fyrir þó nokkru síðan þá sendum við inn erindi til Framkvæmdaráðs Hafnafjarðarbæjar og óskuðum eftir viðræðum við bæinn vegna viðhalds íþróttamannvirkja KK.
Þ.e.a.s. Leggja þarf nýtt malbik á brautina okkar ásamt því að breykka hana og setja upp vegrið með brautinni.

Við erum á forgangslista ÍBH um framkvæmdir og nú er tími kominn til að gera eitthvað fyrir okkur.

Það er búið að fjalla um erindið hjá Framkvæmdaráði og var því vísað til íþróttafulltrúa og fasteignafélags til umsagnar. Umsögnin sem við fengum frá þeim var jákvæð og mælt með að það verði við ósk okkar um þær framkvæmdir sem ráðast þarf í.

Á fjárlögum Hafnafjarðarbæjar er ekki gert ráð fyrir þessum framkvæmdum fyrir árið 2008. Lagt er til að við sækjum um flýti framkvæmd sem fordæmi er fyrir hjá bænum.
Íþróttafélagið Haukar og Golfklúbburinn Keilir hafa farið þá leið til að byrja framkvæmdir sem þeir eru að vinna núna. Við óskuðum eftir að fá sömu fyrirgreiðslu og þessi tvö félög.

Við verðum að öllum líkindum settir inn á fjárlög  fyrir árið 2009. En meðan við bíðum eftir að komast á fjárlög þá getum við farið þessa svo kallaða flýti framkvæmdar leið.
Í næstu viku verður fjallað endanlega um erindi KK hjá Framkvæmdaráði (mánudag) og  Bæjarráði (fimmtudag).

Baráttu kveðjur.
Davíð S.Ólafsson

Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Einar K. Möller on May 29, 2008, 23:10:32
Takk fyrir gott svar Davíð, ég hef fulla trú á að okkar tími komi núna....

Bara glæsilegt frammistaða hjá ykkur piltar =D>
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: haukurn on May 30, 2008, 21:30:28
flottflott, ef það verður keppni næstu helgi, verður þá æfing á föstudaginn ?
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Kristján Skjóldal on May 31, 2008, 12:18:16
ef það verður keppni 7/6 og biladagar14/6 til 17/6 og svo aftur KK 21/6 er það ekki svolítið mikið  :roll: :-k
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Einar K. Möller on May 31, 2008, 14:35:00
Ég keppi ekki 7/6, verð á ættarmóti, en þetta er soldið þröngt verð ég að segja.
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: LetHaL323 on June 05, 2008, 12:33:49
Verður þá æfing núna á föstudaginn 6.6 og keppni á lau 7.6

Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Einar K. Möller on June 05, 2008, 12:34:57
Það er búið að fresta keppni þessa helgi, næsta keppni 28. júní.
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: haukurn on June 05, 2008, 22:32:00
en hvað með æfingar? buið að fresta þeim líka til tuttugasta og eitthvað juni ?
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 06, 2008, 01:00:21
en hvað með æfingar? buið að fresta þeim líka til tuttugasta og eitthvað juni ?
Fylgstu með spánni og spjallinu. Erum með jarðýtu á fullu núna við að klára slétta út jarðveg sitthvorumegin við brautina. Þegar sú vinna verður búinn (vonandi á morgun) ættum við að geta keyrt að öllu jöfnu nema eitthvað óvænt komi uppá. VERÐUR AUGLÝST VEL ÞEGAR ÆFINGAR BYRJA.
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Daníel Már on June 06, 2008, 08:45:38
held að flestir séu að pæla í þessu uppá að redda viðauka eða ekki því síðasti dagurinn til að fá viðauka fyrir kvöldið/morgun er í dag :)
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Valli Djöfull on June 06, 2008, 12:58:25
Endilega plöggið viðauka, það er óvíst í augnablikinu en það gæti verið að það verði keyrt í kvöld, á morgun eða sunnudag..  Fer eftir því hvernig gengur og hvort veður leyfir :)

Viðauki Á að vera ókeypis svo plöggið því :)

Vís gefur viðauka fyrir 6 mánuði í einu.  Svo það má plögga því strax.
TM hefur verið að gefa 1 dag í einu EN ég veit um fleiri en einn sem hafa fengið 6 mánaða viðauka
Sjóvá er með 1 dag í einu en það má reyna að fá þá til gefa lengri viðauka
Elísabet er með 1 dag í einu en má reyna að plögga sumrinu..
Vörður kostaði í fyrra 8000 fyrir viðauka sem gildir í 1 ár.. EN ég veit um þónokkra sem hafa náð sér í ókeypis viðauka þar..  Svo það er hægt..

Svo endilega græjið viðauka :)
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Daníel Már on June 06, 2008, 15:09:00
Flott ég auðvitað mæti enn einhver tími kominn á þetta á morgun?
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Hera on June 06, 2008, 16:29:09
Flott ég auðvitað mæti enn einhver tími kominn á þetta á morgun?

Lesa betur:   
 Kvöld, morgun eða sunnuduag  :wink: Þeir hljóta að skella inn uppl um leið og þeir vita eitthvað.
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: baldur on June 06, 2008, 16:38:16
Það er spáð alveg grenjandi rigningu á morgun, ekki bara smá úða.
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Valli Djöfull on June 06, 2008, 16:42:13
Jæja, update..  Jarðýtan er á fullu uppfrá..  Og verður vonandi sem mest um helgina.  Einnig er von á fleiri vélum til að fikta í kringum skilti, meðfram tilbaka braut og fl.

Sem þýðir að líklega er best að fresta þessu í smá tíma í viðbót.  Spurning hve mikið verður um að vera þarna næstu helgi þar sem þá verða Bíladagar á Akureyri, ég verð allavega þar  8-)

En það er allavega mín skoðun og skoðun fleiri manna að það sé allra best að gefa vélunum vinnufrið a meðan við höfum þær.

Og svo er spáin ekki góð í þokkabót.  Svo ég efast um að það verði eitthvað keyrt þessa helgi, en get samt ekki sagt "því miður" því við erum að fá helling í staðin :)  Svæðið er að verða geggjað!

kv.
Valbjörn
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: haukurn on June 16, 2008, 20:52:18
er æfing á föstudaginn ? :-k
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 16, 2008, 23:19:58
er æfing á föstudaginn ? :-k
Það er vinnudagur á miðvikudag og fimmtudag klukkan 19:00

Ef þú mætir þá verður hugsanlega hægt að hafa æfingu annað hvort á föstudag eða laugardag.
Title: Re: Frestun á fyrstu keppni!
Post by: haukurn on June 17, 2008, 14:33:15
mæti með vin minn ;) á fimmtudaginn.