Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: maggifinn on March 14, 2006, 20:33:35

Title: Kynning
Post by: maggifinn on March 14, 2006, 20:33:35
Ég nota spjallþræði nokkuð víða, þó aðallega erlendis. Þar er það haft fyrir sið að menn kynna sig og það sem þeir eru að gera.
 
 Ég hef verið skráður hér á spjallið og verið virkur notandi síðan 26 september 2001 og þó það sé kannski svolítið seint þá sýnist mér það vera nokkuð þarft að kynna mig og vona ég að menn geri slíkt hið sama.
 
 Ég heiti Magnús Finnbjörnsson. bý í Hafnarfirði, er vélvirki með hjól í smíðum. Leyðist fótbolti, held með Ferrari. Hlusta á Fu Manchu og Kyuss.

Verð ekki keppönd á þessu ári en verð þeim meira í pittnum að girða upp um félagana :lol:  eða hjálpa til á brautinni.
Title: Kynning
Post by: Nóni on March 14, 2006, 22:12:40
Örugglega ferlega fáir sem þekkja mig ekki, þekktur sem höfuðpaur í stóra SAABmálinu og túrbóáhugamaður.

Ég heiti Jón Gunnar Kristinsson og er 2ja barna faðir (3ja á leiðinni), er ritari í stjórn Kvartmíluklúbbsins. Hef þónokkurn áhuga á SAAB og kappakstri. Ég er vélfræðingur og starfa sem slíkur.



Kv. Nóni
Title: Kynning
Post by: Dr.aggi on March 14, 2006, 22:22:20
Agnar Helgi Arnarson.nokura ára Vélsmiður
slökviliðsmaður Keflavíkurflugvelli
Búsettur í mekka kvartmílunnar,Hafnarfirði
Áhugamál: Vínandi,kvennskrokkar og gúmmílikt.
Title: Kynning
Post by: Dohc on March 14, 2006, 22:42:39
Teitur heiti ég og er með sjúka skyline dellu :oops:

er samt opinn fyrir öllu mótorsporti og hef gaman af öllu sem tengist bílum jeppu eða hvers kyns leiktækjum :wink:

Ég ek um á renault clio svona dagsdaglega sem litla systir mína á :lol:  :oops:  á meðan ég er að græja Nissaninn fyrir sumarið
Title: Kynning
Post by: Preza túrbó on March 14, 2006, 23:27:30
Sælir Félagar.

Halldór Gunnar heiti ég og þekkja flestir mig undir nafninu Dóri.
verð örugglega ekki að keppa í sumar en verð örugglega mikið að vinna í kringum keppnir eins og oft áður  :D

Kveja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:
Title: Kynning
Post by: Kiddi on March 14, 2006, 23:54:21
Kristinn Rúdólfsson.... er að klára rennismíði, vinn hjá Össur Hf á CNC vélum. Er á fullu í Pontiac bílum og nýmóðins GM dóti...
Verð með 2 öfluga götubíla í sumar 8)
Title: Kynning
Post by: Racer on March 15, 2006, 11:58:46
Ber nafnið Davíð Stefánsson
aldur minn er 22 ára
búsettur í grafarvoginum í reykjavík
vinn í vöruhúsi samskipa
wannabe keppnis og brautargimp.

