Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: 1965 Chevy II on August 25, 2009, 00:46:08

Title: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: 1965 Chevy II on August 25, 2009, 00:46:08
 :-({|= Fjörið byrjað  :mrgreen:
Ég er með tillögu að miklum breytingum fyrir SE flokk meðal annars til að koma mínum bíl þar inn og færa flokkinn aðeins nær nútímanum,athugasemdir velkomnar frá keppendum og velunnurum flokksins.
Lesið vel yfir!

SE flokkur

GÖTUBÍLAFLOKKUR

FLOKKALÝSING

Flokkur fyrir afturdrifs bíla sem keyrðir eru á götum,með fulla skoðun og löglegir skv. Íslenskum lögum og tilbúnir til skoðunar í löglegri skoðunarstöð fyrir utan dekk og púst. Keppnistæki skulu auðkennd með: SE/ og númeri ökumanns. Eftirfarandi Þyngdartakmörk eru í flokknum:
1300 KG N/A (bílar með stock blokkum) - 2866LBS
1400 KG N/A (bílar með aftermarket blokkum t.d. Dart, Merlin, Bowtie blocks o.s.frv.) - 3086LBS
(Þyngd á ráslínu)  Ræsikerfi "full tree"




 
VÉL
Skal vera bílvél.

Aflaukar/power adder bannaðir.

ÚTBLÁSTURSKERFI
Ekki krafist í keppni.


ELDSNEYTI
Alkohól bannað.


INNGJÖF
Skal stjórnast af ökumanni og má enginn búnaður hvorki rafmagns, loft, vökva eða annar hafa áhrif á stjórnun inngjafar.Spólvörn bönnuð. Sjá aðalreglur 1:14.


SJÁLFSKIPTINGAR
Allar sjálfskiptingar verða að nota vökvatengsli (converter). Gírfjöldi og skiftiröð frjálst þó verða allar skiptingar að hafa fleiri en einn gír og virkann bakkgír.


FJÖÐRUN
Allar breytingar leyfðar svo framarlega sem þær standist öryggiskröfur.

SPYRNUBÚKKAR
Allt leyft.

STUÐARAR
Stuðarar upprunalegir eða eins og upprunalegir skylda. Séu notaðir plast stuðarar skulu þeir líta út eins og upprunalegir

GRIND
Grind skal vera upprunaleg frá afturgólfi og frammúr,smávægilegar breytingar fyrir flækjur,pönnu eða mótorfestingar leyfðar.

HJÓLBARÐAR OG FELGUR
 
Hámarkstærð hjólbarða 30"x 12.5" (12.5" "max thread width" uppgefið frá framleiðanda)

INNRÉTTING

Öll innrétting skal vera til staðar fyrir utan aftursæti.

 
YFIRBYGGING
 
Allir bílar skulu vera með yfirbyggingu eins og þeir komu með úr verksmiðju og úr sömu efnum. Trefjaplast vélarhlíf leyfð. Trefjaplast bretti eru leyfð að framan.Trefjaplast skottlok leyfð.Upprunalegur hvalbakur skylda.
Bannað er að klippa úr yfirbyggingu hvort sem um er að ræða tvöföldun eða eitthvað annað.


GÓLF
Fullt "több" leyfilegt, upprunalegt gólf skylda,þó má hækka upp miðju "tunnelinn" til að auka pláss fyrir drifskaft, val á efni fyrir aftan gólf frjálst.

GÖTUAKSTURSBÚNAÐUR:
Ökutæki skal standast að fullu almenna bifreiðaskoðun í keppni fyrir utan dekk og pústkerfi.

RÚÐUR
Allar rúður verða að vera úr gleri eins og upprunalega. Allar rúður skulu annars vera úr öryggis gleri.

 
STAÐSETNING ÖKUMANNS
Ökumaður skal staðsettur í ökumannssæti sem þarf að vera á sama stað og upprunalega var gert ráð fyrir.

Að öðru leiti gilda öryggisreglur FIA/NHRA


Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: ÁmK Racing on August 25, 2009, 00:57:04
Alls ekki galið gæti gert flokkinn skemtilegri þó að það sé mjög gaman af mínu mati að horfa á Se bílana eins og flokkurinn er í dag þá gæti þetta verið flottara :).Stórir bílar sem gormast áfram bara fjör.Kv Árni Kjartans
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: Kiddi on August 25, 2009, 01:26:49
Mér lýst alltaf vel á einföldun og minnkun á reglum... Það er spurning hvernig eigi að skilgreina small block vs. big block?? Small block getur verið stærri en big block, you see....

