Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: maggifinn on September 18, 2011, 20:51:25

Title: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: maggifinn on September 18, 2011, 20:51:25
Ég spyrnti við fljótasta mann landsins í sandi um helgina.
 
 Það fá engin orð því lýst, tilfinningunni að starta við hliðina á þessari ófreskju.

 Ég óska Kristjáni til hamingju með sigurinn og Grétari með annað sætið.

 Sjallasandur 3 (http://www.youtube.com/watch?v=7XE06T15K8s#)

 Sjallasandur 2 (http://www.youtube.com/watch?v=JKJakvxqnic#)

 sjallasandur (http://www.youtube.com/watch?v=Ul3vDMDaZyg#)

 Þakkir fær Snorri Tómasson fyrir vídjóið og að hafa komið dragganum og krúinu mínu norður.
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Lindemann on September 18, 2011, 22:05:16
Þetta var alveg frábært, og ekki má nú gleyma því að þú tókst alveg svakalega flottar ferðir þarna!

Það er líka ekki leiðinlegt fyrir áhorfendur að sjá svona alvöru prjón!  =D> 8-)
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Jenni on September 18, 2011, 22:08:11
Maggi þú ert lang flottastur, það leyfði nú ekkert af þessu hjá Skjóldal sýndist mér!, Til hamingju með þennan glæsilega dragga!!
 
 Kveðja Jenni.
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Jón Bjarni on September 18, 2011, 22:14:19
þetta var hrikalega gaman :)

hér eru nokkrar myndir af þessu :)
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: meistari on September 19, 2011, 02:01:59
þetta var hrikalega gaman :)

hér eru nokkrar myndir af þessu :)
flottur
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Óli Ingi on September 19, 2011, 12:39:24
Þetta er bara held ég ein skemmtilegast og flottasta sandspyrna sem ég hef farið á. Maggi þið feðgar verðið svo duglegir að mæta norður í framtíðinni með tækið
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Einar K. Möller on September 19, 2011, 12:41:27
Djöfull eru wheelie-in tignarleg hjá Magga.... bara flott !  =D>
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Kristján Skjóldal on September 19, 2011, 18:17:56
he he já þetta var mjög gaman :D og já þarna gleimdi ég mér smá sem kennir manni að vanmeta ekki anstæðingin um of .en ég hreinlega átti ekki vona á að Maggi mundi gera eitthvað mikið og stórt í sinni fystu keppni á nýju græjuni svo að ég var bara slakur á ljósum  [-X en þá sá ég bara að kallinn lagði allt í þetta og hreinlega hvarf á stað og ég rétt náði honum svo í ferð 2 kom eitthvað hikk og nos búið þannig að ég klúðraði þeirri ferð  [-(nú ferð 3 var svo bara bless 3,40 á móti 3,9? em bara flottur keppandi sem fékk mig til að hafa fyrir þessu og það vel bara gaman og vonadi eigum við eftir að slást aftur á ráslínu kveðja KS
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Dodge on September 20, 2011, 09:56:23
3,84 sec í fyrstu keppni.. ekki ónýtt það  \:D/
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Páll Sigurjónsson on September 20, 2011, 11:56:38
Til Hamingju Maggi
Þetta eru einar flottustu ferðir sem ég hef séð hérna á klakanum í sandi bara tær snild  8-) .Maggi þessi draggi er hreint og klárt eitt þar flottasta spyrnutæki sem ég hef séð .Til lukku með þennan árángur .

Palli
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: maggifinn on September 20, 2011, 19:32:03
Hvað er hægt að segja við svona viðtökum,

  annað en Takk Fyrir.

 Við erum alveg í skýjunum með bæði bíl og vél.
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: eva racing on September 21, 2011, 10:33:49
Hæ.

