Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Chevy Bel Air on January 27, 2005, 19:01:18

Title: Bel Air myndir
Post by: Chevy Bel Air on January 27, 2005, 19:01:18
Ákvað að setja hér inn nokkrar myndir af Chevrolet bel air. Þar sem ég hef mikinn áhuga á þessum bílum. Það væri gaman ef einhver ætti gamlar myndir af svona bílum að henda þeim hér inn.  :)
Title: Bel Air myndir
Post by: Chevy Bel Air on January 27, 2005, 19:04:02
Fleiri myndir
Title: Bel Air myndir
Post by: Chevy Bel Air on January 27, 2005, 19:06:02
og fleiri
Title: Bel Air myndir
Post by: Chevy Bel Air on January 27, 2005, 19:07:44
fleiri
Title: Bel Air myndir
Post by: Anton Ólafsson on January 27, 2005, 19:11:24
GM
Title: Bel Air myndir
Post by: Anton Ólafsson on January 27, 2005, 19:13:49
Aðeins meira
Title: Bel Air myndir
Post by: Chevy Bel Air on January 27, 2005, 21:51:08
'55 Chevy
Title: Bel Air myndir
Post by: Valur_Charade on January 28, 2005, 09:40:20
Þessi guli er helvíti öflugur! er hann ennþá til eða hvað?
Title: Bel Air myndir
Post by: Ásgeir Y. on January 28, 2005, 10:17:22
erþetta ekki þessi guli?
(http://memimage.cardomain.net/member_images/12/web/696000-696999/696960_5_full.jpg)
Title: p
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 28, 2005, 16:17:22
BEL AIR ´55
Title: Bel Air myndir
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 28, 2005, 16:18:35
BEL AIR STATION WAGON ´61
Title: Bel Air myndir
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 28, 2005, 16:31:00
Bel Air ´57
Title: Bel Air myndir
Post by: Jón Þór Bjarnason on January 28, 2005, 16:34:03
Bel Air ´57
Title: Bel Air myndir
Post by: Ásgeir Y. on January 28, 2005, 17:33:30
einn enn..
Title: Bel Air myndir
Post by: chevy54 on January 28, 2005, 18:02:52
er þessi guli ekki... sami bíll og þessi rauði sem geiri postaði mynd af????
Title: Bel Air myndir
Post by: Chevy Bel Air on January 28, 2005, 18:28:13
jú það er rétt þetta er sami bíllinn Ásgeir veistu hvar þessi 55 chevy er í dag?
kveðja Arnar kr
Title: Bel Air myndir
Post by: chevy54 on January 28, 2005, 18:51:47
ég á þennan bíl... og þetta er 54 chevy;)
Title: Bel Air myndir
Post by: Damage on January 28, 2005, 19:17:34
þessi er sweeeeeet
Title: Bel Air myndir
Post by: bel air 59 on January 28, 2005, 19:48:45
Já finnst þér það, ég er ekki frá því að ég sé sammála.Djöfull er þetta flottur bíll. 8)
Title: Bel Air myndir
Post by: Chevy Bel Air on January 28, 2005, 19:58:56
Já finnst þér hann flottur afhverju ætli það sé?  :lol: Jói(chevy 54) mér finnst þessi chevrolet fallegri í dag heldur en hann var svona gulur
Title: Bel Air myndir
Post by: chevy54 on January 28, 2005, 23:19:45
jamm ég er allveg sammála þér með það sko.... og hann er líka loksins kominn í almennilegt ástand!
Title: Bel Air myndir
Post by: bel air 59 on January 28, 2005, 23:21:27
Þú þekkir þetta Arnar
Title: Bel Air myndir
Post by: chevy54 on January 28, 2005, 23:51:07
áttu fleiri myndir af bílnum mínum??? ef svo er þá væri ég mjög ánægður ef þú gætir sett þær inn eða sent mér á mail... joi@toppnet.is
Title: Bel Air myndir
Post by: Chevy Bel Air on January 29, 2005, 13:57:38
Hér eru tvær í viðbót.
Title: Bel Air myndir
Post by: Chevy Bel Air on January 29, 2005, 14:03:10
Hér eru 3 myndir af uppgerðinni á mínum bíl.
Title: Bel Air myndir
Post by: Homer on January 31, 2005, 22:53:06
verð bara að segja það að þetta eru innilega ljótir bílar, en bara mín skoðun og er ekkert að reina að búa til nein rifrildi.
Title: Bel Air myndir
Post by: Brynjar Nova on February 01, 2005, 00:02:32
Hvað finnst homer flottir bílar  :?:  subaru  :twisted: nú er ég búinn að heyra allt  :lol:
Title: Bel Air myndir
Post by: chevy54 on February 01, 2005, 13:22:28
biggi takk fyrir það:) en þú átt þá bara að hafa þína skoðun útaf fyrir þig!!! :lol:  :lol:  :lol:
Title: Bel Air myndir
Post by: stefan325i on February 01, 2005, 18:22:42
Veit einhver meira um þennan bíl O500

