Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Trukkurinn

Pages: 1 2 [3]
41
Bílarnir og Græjurnar / Uppgerð á Camaro 68 Hugger orange
« on: July 24, 2011, 18:33:31 »
Ég var búinn að lofa einhverjum að senda inn nokkrar myndir af vinnu okkar við uppgerð á Camaro 68. Vinnan gengur vel, en ýmislegt hefur komið í ljós eins og gengur þegar mikið er rifið í sundur. Ákveðið var að fara alla leið með viðgerðir á yfirbyggingu og hún sett upp á grilltein.
Búið er að flytja inn um 140 mismunandi nýja varahluti og vantar enn eitthvað uppá áður en yfir líkur. Skipt er um nokkra bita í undirvagni og innri bretti bæði aftan og framan. Einnig ákváðum við að skipta út báðum sílsum, þrátt fyrir að þeir eru nýlegir, leist ekki á vinnubrögðin sem þar höfðu verið viðhöfð.

Subfreimið, fjörðrun, hjólastell og reyndar allt sem talist getur slithlutur, hefur verið endurnýjaður, þó ekki hafi vélin verið gerð upp, en sagt er að hún sé ekin 5000 mílur frá upptekningu. Ekkert hefur enn komið fram sem bendir til annars. Nánast allt rafkerfið, öll bremsu- og eldsneytisrör ásamt öllum börkum o.þ.h. verða að sjálfsögðu endurnýjuð. Í raun er ljóst að um nánast nýjan bíl verður að ræða, a.m.k. hvað kramið varðar. Áætlað er að ljúka viðgerðarvinnu á yfirbyggingu í kringum áramótin og freistast til að mála hann snemma vors.
Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um lit, en það skýrist fljótlega. Hann verður að mestu orginal, þ.e. reynt verður að halda því útliti sem hann hafði, fyrir utan að verða hálfgerður "SS clone"

Kveðja,

Skúli K.
 

42
Varahlutir Óskast Keyptir / Vökvastýri í Camaro 68
« on: May 04, 2011, 21:38:30 »
Vantar vökvastýri í Camaro 68. Aðeins óslitið eða lítið notað kemur til greina. Vantar allan pakkann, þ.e. dælu, slöngur og festingar með.

Upplýsingar í síma 822-8080 Skúli K.

43
Hlekkir / Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« on: February 24, 2011, 19:06:55 »
Já þeir hjá LegendsSV eru búnir að fá yfir sig tölvupósta og símtöl og sér kannski ekki fyrir endan á því  :mrgreen:  Það er ansi harðsvíraður mannskapur sem sækir Yellowbullet síðuna heim á hverjum degi, (50.000 þús. meðlimir). Þeir sem hafa svindla á meðlimum hafa stundum komið grátandi fram og óskað eftir vægð eftir að hafa upplifað hringingar á heimili sín á öllum tímum sólahringsins og eftir að hafa séð einhverja ókunna pickup trukka á sveimi í kringum húsin á kvöldin .   :P

Úps! Ekki alveg það sem ég hafði í huga með þessu.

Vildi bara láta ykkur vita að bílasalinn (Legends) var að senda mér mikið bréf, þar sem hann harmar atvikið og svikin og ætlar að bæta mér það sem ég fór fram á. Hugsanlega góður endir á slæmri sögu. Ég læt ykkur fylgjast með.

Strákar,takk fyrir hjálpina. 

44
Hlekkir / Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« on: February 24, 2011, 16:39:53 »
Já þeir hjá LegendsSV eru búnir að fá yfir sig tölvupósta og símtöl og sér kannski ekki fyrir endan á því  :mrgreen:  Það er ansi harðsvíraður mannskapur sem sækir Yellowbullet síðuna heim á hverjum degi, (50.000 þús. meðlimir). Þeir sem hafa svindla á meðlimum hafa stundum komið grátandi fram og óskað eftir vægð eftir að hafa upplifað hringingar á heimili sín á öllum tímum sólahringsins og eftir að hafa séð einhverja ókunna pickup trukka á sveimi í kringum húsin á kvöldin .   :P

Úps! Ekki alveg það sem ég hafði í huga með þessu.

45
Hlekkir / Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« on: February 24, 2011, 10:00:56 »

46
Hlekkir / Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« on: February 23, 2011, 18:54:34 »
Sæll

Það er fundur hjá MC deild KK annað kvöld upp í félagsheimilinu okkar út við brautina sem byrjar kl. 20:00. Heitt á könnunni og menn að hittast og ræða saman. Verð þar ásamt einhverjum fleirum sem hafa gert upp bíla eins og þinn og geta veitt þér allar þær upplýsingar sem geta komið þér að gagni.

kv.
Ari

Takk Ari, en ég verð því miður ekki í bænum annað kvöld. Sjáum til með næsta fund.

47
Hlekkir / Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« on: February 23, 2011, 16:50:12 »
Gott að heyra að þú sért kominn af stað með lagfæringar á bílnum. Ég hef notast með góðum árangri í gegn um árin við fyrirtæki sem heitir Rick's Camaro (http://www.rickscamaros.com/) með varahluti í Camaro. Nú er hægt að kaupa allt í þessa bíla, alla bodyparta og meira að segja nýjar grindur ef með þarf.

Þér til fróðleiks þá hefur Kvartmíluklúbburinn komið á laggirnar svokallaðri "Muscle Car deild ".  Þar um borð eru félagsmenn sem geta veitt þér tilsögn ef með þarf.



Takk fyrir það Ari, ég er einmitt að kaupa allt dótið í gegnum Rick's Camaro. Það væri auðvitað gaman að heyra í einhverjum Camaro ,,sérfræðingi".

48
Hlekkir / Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« on: February 23, 2011, 15:08:41 »
Velkominn á spjallið, gaman að heyra að þetta sé ekki eins slæmt og það lýtur út fyrir að vera og enn skemmtilegra að þið feðgar
séu að hafa gaman að þessu verkefni.  8-)

Það væri gaman að fá myndir frá ykkur af viðgerðum.

Takk fyrir það. Það má vel vera að ég týni saman einhverjar myndir þegar fram líða stundir. Við áætlum að hefja vinnu við samsetningu í næsta mánuði. Erum að sandblása og snurfusa á meðan. Ég er búinn að semja við klára og áhugasama stráka á réttingarverkstæði hér í bæ, til að laga frágang á ýmsum stöðum, skipta út mælaborðsplötunni (sem er ryðguð í hornum) og  smíða það sem á vantar, eins og t.d. að laga endana á ,,subfreiminu" sem myndir eru af í myndbandinu, en þar hafa kanarnir farið styðstu leið.

Kv, Trukkurinn 

49
Hlekkir / Re: Íslendingur kaupir köttinn í sekknum..
« on: February 23, 2011, 14:02:47 »
Strákar rólegir.

Ég er eigandinn af þessum bíl og engin ástæða til að vorkenna mér. Það er rétt að bíllinn er ekki í samræmi við það sem ég taldi mig vera að kaupa, en alls ekki eins slæmur og myndbandið gefur til kynna. Það er ekkert ryð í yfirbyggingunni sjálfri, Frambretti ný, hliðar nýjar, húdd og skott nýtt, sílsar nýir og gólf endurnýjað, þó auðvitað þurfi að lagfæra vinnubrögðin, enda eins og einhver sagði, þá eru þessir kanar ekki alveg í takt við okkur hvað þetta varðar. Bíllin hefur nú Þegar verið rifinn og allir ryðgaðir hlutir verið pantaðir nýir frá USA. Einnig er ég að skipta út meira og minna öllum slitflötum í kraminu, að undanskildri vél og skiptingu, sem virðist vera í fínu lagi. Má þar nefna sem dæmi, fram og aftur fjöðrun, allar fóðringar hvar sem þær finnast, allir bodypúðar og boltar, stýrisgangur, barkar, hluta af rafkerfi, ásamt mörgu öðru. Meiningin er að koma honum á lappir í vor og leika sér aðeins, en síðan fer hann í almálningu með haustinu, þannig að hann verði sýningarhæfur. Þetta er að mörgu leyti góður bíll, a.m.k. gott efni í góðan bíl. Þrátt fyrir allt, þá er þetta búið að vera skemmtilegt fyrir okkur feðga, og ágætis verkefni til að dunda sér við um helgar.

Ástæða þess að ég gerði þetta myndband, er af prinsipp ástæðum, ég þoli illa þegar logið er að mér. Ég var í miklu sambandi við þetta fyrirtæki nokkru áður en ég ákvað að kaupa og taldi mig hafa nóg til að geta treyst þeim. Ég er ekki viss um að þeim finnist þeir hafa svindlað á mér, því kanarnir eru alls ekki svona kröfuharðir. Sennilega hef ég borgað um 6000 dollurum of mikið fyrir hann miðað við ástandið, en það er bara eins og það er, "you win some and you lose some."

En alla vegana, þá verður þetta fljótlega flottur og góður bíll sem á vonandi eftir að vekja einhverja athygli hér í heimi gamalla bíla.

Kveðja, Trukkurinn og kötturinn (ekki í sekknum)


 








Rakst á þetta á erlendu spjallborði.......Nýinnfluttur '68 Camaro, leiðindarmál :evil:

<a href="http://www.youtube.com/v/gihRChDAeiw?fs=1&amp;amp;hl=en_US&amp;amp;rel=0" target="_blank" class="new_win">http://www.youtube.com/v/gihRChDAeiw?fs=1&amp;amp;hl=en_US&amp;amp;rel=0</a>

Pages: 1 2 [3]