Er dónatilboð að koma inn með 1 power adder og þá bara enn meiri þyngd á þá bíla :?:

PS. Mér lýst vel á að hræra aðeins upp í þessum flokkum og gera þá aðeins meira up to date  :-#
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: 1965 Chevy II on August 25, 2009, 08:30:39
Spurning með að hafa bara 1350KG N/A sama hvaða mótor?

Einn power adder segirðu,hvaða þyngdir hefurðu í huga?
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: ÁmK Racing on August 25, 2009, 10:02:15
Hæ mér finnst að það eigi að vera þyngdarmunur á big block og smallblock eitthvað í áttina sem þú lagðir til í firsta póstinum Frikki.Persónulega finnst mér að SE eigi að vera N/A flokkur þar sem að það eru til flokkar sem leyfa power adder eins t.d True street.Bestu kveðjur Árni Kjartans








Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: Kiddi on August 25, 2009, 10:22:19
1300 KG N/A (bílar með stock blokkum) - 2866LBS

1450 KG N/A (bílar með aftermarket blokkum t.d. Dart, Merlin, Bowtie blocks o.s.frv.) - 3197LBS

Við getum ekki fylgst með kúbikum hjá mönnum en það væri hægt að fylgjast auðveldlega með blokkunum.. Er enn með power adderana í vinnslu, ég er reyndar allveg á báðum áttum með það...
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: 1965 Chevy II on August 25, 2009, 12:13:01
Árni,True Street er því miður búið að leggja niður hjá OSCA í staðin kom EZ street sem er mjög opinn,sub 8 sec græjur.
http://www.raceosca.com/rules.html

Góð hugmynd Kiddi held ég þetta með blokkirnar!

Ég hallast svoldið að SE flokk N/A þó það væri gaman að setja nítró á 565cid,ég er ekki viss að það sé það rétta fyrir SE flokk að leyfa power adders.Það væri gama að heyra fleirri hliðar á því.
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: 1965 Chevy II on August 25, 2009, 16:45:45
Er ekki kjánalegt að bíll með 383sbc gm block fái að vera 150kg léttari en eins bíll með 383sbc Dart block?
Ég held mig við upprunalegu tillöguna í bili :wink:
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: Kiddi on August 25, 2009, 17:44:06
Er ekki kjánalegt að bíll með 383sbc gm block fái að vera 150kg léttari en eins bíll með 383sbc Dart block?
Ég held mig við upprunalegu tillöguna í bili :wink:

Með öflugari blokkum koma aflmeiri vélar.. Sá sem er með Dart blokkina er yfirleitt með betri hedd og meiri búnað.
Aftermarket blokkir eru yfirleitt með meiri borvídd og taka mun betri hedd.

Pæling...
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: Dodge on August 25, 2009, 17:55:25
Þetta lítur vel út, einfalt og skilvirkt.
Og það væri einmitt frábært að fá þarna inn einn minitöbb flokk
sem millistig á MS og GF

en hérna -

"GÓLF
Upprunalegt gólf eða gólf sem lítur út sem upprunalegt skylda. Sjá aðalreglur 7:6."

Finnst mér þurfa að koma fram að gólfið skuli áfram vera úr stáli.
eða "upprunalegum efnum"
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: 1965 Chevy II on August 25, 2009, 18:37:37
Er ekki kjánalegt að bíll með 383sbc gm block fái að vera 150kg léttari en eins bíll með 383sbc Dart block?
Ég held mig við upprunalegu tillöguna í bili :wink:

Með öflugari blokkum koma aflmeiri vélar.. Sá sem er með Dart blokkina er yfirleitt með betri hedd og meiri búnað.
Aftermarket blokkir eru yfirleitt með meiri borvídd og taka mun betri hedd.

Pæling...
Fín pæling.....pælum í þessu..
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: 1965 Chevy II on August 25, 2009, 18:42:56
Þetta lítur vel út, einfalt og skilvirkt.
Og það væri einmitt frábært að fá þarna inn einn minitöbb flokk
sem millistig á MS og GF

en hérna -

"GÓLF
Upprunalegt gólf eða gólf sem lítur út sem upprunalegt skylda. Sjá aðalreglur 7:6."

Finnst mér þurfa að koma fram að gólfið skuli áfram vera úr stáli.
eða "upprunalegum efnum"
Það skiptir mig engu hvort menn hvíli lappirnar á áli eða stáli svo lengi sem bíllinn er í réttri þyngd og standist skoðun og öryggiskröfur.
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: Kiddi on August 25, 2009, 19:25:28
Meiri pælingar...... Spurning hvað menn kalla mini-több, so here it goes:

Fullt "több" leyfilegt, orginal gólf skylda, val á efni fyrir aftan gólf frjálst.