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/_.500nu.o512..84..1.jpg)


hann er skráður úr landi 1993  lítur út fyrir að vera helvíti heill bíll á þessum myndum.
Title: Bel Air myndir
Post by: Dart 68 on February 01, 2005, 18:24:09
Hann er í Færeyjum
Title: Bel Air myndir
Post by: Anton Ólafsson on February 01, 2005, 19:05:34
Nei Ottó þetta er bíllinn sem fékk númmerið Ó512, hann er síðast þegar ég vissi fyrir austan. Ó500 2door Var seldur úr landi.
Title: Bel Air myndir
Post by: bel air 59 on February 01, 2005, 19:46:20
Sigurjón var fyrst með þennan 4 dyra með nr Ó 500 hann seldi síðan mági sínum þann bíl (Ef ég man þetta rétt) sem svo selur hann úr Ólafsfirði.Ó 500 2 dyra sem sennilega er einn af frægustu fornbílum sem verið hafa á landinu og þá vegna óhemju umfangsmiklar og vandaðrar uppgerðar sem tók ótrúlega stuttan tíma,en þeir byrjuðu að mig minnir í byrjun Apríl og bílnum var ekið á bílasýninuna 17 Júni sama ár.Það stóð reyndar svo tæpt að þeir voru að skrúfa innréttinguna í bílinn á leiðinni til Akureyrar.Sá bíll lenti síðar hjá bílasafnara í Færeyjum en er samkvæmt mínum síðustu heimildum kominn til Danmerkur.
P.S Homer skiptu um augnlækni það er ekkert til flottara en 50´s CHEVY
Title: Bel Air myndir
Post by: Chevy Bel Air on February 01, 2005, 20:13:33
Hér er mynd af 2 dyra bílnum. (chevrolet bel air 1957). Sem að þið eruð að tala um. Þenna bíl gerði sigrjón í Ólafsfirði upp 1986 á 3 mánuðum. Síðan eignaðist Magnús Sveinsson bílinn. Þessi bíll er að mínu mati einn sá flottasti sem ég hef séð. Beggi það er rétt hjá þér síðast þegar ég vissi var bíllinn í danmörku
Title: Bel Air myndir
Post by: Bannaður on February 01, 2005, 23:13:42
Þetta eru nátturulega bara tæki til að sitja í með driver og góða flösku, verst að mig vantaði bara flöskuna þegar ég sat síðast í hjá þér Arnar :mrgreen:
Title: Bel Air myndir
Post by: Chevy Bel Air on February 02, 2005, 18:16:51
Já þig vantaði flöskuna en þú varst nú samt ekki alveg edrú.  :)
Title: Bel Air myndir
Post by: bel air 59 on February 12, 2005, 23:57:22
Talandi um CHEVROLET þá var auglýsing í laugardagsfréttablaðinu um 58 IMPALA 2 dyra hardtop sem þarfnast uppgerðar.Giska á að þarna sé Siglufjarðarbíllinn mættur.Nú þarf bara einhver góður maður með tíma aðstöðu og peninga að taka sig saman í andlitinu og ná þessum bíl.Það er erfitt að finna flottara body 8)
Title: Bel Air myndir
Post by: Moli on February 13, 2005, 00:31:27
Quote from: "www.visir.is"

Chevrolet Impala. 2ja dyra, hardtop, árg. '58, þarfnast uppgerðar. Tilboð óskast. Uppl. í s. 849 1839


Hér er einn til sölu!  
http://www.classicdreamcars.com/58blackchevyimp.html
(http://www.classicdreamcars.com/58impblakside.JPG)

