Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: 1965 Chevy II on October 11, 2008, 18:39:08

Title: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: 1965 Chevy II on October 11, 2008, 18:39:08
Vildi bara þakka fyrir daginn og sumarið,frábær dagur og vel keyrð keppni.
Raggi til hamingju með metið og titilinn,Leifur til lukku með tiltilinn og Þórður til lukku með titilin.

Góður dagur fyrir mig líka 10.22 á 134.3mph í spóli með 1.57 60ft

Bíð spenntur eftir næsta seasoni 8-)
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on October 11, 2008, 18:58:13
Já ég tek undir það mjög góður dagur.
Og sama hér virkilega góður fyrir mig tók best 11.556@138.88 með 1.75 60ft .... blessuðu heilsársdekkin höfðu ekkert grip.
Mar bætir sig þegar að brautin verður aðeins heitari

Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Krissi Haflida on October 11, 2008, 19:05:49
Gummi ertu ekki að meina10,55 :wink:
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: 1965 Chevy II on October 11, 2008, 19:09:36
Já shit ég gleymdi Gumma  :oops: til lukku Gummi með FRÁBÆRANN tíma og hraða,þvílíkt sem þetta er að virka flott hjá þér =D>
Já Gummi ekki vera að draga úr þessu  :mrgreen: þetta á að vera 10.55 hjá honum :wink:
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Kristján Skjóldal on October 11, 2008, 19:17:01
já til hamingju strákar
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Daníel Már on October 11, 2008, 19:43:46
bara flottir tímar og já Gummi minn þú ert eitthvað fastur með þetta 11 dæmi í huganum þínum enn til hamingju með 10.55 á evo!

sjálfur vann ég RS og er íslandsmeistari í RS 2008 :)
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: 1965 Chevy II on October 11, 2008, 19:50:10
Til hamingju Danni með Íslandsmeistara titilinn =D>
Hverjir fleirri urðu íslandsmeistarar?
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Geir-H on October 11, 2008, 20:06:54
Gummi varð meistari í GT,
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Gilson on October 11, 2008, 20:13:13
14.90 - Regína

13.90 Haffi held ég

12.90 - Danni Málari

rs - Danni Már

GT - Gummi 303

pro fwr - Tómas

mc - raggi

ms - ?

se - rúdolf

gf - þórður

of leifur


ekki viss með hjólinn

TAKK FYRIR SUMARIÐ OG TIL HAMINGJU MEÐ TITLA OG MET ÞIÐ SEM EIGIÐ ÞAÐ

kv Jóakim á accountinum hans Gilson

Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Lanzo on October 11, 2008, 20:16:09
Takk fyrir góðan dag gekk allt upp og bara gaman að sjá keppnina ganga svona hratt.

Til hamingju með metin í dag strákar og til hamingju allir sem eru orðnir íslandsmeistara.

Sjálfur Varð ég íslandsmeistar í 13.90 í dag, og þakka kærlega fyrir frábært sumar
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Kristján Skjóldal on October 11, 2008, 20:17:09
hvað var besti timin í dag og hver á hann :?:
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Einar Birgisson on October 11, 2008, 20:18:37
Til hamingju öll með metin og titlana, og að ná að klára Íslandsmótið.
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Daníel Már on October 11, 2008, 20:22:53
Þið sem stóðuð bakvið að halda þessa keppni í dag stóðuð ykkur frábærlega, Auðun kimi og gilson þeir eiga allir klapp fyrir þetta  \:D/

gekk vel og fljótlega í dag :)
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Valli Djöfull on October 11, 2008, 21:46:43
hvað var besti timin í dag og hver á hann :?:
Ef þú talar um OF hugsa ég að það hafi verið síðasta ferð Leifs..  6,199 ef ég man rétt.. Og index upp á 5,19 minnir mig..  Ekki mikið track í dag..
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: 1966 Charger on October 11, 2008, 22:20:04
Tek undir með öllum sem hér hafa skrifað:

Þakka mjög öllum sem hafa staðið að keppnishaldi í sumar fyrir okkur sem keppum. Af öllum ólöstuðum vil ég sérstaklega nefna Valla, Adda, Jóakim og Gísla.  Athugið góðir hálsar að tveir þeir síðarnefndu fá bílpróf á næsta ári.  Kvartmílan verður þeirra...

Sérstaklega er ég ánægður með svakalegan keppinaut í MC-inu, Harry Hólmgeirss sem gerði þessa keppnistíð þá skemmtilegastu, mest spennandi, ögrandi fyrir mig frá því ég fór fyrst brautina 1983 á 273 Dart á 16.42.  Vil líka nefna sérstaklega frábæran þennan 10.55 Evo tíma og Frikkatímann; alltaf gaman að sjá Transinn reysa sig. 

