Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Bilabjossi on November 19, 2011, 13:32:42

Title: amc javelin sst 72
Post by: Bilabjossi on November 19, 2011, 13:32:42
var að eignast gripinn veit ekkert um hann nema hann var blar i gamla daga ! ef einkver þarna uti þekkir sögu þessa bills .  mindir af honum koma fljotlega . með firirfram þökk um upplisingar Bjössi
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: 429Cobra on November 19, 2011, 14:54:32
Sælir félagar. :)

Sæll Bjössi.

Ertu viss um að hann hafi verið blár?

Það var bara einn svona blár Javelin á götunum og bróðir reif hann fyrir 1990 og þá var sá bíll svo gott sem ónýtur og hann var 1974 módel með 304cid.

Ert þú ekki með þann sem var svartur og með 360cid, hann var einmitt bæði með "spoiler-inn" og grillið af 1974 bílnum sem bróðir reif.

Kv.
Hálfdán.
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: 429Cobra on November 19, 2011, 16:02:25
Sælir félagar.

Sæll Bjössi.

Gæti þetta ekki verið bíllinn sem þú ert með núna:
(http://spjall.kvartmila.is/index.php?action=dlattach;topic=18430.0;attach=5184;image)

Ef svo er þá er þetta sá sem var svartur og með 1974 módel af grilli.
Hér er þráður um bílinn:  http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=18430.0 (http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=18430.0)


Kv.
Hálfdán. :roll:
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Bilabjossi on November 19, 2011, 18:04:41
ju þetta er billinn ! keifti hann sem 1972 argerð og hann atti að hafa verið blar ( sa mind af honum blaum ) er blar inni i hurðum ! :-k
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: 57Chevy on November 19, 2011, 21:47:04
Það var til Javelin 71-72 blár með 304 í denn.
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Hr.Cummins on November 19, 2011, 22:24:27
Hvaða árgerð var bíllinn sem að Ingvar Gissurar var með :?:

Og hvar er sá bíll niðurkominn í dag :?:
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Kristján Skjóldal on November 19, 2011, 23:24:33
lestu bara þræðina!! en hann er hér fyrir norðan og það var slatti af fólki að vinna í honum í dag við að undirbúa fyrir málingu. nú svo er eigandinn
 búinn að kaupa flottustu AMC hedd sem hingað hafa komið og senilega þaug dýrustu líka he he sá bill á eftir að verða hrikalegur =D>
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: 429Cobra on November 19, 2011, 23:39:42
Sælir félagar. :)

Væntanlega er þetta blái Javelin-inn sem verið er að skrifa um hér á þræðinum:
(http://www.internet.is/racing/AMC_Javelin_74_304.jpg)

En þetta er ekki sami bíll og Bjössi var að kaupa þar sem bróðir reif þenna fyrir meira en 20 árum síðan.

Hins vegar er Bjössa bíll með grillið og spoilerinn af þessum.
(Myndin er tekin á Bílasýningu KK 1985)
Þessi var 304cid og 3. gíra beinskiptur.

Kv.
Hálfdán. :roll:
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Hr.Cummins on November 19, 2011, 23:59:30
lestu bara þræðina!! en hann er hér fyrir norðan og það var slatti af fólki að vinna í honum í dag við að undirbúa fyrir málingu. nú svo er eigandinn
 búinn að kaupa flottustu AMC hedd sem hingað hafa komið og senilega þaug dýrustu líka he he sá bill á eftir að verða hrikalegur =D>

Er það bíllinn hans Ingvars :?:

Ég sá bara hvergi minnst á það Kristján :!:
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Kristján Skjóldal on November 20, 2011, 00:02:31
ef þú skoða link sem er bent á hér fyr þá kemur nánast öll amc þvælan he he
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: 57Chevy on November 20, 2011, 11:37:41
Sælir félagar. :)

Væntanlega er þetta blái Javelin-inn sem verið er að skrifa um hér á þræðinum:
(http://www.internet.is/racing/AMC_Javelin_74_304.jpg)

En þetta er ekki sami bíll og Bjössi var að kaupa þar sem bróðir reif þenna fyrir meira en 20 árum síðan.