Virkilega fallegir bílar í alla staði!
Lumar einhver á mynd af umræddum Siglufjarðarbíl?
Title: Bel Air myndir
Post by: Ásgeir Y. on February 13, 2005, 18:25:26
sko ef það er einhver bíll sem mig hefur dreymt um í mínum blautustu draumum þá er það '58 impala... djöfull er þetta vel heppnaður bíll... :)
Title: Bel Air myndir
Post by: vignir on February 13, 2005, 21:20:10
þessi er hér fýrir austan
Title: Bel Air myndir
Post by: Siggi H on February 14, 2005, 00:49:30
sveinn gamli sparisjóðs stjóri á þessa impölu. hún er '59 módelið og keyrð aðeins 60-70þús mílur frá upphafi og er enþá alveg orginal og óuppgerð í toppstandi. búið að sprauta hana einu sinni og búið. alveg glæsilegur gripur
Title: impala
Post by: bel air 59 on February 14, 2005, 15:40:53
Hann er árgerð 1960 þ.e.a.s sá rauði fyrir austan
Title: Bel Air myndir
Post by: Siggi H on February 14, 2005, 15:43:37
nú? eigandinn segir '59 en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Title: Bel Air myndir
Post by: Chevy Bel Air on February 14, 2005, 18:36:25
Þá veit eigandinn ekki hvaða árgerð bíllinn hans er. Þetta er chevrolet impala árgerð 1960. Beggi er alveg með það á hreinu hvernig 1959 chevy lítur út.  8)
Title: Bel Air myndir
Post by: Valur_Charade on February 14, 2005, 18:38:09
hehe original og óuppgerð bara búið að sprauta hana einu sinni....
Minnir mig á manninn sem vann í frystihúsinu á Höfn í 55 ár og alltaf með sömu skófluna bara búið að skipta 5 sinnum um blað og 9 sinnum um skaft..... hehe
Title: Bel Air myndir
Post by: bel air 59 on February 14, 2005, 19:39:37
Hr Sigurður Helgason farðu á síðu 1 á þessum þræði,þar er mynd af 59 chevy-inum mínum (blár sér í afturendann út af bílastæði)og berðu saman árgerðirnar.Arnar átt þú ekki myndir af siglufjarðarbílnum síðan þú skoðaðir hann um árið :?:
Title: Bel Air myndir
Post by: bel air 59 on February 14, 2005, 21:49:18
Moli ég sá spurningu þína á spjalli fornbílaklúbbsins en ákvað að svara þér hér.
Mér vitanlega eru bara þrír chevrolet fólksbílar af árgerð 1958 á landinu,þessi á Siglufirði,4 dyra biscayne á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði og gamli Þ12 á Djúpárbakka í Eyjafirði en það er station minnir að hann heiti  Brookwood en sá bíll var lengi á Hveravöllum í Þingeyjarsýslu.
Það er vel hugsanlegt að þeir séu fleiri en þetta eru þeir sem mér er kunnugt um.
Title: Bel Air myndir
Post by: Siggi H on February 15, 2005, 03:09:38
Quote from: "bel air 59"
Hr Sigurður Helgason farðu á síðu 1 á þessum þræði,þar er mynd af 59 chevy-inum mínum (blár sér í afturendann út af bílastæði)og berðu saman árgerðirnar.Arnar átt þú ekki myndir af siglufjarðarbílnum síðan þú skoðaðir hann um árið :?:


nú jæja ég sá þá mynd ekki.
Title: Bel Air myndir
Post by: Ásgeir Y. on February 15, 2005, 11:03:23
ég sá í fyrra einn '58 station, svartann og hvítann í eyjafirðinum sem stóð þarna og var að bíta gras og á eflaust eftir að gera það um ókomna tíð
Title: Bel Air myndir
Post by: Valur_Charade on February 16, 2005, 08:57:19
komið nú með eins og eina mynd ef þið eigið af Bel Air ´65 sem var hér á Höfn og er víst í Garðabæ núna hann er víst með 396 vél og 400 skiptingu endilega komið með myndir af honum það er kaggi!  :wink:
Title: Bel Air myndir
Post by: Anton Ólafsson on March 11, 2005, 18:13:12
Var að fá myndir úr framköllun.
Title: Bel Air myndir
Post by: Ingvar Kr. on March 15, 2005, 17:52:08
Glæsilegur.
Title: Bel Air myndir
Post by: Moli on April 13, 2005, 22:09:57
Veit einhver hvort þessi sé enn til í dag?

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/ch_9.jpg)
Title: Bel Air '55 í Pimp My Ride
Post by: converge on April 13, 2005, 22:34:15
afsakið ef ég er að skemma fyrir einhverjum þáttinn, en ákvað bara að setja þetta inn fyrst þið eruð að senda inn myndir af bel air... en þetta er bel air '55 og já var tekinn í pimpun  :? :P...

sést samt mjög illa þannig að ég er ekkert að skemma mikið :D
Title: Bel Air myndir
Post by: Chevy Bel Air on April 14, 2005, 19:49:50
Sæll moli flakið af þessum 56 Chevrolet er ennþá til, en hann er handónýtur. Ég reif hann í Chevrolet sem ég gerði upp.
Title: .
Post by: NovaFAN on April 19, 2005, 15:49:17
kallið mig fífl en þessi 4 dyra O-500, er að ég held á Egilsstöðum núna, er búinn að vera á fáskrúðsfirði í skemmtilega mörg ár, en eigandinn flutti, hann hefur ekkert verið í neinni notkun en hefur heldur ekkert versnað frá myndunum, nema felgurnar sem eru orðnar hörmung
Title: Bel Air myndir
Post by: Dart 68 on April 27, 2005, 21:46:57
ehemm.... Ó-512  :wink:

Skoðaði hann um daginn.
Title: Bel Air myndir
Post by: Þórður Ó Traustason on April 28, 2005, 00:22:42
Chevy Bel Air. Áttu einhverja varahluti í 55-56.Er eitthvað númer eða e-mail sem er hægt að ná í þig í
Title: .
Post by: NovaFAN on April 28, 2005, 10:22:57
Dart 68: O 512 er númerið sem er á bílnum núna, var O 500 á tímabili, skoðaði það í ekjunni