Er með fína 350 vél við hliðina á vélalausum pontiac firebird transam ´84 og fyrir aftan bílinn er orginal 305 , bílinn hefur turbo 350 skiptingu og 10 bolta hásinu og á að hafa 3.73 drifhlutföll (vona að vélinn fer ofan í fyrir miðnæti í kvöld og að maður nennir að klára tengja á sama degi)
Title: Kynning
Post by: Kristján F on March 15, 2006, 22:57:16
Kristján Finnbjörnsson heiti ég og er með bíladellu. Er bifvélavirki hjá IH.Held ekki með Ferrari. Ég er í stjórn Kvartmíluklúbbsins .Hobbíið mitt er bíllinn minn Chevy II Nova sem ég er að græja sem götubíl.
(http://i72.photobucket.com/albums/i189/stjani/FniogflottiNovubllinnokkar.jpg)
Title: Kynning
Post by: Sara on March 15, 2006, 23:28:18
Ég er sammála Maggi við þurfum að gera svona til að hrista félagsandann upp og kynnast betur
 :D Ég heiti Sara og er 32 ára móðir 3 barna, er í sambúð með yndislegum 4x4 manni, bý í Grafarholtinu og er með ólæknandi bíladellu(er yngri af tveimur systrum þannig að bílaáhuginn kom beint frá pabba  :wink: ) Keyri um á Vento og stundum Landcrusier en dreymir um VOLVO.Ég held með Red Bull í formúlunni, en finnst kvartmílan skemmtilegri og held mikið uppá laugardagana sem keppnirnar eru hér heima. Ég er gjaldkeri Kvartmíluklúbbsinns.
Title: Kynning
Post by: typer on March 15, 2006, 23:40:32
Game over
Title: Kynning
Post by: baldur on March 16, 2006, 01:05:43
Ég heiti Baldur Gíslason, fæddur 1984, er búsettur á Írlandi, er búinn með rafeindavirkjun en hef ekki klárað sveinsprófið vegna tímaleysis.

Ég hef mikinn áhuga á mótorsporti, tölvustýringum og slíku.
Á heima Suzuki jeppa með aðeins blásnum 1.6L mótor og á 35" dekkjum.
Title: Kynning
Post by: Damage on March 16, 2006, 15:02:46
Hafsteinn heiti ég Torfason og er á 17 ári. Ég er staðsettur í kópavoginum.Ég hef alltaf verið með ólæknandi bíladellu. held að það hafi komið frá pabba sem hefur bæði kept í kvartmílunni og rallýinu á íslandi. Ég á bíl (bíða eftir prófinu) og svo er markmiðið að keppa 2007
Title: Kynning
Post by: Olli on March 16, 2006, 19:12:05
Ólafur Þór heiti ég en geng alltaf undir nafninu Olli.
Er 22ára breiðholtsbarn og forfallinn bílaáhugamaður hvort sem það er kvarmílubílar-jeppar-fornbílar eða trukkar og svo það nýjasta er vélhjóladella hvort sem það eru crosshjól eða fjórhjól.  
Vinn sem mjólkurbílstjóri hjá MS-rvík.

Stefnan var að vera með núna í sumar, en þar sem ég skipti gula leiktækinu mínu út fyrir aðeins virðulegra tæki, að þá verður einhver bið á því... en stefnan tekin á sumar 2007 með ansi skemmtilegt street-tæki sem ég hef augastað á.....
Title: Kynning
Post by: 1965 Chevy II on March 16, 2006, 19:30:21
Friðrik Daníelsson (Lesist eins og Denny Crane segir nafnið sitt).
Held með Schumi síðan 1994.
Ég á 3 börn.
Ég á 1976/77 módel Trans Am sem ætlast er til að reyni að bögga Gísla Sveinss. stórvin minn úr útlandinu eitthvað á komandi sumri.

Ég vinn hjá Optima sem Tæknimaður og hef verið í 8 ár.
Title: Kynning
Post by: Geir-H on March 16, 2006, 19:42:18
Geir Harrysson, bý hafnarfirði, ekkert tæki bara 38" jeppi, er tækjamaður hjá Samskip
Title: Kynning
Post by: Krissi Haflida on March 16, 2006, 20:30:27
Ég heiti Kristján Hafliðason 21 árs gamall úr árbænum og ég er bifvélavirki.  Ég fæddist með með bensín í blóðinu, mikið stundað akstursíþróttir í minni fjölskildu og ég man ekki eftir mér nema með skít undir nöglunum.

Ég á chevy camaro ´83 sem lenti í smá lítaraðgerð í vetur þannig ég verð ekki með í sumar því miður, en kem inn með hörku 2007 og ætla sko ekki að gefa neitt eftir :twisted:
Title: Kynning
Post by: firebird400 on March 16, 2006, 23:17:04
Agnar Áskelsson
28 ára Keflvíkingur
Single og barnlaus

Hef alltaf verið með bíladellu og virðist geta fengið dellu fyrir nánast hverju sem er eða það virðist sem svo.