           Pffft,   þegar ég fór svona hratt fór ég miklu hraðar......
 
   djók...   þetta var til fyrirmyndar hjá þér (ykkur) og það fer í pirrurnar á mér hvað ykkur tókst að gera þetta skynsamlega...
að mæta þarna, hafa aldrei prufað bílinn á skóflum (nokkrar bunur á slikkum)  
  ná þessum tíma, og það við að vera að slást við að halda þessu á jörðinni....
prjónferðir eru nefnilega flottar en ekki endilega mjög keppnisvænar...
    það er bara smotterí sem þarf að laga, minni skóflur, hærra drif, 318 (og stein undir bensíngjöfina meðan þú ert að venjast páverinu) og þú verður í miðju á næstu verðlaunaafhendingu....
ég ætla að vona að ég fái að leggja við hliðina á þér í næstu keppni (já, á ráslínunni)

   þetta var glæst hjá ykkur.
bjargaði norðurferðinni...
kv Valur Vífilss ferðamaður...
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Einar Birgisson on September 21, 2011, 13:21:47
Það sem Valur sagði.

nánast :)
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: fordfjarkinn on September 21, 2011, 15:29:18
Allt sem áður er sagt og svakalega ofsalega rosalega flott spirnu græja hjá krakkanum. =D>
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Shafiroff on September 21, 2011, 16:30:28
Hvað var nú þetta,geta þessir Ford blönduðu Dodge krypplingar ekki samgleðst okkur Chevrolet mönnum,Alltaf eitthvað svona hjá þér Teodór H .
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Jenni on September 21, 2011, 17:00:50
Auðnn þú verður að minnka pilluskammtinn eitthvað, eða muna eftir að taka þær! hvort sem á við, ég sá nú ekkert nema hól í þessu hjá Tedda!
Kveðja  Jenni.
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Shafiroff on September 21, 2011, 17:13:58
Það getur verið en halló,Maggi er þrítugur,hvenar á að hætta að kalla menn krakka.Mér finnst þetta ekki vel orðað.Ljái mér hver sem vill.
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: eva racing on September 21, 2011, 17:27:08
Hæ.
þú ættir nú að vita það flatkökugerðarmaður að hjá mönnum einsog okkur sem erum fæddir rétt um miðja síðustu öld þá er Maggi nánast með fósturfituna á hárinu ennþá....
   Tedda finnst Daddi vera táningur svo það er ekki skrítið að afkvæmið sé krakki.
 
Kær kveðja
Valur Vífilss samt eylífðartáningur....
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Páll Sigurjónsson on September 21, 2011, 17:44:27
Auðun
Ég man ekki betur en þú hafir kallað mig strákling eða litla alla tíð og hvað er að því .Við erum allir börn ;)
 
Palli
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Racer on September 21, 2011, 17:52:49
hehe menn geta rökrætt hvað hinir og þessir hafa kalla hvorn annan gegnum margar blaðsíður hérna.

annars alltaf flott þegar menn hvort sem þeir eru eldri menn eða yngri menn taka flottan tíma á nýju tæki og Til hamingju með þennan árangur Magnús.

Annars verð ég að vera sammála Palla með að hafa verið kallaður strákur af Auðunn en ekkert að því.. hver vil vera orðinn að gömlum manni :D

vísu tel ég að Auðunn var nú bara að skjóta á Tedda í gríni með þessu commenti :)
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: maggifinn on September 21, 2011, 18:34:03
Sá einn er gamall er hættir að leika sér.
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: motors on September 22, 2011, 01:43:14
  8-) Það eru nú fleiri í Mopar deildinni sem hafa gert það gott,ekki gleyma Ragnari á Charger og Garðari á Road Runner með flotta tíma og bætingu. En það er fínt að Auðunn hristi aðeins upp í liðinu. :)
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Shafiroff on September 22, 2011, 08:03:36
Þið eruð yndislegir,allir saman.Komin timi til að hressa aðeins upp á spjallið hérna.
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: eva racing on September 22, 2011, 09:08:08
hó hó hó.
  út með fallhlífina....
þið eruð aðeins að koma upp um ykkur..
        Linkurinn heitir   "Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina"
  Og þið sökkvið ykkur í einhverja kynlífsdrauma eða hvað þið eruð að tala um með þessu "gay" tali...
þið eruð á rangri spjallrás, þetta er bíla/kappaksturs spjallrás.
 Bara létt ábending...

