Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: trommarinn on August 30, 2008, 18:44:03

Title: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on August 30, 2008, 18:44:03
jæja veit ekki hvort eitthver hafi áhuga en allavegana þá er ég 15 ára strákur sem á bronco 1966 og ég keypti hann í fyrra og þá var byrjað að dútla í honum og lagað ryð, sparslað, soðið og vesenast en í dag þá var sprautaður stálgrunnur og svo fylli grunnur..:) ég set inn nokkrar myndir, þennan hlera verður skipt um þess vegna vara hann ekki sprautaður :wink:  :D
Title: Re: bronco 1966
Post by: trommarinn on August 30, 2008, 18:55:17
bara að láta vita að ég grunnaði hann ekki sjálfur :wink: heldur atvinnusprautari og fer vonandi í sprautuklefann hjá honum á verkstæðinu fljótlega :D
Title: Re: bronco 1966
Post by: Heiðar Broddason on August 30, 2008, 19:42:36
þetta er flott, verður gaman að sjá fleiri myndir
kv Heiðar
Title: Re: bronco 1966
Post by: Kristján Skjóldal on August 30, 2008, 19:50:02
þetta er flott hjá þér og þú verður að passa svo upp á það að breita honum ekkert þetta eru dýrir bílar í USA í dag ef þeir eru orginal þessir bilar komu til lands voru þeir sendlabílar bara 2 sæti eingin klæðnig og bara töff ef þú gerir hann svoleiðis aftur þá ertu í góðum málum með verð á honum $$$$$$$$  :D
Title: Re: bronco 1966
Post by: Contarinn on August 30, 2008, 20:29:41
Þetta er glæsilegt, var boddýið samt ekki farið að síga niður í miðjunni? Það gerist á öllum Broncoum, sama hvort þeir eru ryðgaðir eða ekki. Hvernig ætlarðu að hafa hann á litinn?
Title: Re: bronco 1966
Post by: trommarinn on August 30, 2008, 20:34:21
Jájá hugmyndin var alltaf að hafa hann orginal því hann vars svo heillegur að ég tímdi ekki að breyta honum, en nei held ekki að boddyið hafi sigið neitt, síðasta uppgerð frá grunni var 1995 og þá var hann tekinn rækilega í gegn....hann verður orginal rauður með hvítt grill, hvítann topp og hvíta ford stafi á afturhlera
Title: Re: bronco 1966
Post by: Contarinn on August 30, 2008, 21:09:32
Ok snilld :wink:
Title: Re: bronco 1966
Post by: KiddiJeep on August 31, 2008, 00:18:42
Ekkert rugl, henda þessu á 38" og nota dótið!!!
Title: Re: bronco 1966
Post by: trommarinn on August 31, 2008, 15:16:41
 :P held ekki kanski maður kaupi annan seinna sem er á 38" gæti vel verið
Title: Re: bronco 1966
Post by: Jón Þór Bjarnason on August 31, 2008, 15:55:27
Flott hjá þér.

Persónulega myndi ég líka hafa hann original. Finnst meira varið í þá þannig.

Endilega leyfðu okkur að fylgjast með.
Title: Re: bronco 1966
Post by: Stefán Hansen Daðason on August 31, 2008, 16:41:47
Flottur ;) langar alltaf í bronco eða willys, óþarfi að breyta þessu :P pabbi átti samt einn svona í den sem var með 302 c6 d35 minnir mig og 9" að aftan og hann var með 35" undir honum , en það var græja í den...
Title: Re: bronco 1966
Post by: trommarinn on August 31, 2008, 16:53:08
jæja hér eru nokkrar myndir þar sem ég er búinn að rífa allt teip og vesen af honum og kemur svona hvelvíti vel út(sprautarinn sagði að það þyrfti ekki að grunna grillið :smt102)og nú er bara að keyra hann eða flytja hann í klefan á verkstæðinu þar aem hann verður sprautaður :D

Kv. Þórhallur Guðlaugsson
Title: Re: bronco 1966
Post by: Andrés G on August 31, 2008, 18:25:50
flottur bronco hjá þér, verður gaman að fylgjast með þessu. :) 8-)
Title: Re: bronco 1966
Post by: trommarinn on August 31, 2008, 19:40:05
takk takk og auðvitað ef þið lumið á eitthverju t.d. handföngin innaná helst öll en þau passa bara úr 66 eða bara eitthverju boddyhlutum þá sendiði pm:)
Title: Re: bronco 1966
Post by: Brynjar Nova on September 01, 2008, 09:42:44
Flottur bronsi  :smt023
Title: Re: bronco 1966
Post by: íbbiM on September 01, 2008, 10:11:38
flott hjá þér, 

var þetta algeng litasamsetning? þegar ég var lítill átti pabbi einn vínrauðan á lapplander dekkjum og mágur hans einn sona óbreyttan 66 rauðan og hvítan, var á R2**** númeri þá