Notabene.. Dekkin og heildarþyngdin er klárlega limitið í þessum flokk.

Tek einn bíl sem dæmi, bíllinn hjá Kela (gamla Novan hans Einars B.).. held að svoleiðis bíll mætti leika með ef hann er á réttum dekkjum og í þyngd fyrir flokkinn.
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: 1965 Chevy II on August 26, 2009, 19:20:32
Jæja eftir miklar vangaveltur er þetta komið inn í tillöguna:
GÓLF
Fullt "több" leyfilegt, upprunalegt gólf skylda,þó má hækka upp miðju "tunnelinn" til að auka pláss fyrir drifskaft, val á efni fyrir aftan gólf frjálst.

Þarna er búið að opna fyrir nokkra bíla sem ekki hafa sést á brautinni svo framarlega sem þeir setji rétt dekk undir eins og áður hefur komið fram.

Svo og þessi skipting:
1300 KG N/A (bílar með stock blokkum) - 2866LBS

1400 KG N/A (bílar með aftermarket blokkum t.d. Dart, Merlin, Bowtie blocks o.s.frv.) - 3086LBS




 
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: Dodge on August 26, 2009, 20:52:15
sumsé GF mínus poweradder?
stemma sig af strákar

en í raun er hægt að skilgreina flokk með einungis 2 reglum:
lágmarksþyngd og hámarks dekkjastærð
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: 1965 Chevy II on August 26, 2009, 22:11:47
Bara dekk og poweradder !! það eru nú engin smáatriði,það er verið að opna þetta og einfalda til að koma sem flestum bílum þarna inn sem hlýtur að vera gott er það ekki,auðvelt að færa sig upp í GF ef menn vilja fara í power adder,tunnurnar klárar fyrir stóru slikkana.
Það breytir ekki miklu hvort bíll er með stórar tunnur og keyrir á 30x12.50 dekki eða hvort hann er mini többaður og á 30x12.50 dekki.

GF er svo flokkur sem þarf að taka vel í gegn líka en ég skipti mér ekki af því.
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: Dodge on August 27, 2009, 17:40:22
Jújú það er nokkuð til í þessu hjá þér.

Svo er hin leiðin að leifa bara minitöbb og opna dekkjastærð.
Minitöbb er ekkert álitamál, það er kristaltært að það þíðir ótakmörkuð breiting á hjólskál
svo lengi sem hjólbogi og grind er ósnert.

Það held ég að mundi bjóða uppa jafnari keppna fyrir ýmsa ólíka bíla þar sem almenna reglan er sú að
Stór og þungur bíll = stórar hjólskálar
Lítill og léttur bíll = litlar hjólskálar

en vissulega eru til undantekningar á því.
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: 1965 Chevy II on August 27, 2009, 18:12:31
Það er nú yfirleitt/oft tekið úr grindinni við mini több í mínum bíl myndi það reyndar sleppa:
(http://i160.photobucket.com/albums/t162/2helicoil1/White66NovaMini-tub015.jpg)

Mér líst betur á að geta bara sett þær tunnur sem maður vill í bílinn og vera klár í GF og poweradder,í stað þess að mini többa og fara svo jafnvel aftur í stórar framkvæmdir til að koma stóru tunnunum í plús það að svona komast fleirri í flokkinn,nefni nokkra mögulega sem annars kæmust ekki,Rauði többaði 68 camaro-inn-orange Tempestinn,Novan hans Kela,Valiant hjá Fribba (-túrbó).
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: ÁmK Racing on August 28, 2009, 15:50:03
Hæ erum við ekki að sigla í strand í gleðini.Ekki það að það eru margar mjög svo ágætar hugmyndir sem á undan hafa komið.En mér finnst að Se eigi að vera svolítið í þeirri mynd sem hann er í dag en það á að sjálfsögðu að leyfa opið púst og slikka og stiðjast þá við þær stærðir sem er rætt hér á  undan.Svo á að sjálfsögðu að taka þetta cubik limit frá og hafa bara tvær þyngdir bílar með mótora að segjum bara dæmi 470 cid megi vera 1350 kg og bílar með mótora 470 og yfir 1550 eins og það er í dag  og beyttir þá eingu hvort mótorinn sé small block eða big block.Reyndar getum við ekki mælt cid hjá mönnum enn í dag en það hlítur að koma einn daginn.En vonandi er þetta allt í áttina að betri og skemmtilegri flokk fyrrir alla.Kv Árni Már
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: 1965 Chevy II on August 31, 2009, 18:27:57
Árni,ég sé ekki alveg hvers vegna T.D Mustang-inn hjá pabba þínum ætti að fá að vera 200KG léttari heldur en Trans Am-inn!
Þetta með þyngdirnar og blokkirnar eins og tillagan hljómar er ekki galið:

1.Auðvelt að skoða.

