Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Topics - 429Cobra

Pages: 1 ... 7 8 [9]
161
Sælir Félagar. :)

Ég hef að undanförnu verið að spá í hugtökin “Muscle cars”, “Modern Muscle”/”Modern Muscle cars”, “Hot Rod” og “Street Rod”.
Þarna er ég að sjálfsögðu að tala um USA framleidda bíla, þó svo að bílar frá fleiri löndum ættu heima inni í þessum skilgreiningum þá er ég eingöngu að ræða hér um þá sem eru framleiddir í USA.

Muscle Cars ættu flestir að kannast við og er þar verið að tala um bíla frá tímabilinu frá og með1960 til og með 1974.
Sumir vilja þó jafnvel hafa þetta nákvæmara og miða við ýmsa bíla sem menn telja að hafi verið fyrsti Muscle car bíllinn, þá má ekki gleyma því að í fyrstu voru þessir bílar kallaðir “Super cars”.
“Muscle Cars/Super Cars”, bílar eru skilgreindir á eftirfarandi hátt af flestum “MuscleCar“ klúbbum:  “Muscle Car” er í sinni þröngustu skilgreiningu meðalstór bíll með keppnis möguleika, með stóra V8 vél og á því verði sem að flestir ráða við.
Flestir af þessum bílum voru smíðaðir á grunni “venjulegra” fjöldaframleiddra bíla.
“Venjulegu”  bílarnir eru yfirleitt ekki taldir til “Muscle cars”, jafnvel þó að þeir séu með stórar V8 vélar og á góðu verði.  
Ef hinns vegar er til sérstök “high performance” útgáfa af þessum “venjulegu” bílum þá fær hún þann heiður að vera kölluð “muscle car” en ekki bíllin sem hún er byggð á.

Sem dæmi um þetta er:  Buick GS, Dodge Charger R/T, Ford Torino Cobra, Plymouth GTX, Plymouth  Roadrunner, Oldsmobile 442, Pontiac GTO, osf.......
 
Þetta dæmi er tekið af  heimasíðu Musclecar club.com http://www.musclecarclub.com
Og þar inni af síðunni: http://www.musclecarclub.com/musclecars/general/musclecars-definition.shtml

Eftir að Bandaríkjamenn höfðu jafnað sig að mestu á orkukreppunni svonefndu, þá fóru þeir að taka upp þráðin sem frá var horfið 1974 og fóru að smíða alvoru bíla sem afl var í, og hafa verið að því til dagsins í dag og halda því vonandi áfram.
Þessir bílar hafa verið kallaðir “Modern Muscle cars” eða bara “Modern Muscle”.
Oft er talað um að þessir bílar hafi komið fyrst 1982.
Það hafa verið stofnaðir klúbbar fyrir þessa bíla bæði í USA og Evrópu, en oftar en ekki hafa þeir verið tegundatengdir.
Ef einhver veit um klúbba fyrir þessa “Modern Muscle” bíla þá endilega komið með upplýsingar um þá.

“Street Rod” eru auðþekkjanlegir.
Þar er um að ræða mjög gamla bíla sem búið er að fikta mikið við og setja í allskyns vélar og breyta byggingu þeirra á margan hátt.
Það eru nokkrir svona bílar til hér heima og mættu vera fleiri.

“Hot Rod” er hinns vegar samheiti yfir þá bíla sem búið er að breyta eftir smekk eiganda, og er þá bæði verið að tala um yfirbyggingu, innréttingu og vélbúnað.
Þessir bílar geta verið frá öllum heimshornum, en þeir eiga þó flestir það sameiginlegt að vera með V8 USA vélar vel tjúnaðar.
Samt hefur þetta verið að breytast í seinni tíð og aðrar vélar hafa komið inn.
Mikið af svona “Hot Rods” eru einmitt bílar frá árunum 1975 til 1982, þegar orkukreppan var í algleymingi.
Þá er mikið af pallbílum sem hafa verið smíðaðir upp sem “Hot Rod” og eru mjög flottir, enda mikil hefð fyrir pallbílum í USA.

Í mínu huga eru allir þessir bílar jafn réttháir og eru augnayndi hvar sem þeir sjást

Mig langaði bara að vekja upp svona smá umræðu um þessa bíla, hvað sé til af þeim, og hvað finnst fólki um svona bíla og er einhver með aðra skilgreiningu á þeim?

Já og endilega setja inn myndir af bílum sem tilheyra þessum hópum.