ég myndi btw ekki láta mér detta til hugar að fara breyta honum,þetta er nú bara 66 árgerð af orginal bronco, ég myndi nú bara leyfa honum að vera það áfram
Title: Re: bronco 1966
Post by: juddi on September 01, 2008, 15:11:56
Flottur Bronco og alls ekki breyta honum það eru svo fáir eftir með óklippt afturbretti, ég er með einn svona 1974 en vantar allar rúður ofl í hann þar sem einhverjir púkar urðu að brjóta þær sér til skemtunar, þannig að ef einhver á varahluti endilega láta vita
Title: Re: bronco 1966
Post by: trommarinn on September 01, 2008, 17:20:04
held að þetta sé algengir litir, ég allavegana fór í bæinn og í n1 og bað um orginal rauðan og hvítan bronco lit :) (poppy red og candy white) er núna að pússa með 400 pappír til að fá flotta áferð þetta verður bara gaman :D og já ég fæ númerið L 11....fékk það í afmælisgjöf
Title: Re: bronco 1966
Post by: trommarinn on October 13, 2008, 19:03:42
Jæja það varð loksins af því að sprauta hann :wink: en já þessi litur er flottur hann átti að vera rauður en já þetta er víst orginal liturinn að sögn stráksins í n1 :D....... læt nokkrar myndir fylgja þar sem ég er búinn að láta t.d. króm bitana að framan og aftan, koppa 8-), bronco merkin, númer í rúðuna..hehe :), númeraljós og svo framvegis

afsaka léleg gæði kem með flottari myndir næst
Title: Re: bronco 1966
Post by: trommarinn on October 13, 2008, 19:16:39
fleiri myndir
Title: Re: bronco 1966
Post by: jón ásgeir on October 13, 2008, 19:23:38
Hann er stórglæsilegur hjá þér til hamyngju með hann :)
Title: Re: bronco 1966....loksins
Post by: bjoggi87 on October 14, 2008, 00:31:33
glæsilegur bíll!!!! til hamingju með hann!!!
Title: Re: bronco 1966....loksins
Post by: Páll St on October 14, 2008, 23:05:47
Sæll Þórhallur,

Ef þessi bíll 1966 þá er hann ekki með rétta stuðara, það var ýmislegt sem var öðruvísi í ´66 bílnum t.d hurðahandföng inni, sæti efnisminni, stuðarar voru ekki með skáskorna enda heldur beina niður, speglar hringlaga, hjólkoppar, afturljósin voru ekki með bakkljósi, demparar að aftan hölluðu fram en ekki aftur, skiptistöng fyrir millikassann svo eitthvað sé nefnt. Hér er mynd með dæmi um stuðara og afturljós á ´66 bíl, annars er bíllinn glæsilegur hjá þér, gamlir bílar í upprunalegu ástandi eiga bara eftir að hækka í verði.

Kveðja
Páll St.
Title: Re: bronco 1966....loksins
Post by: Brynjar Nova on October 15, 2008, 01:14:10
Til lukku með bronsa :smt023 flottur =D>
Title: Re: bronco 1966....loksins
Post by: trommarinn on October 15, 2008, 18:23:50
Veit að stuðararnir eru ekki orginal hjá mér en það er í lagi, en með glerið að aftan þá eru engin bakkljós þannig að ég var einmitt að pæla í þessu líka hehe :D er að leita að speglum(þessum hringlaga) og handföngum að innan

svona lítur hann út að innan
Title: Re: bronco 1966....loksins
Post by: ingvarp on October 16, 2008, 07:29:18
þetta er hellvítiflott hjá þér, hver sprautaði ? siggi ?
Title: Re: bronco 1966....loksins
Post by: trommarinn on October 16, 2008, 15:40:01
já siggi sprautari á rauðalæk sprautaði hann :)
Title: Re: bronco 1966....loksins
Post by: Teitur on October 20, 2008, 18:24:10
stærri dekk og v8 í húddið þá er þetta full komið frændi :-"
Title: Re: bronco 1966....loksins
Post by: trommarinn on October 20, 2008, 18:48:35
Margbúinn að segja þér að hann verður ekki breittur :D en hvenar má bóna hann?sumir segja strax á verkstæðinu aðrir eftir 1 viku og sumir eftir 2 vikur :???:
Title: Re: bronco 1966....loksins
Post by: burger on October 21, 2008, 09:52:25
fer eftir hvaða tegund af lakki var notað td þar sem ég vann vorum vid med dupount og við sögðum svona 1 viku eða eitthvad adeins meira

glasurius held ég að mæli með eftir 2 vikur eða meira

annars bara flottur hjá þér

if u cant be the fastest be the flottest  :mrgreen:
Title: Re: bronco 1966....loksins
Post by: juddi on October 21, 2008, 10:47:59
stærri dekk og v8 í húddið þá er þetta full komið frændi :-"


Helvíti flottur , settu bara 300 sexu í húddið, það hægt að ná flottu poweri úr henni ,hef reynslu af því snildar mótor og allt virðist orginal þegar litið er í húddið nema eingin skilur afhverju græjan sprautast áfram
Title: Re: bronco 1966....loksins
Post by: trommarinn on November 07, 2008, 15:47:08
hér koma nokkrar myndir af broncoinum úti :D
Title: Re: bronco 1966....loksins
Post by: Andrés G on November 07, 2008, 18:17:51
naunaunau!! :eek: :shock: 8-)
geðveikur bronco!! 8-)
hvað tók uppgerðin langan tíma? :)
Title: Re: bronco 1966....loksins
Post by: trommarinn on November 07, 2008, 19:04:50
þetta var engin uppgerð svosem en þetta var meira svona gera fínan :) en þetta kom vel út að mínu mati \:D/
Title: Re: bronco 1966....loksins
Post by: Andrés G on November 07, 2008, 19:08:21
þetta var engin uppgerð svosem en þetta var meira svona gera fínan :) en þetta kom vel út að mínu mati \:D/