Er ekki með neinn keppnisbíl en verð bara að reyna að gera einhvað fyrir klúbbinn í staðinn.
Á einn gamlann Muscle bíl sem dugar til að halda blóðinu á hreyfingu þangað til að maður eignast einhvað keppnis.

Ég er húsasmiður.

McLaren og Kimi, nema hvað


(http://www.imagestation.com/picture/sraid121/p2d36313e811da2f3b1c132149c040a98/f84fb8a7.jpg)
Title: Kynning
Post by: Birkir F on March 18, 2006, 19:25:53
Ég heiti Birkir Friðfinnsson og er 23 ára.  Er í vélskólanum og klára hann eftir rúmt ár.  Ég starfa á vélaverkstæði Heklu og stefni á að fara í sveinspróf í vélvirkjun að námi loknu.  Ég hef verið að leggja lokahönd á að klára SAAB 900 Túrbó sem hefur verið í uppgerð í tæp 2 ár og ég ætla að keyra út kvartmíluna í sumar, en í fyrrasumar atti ég kappi í 14.9 flokknum á SAAB 9000 sem ritari klúbbsins lánaði mér og svo fór að ég lenti í 2 sæti.
Title: Kynning
Post by: ingo big on March 22, 2006, 22:46:41
Ingþór heiti ég Eyþórsson og er brautar gimp eins og hann davíð stefáns orðaði það  best :D   er ekki á neinu tæki enn , en það kemur von bráðar vona ég . annars verð ég eithvað að þvælast á brautini í sumar ,  sé ykkur þar


kv ingó í Monaco (monte carlo)
Title: Kynning
Post by: Jón Þór Bjarnason on March 22, 2006, 23:04:32
Jón Þór Bjarnason heiti ég og er prentari. Ég hef verið með afa og pabba inn í bílskúr síðan ég man eftir mér og alltaf haft bíladellu. Ég mætti á allar æfingar í fyrra á Camaro en gat því miður bara tekið þátt í einni keppni sökum anna. Aldrei að vita nema maður mæti á station í sumar upp á gamanið.  8)  8)  8)
Title: Kynning
Post by: Einar K. Möller on March 23, 2006, 00:07:41
Nafnið mitt á spjallinu segir sig sjálft.. sumir stytta það þó í EKM... bíllinn minn er á leiðinni frá USA og kemur von bráðar... búinn að vera "limur" síðan '95... verið ritari, keppnisstjóri o.fl fyrir uppáhalds klúbbinn minn og er ekkert að fara að hætta því.

Oldsinn góði.

(http://www.gothika.is/Olds3.jpg)
Title:
Post by: dart75 on March 25, 2006, 00:40:15
sælir/ar:Guðjón heiti ég og er Traustason og er 16 ára krakkaskitur sem er með ólæknandi bíladellu þó ég haldi MJÖG!! lítið uppa þessa japönskuog vildi óska að ég hefði verið á mínum aldri árið 68.erbúinn að hafa bíla dellu fra þvi að ég sá fyrst bíl..  sona 7 ára  þá fór maður að hjálpa pabba í skúrnum sem var með ólæknandibíla dellu þegar hann var ungur og því auðvelt að plata hann út í alla þessa vitleysu.jæja en þegar eistun duttuloks niður varð ég svo gríðarlea ástfangin af muscle car og þegarég var 14 keypti ég eitt stikki dodge dart75 og um dagin plataði ég pabba til að kaupa blá og hvíta 71 mustanginn og um jólin fékk ég mer eitt stykku uptunaða 360 í dartinn sem er loksins að far ofani um helgina (efallt gengur upp) og einnig er maður með bullandi áhuga á þmotorcrossi og dettur okkur vinkonunum mörg vitleysan í hug.. :wink: nú vita allir hver ég er
Title: Kynning
Post by: Mustang Fan #1 on March 25, 2006, 14:50:42
Birgir Örn heiti ég ek um á Nissan 240sx hef áhuga á flest öllu mótorspoti og vinn á matvælamarkanum(ok þá ég er bara pizzu bakari)
Title: Kynning
Post by: Axel_V8? on March 27, 2006, 20:14:48
Axel Jóhann Helgason heiti ég og er Vestmannaeyjingur. Ég er 16 ára gamall og bíð spenntur eftir prófinu. Er með svaka bíladellu og áhuga á öllu sem er vélknúið átti sjálfur Subaru Justy J10 '87 algjöra helvítis druslu :D enn er að leita mér að eitthverju sniðugu til að byrja að grúska í núna og aðstöðu. Svo á ég líka MX hjól sem ég er að fara taka í gegn fyrir sumarið.  8)