Myndirnar hér að neðan:

Ford Mustang 1966, telst til "Hot Rod"

1934 Ford Roadster, telst til "Street Rod"

1969 Shelby GT 500, Telst til "Muscle Car"

Pontiac Trans Am WS6, Telst til "Modern Muscle"

162
Muscle Car deildin og rúnturinn. / Rúntarar á ferðinni!
« on: August 19, 2006, 01:58:19 »
Sælir félagar. :)
Nokkrir rúntarar hittust í Nauthólsvíkinni .
Og senna um kvöldið bættust nokkrir fleiri við sem voru á Krúser rúntinum.
Hér eru nokkrar myndir!

163
Muscle Car deildin og rúnturinn. / Rúntur í kvöld 13-8!
« on: August 13, 2006, 13:10:36 »
Sælir félagar. :)

Það ætla rúntarar að hittast á bílastæðunum í Nauthólsvíkinni í kvöld Kl: 21, og taka smá rúnt ef veður leyfir.
Vona að sem flestir mæti.

164
Sælir félagar. :)

Mér datt í hug að setja inn nokkrar myndir frá því fyrsta ágúst, þegar nokkrir áhugamenn ákváðu að rúnta í frábæru veðri.

165
Muscle Car deildin og rúnturinn. / STÓR Rúntur í gær!
« on: July 21, 2006, 14:52:53 »
Sælir félagar.  :)

Hér koma nokkrar myndir af "Krúser" rúntinum í gær.
Það tóku yfir 60 bílar þátt í þessum rúnti.
Það voru hinns vegar ekki öll ökutækin sátt við lullið á Laugaveginum, og hitnuðu því ótæpilega þegar komið var niður á Miðbakka. :?

Þar sem það er bara hægt að setja þrjú viðhengi í hvern póst, þá verða þetta nokkrir póstar. :P

166
Sælir félagar. :D

Já við tókum smá rúnt í kvöld og skemmtum okkur í góða veðrinu. 8)
Svo er að sjálfsögðu rúntur hjá Krúsers á morgun fimmtudag, og þar er spáð jafn góðu veðri. :!:

Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu í kvöld (miðvikudag).

167
Sælir félagar. :D

Vegna þess að hann Sigtryggur var að setja Fairlane-inn á númer í dag, þá ákváðum við nokkrir félagar að samgleðjast honum í góða veðrinu.
Við ókum  því niður í Nauthólsvík og lögðum þar í smá stund.
Hér má síðan sjá þessa fimm bíla sem komu í þennan litla hóp.

Eftir veðurspánni að dæma þá á að vera betra veður á morgun :shock: ,
Þannig að við erum að spá í að endurtaka leikinn á sama stað og á sama tíma, það er kl: 21 á miðvikudagskvöldið 19-7 sem sagt í kvöld. (Skrifað eftir miðnætti).
Við vonum bara að sem flestir geti mætt og haft gaman af, enda er þetta flottur staður. :!:

168
Sælir félagar. :)

Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu í kvöld 29-6.

169
Muscle Car deildin og rúnturinn. / Rúntur 25 Maí 2006.
« on: May 30, 2006, 01:07:27 »
Sælir félagar. :)

Nokkrar myndir sem ég tók á rúntinum 25-5.
Gaman að fá að keyra svolítið. :idea:

170
Muscle Car deildin og rúnturinn. / Og meira frá 11-5 2006
« on: May 12, 2006, 01:29:58 »
Sælir félagar. :)

Nú kemur þetta í pörum. :shock:

171
Muscle Car deildin og rúnturinn. / Fyrri rúntur.
« on: May 11, 2006, 02:59:59 »
Sælir félagar. :)

Myndir frá rúnti 27-4 2006

172
Muscle Car deildin og rúnturinn. / Þá er best að byrja !
« on: May 10, 2006, 22:54:50 »
Sælir félagar. :)

Er ekki við hæfi að byrja þennan þráð á nokkrum myndum af flottum rúnti á þriðjudaginn 8-5.

173
Sælir félagar. :)

Ég var beðinn að koma því á framfæri að það er búið að breyta um stað á Fimmtudagsrúntinum.
Planið hjá Aktu-Taktu við Stekkjabakka er hreinlega of lítið og ætla menn því að hittast á GARÐATORGI í Garðabæ næsta Fimmtudag þann 5-5 Kl 20:00.
Sjáumst.

174
Almennt Spjall / Fimmtudagsrúnturinn Nýr staður!!!!!
« on: May 03, 2005, 02:58:49 »
Sælir félagar. :)

Ég var beðinn að koma því á framfæri að það er búið að breyta um stað á Fimmtudagsrúntinum.
Planið hjá Aktu-Taktu við Stekkjabakka er hreinlega of lítið og ætla menn því að hittast á GARÐATORGI í Garðabæ næsta Fimmtudag þann 5-5 Kl 20:00.
Sjáumst.

175
Bílarnir og Græjurnar / AKTU TAKTU Rúntur
« on: April 18, 2005, 18:02:06 »
Sælir félagar. :)

Ég var beðinn um að setja hér inn tilkynningu frá gömlu AK-INN Rúnturunum.
HÉR EFTIR Í SUMAR VERÐUR ÞETTA KALLAÐ:   AKTU TAKTU RÚNTURINN.
Sá fyrsti er á Sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 21 Apríl við Aktu Taktu  Stekkjabakka (gamla Staldrið) Kl 20.
Vonast er til að sem flestir mæti

176
Almennt Spjall / Þjóðsögur, reimleikar og raunveruleikinn
« on: July 17, 2004, 18:20:22 »
Sælir félagar.

Nú þegar bracket æðið er runnið á menn þá finnst mér sjálfsagt að aðrir flokkar séu kynntir líka.
Ekki misskilja “bracket” eða “ET racing” er mjög sniðugt keppnisform, en á að mér finnst heima í keppnum sem eru keyrðar á öðrum tímum en þar sem bílar eru látnir starta á jöfnu.
Það að keyra “bracket” keppnar á föstudagskvöldum er annað mál, þarna er að vísu verið að taka af okkur æfingakvöld og breyta þeim í keppni.
Hvenær eiga menn að æfa sig, og er þetta ekki farið að bitna á Íslandsmeistaramótinu?
Það er mikið talað um að ekki sé nógu mikið af fólki til að geta haldið utan um æfingar (mikið til í því), og í sömu settningu er verið að tala um hvað mannvirkið (brautin) sé vannýtt.
Hvoru tveggja er rétt, en við erum ekki að nýta brautina betur með því að taka af eina tímann sem menn hafa til að æfa sig og setja þar keppni í staðinn!
Nú koma margir til að segja:  já en það er æfing á undan keppninni.
Þá kem ég með til baka, hvað eru margir mættir á tímanum 19-20, og ef að menn eru að gera breytingar og/eða eru að stilla og fleira þá endast ekki þessir tveir til þrír tímar til þess að prófa og stilla, sem síðan kannski þarf að endurtaka aftur og aftur.
Það er nú ekki eins og við höfum 12 mánuði á ári til að gera þetta, við teljumst góðir að ná fjórum mánuðum, og erum í skýjunum með fimm mánuði.   Föstudagskvöldin eru hinns vegar ekki nema kannski í tvo mánuði það björt að við getum haldið æfingar/keppnir þannig að við verðum eitthvað að hliðra til og velja og hafna.
Ég verð nú að segja að ég á í vandræðum með að verja þessar bracket keppnar eftir gærkvöldið (16-7 2004), því að ég taldi 27 þátttakendur í æfinguni hverfa á braut þegar tilkynnt var um byrjun á bracket keppni, og alls voru mættir 47 þáttakendur í allt þetta kvöld.
Þá erum við að tala um yfir 50% hafa ekki áhuga á þessu.
Þetta vekur mann sannarlega til umhugsunar ekki satt.!!!

Við erum núna í ár að sjá mikla fækkun í keppendum sem keppa í þessum hefðbundnu flokkum, eða meiri en helmings fækkun í heildartölu keppanda.
Þar sem reglum hefur ekki verið breytt þá get ég ekki séð að þær geti verið útgangspunkturinn í þessu máli, heldur hlítur það að vera eitthvað annað.
Nú voru nýir flokkar settir inn síðasta haust og ég verð að segja svona frá mínum bæjardyrum séð þá hafa þeir liðið fyrir það hvað sterk afstaða er tekin með “bracket”keppnum og kynningu á því.
Hafa þessir nýju flokkar verið kynntir?
Ef svo er Hvar?

Það er ekki nóg að setja reglurnar inn á spjallið, þegar reglusíðan er ekki einu sinni uppfærð.
Hvernig væri nú að gera þessum flokkum jafn hátt undir höfði og “bracket” flokkum og setja upp keppnar með þá eingöngu og gefa peningaverðlaun fyrir sigur í þeim!?!
Ég bara spyr.
Á ekki eitt yfir allt að ganga?????

Hvað varðar hina gömlu flokkana þá held ég að það sé komin upp gömul “Gríla”, sem sagt “þjóðsögurnar” um bíla sem eiga að steikja allt og baka, og “reimleikar” um aðra sem voru og eru ekki meir eða séu á leiðinni en aldrei koma.

Skoðum nú málið:

RS flokkur:   Impreza 555 Gríðarlega öflugur bíll, svo öflugur að kúpling fór í síðustu   keppni, hinn bíllinn SAAB Turbo, mikið afl já og of mikið fyrir kúplinguna og hún gafst upp!!!
Hvað er þá eftir jú fullt af bílum sem hefðu getað barist um sigur í þessum flokki.


GT flokkur:   Corvette 350 með forþjöppu, sama sagan fyrsta árið á algerlega eftir að setja bílinn upp og prófa, bilanir á bilanir ofan og þarf að fá allt til að vinna saman mjög eðlilegt.
Það þarf oft upp í tvö sumur (stutt hjá okkur) til að svona bílar geri það sem þeir eiga að gera.  
Steini á eftir að gera það gott þegar bíllinn er orðinn eins og hann á að vera.
Hvað er þá eftir í GT flokki?
Það eru allir hinir bílarnir sem ekki passa í  RS flokkinn með V8 og tölvukubba, V6 Turbo og innspýtingar, 4 cyl turbo ofl.........
Sem sagt tugir bíla sem eiga séns í þennan flokk eins og staðan er í dag.

MC flokkur:   Hér hefur verið mætt og sem stendur er einn keppandi sem einokar flokkinn en ég hef allavega ekki heyrt neina uppgjöf í öðrum keppendum.
Ég tek ofan fyrir keppendum í MC og þeirra þrautsegju.

SE flokkur:   Þarna svo sem var ekki um svo mjög mikla breytingu að ræða, og persónuleg hélt ég strax í fyrra að SE flokkurinn yrði í vissri tilvistarkreppu í sumar.
Það var hinns vegar tilvistarkreppa af öðrum orsökum en ég gat ímyndað mér sem er að hrjá flokkin.   Ég hélt að “True Street” flokkurinn myndi verða sterkur og taka frá SE; MC; og GT flokkum en svo varð ekki.
Það eru til bílar í SE flokkinn og ég skora á þá sem fyrir eru að taka fram nítró brúsann og mæta í “True Street” því að margir bílar sem til eru í dag myndu geta veitt Gísla á Challenger-num keppni með bláu flöskuni.

GF flokkur:   Kannski sá flokkur sem maður gerði engar sérstakar væntingar til í sumar, þarna voru bílar sem hefðu getað farið bæði í “Outlaw” og “Pro Street” þannig að GF flokkurinn hefði kannski getað verið opinn á eftir og komið á óvart.
Þarna er það sama og með SE flokk, Upp með nítróið og mætið!!!!!!!!!!!!!!!!!.

Þá eru það “leyniflokkarnir” okkar.:

Milde Street;  True Street;  Pro Street; Outlaw og CS Super Street
Þessa flokka má síðan skipta niður í gömlu flokkan eða réttara sagt þeim gömlu má skipta á þá nýju!

Skiptingin yrði þá til dæmis eftirfarandi:

Mild Street = MC-SE-GT,  True Street = MC-GT- SE-GF,   Pro Street = GF-SE-OF osf...

CS Super Street = RS-GT.

Þá er bara að fara að lesa sig til, það eru flokkar fyrir alla, og svo ef þið sjáið ekkert ljós í þessu, þá er það náttúruleg já hvað annað “bracket”.

Ég skora á alla sem standa að keppnunum og stjórn klúbbsins að gera öllum keppnisflokkum jafn hátt undir höfði með jafn góðri kynningu sem nær til allra flokka.  

Ég skora líka á alla þá sem eiga skemmtilega og aflmikla bíla bæði nýja og gamla að skoða flokkana og sjá hvar þeir passa inn í og mæta síðan til keppni.
Það er enginn orðinn Íslandsmeistari fyrirfram.  
Við hljótum samt að auglýsa eftir þeim sem langar til að verða það
Það er heldur enginn búinn að vinna keppnir fyrifram eins og dæmin hafa marg oft sýnt.
Látum þess vegna ekki “þjóðsögur” um ósigrandi “Tröll” og “Drauga” fortíðar glepja okkur og hræða frá því að gera það sem er skemmtilegt.
Mætum öll og höfum gaman af.

177
Sælir félagar. :)

Það hefur mikið verið rætt um öryggisbúnað og öryggisskoðanir að undanförnu.
Hér á eftir koma nokkrar ráðleggingar til ykkar sem langar að keppa og fara hratt, því þá þarf að fara eftir vissum öryggisreglum sem eru alþjóðlegar.
Staðreyndin er hinns vegar sú að það eru jú alltaf einhverjir sem ekki skilja hvers vegna það þarfa að setja fyrirbyggjandi öryggisbúnað í sín keppnistæki.
En það er einfaldlega til þess að verja viðkomandi ökumann og áhorfendur ef slys yrði, og til að halda sportinu eins öruggu og hægt er.
Auðvitað er það möguleiki að svindla á öryggisskoðun, en er það þess virði.
Er maður þá ekki bara að svindla á sjálfum sér?
Það er eins og oft er sagt: “Ef þú ert með 2000kr haus þá kaupir þú þér 2000kr hjálm.”

Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar sem eru fengnir frá NHRA og notaðir um allan heim.
Þessar viðmiðunarreglur hafa verið flokkaðar eftir tímum, þannig að þetta er auðveld og fljótleg lesning.
Ef einhver er með fleiri spurningar um öryggismál  þá endilega að spyrja og við reynum að svara um hæl.

Reglur fyrir alla:

Ef rafgeymir hefur verið færður til þá þarf ökutækið að hafa utanáliggjandi höfuðrofa sem rýfur allan straum og drepur á vél.
Breyta þarf tengingum á tækjum með rafal til að höfuðrofi drepi á mótor þegar honum er slegið út.
Allir ökumenn verða að vera með viðurkenndann hjálm á höfði.


12,00 til 13,99

Allir ökumenn verða að vera með staðlaðann hjálm.
Blæjubílar verða að vera með sex punkta veltigrind.


10,00 til  11,99

Bílar með óbreyttan hvalbak og óbreytt gólf og yfirbygginu mega fara í 10,00sek með sex punkta veltigrind.

Blæjubílar sem fara hraðar en 11,00sek verða að vera með samþykkt 10-punkta veltibúr.

Sérsmíðaðir (aftermarket) öxlar skylda.

SFI stöðluð fimm punkta öryggisbelti skylda.

SFI staðlaður damper skylda (eða hlíf) fyrir bíla sem eru með tímann 10,99 og undir.

Allir ökumenn verða að vera í SFI stöðluðum eldvarnar jakka. (galli æskilegur)

Beinskiptir bílar verða að vera með SFI samþykkt kúplingshús eða hlíf.

Sjálfskiptihlíf SFI stöðluð skylda á bílum sem fara 10,99sek og hraðar.

Allir ventlar í felgum verða að vera með stál legg.


7,50 til 9,99.

10 punkta veltibúr með fullri skoðun skylda.

Glugganet skylda.

Marglaga (multi-layered) SFI staðlaður eldvarnargalli skylda.

SFI staðlaður hálskragi skylda.

Sjálfskipting verður að vera með SFI samþykktri flexplötu (flexplate) og hlíf.

Fallhlíf skylda þegar ökutæki hefur náð 150mph-240km og/eða er aðeins með bremsur á afturhjólum.

Við vonum að þetta hjálpi eitthvað, og svari einhverjum spurningum.

ATH!

Þegar tæki er komið niður fyrir 10,00sek þá gilda mun strangari reglur um útbúnað, byggingu og stöðlun.
Hér að ofan er aðeins stykklað á stóru og ættu menn að lesa aðalreglurnar og hafa samband við skoðunarmenn klúbbsins ef einhverjar spurningar vakna.

178
Bílarnir og Græjurnar / Eitthvað Öðruvísi, eða hvað
« on: November 25, 2003, 22:31:34 »
Sælir félagar. :)

Það er oft gaman að að sjá þegar menn gera eitthvað frumlegt.
Þetta á líka við þegar menn koma og breyta einhverju öðru en Amerískum bílum í keppnisbíla fyrir Spyrnu.
Það er þó nokkuð mikið af þessu á Norðurlöndunum og í Bretlandi, og þá nota menn ekki bara önnur boddý heldur líka aðrar vélar en frá USA.
Ég hvet menn til að setja slóðir inn á svoleiðis síður hér á þráðinn.
Hér er sú fyrsta.

http://www.sbmracing.com/

Pages: 1 ... 7 8 [9]