ok þannig... :)
og já það er satt, þetta kom vel út hjá þér 8-) :smt023
Title: Re: bronco 1966....annar bronco
Post by: trommarinn on January 04, 2009, 19:04:35
haldiði ekki að kallinn hafi ekki nælt sér í annan bronco 8-) jáááá þetta er bronco 1966 sem er mikið ryðgaður en vel keyranlegur og vél og allt kram er mjög gott.... :shock: það fylgdi með honum 3 fram plastbretti, annar framendi, báðir hlerarnir, 2 hurðar, tvöfaldur blöndungur :P, fimm 38" brettakantar mjög flottir, listar og fleira á eftir að tékka betur.....það er vel hægt að nota boddyhluti úr honum en toppurinn er hand ónýtur :???: og aldrei að vita að ég geri hann upp :D
læt myndir fylgja....kv. Þórhallur 8-)
Title: Re: bronco 1966....annar bronco
Post by: stebbsi on January 04, 2009, 22:01:59
Þú gerir bara 38" blæju bronco úr þessum nýja...
Title: Re: bronco 1966....annar bronco
Post by: Andrés G on January 04, 2009, 22:15:54
ertu mikið fyrir bronco? :D
Title: Re: bronco 1966....annar bronco
Post by: trommarinn on January 04, 2009, 23:01:47
Hehe :) mikið fyrir bronco...jájá bara gaman að eiga gamla bíla :P
Title: Re: bronco 1966....annar bronco
Post by: ingvarp on January 06, 2009, 22:22:22
þetta gengur ekki, núna býður þú mér í kaffi og leyfir mér að skoða þessa fáka hjá þér :D
Title: Re: bronco 1966....annar bronco
Post by: Andrés G on January 06, 2009, 22:27:34
...jájá bara gaman að eiga gamla bíla :P

satt er það 8-)
Title: Re: bronco 1966....annar bronco
Post by: trommarinn on January 07, 2009, 00:04:55
þetta gengur ekki, núna býður þú mér í kaffi og leyfir mér að skoða þessa fáka hjá þér :D

Að sjálfsögðu :P
Title: Re: bronco 1966....annar bronco
Post by: Teitur on January 07, 2009, 11:22:49
kominn með nýjan bíl og lætur mig ekki einu sinni vita af því :neutral: en þú breytir þessum á 38 og 351 í húddið :D
Title: Re: bronco 1966....annar bronco
Post by: trommarinn on January 28, 2009, 21:06:07
Jæja þá er ég byrjaður að rífa broncoinn sem ég fékk gefins og það sem er búið að rífa, hliðarrúðurnar, crome stuðararni, hlerarnir, aðra hurðina, toppurinn, ljós og fleira smádót, eitthvað af innréttingu(öll spjöld og kantar, teppi og toppklæðning) svo er bara að ráðast á fleira seinna :P gólfið og toppurinn er ónýtt, grindin sínist vera allveg fín og allar hásingar,véli og kassi í fínu lagi....og nú veit ég ekki hvað á að gera, rífa hann í spað og eiga helling af varahlutum eða gera hann upp :???: og svo er ég búinn að setja orginal ljósagler að aftan á flotta bronco og park og stefnuljósagler líka.....svo er að taka orginal felgurnar undan ryðgaða bronco og sandblása, mála og setja undir flotta bronco :D

kv. þórhallur 8-)
Title: Re: bronco 1966....byrjaður að rífa
Post by: Packard on January 29, 2009, 00:14:24
Bara flott hjá þér og gott að þú skulir vilja hafa hann óbreyttan
Title: Re: bronco 1966....byrjaður að rífa
Post by: trommarinn on January 29, 2009, 21:25:45
já þeir eru ekki margir 1966 bronco til sem eru óklipptir :???: eru einhverjir sem vita hvað það eru margir til af orginal 1966 bronco :-k
Title: Re: bronco 1966....byrjaður að rífa
Post by: Zaper on January 29, 2009, 23:40:52
það er allavega engin kreppa í þeim málum. hef rekist á þá nokkra.
Title: Re: bronco 1966....byrjaður að rífa
Post by: trommarinn on April 17, 2009, 22:24:00
Jæja broncoinn sem ég fékk gefins flaug í gang og gengur eins og klukka =D> Viftan var ekki í honum svo ég setti hana í og reimina....og þá vantaði altanator og ég fann hann og bjó til helvíti fína festingu til að strekkja á reiminni.
Grindin er í rosalega góðu standi og það bendir allt til þess að ég geri þennan fák upp frá grunni, sandblæs grind og fl.
Ég fékk vél gefins frá vini ´mínum, sem er stærri v6 vélin í þessa bronco bíla.
Allar bremsur voru keyftar nýjar, semsagt höfuðdælan og svo í hjólin... þá er hægt að fara keyra einhvað af viti og sjá hvernig allt virkar
 :D
Er búinn að rífa hann að hluta til og allt er í lagi ekkert rið í gegn eða þannig, en toppur er ónýtur og verður keyftur plast, gólf er ónýtt að hluta til.
Hann er kominn inní skúr og er byrjaður að fara yfir hann

Nokkrar myndir...