2. Sá sem er með aftermarket block er yfirleitt með meiri græjur þar í kring,hedd og annað og getur náð í
meira power N/A heldur en sá sem er með stock blokkina.


Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: 1965 Chevy II on August 31, 2009, 19:06:27
PS þó það sé leyft að többa þá er flokkurinn enn fyrir götubíla:
1.Númeraskylda og allur götuakstursbúnaður fyrir utan dekk og púst.
2.Allt gler í rúðum.
3.Orginal hvalbakur.
4.Orginal gólf.
4.Orginal grind að framan.
5.Öll innrétting fyrir utan aftursæti.
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: ÁmK Racing on September 01, 2009, 17:01:48
Hæ Frikki afhverju ætti Trans Am-inn þinn að vera bara 150 kg þyngri með 565cid heldur en Blái Camaro-inn minn með 355cid?það er einginn af þessum tilögum galinn allar hafa sinn rétt og sín rök,En mér finnst að það eigi að vera sitthvor þyngdin ein fyrir big block og önnur fyrir small block.þessar þyngdir sem ég kom inná eru ekkert heilagar þetta eru bara þær sem eru í flokknum í dag.Og þú veist það jafn vel og ég að það er ekkert easy að tína 150 kg úr bíl.Besta kveðja Árni Már
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: Dodge on September 01, 2009, 17:11:20
En hvað finnst ykkur um það að ef á að fara svona langt með SE (sem er svosem eðlilegt miðað við stöðuna á MS)
að opna þá GF fyrir öllum boddýbílum svo Ari geti geti keppt þar við Þórð, Leif og fleiri á jöfnu tré.

Hætta þessu draggi í bíl dæmi á indexi?
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: 1965 Chevy II on September 01, 2009, 18:20:57
Árni er það ekki nægur munur 100kg (eins og tillagan er núna) til 150 kg ?
Ég man ekki eftir að hafa séð svona mikinn mun í reglum á small og big block!

Stefán,við skulum halda GF reglum alveg utan við þennann þráð,ef þú hefur áhuga á að koma
með tillögur fyrir GF þá stofnarðu bara nýjann þráð fyrir það.
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: 1965 Chevy II on September 01, 2009, 18:36:11
Smá þyngdar demo miðað við 100kg:
Your ET / MPH computed from your vehicle weight of 3086 pounds and HP of 700 is 9.55 seconds and MPH of 140.28 MPH.

Your ET / MPH computed from your vehicle weight of 2866 pounds and HP of 700 is 9.32 seconds and MPH of 143.78 MPH.
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: ÁmK Racing on September 02, 2009, 19:34:53
Hæ Frikki þú hefur aldrei séð svona mikinn mun eins og ég lagði upp með en það eru nú bara þyngdirnar eins og ´þær eru í dag í flokknum.Þetta virðist alltaf bara vera í aðra áttina þegar það er verið að laga flokka til.Mér finnst að það verði að vera meiri munur heldur en þið leggjið upp með og þessi blokkar hugmynd sé í ok þá er eins og þú bentir á Frikkiþá er asnalegt að t,d 400 small chevy með stock blokk og 400 með dart blokk vikti ekki það sama því það eru jú sömu mál á öllu bor og stroke.Vissulega er hægt að leggja meira á aftermarket blockina en það er samt er það asnalegt þú fattar allveg hvað ég er að fara.Það er sjálfsagt að breytta og laga til flokka en það verður að gæta hófs eins og í öðru svo að þeir bílar sem fyrir eru verði ekki úreltir. 8-)Kv Árni Kjartans
Title: Re: Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
Post by: 1965 Chevy II on September 02, 2009, 20:07:56
Já ég átti við í flokkum erlendis, ég veit hvað þú ert að fara og þetta var það sama og ég var að pæla fyrst þegar þetta kom fram.

En sá sem er með aftermarket blokkina er yfirleitt kominn með hana af þeirri ástæðu að hann er að taka meira út úr henni heldur en
sá sem er með stock blokkina.Menn fara sjaldnast í aftermarket blokk bara til að vera hipp og cool.

PS.Transinn verður áfram 3650lbs næstu árin  :mrgreen: