Kvartmílan => Chrysler => Topic started by: #1989 on November 28, 2008, 16:45:12

Title: 300F
Post by: #1989 on November 28, 2008, 16:45:12
Er ekki best að hafa einn flottan hrysler á þessum slóðum, hér er 1960 Chrysler 300 F, merkilegur vagn á sínum tíma, voma að myndirnar gangi kv. Siggi
Title: Re: 300F
Post by: Racer on November 28, 2008, 18:54:44
er eða hefur einhvern tímann verið svona hérlendis?
Title: Re: 300F
Post by: Kristján Skjóldal on November 28, 2008, 19:55:04
já er þetta ekki eins og billinn sem Kalli Málari var með og seldi út
Title: Re: 300F
Post by: dodge74 on November 28, 2008, 21:57:54
jú allavega svipaður
Title: Re: 300F
Post by: Kiddi J on November 28, 2008, 23:46:27
Hann var 61 árg. Seinasta söluverð á honum var 600.000 sænskar krónur, fyrir um 10 árum held ég. Reiknið nú....
Title: Re: 300F
Post by: #1989 on November 29, 2008, 00:08:56
Jaa nú er ég hissa, hef ekki heirt um þennan 61 bíl svo ákveðið áður, en þessir gaurar eru fjári sjaldgæfir báðir innanvið 1800 eintök þessvegna dáááldið dýrir.
60=1212 stk. 61=1617 Stk.í heild þ.e. ht og blæja.
Siggi
Title: Re: 300F
Post by: Racer on November 29, 2008, 13:09:41
sem sagt var bara einn hérna?

pabbi var eitthvað um daginn að tala um draumabílinn að honum langaði í einhvern 1960 bíl með ugga á afturbrettunum sem hann sá hérna fyrir mörgum árum , auðvita mundi hann ekkert tegundina :) , fór að spá hvort það var þessi tegund svona áður en maður spyr karlinn.. þetta er á 10 ára kaup plani hjá honum svo nóg af tíma.