(http://axelj.sytes.net/justy.jpg)
(http://axelj.sytes.net/MX.jpg)
Title: Kynning
Post by: Moli on April 01, 2006, 20:27:05
Ég heiti Magnús Sigurðsson, er að detta í 25 ára aldurinn. Fæddur og uppalin í Reykjavík.

Starfa sem utanbæjarbílstjóri hjá Ölgerðinni Agli Skallagríssyni og færi gosþyrstum landsmönnum úrvals mjöð og gos.

Hef haft fornbíladelluna í mér frá unga aldri og mun hún vonandi aldrei hverfa. Ég á einn rúmlega 2 ára gamlan strák sem hefur meiri dellu en ég og kalla ég það bara nokkuð gott!

(http://www.internet.is/bilavefur/stuff/eg_og_aron.JPG)
Title: Ég...
Post by: Gunni gírlausi on April 12, 2006, 22:47:21
Ég er Gunnar Sigurðsson, 32 ára Kópavogsbúi, á 3 börn, uppgjafar bifvélavirki og iðnvillingur.

Ég kepti tvisvar í fyrra á Golfinum mínum, fór best 14,7

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/kvartmila/23_07_05/DSC06214.JPG)

ég stal þessari mynd af síðuni hans Mola (ég vona að það sé í lagi :) )

Golfinn er kominn með túrbínu núna , þannig að ég er að vonast eftir betri tímum í sumar.

Held með Kimi.
Title: nafn
Post by: Jóhannes on April 13, 2006, 02:23:01
Sælir ..Jóhannes Geir Sigurjónsson og eins og er á ég 1968 Camaro gulan og er að reyna losna við hann haf einga aðstöðu fyrir hann né heilsu ...svo ég ætla að reyna að finna mér eitthvað nýrra sem krefst minni áhuga og viðgerða ..einhverja daily driven druslu ...ég elska chevrolet og hef aldrey prufað kvartmíluna en ætla mér að gera það áður en það verður of flókið að keyra beint áfram ...ég er fæddur 1984 og er að verða 22 ára ...takk fyrir skemmtilegt mótor sport ...langar samt að sjá þetta meira í sjónvarpinu ...og horfi ekki á formúlu ...svo ég held með sylviu nótt í eurovision ef það hjálpar .. :lol:

hérna er camaroinn sem ég er að reyna að selja ...
454chevy - 400th chevy ...

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/camaro_2005__g_st_1_146.jpg)[/img]
Title: Kynning
Post by: Zaper on May 02, 2006, 19:57:18
Ásgrímur Þórhallsson "84
stunda nám í myndlist og steiki hamborgara með námi til að eiga fyrir bensíni,  þarf að steikja frekar grimmt þessa dagana :roll:  :x
hef enþá ekki komist nær brautini en það að vera áhorfandi.
en stefnan er tekin á brautina sjálfa "07
efniviðurinn "77 AMC