kv. þórhallur
Title: Re: bronco 1966....byrjaður að rífa
Post by: GRG on April 18, 2009, 10:55:31
Flottur sá nýsprautaði hjá þér. Gaman að sjá þá svona original.
Þessi ryðgaði,sýnist vera góður efniviður. Gaman að þessu. Ég hef átt 4 Broncoa í gegn um tíðina og er alltaf veikur fyrir þeim.
Flott hjá þér
Title: Re: bronco 1966....byrjaður að rífa
Post by: trommarinn on April 18, 2009, 12:36:20
já þessi nýsprautaði er bráðum að fara aftur á númer og í skoðun, þá er hægt að rúnta  8-)
ryðgaði broncoinn er mjög góður efniviður, ég var að keyra hann aðeins áðan og það virðist allt virka eðlilega  :)
Title: Re: bronco 1966....byrjaður að rífa
Post by: Serious on April 18, 2009, 22:45:03
Já flottur er ný sprautaði Bronco hjá þér ég átti einn 66 frá ja c.a. 1977-1982 eða 83 man ekki alveg en ég hélt að Bronco með þessu boddy hefði aldrey verið með v6 frá verksmiðju gamli 66 kom með 170ci vél 105 hö og síðar með einhverju stærra en það voru allt línu 6 það kom ekki v vél fyrr en með v8 að því er mig minni en eins og ég sagði áður flott hjá þér.  :smt023
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: trommarinn on June 07, 2009, 19:18:10
Allt gott að frétta af bronco.
Keyfti nýjan geymir, nýjan alternator, pústpakkningar og bón :D
Hann er nú tilbúinn fyrir skoðun og sæki númerin á mánudaginn.
Tók mig til og bónaði hann með mothers þriggja þrepa bóni og er ekkert nema sáttur með útkomuna.
Tekinn út og rúntaði all svakalega 8-)

kv. þórhallur
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: @Hemi on June 07, 2009, 19:34:56
svakalega flottur hjá þér !  8-)
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: AlexanderH on June 07, 2009, 20:11:14
Buinn ad gera undraverk med tennan sem tu klipptir ekki, finnst hreint ut sagt ljott ad klippa ta.

Til hamingju samt, skelltu allavega 351 Windsor i einn af teim fyrir mig og settu hann a 38", skella veltigrind i og ta erum vid farnir ad tala um Bronco Survivor; The Real Game!
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: DaníelJökulsson on June 18, 2009, 21:16:20
flottir bílar :) gaman að sjá þá orginal...
en hvernig er það ? rúnta 16 ára guttar bara eins og ekkert sé ? :):)
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: trommarinn on June 18, 2009, 22:15:32
takk fyrir það!  en jújú mikið rétt þeir rúnta eins og þeir vilja í sveitinni :D fór tildæmis á honum sjálfur á 17júní hátíð hér í sveitinni hehehe 8-)
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: Finnsson on June 18, 2009, 22:22:23
Flottur  :shock: sprauta grillið grátt....
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: E-cdi on June 19, 2009, 17:21:51
flottur þessi, er alltaf að venjast betur svona orginal aftur brettum

 fysta æsku minning mín er úr svona vínrauðum bronco. breyttan fyrir 36 eða 38"
rauð plussuðum öllum að innan og með svaka motor 8)
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: trommarinn on June 29, 2009, 22:38:53
Smá nýtt, fékk nýjar bremsuslöngur að framan og setti þær í og skifti líka um hjörulið vinstramegin að framan :)
hann var í fullri keyrslu um helgina og virkar mjög vel.
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: AlexanderH on June 30, 2009, 00:20:59
Er nett ofundsjukur uti bada bilana tina! Ertu 92 model?
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: trommarinn on June 30, 2009, 11:32:25
nei, ég er 93 model :D
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: AlexanderH on June 30, 2009, 11:45:44
Okei, enn betra! Eg sjalfur er fæddur i 91. Vid verdum ad halda tessu lifandi i framtidinni  :wink:
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: Belair on June 30, 2009, 12:05:33
Buinn ad gera undraverk med tennan sem tu klipptir ekki, finnst hreint ut sagt ljott ad klippa ta.

Til hamingju samt, skelltu allavega 351 Windsor i einn af teim fyrir mig og settu hann a 38", skella veltigrind i og ta erum vid farnir ad tala um Bronco Survivor; The Real Game!

þarf ekki 38" dekk 2 frændur minnir áttu báðir Bronco , pabbi óbreyttan og sonurinn breyttan þegar þeir fóru gömlu torfærubrautina sem var við akrafall fór sá óbreytti allt þar til að hann þurfti að stoppa til að draga þann breytta sem var fastur
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: trommarinn on June 30, 2009, 16:16:59
klassi :D  ég mun aldrei breyta þessum finnst hann mjög flottur svona.
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: trommarinn on July 10, 2009, 12:13:53
broncoinn fór í skoðun í dag 10/7/09 og fékk fulla skoðun án athugasemda, jeiiiii....
svo fer camaro vonandi í ágúst í skoðun 8-)
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: AlexanderH on July 10, 2009, 18:25:30
Til hamingju með það!
Title: Re: bronco 1966
Post by: SceneQueen on July 11, 2009, 13:34:58
jæja hér eru nokkrar myndir þar sem ég er búinn að rífa allt teip og vesen af honum og kemur svona hvelvíti vel út(sprautarinn sagði að það þyrfti ekki að grunna grillið :smt102)og nú er bara að keyra hann eða flytja hann í klefan á verkstæðinu þar aem hann verður sprautaður :D