Þarna var samankomið harðkjarnalið sem bauð öllu krepputali birginn og átti ánægjulegan dag með Mister A, Stígsson gleiðbrosandi sem leader of the pack.  Nú losnar brátt Seðlabankastjórastaða og þá finnst mér alls ekki að hann eigi að verða fyrir valinu þótt eflaust verði eftir leitað  :D.  Auðunn á nefnilega bara heima á kvartmílubrautinni og sem annálaður sögumaður hvar sem hann tyllir niður rassi.

Góðar stundir

Óver and át (mikið át)

Ragnar
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Danni EVO on October 11, 2008, 22:23:45
Takk fyrir daginn og sumarið öllsömul. Þetta fór bara vel framm í dag.
vil eg óska öllum sigurvegurum dagsins og nýbökuðum íslandsmeisturum til hamingju.
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: @Hemi on October 11, 2008, 23:08:58
til hamingju með titlana og tímana strákar ! ;)


þakka líka fyrir daginn :)
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: hallir on October 12, 2008, 00:04:53
takk fyrir mig og til hamingju allir meistarar 2008 og takk fyrir vel unnin störf kvartmílustrákar  8-) :D
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Elmar Þór on October 12, 2008, 00:41:54
Til hamingju meistarar og methafar 2008
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on October 12, 2008, 02:33:59
Omg ... ég er búinn að vera rugla dóti saman í allann dag :)
Takk kærlega fyrir heillasóskirnar.

Og já ég fór víst 10.556

Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Kimii on October 12, 2008, 03:05:34
Svo ætla ég að þakka Mola takk fyrir hjálpina i dag, svo hann gleymist ekki. já og Tönju

takk fyrir sumarið
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Big Fish on October 12, 2008, 08:29:01
takk fyrir mig ágætis dagur , Ekki mikið track í dag... besti tími hjá mér var
 
60 ft voru best 1,497
1,8 var 5,963
besti tími 9,149
hraði 154 mil
 
kk þórður
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Harry þór on October 12, 2008, 10:02:35
Takk fyrir mig í sumar :D Takk Ragnar fyrir þetta glæsilega sumar og góð orð í mann garð. Til hamingju Ragnar með frábæran árangur sem þú ert búinn að ná í sumar.Gaman fyrir mig persónulega að vita til þess að ég er með keppnisskap 8-) Mæti í vor með enn stærri mótor og enn betri alles,bara ef ég fæ gjaldeyrir 8-)

Þeir sem hafa verið að brasa við keppnishaldið fá sérstakar þakkir - nefni engin nöfn svo ég gleymi engum =D>

Stjórnin fær þakkir lika þó ekki væri nema fyirr hitan - húsið - kofan - félagsheimilið eða hvað á það að heita?

mbk Harry Þór
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: lobo on October 12, 2008, 11:27:32
Ég vill þakka öllum sem stóðu fyrir kvartmíluni í sumar (vetur) !!!! =D> =D> =D> þetta er búið að vera þrælgaman að koma aftur að keppa eftir 14 ára fjarveru.

p.s. voru einhverjir með myndir af hjólonum frá keppnini í gær ? 
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: ÁmK Racing on October 12, 2008, 21:27:45
Til hamingju Íslandsmeistarrar og Methafar með góðan árangur.10.55 er frábær tími til lukku Gummi með þetta verður gaman að sjá framhaldið.Takk allir sem hafa lagt hönd áplóginn þetta er ekki auðvelt að standa í þessu brasi.Sjálfur hefði ég nú verið meira en lítið til í að vera með HULK þarna og æfa mig fyrir veturinn en hafði því miður ekki tíma í þetta sinn.Hlakkar rosa til næsta sumars og vonandi sjáumst við öll helill þarna í vor.Kv Árni Kjartans
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: X-RAY on October 12, 2008, 21:54:13
ég vil þakka fyrir mig og sérstakar þakkir til allra þeirra sem gerðu okkur hinum kleift að keppa  =D>

Sjáumst á næsta sumri   \:D/

Reynir
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Camaro-Girl on October 13, 2008, 00:11:18
Takk fyrir góðann dag :D

Og til hamingju Íslandsmeistarrar =D>
Title: Re: Takk fyrir góðann dag á brautinni .
Post by: Hera on October 13, 2008, 08:40:41
Takk frábærlega fyrir sumarið og veturinn eins og lóbó benti á  :mrgreen:
Til hamingju allir og kærar þakkir allir sem unnu að því að keppnir væru haldnar þrátt fyrir amason tímabilið, skítkastið og allt þar á milli takk kærlega fyrir að nenna þessu strákar og stelpur.