Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Trukkurinn

Pages: 1 [2] 3
21
Sælir strákar og gleðilega hátíð.

Við feðgar erum búnir að dunda okkur aðeins í nokkrum hlutum sem við teljum nauðsynlega, eftir að hafa notað bílinn í eitt sumar. Í fyrsta lagi erum við búnir að setja í hann Power diskabremsur að framan, sem við áttum að gera strax eins og einhver sagði réttilega. Síðan settum við í hann orginal Cowl Induction system, en það verður að fylgja þessu 69 húddi sem er á honum. Eftir þó nokkrar ábendingar og áskoranir, settum við krómaða sílsalista á hann, en þeir voru til og komu á honum á sínum tíma. Að lokum settum við í hann 3ja punkta bílbelti, sem passa ótrúlega vel við allt saman.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir. Í vor verður síðan sett í hann 3:73 drif með læsingu, sem búið er að útvega.

Kveðja,

Skúli K.

22
Þetta er glæsilegt hjá ykkur feðgar.  =D>

23
Flottur! Gangi þér vel. Ég hálf öfunda þig af því að vera að byrja.

24
Bílarnir og Græjurnar / Re: Camaro 68, nýtt íslenskt myndband
« on: September 07, 2012, 12:49:21 »
Kærar þakkir strákar. Gaman að heyra frá ykkur.  \:D/

25
Bílarnir og Græjurnar / Camaro 68, nýtt íslenskt myndband
« on: September 03, 2012, 22:00:28 »
Hérna kemur nýtt myndband af Camaro 68 í akstri í fallegu umhverfi fyrir utan Reykjavík. Myndbandið gerðum við feðgar og tónlistin er í boði KK.

Góða skemmtun.


Camaro 68, Wild on the road in Iceland


26
Bílarnir og Græjurnar / Re: Camaro 68, Uppgerð
« on: June 25, 2012, 13:02:57 »
Takk strákar, þetta er eiginlega eins og að aka nýjum 44 ára gömlum bíl.

27

Hér kemur síðasta myndbandið um uppgerðina á Camaro 68. Málningin, samsetningin og fyrsta sýningin á honum.

Kveðja,

Skúli K.

Camaro 68 Restoration Final part 5 (Iceland)


28
Bílarnir og Græjurnar / Re: Camaro 68, Uppgerð
« on: April 17, 2012, 22:39:18 »
Hann verður nákvæmlega svona ef allt gengur eftir á næstu vikum.


29
Bílarnir og Græjurnar / Re: Camaro 68, Uppgerð
« on: April 17, 2012, 20:05:45 »
Þáttur fjögur kominn inn. Nú hefst 4-5 vikna vinna við undirvinnu fyrir málningu.

https://vimeo.com/40506435

Kveðja,

Skúli K.



30
Bílarnir og Græjurnar / Re: Camaro 68, Uppgerð
« on: February 14, 2012, 20:19:26 »
Þá er það ákveðið. Takk strákar.

31
Bílarnir og Græjurnar / Re: Camaro 68, Uppgerð
« on: February 14, 2012, 18:05:24 »
Takk Gunni. Það er ljóst að ég verð að breyta þessu, því ég vil getað spólað og spyrnt.  Ef þetta væri þinn bíll, hvaða hlutfall yrði fyrir valinu?:lol:

32
Bílarnir og Græjurnar / Re: Camaro 68, Uppgerð
« on: February 13, 2012, 23:58:15 »
Takk strákar.

33
Bílarnir og Græjurnar / Re: Camaro 68, Uppgerð
« on: February 13, 2012, 22:50:46 »
Hvar fæ ég hlutföllin og hugsanlega caisinguna ef ég skelli mér í þetta, hvort sem ég nota 3.73 eða 3.53? Er þetta til hér heima?

34
Bílarnir og Græjurnar / Re: Camaro 68, Uppgerð
« on: February 13, 2012, 18:53:40 »
Takk fyrir þetta. Ég verð bara að viðurkenna það að ég hugsaði ekkert út í þetta. Það er alveg rétt hjá þér að hann var frekar latur af stað og ég hugsaði eiginlega bara um að "tjúna" vélina svona þegar ég væri búinn að öllu hinu. Munar þetta miklu hvað upptakið varðar?

35
Bílarnir og Græjurnar / Re: Camaro 68, Uppgerð
« on: February 12, 2012, 23:48:34 »
Nei Moli, nú fer að verða virkilega gaman að þessu. Kominn upp úr jörðinni og farinn að byggja upp.  \:D/

36
Bílarnir og Græjurnar / Re: Camaro 68, Þáttur þrjú
« on: February 12, 2012, 23:34:52 »
Setti inn nýjar myndir, þær tala sínu máli. Meiningin er að koma honum í málningu strax eftir páska.


Camaro Restoration Part three (Skúli Iceland)


37
Bílarnir og Græjurnar / Re: Camaro 68, Uppgerð, Update 2
« on: November 20, 2011, 22:35:03 »
Sælir strákar.

Jæja, þá er búið að taka tvær góðar helgar með góðum árangri. Búið er að setja í hann báðr hliðarnar og vinna svolítið í mælaborðinu ásamt því að hreinsa allt lakk af yfirbyggingu. Hliðarnar pössuðu ótrúlega vel, en mikil vinna fór í að stilla af og sjóða.  Hurðarnar og bensíntankurinn fóru í sandblástur, en eitthvað þarf að smíða í hvorutveggja.

Kveðja,

Skúli K.

Update 2, on Camaro 68 Restoration


38
Bílarnir og Græjurnar / Re: Camaro 68, Uppgerð
« on: October 28, 2011, 07:40:06 »
Takk, strakar. Virkilega gaman ad fa svona komment.  :lol:

39
Bílarnir og Græjurnar / Camaro 68, Uppgerð
« on: October 27, 2011, 14:45:11 »
Sælir strákar og stelpur.

Hér er stutt myndaband um stöðuna á uppgerðarmálum mínum og Camara 68 sem kom til landsins í fyrra.

Camaro 68 Restoration

Kveðja,

Skúli K.

40
Meira síðar.

Pages: 1 [2] 3