Kv. Þórhallur Guðlaugsson

FLottur! alveg eins á litinn eins og Skódinn minn.  :)
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: trommarinn on July 20, 2009, 20:33:49
jæja hef ákveðið hér með að gera upp 1966 broncoinn sem ég fékk gefins.
þá byrjaði ég bara á því að koma honum inní nýja skemmu, reif af honum grillið, frammbrettin, mælaborðið, gluggastykkið, stólana, losaði allar snúrur frá boddýinu.
Keyrði pabbi traktorinn inn og lyftum boddýinu af, þá stóð eftir grindin með vél og öllu tilheyrandi.
Svo reif ég meira, ohhhh það er svo gaman :D, tók stýrismaskínuna, stýrisdemparann, afturdrifskaftið, framdrifskaftið, pústkerfið, losaði vél og kassann með öllu.....og þar er ég staddur núna :D grindin fer svo vonandi í sandblástur með hásingum, stífum og fl.
ætla svo að kaupa allt nýtt dempara, gorma, bremsur, fóðringar, fjaðrir og fl.
mun trúlega setja 300 vél sem ég á í hann allveg orginal look en búið að eiga við hana e-h t.d. stærri stimpla og plana hedd eins mikið og hægt er, svo inná milli vinn ég í boddýinu, innribrettinn að framan verður skift um allveg og allt gólfið.
allir boddýhlutir trúlega sandblásnir, svo sprauta ég allt.....einhverjar hugmyndir um lit? :P
Læt bólstra alla innréttingu uppá nýtt.
já þssi verður allveg tekinn frá grunni
Fer í skóla í haust(borgó) læri að sprauta og rétta.

kem með myndir seinna þegar ég get sett þær inní tölvuna :wink:
kv.þórhallur
Title: Re: bronco 1966....tilbúinn fyrir skoðun
Post by: ADLER on July 21, 2009, 01:09:06
jæja hef ákveðið hér með að gera upp 1966 broncoinn sem ég fékk gefins.
þá byrjaði ég bara á því að koma honum inní nýja skemmu, reif af honum grillið, frammbrettin, mælaborðið, gluggastykkið, stólana, losaði allar snúrur frá boddýinu.
Keyrði pabbi traktorinn inn og lyftum boddýinu af, þá stóð eftir grindin með vél og öllu tilheyrandi.
Svo reif ég meira, ohhhh það er svo gaman :D, tók stýrismaskínuna, stýrisdemparann, afturdrifskaftið, framdrifskaftið, pústkerfið, losaði vél og kassann með öllu.....og þar er ég staddur núna :D grindin fer svo vonandi í sandblástur með hásingum, stífum og fl.
ætla svo að kaupa allt nýtt dempara, gorma, bremsur, fóðringar, fjaðrir og fl.
mun trúlega setja 300 vél sem ég á í hann allveg orginal look en búið að eiga við hana e-h t.d. stærri stimpla og plana hedd eins mikið og hægt er, svo inná milli vinn ég í boddýinu, innribrettinn að framan verður skift um allveg og allt gólfið.
allir boddýhlutir trúlega sandblásnir, svo sprauta ég allt.....einhverjar hugmyndir um lit? :P
Læt bólstra alla innréttingu uppá nýtt.
já þssi verður allveg tekinn frá grunni
Fer í skóla í haust(borgó) læri að sprauta og rétta.

kem með myndir seinna þegar ég get sett þær inní tölvuna :wink:
kv.þórhallur

 :lol: þú heldur það.
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on July 21, 2009, 07:10:39
já! er þegar búinn að gera þetta allt, þannig mig langaði að læra þetta.
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: ADLER on July 21, 2009, 11:09:29
já! er þegar búinn að gera þetta allt, þannig mig langaði að læra þetta.

Þú lærir voðalega lítið í skólanum menn læra mest á því að vinna á verkstæði og sjá þar hvernig þetta gengur fyrir sig í raun og veru svo er um að gera að halda áfram að dunda í sýnum eigin verkefnum.

En gangi þér vel  :wink:
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on July 21, 2009, 12:26:31
já takk :D en ég hef farið á verkstæði og unnið aðeins við þetta þar, rétta, sparsla, vinna undir og sprauta og svo bara heima í skúrnum....ég bý í sveit og hef aðgang að suðugræjum og slípirokk og öllum andskotanum.
Þetta á eftir að taka nokkur ár fyrir mig það er allveg bókað :P
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Gustur RS on July 21, 2009, 23:06:05
já! er þegar búinn að gera þetta allt, þannig mig langaði að læra þetta.

Þú lærir voðalega lítið í skólanum menn læra mest á því að vinna á verkstæði og sjá þar hvernig þetta gengur fyrir sig í raun og veru svo er um að gera að halda áfram að dunda í sýnum eigin verkefnum.