Hins vegar er Bjössa bíll með grillið og spoilerinn af þessum.
(Myndin er tekin á Bílasýningu KK 1985)
Þessi var 304cid og 3. gíra beinskiptur.

Kv.
Hálfdán. :roll:

Þessi sem ég er að tala um var dökkblár, var hér á Skaga.
Var altaf lágr og óbreittur á koppum.
Surning hvort hann sé hér nýsprautaður í ljósblárri lit og með annað grill og húddskóp ?????
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: HK RACING2 on November 20, 2011, 12:48:27
Man alltaf eftir einum svona vínrauðum uppá skaga gott ef það var ekki eitthvað gyllt í honum líka,var með mynd af nöðru á húddinu,stóð eitthvað fyrir utan hjá Bödda eyþórs,held að hann hafi verið rifinn á endanum væri gaman ef einhver ætti mynd af honum....
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Bilabjossi on November 20, 2011, 14:11:49
þetta er mindinn sem eg sa og var sagt að þetta væri billinn sem eg var að kaupa  :-" hann er blar innan i hurðum og i hvalbak 
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Hr.Cummins on November 20, 2011, 15:38:51
ef þú skoða link sem er bent á hér fyr þá kemur nánast öll amc þvælan he he

Fyrirgefðu Kristján minn,

Ég sá einfaldlega ekki linkinn fyrir ofan...

En þá er það komið á hreint, hann var alveg afburðar heill sá bíll þegar að ég skoðaði hann hjá Ingvari, enda topp maður þar á ferð með topp metnað fyrir öllu sem að hann gerir :!:
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Hr.Cummins on November 20, 2011, 16:10:09
Fyrir utan nokkra spasl-klumpa sem að hrundu úr honum eftir smá barsmíðar... :lol: en mig minnir að Ingvar hafi nú komist fyrir endann á því áður en að hann lét hann frá sér...
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: íbbiM on November 21, 2011, 21:46:10
bíllinn sem hann var með var annað boddý en þessir sem hér um ræðir
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: 57Chevy on November 22, 2011, 00:04:27
Bjössi veistu fastnúmerið á bílnum ?
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Bilabjossi on November 22, 2011, 00:11:05
nei er ekki buinn að fa pappira firir billnum en það er boddimumer a mælaborðinu þarf að setja það inn her a siðuna so að  8-) snilinganir  8-) her a spjallinu getið lesið ur þvi firir mig !
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Moli on November 22, 2011, 09:01:02
nei er ekki buinn að fa pappira firir billnum en það er boddimumer a mælaborðinu þarf að setja það inn her a siðuna so að  8-) snilinganir  8-) her a spjallinu getið lesið ur þvi firir mig !

Bjössi, fastanúmerið á þínum er eflaust BX-369 og VIN# A2C797H244455, en endilega skelltu inn því sem stendur í mælaborðinu.

Bíllinn þinn (BX-369) var skráður svartur 1994, áður var hann blár, hér er svo ferillinn.

Eigendaferill
20.05.1998    Jósef Dan Karlsson    Skógarbraut 926    
09.05.1997    Sigurður Guðjónsson    Garðsstaðir 36    
09.05.1997 Guðrún Magnúsdóttir    Írabakki 6    
28.07.1995 Jón Páll Halldórsson    Miðstræti 3    
20.04.1994 Halldór Þorsteinn Gestsson    Laugatún 6    
15.10.1992    Auðunn Ingvar Pálsson    Fremstafell 2    
12.09.1990 Heimir Freyr Heimisson    Eyrarvegur 18    
21.07.1988    Óttar Ingason    Múlasíða 3e    
27.04.1984    Sigurður Erlendsson    Stóra-Giljá    
25.06.1983    Ásbjörn Gíslason    Norðurvegur 20    
08.06.1979 Árni Pálmason    Eyjahraun 23    
23.07.1976    Guðmundur Sigfússon    Naustahlein 14    

Skráningarferill
29.04.1994    Endurskráð - Almenn
15.10.1992    Afskráð -
18.11.1974    Nýskráð - Almenn

Númeraferill
29.04.1994    BH369    Almenn merki
13.07.1984    H2405    Gamlar plötur
27.06.1983    A2134    Gamlar plötur
23.07.1976    X2457    Gamlar plötur
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Dodge on November 22, 2011, 09:56:54
Þegar nýjasti skráði eigandi Jósef Dan Karlsson átti þennan þá var hann svartur með L-88 húddi
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Moli on November 22, 2011, 11:57:28
Tvær gamlar.

Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Moli on November 22, 2011, 11:58:42
nei er ekki buinn að fa pappira firir billnum en það er boddimumer a mælaborðinu þarf að setja það inn her a siðuna so að  8-) snilinganir  8-) her a spjallinu getið lesið ur þvi firir mig !

Bjössi, fastanúmerið á þínum er eflaust BX-369 og VIN# A2C797H244455, en endilega skelltu inn því sem stendur í mælaborðinu.

Bíllinn þinn (BX-369) var skráður svartur 1994, áður var hann blár, hér er svo ferillinn.



Fastanúmerið er auðvitað BH-369 en ekki BX-369
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Hr.Cummins on November 22, 2011, 23:43:03
Þetta virðist hafa verið hin verklegasta græja :!:
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: 57Chevy on November 22, 2011, 23:45:55
Miðað við þennan eigendaferil er þetta ekki sá er var hér á Skaga. :-k
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: User Not Found on November 23, 2011, 00:30:35
Ef þetta er BH369 þá var  þessi bíll skemtilegur í akstri að mínu mati frændi minn átti þennann bíl ´97 og var hann þá með soðnu afturdrifi þangaðtil það brotnaði og fékk hann lánuð tanhjól úr mismunadrifinu á chevyu novu  sem ég átti og það passaði saman .
Það gæti verið misminni hjá mér en ég er nokkuð viss um að hann var með 304 og sjálfskiftur þegar frændi átti hann man alltaf eftir því hvað mér fanst flott að farþeginn í bílnum að framan varð nánast að leggjast ofan á bílstjórann til að sjá á mælanna í mælaborðinu og í hvað gír skiftingin var, sá alltaf eftir því að hafa ekki átt pening þegar frændi seldi hann frá sér því hann bauð mér hann til kaups áður en hann seldist.
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Bilabjossi on November 24, 2011, 17:21:05
her  koma öll numer sem eg fann i billnum  \:D/ vin A2c797H244455 BODY 075679 MOTEL 7279-7 SO VORU 2 NUMER I VIÐBOT SEM ERU 65 OG 075318 VONANDI GETUR EINKVER LESIÐ UR ÞESSU MEÐ FIRIRFRAM ÞÖKK ! BJÖSSI
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: 429Cobra on November 24, 2011, 20:17:13
Sælir félagar. :)

Sæll Bjössi.

Það sem stendur þarna er: 
VIN:  A=American Motors, 2= 1972 (árgerð), C= 3. gíra sjálfskiptur í gólfi með stokk (gírkassi), 7= Javelin (gerð), 9= Hardtop, 7= Hornet, Javelin, Matador, Ambassador (grúppa), H= 304 (Mótor), 2= Kenosha WI (framleiðslustaður), 44455= raðnúmer bíls.

Upplýsingar fengnar af:  http://www.purpleized.com/AMX/Numbers/VIN.htm (http://www.purpleized.com/AMX/Numbers/VIN.htm)

Kv.
Hálfdán. :roll:
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Þórður Ó Traustason on November 28, 2011, 00:57:33
Bjössi,miðað við litinn á hvalbaknum og inn í hurðum þá hefur þinn sennilega litið svona út þegar hann var nýr.
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Bilabjossi on March 10, 2012, 17:30:18
til sölu
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: Ztebbsterinn on March 11, 2012, 10:57:25
Tvær gamlar.
(http://spjall.kvartmila.is/index.php?action=dlattach;topic=59936.0;attach=75682;image)


Man eftir þessum úr vesturbæ Kópavogs, örugglega í kringum ~"96, þá var maður þar 16 ára púki.
Ég og vinur minn veittum honum mikla athyggli og var okkur boðið hann til kaups, vélarlausan að mig minnir.. en ekkert varð að þeim kaupum, kanski sem betur fer.
Title: Re: amc javelin sst 72
Post by: juddi on March 11, 2012, 13:27:07
Man eftir þessum og svo átti faðir minn þennan Bronco