Valur Vífilss ekki heiðursfélagi á einkamál.is ...

 
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: fordfjarkinn on September 22, 2011, 10:26:32
Já sælir
Ég ætla að biðja magga afsökunar á að skrif mín um þessa frábæru græju hafi snúist upp í einhvað allt annað.
Það er nú altaf gamann þegar gamlir menn sem eru farnir að nálgast elliheimilis aldurinn rísa upp á fúnar afturlappirnar og tjá sig um einhvað sem það hefur reindar misskilið frá A til Ö. Maður veit þó að hann er á lífi þó rykfallin sé. Þetta má Auðun alveg taka til sín :lol:
Svo held ég ekki með neinni tegund (nema kanski útdauðum AMC steingerfingum). Kallast nú frekar tegundarmella.
KV TEDDI Bæði misskilinn og rykfallinn kall.
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Bubbi2 on September 23, 2011, 16:04:48
hvað er málið hér inni er sumt ritskoðað og hent út og annað fær að standa ef svo er er þetta almesti kommanista vefur sem ég hef séð veit ekki hvort þetta á heima á þessum link endilega en það sem stóð hér hefur verið þurkað út allavega. finst miður að sumir geti drullað yfir aðra og ef menn svara fyrir sig þá er það fjarlægt, fer greinilega eftir tegundar hópum að mér sýnist
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Kristján Skjóldal on September 23, 2011, 16:33:11
 =D> :mrgreen:
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Shafiroff on September 23, 2011, 17:17:01
Auðvitað gerir það það.Þetta er létt grín,það er að segja ef það fór framhjá þér.
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: eva racing on September 23, 2011, 17:28:06
Hæ.
Auðunn minn, rólegur..... Ford menn hafa ekki mikinn húmor..(nema Kjarri Kjartans) . og alls ekki svartann eða kaldhæðinn...
  Hefur einhverju verið hent út. ??? varla nema menn séu með beinar persónulegar svívirðingar.....
sem aldrei væri hægt að taka alvarlega frá mönnum einsog ......... sumum.

 með vinalegustu félagakveðju

Valur Vífilss .. oftast til í létt þras.....
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Shafiroff on September 23, 2011, 18:47:53
Nákvæmlega.
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Elmar Þór on September 23, 2011, 19:51:41
hvað er málið hér inni er sumt ritskoðað og hent út og annað fær að standa ef svo er er þetta almesti kommanista vefur sem ég hef séð veit ekki hvort þetta á heima á þessum link endilega en það sem stóð hér hefur verið þurkað út allavega. finst miður að sumir geti drullað yfir aðra og ef menn svara fyrir sig þá er það fjarlægt, fer greinilega eftir tegundar hópum að mér sýnist

Kæri mustang maður og bubba aðdáandi, farðu ekki of geist, þeir gæti verið meinaður aðgangur að síðunni.
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Kiddi J on September 26, 2011, 23:18:42
Flott græja, til hamingju  8-)
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Hafþór Jörundsson on September 27, 2011, 08:16:41
"Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina"

Ég spyrnti við fljótasta mann landsins í sandi um helgina.

Hver á besta tímann í sandspyrnu er það ekki Þórður?
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Hafþór Jörundsson on September 27, 2011, 08:22:04
Kristján hefði Kannski náð því að vera fljótastur... ef kappinn hefði getað haldið botngjöf á fáknum alla brautina.
Title: Re: Það geggjaðasta sem ég hef reynt um ævina
Post by: Lindemann on September 27, 2011, 19:01:56
Það fer eftir því hvort talað er um hver er  fljótastur þessa stundina eða "ever"...... Kristján var a.m.k fljótastur á landinu þennan daginn.