En gangi þér vel  :wink:

Hvað meinaru drengur. Hann lærir helling í skólanum sem hann myndi kanski annars ekki læra. Auðvitað fær hann mesta reynslu á því að vera á verkstæði og fá að gera þetta dag eftir dag en hann lærir helling í skólanum. Plús það ef þú ferð að vinna við þetta þá færðu miklu meira borgað fyrir að hafa farið í skóla og svo eru fullt af forréttindum að hafa stimpilinn að hafa farið í skóla og lært alveg sama hvað það er !!!
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: SceneQueen on August 01, 2009, 11:03:46
flottur !  :D alveg eins á litinn og Skódinn minn !
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on August 01, 2009, 14:52:11
bara töff 8-)
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on August 09, 2009, 20:14:34
smá meira.!
Búinn að taka bensítankinn, alla dempara, gorma, vélin farin af með gírkassa, framhásing með stífum er farin undan, fjaðrir lausar og afturhásing fer undan svo fljótlega :D
Smá breytt plan, ætla að setja 302 í hann ef ég finn.
Núna fljótlega ætlum ég og pabbi að taka saman hvað þarf að panta að utan og pöntum um leið og dollarinn fer einhvað neðar(ef það gerist :mad: )
Grind, hásingar og felgur fara í sandblástur í haust.

kv.þórhallur
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Damage on August 10, 2009, 00:09:06
já! er þegar búinn að gera þetta allt, þannig mig langaði að læra þetta.

Þú lærir voðalega lítið í skólanum menn læra mest á því að vinna á verkstæði og sjá þar hvernig þetta gengur fyrir sig í raun og veru svo er um að gera að halda áfram að dunda í sýnum eigin verkefnum.

En gangi þér vel  :wink:

Hvað meinaru drengur. Hann lærir helling í skólanum sem hann myndi kanski annars ekki læra. Auðvitað fær hann mesta reynslu á því að vera á verkstæði og fá að gera þetta dag eftir dag en hann lærir helling í skólanum. Plús það ef þú ferð að vinna við þetta þá færðu miklu meira borgað fyrir að hafa farið í skóla og svo eru fullt af forréttindum að hafa stimpilinn að hafa farið í skóla og lært alveg sama hvað það er !!!
það sem vantar i skolann er að kenna bifreiðasmiðunum almennilega á réttingabekkina, þeir eru nánast bara til sýnis, og já ef þeir eru notaðir er tölvumælingin "biluð"
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Brynjar Nova on August 10, 2009, 00:58:14
smá meira.!
Búinn að taka bensítankinn, alla dempara, gorma, vélin farin af með gírkassa, framhásing með stífum er farin undan, fjaðrir lausar og afturhásing fer undan svo fljótlega :D
Smá breytt plan, ætla að setja 302 í hann ef ég finn.
Núna fljótlega ætlum ég og pabbi að taka saman hvað þarf að panta að utan og pöntum um leið og dollarinn fer einhvað neðar(ef það gerist :mad: )
Grind, hásingar og felgur fara í sandblástur í haust.

kv.þórhallur





 =D> =D> =D> =D> =D> =D> =D>
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on January 31, 2010, 16:48:34
jæja fleira að gerast.

Fékk mér annan bronco til að nota boddyið af, gulur bronco sem ég fékk á 40þ. úr garðabænum. Er búinn að skoða hann vel og eru innribrettin mjög heil og búið að skifta nýlega um þau að aftan. Þarf aðeins að sjóða í toppinn og í kvarkarna á innriframmbrettum. Ég nota plast frammendan af hinum, aðra hurðina(hin er beygluð), nota efri og neðri hlera sem fylgdi hinum, nota húddið af hinum,glukka stykkið er mjög heilt, hurðastafirnir eru þrusuheilir, gólfið mjög heilt og margt fleira. Ætla að sameina þá í einn.
Endilega commenta og segja mér til um þetta.

nokkrar myndir
kv.þórhallur
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: lalli_lagari on January 31, 2010, 21:20:42
Ég á 302 handa þér með kassa og millikassa..
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Teitur on February 03, 2010, 01:12:07
ég seigi nú bara guð hjálpi þér littli frændi:D
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: ADLER on February 03, 2010, 11:41:50
Frábært framtak og greinilega mikill Bronco áhugi hér á ferð  :wink:

 Flott hjá þér =D>
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on February 04, 2010, 18:03:03
Áhuginn minkar ekkert hjá mér  :D Sandblástursgræjurnar eru tilbúnar bara eftir að kaupa sand, nú er bara að ráðast á allt og blása.
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Finnsson on February 04, 2010, 22:46:16
 =;
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: AlexanderH on February 04, 2010, 22:50:39
Ánægður með þig drengur!!
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on February 14, 2010, 14:27:35
ryðbætingar í gangi, nú einsog tvö göt í viðbót á innribrettum og þá má máta frammendan.

mynd af tvemur götum að framan
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: chevy 83 on February 17, 2010, 23:32:51
sæll, gaman að sjá hvað þú ert áhugasamur, það var búið að afskrá þann rauða riðgaða á sínum tíma,svo þá skalt nota skráninguna af gula enda nákvæmlega eins bílar nema sá guli er með d44 að framan sem betra yrði að nota í stað d30, þ.e.a.s ef þú ætlar ekki að halda í ´66 árgang í stað´74. er sá guli ekki ´74.  er hann ekki með vökvastýri ? það gæti verið sitt hvor drifhæðin í þeim. líklega 4.10 í gula og 4.56 í gamla. annars gangi þér bara vel með þetta og endilega að leyfa okkur að fylgjast með framhaldið.   
kveðja frá kjaló.
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on February 18, 2010, 11:18:31
jú það er vökvastýri í þeim gula. Ég sá alltaf meira og meira hvað rauði var ónýtur eftir því sem ég reif  :???:
nú um helgina fer ég í að sjóða í tvö stór göt og svo máta frammendan.
Er trúlega búinn að finna 302 vél með skiftingu og millikassa..... ætla að smella ágætlega preppaðri v8 undir húddið.

kv.þórhallur
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: ADLER on February 19, 2010, 19:46:58
Er þetta eithvað sem þú hefur áhuga á ?

http://jsl210.com/spjall/viewtopic.php?t=3094&highlight=
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: jeepson on February 20, 2010, 00:08:42
Þú verður nú búinn að eignast flest alla broncoa áður en þú veist af hehe :D ég er einmitt að leita mér af bronco 66-72 Sem verður þá settur á 33" En ekkert klipt úr. Ætla að eiga hann sem svona sunnudags bíl í framtíðinni.
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on February 27, 2010, 19:13:26
verið að sjóða smá  :)

kláraði gatið öðru megin og punktaði hinu megin
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on March 07, 2010, 15:18:18
Smá...

kominn með 302 vél með millikassa og beinskiftingu, er búinn að sprauta nokkra hluti á henni og fer bráðum að raða utaná hana svo.
Ryðbætti neðst á hurðinni bílstjóramegin....toppurinn kominn af og þá get ég soðið í nokkur göt á honum, svo bara sandblása allt nema boddýið þegar veður leyfir.
boddýið fer svo vonandi í sandblástur í hafnafjörðinn.

kv.þórhallur
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on March 15, 2010, 12:26:35
jæja mótorinn kominn saman að mestu leiti, þarf bara að kaupa ný kerti, smursíu, kanski nýja kertaþræði, lofthreinsara og reimar.
Ryðbætingar standa enn yfir á gula bronco, á lítið eftir að rífa hann fyrir sandblástur.

Fékk mikla hjálp við þetta um helgina og gekk þetta vel  :mrgreen:

myndir..

kv.þórhallur
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Ramcharger on March 15, 2010, 14:59:50
Já bara alvöru trukkakassi að mér sýnist NP-435. :mrgreen:
Var með svona í Raminum mínum, þvílíkur klumpur.
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Brynjar Nova on March 15, 2010, 23:14:55
 :smt023
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Teitur on March 20, 2010, 07:50:27
sjöfull ertu duglegur frændi en hvenar fégstu þennan mótor og hvað er hann stór?:D
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on March 20, 2010, 10:04:44
Fékk hann fyrir tvemur helgum af strák rétt hjá selfossi, mótorinn er 5.0l 302.. V8 power kallinn minn  8-)
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: ingvarp on March 20, 2010, 11:23:03
þú ert ótrúlegur  =D>
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on March 27, 2010, 23:00:40
Nýtt!
Boddýið var tekið af grindinni í dag, styrkti það til að myndi ekki aflaga sig og svo var bara tekið traktorinn á þetta  :D Það verður svo sent í sandblástur.
Grindin undan rauða bronco sandblæs ég annaðhvort á morgun eða á mánudaginn, grunna hana og svo mála. Einnig sandblæs ég allt sem ég get sandblásið  :)

Myndir af boddýinu og grindinni undan gula!

kv. þórhallur
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Brynjar Nova on March 27, 2010, 23:21:12
þetta verður flott hjá ykkur  :wink:
hann er gulur og brúnn núna...en verður grár og fagur eftir blásturinn  8-)
kv Brynjar.
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Mtt on March 28, 2010, 09:25:18
Flottur félagi virkilega flottur  =D> =D> =D>

kv Maggi
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Ztebbsterinn on March 30, 2010, 21:42:06
Glæsilegt.

Kemur þessi vél úr Kópavoginum frá manni að nafni Guðmundur?

(http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=33929.0;attach=55547;image)
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on March 30, 2010, 22:42:20
ömmm... það gæti vel verið fékk hana samt af strák sem býr fyrir utan selfoss og hann sagðist hafa átt hana í stuttan tíma.
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: lalli_lagari on March 31, 2010, 10:12:43
Vélin kemur úr Biskupstungum.
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Emil Örn on April 01, 2010, 10:15:42
Þetta er ótrúlega flott hjá þér. Kudos.  =D>
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on April 05, 2010, 13:52:00
Loksins búinn að sandblása, tafðist aðeins því að ég reiknaði ekki með að það færi svona mikið af sandi í þetta  :)
Setti "Rust converter" á samskeyti og í suður, grunna svo grindina á morgun.
Næst sandblæs ég hásingarnar, stífurnar og allt sem ég finn.

kv.þórhallur
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on April 06, 2010, 16:54:34
jæja búið að grunna grindina og nú er að versla svarta málnlingu, kem með myndir næstu helgi!
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: jón ásgeir on April 09, 2010, 00:33:06
Þetta er alveg stór magnað hjá þér drengur..endilega haltu áfram að smella myndum og sína okkur..Maður verður spenntur með hverri myndinni hehe
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on April 09, 2010, 20:29:33
Myndir af grindinni!
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: AlexanderH on April 21, 2010, 14:43:49
Þetta er til fyrirmyndar hjá þér :)
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on May 13, 2010, 18:06:58
jæja alls ekki mikið búið að gerast í þessum fyir utan: Búið að skera úr öllum boddýfestingum á grindinni og sjóða nýtt flatjárn og búið til göt. Velt grindinni við og sá tvö göt sitthvoru megin, skorið úr því og soðið nýtt.

Þarf smá hjálp með breytingar.....vill setja gorma og dempara að aftan í staðin fyrir fjaðrir því þessi á að vera á 38", hvernig er best að snúa sér í þeim málum.....ég þarf að búa til gormafestingar í grindina, demparafestingar og stífufestingar. Hvað þarf stífan að vera löng? get ég ekki notað stífur sem voru að framan undan bronconum sem ég reif? Er líka að pæla í að hafa tvo dempara við hvert hjól! Get ég ekki búið til svipað system og að framan fyrir gormana og demparana?

kem með myndir af þessu við tækifæri svo að þið áttið ykkur betur á þessu.

kv.þórhallur
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on July 17, 2010, 16:04:56
Smá stopp í grindinni, verið að pæla í þessu með breytingar en þá var bara byrjað á öðru!

Tók mig til og klæddi hurðaspjöldin....fékk fullt af leðri gefins í öllum litum. Ég klippti til leður og saumað saman, setti svamp á milli og þetta endaði svona!

næsta mál er að klæða mælaborðið og afganginn af innréttingunni afturí....

Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on January 30, 2011, 22:12:28
rétt til að halda þessu gangandi! lítið búið að gerast í þessum, búinn að rífa hásingarnar í tætlur og skoða allt, drif, legur, pakkdósir og þéttingar. er búinn að panta bæði innri og ytri legurnar í frammhásinguna einnig í nafinu, ásamt pakkdósum og þéttingum. Pantaði líka allt nýtt í bremsur á báðar hásingar, 4stk hjólskálar og vinstri spindil í frammhásinguna. pantaði upphækkunarsett, dempara og samsláttarpúða....skipti svo um krossana í öxlunum að framan. búinn að sandblása framm og afturhásingu og allt sem tengist þeim, þverstífu, stífurnar að framan og aftan og alla gorma. nú er bara að klára að smíða á grindina 4-link og mála, raða svo öllu undir hana og smella mótornum á.

kem vonandi með myndir flótlega.
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Ingvi on February 01, 2011, 21:50:00
Djöfull ertu duglegur, hefur þér ekki dottið í hug að diska væða frambremsurnar.
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on February 01, 2011, 21:58:25
hugsaði mikið úití það, en það varð einhvernegin ekkert úr því...  :???:
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: sigurjon h on February 02, 2011, 08:48:13
til hamingju með flott verkefni ekki leiðinlegt að vita af svona ungum strák sem er svona duglegur gangi þer vél með þetta i framtíðinni
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on February 09, 2011, 20:22:42
jæja varahlutir komnir í hús...tveir stórir kassar af dóti, kem vonandi með myndir næstu helgi og fer að raða saman hásingum og vonandi raða saman undir grindina!
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on February 13, 2011, 12:36:00
jæja aðeins byrjaður að raða saman...efri spindill vinstramegin kom ekki og ekki heldur bremsudælurnar að aftan, þanni að ég gat ekki raða því saman en það kemur fyrir næstu helgi. ég skipti um báða hjöruliðskrossana, innri og ytri legur í báðum nöfunum ásamt sleevum og pakkdósum, skipti einnig um legur í stútinum sem kemur uppá öxulinn og inní nafið. skipti um pakkdós í hásingu þar sem drifskaftið kemur á þær.

næsta helgi fer í camaro en sé til hvort ég geti ekki klárað hásingarnar næstuhelgi líka.

myndir!
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Púmba Þ on February 14, 2011, 22:58:04
djöfull ertu að standa þig tóti!
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Runner on March 08, 2011, 15:42:29
helvíti góður! Broncoinn er bestur allra jeppa.  8-)
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on March 08, 2011, 19:49:27
takk fyrir það :)   aðeins búið að gera, frammhásingin komin undir grindina ásamt stífum, gormum og fl. tilheyrandi....afturhásing aðeins búinn að kíkja undir líka og búið að stilla gormum og stífum þar og þá er að skera festingar af ónýtu land rover hásinguni og færa yfir á 9" og smíða fyrir gorma og stífur. næsta er að panta dempara hringinn  8-)
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: Finnsson on March 08, 2011, 21:15:37
 \:D/ \:D/
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: MagnúsÞ on January 25, 2012, 15:43:45
Eitthvað að ske?
Title: Re: bronco 1966....uppgerð
Post by: trommarinn on February 17, 2012, 19:26:23
jaja þetta mjakast,

það eru breytt plön.... orginal broncoinn fær nýtt hjarta í vor, 200ci motor sem er búið að skvera dálítið.

svo grindin sem ég var búinn að sandblása, hún verður á 35" dekkjum og verður hann götubíll eingöngu, eina sem þarf að gera við grindina áður en boddýið getur farið á er að smíða bremsurör, setja drifsköft og búddýpúða.

oooogg svo gríp ég í 3. grindina þegar ég hef tíma, hún verður á 38" ég er búinn að smíða gormafjöðrun að aftan, en á eftir að redda annari hásingu að framan og gera og græja þar...hann á að vera mjööög hrár.

svo var ég nú reyndar að skipta svarta benzanum´mínum fyri cherokee 5,2l. breyttan og á 38" kem með myndir af honum þegar hann er ready.

ein mynd af bronco eftir í miðri vetrardvöl.kem með myndir af hinu sem fyrst.