(http://www.augnablik.is/data/1567/812f_r_torfuna-med.JPG)
Title: Kynning
Post by: Dr.aggi on May 16, 2006, 22:24:48
AGGI
Title: Kynning
Post by: sveri on June 02, 2006, 20:28:28
sverrir heiti ég karlsson 23 ára húsvíkingur, á Bronco og bmw og eh fleira gums. Vélstjóri á liltum neta/snurvoðarbát. Er var og líklega verð alltaf með bíladellu sýnist mer á öllu, amk þá minnkar hun ekki  :roll: Alinn upp í ford og líklega getinn þar (ekki fengið það staðfest) en miðað við ástina sem ég hef á þessu hlítur það bara að vera
Title: Kynning
Post by: TommiCamaro on July 05, 2006, 19:58:07
Tómas Einarsson Bifreiðasmiður og vinn sem slíkur
25 ára gamall .
hef átt nokkuð marga 3 gen camaro bíla auk 3 trans am bíla.
eitt sem er fast í blóðinu mínu
ferrari chevy honda og BMW
í dag á ég camaro iroc Z sem ég er að klára og M Z3 bmw og honda cbr600
Title: Kynning
Post by: Valli Djöfull on July 07, 2006, 09:30:35
Sælir nú, Valli Djöfull er ég kallaður og ek um á BMW 323i '96.  Vinn í tæknilegri aðstoð hjá Símanum :)
Title: Kynning
Post by: Gummi sveins on July 18, 2006, 21:19:50
Ég heiti Guðmundur og er Arnþórsson og er smiður ég er fæddur 1979 og á 2 börn og eina kellu. Það er voða lítið að gerast í mínum skúr einsog er. En indið mitt er 4runner 1987 árgerð með 4.3 vortec chevy 200 og eitthvað hestöfl 38" mödder bílinn er endur bigður árið 2003 þar að seigja ný vél ,700 4 þrepa skiftíng B og M mælir, KN 3" púst nó af háfaða og fullt af gotteríi sem ég nenni ekki að telja upp. Áhuga mál eru jeppar og amrisk trilli tæki :lol:
Title: Kynning
Post by: keb on August 08, 2006, 13:03:04
Ég er Kristmundur Birgisson og er kallaður Krissi, held ekki með neinum í formulunni og kem ekki til með að keppa í sumar.

Ökutækin eru Honda CBR1000RR árg 06, Suzuki GSXR 600 '99, MiniMoto 50cc og OCC spiderbike replika ......  Hef átt Camaro 68, 69, 70, 71, 73, 77, 78, 85 Trams Am 76 ásamt fl leiktækjum

(http://www.fingrafar.is/images/1000RR.gif)
(http://www.fingrafar.is/Catalog/images/Mini%20Moto%20West.jpg)
(http://www.fingrafar.is/Catalog/images/occspiderreplica.gif)
Title: Kynning
Post by: JONNI on March 06, 2007, 20:44:32
Góðann Daginn.

Jón Sigurður Jónasson 27 ára gírhaus, fyrrverandi sjómaður, flugvirki að mennt, en vinn við flutninga.

Bý í USA.

Bílar: 93 Trans Am 383 6 spd, 72 Corvette stingray, planið er 600-650 hp pumpgas motor og sex gíra, 74 corvette......veit ekki alveg hvað ég ætla að gera við hann annað en 80-82 afturstuðara, framspoiler, lækka hann og setja 17 8 torque thrust felgur undir, svo er það 72 vega GT, sem er heavy project, er búinn að kaupa stærstan hluta af ruslinu í hann, sem ls6 mótor 6 gíra kassa, vette framfjöðrun, bilstein full coil overs,bla bla
Og svo daily driver er 03 Silverado SuperSport.

Kveðja, Jonni.[/img]
Title: Kynning
Post by: gunni-boy on March 08, 2007, 00:31:19
Gunnar Steinn Steinsson (ættar nafn) og er Torfa son.

Ég hef mikinn áhuga af bílum og flestu sem tengist vélum en aðalega ef það er á dekkjum 8)

Ég á Camaro Z28 84 árg afmælisútgáfa, hann er 350 hp og er ég að gera hann upp.

Svo á ég Mözdu 323f GT 90 árg, er svona létt að gera hana upp..
Title: Kynning
Post by: einarak on July 05, 2007, 23:24:33
Quote from: "gunni-boy"

Ég á Camaro Z28 84 árg afmælisútgáfa, hann er 350 hp og er ég að gera hann upp.
 


það stennst engann veginn buddy,
Title: Kynning
Post by: einarak on July 05, 2007, 23:44:09
Best að vera með líka

Ég er Einar Ásgeir, 24 ára, og starfa sem þjónustufulltrúi hjá N1
Ég á tvo bíla, 2005 toyotu Avensis wagon og 89 Chevrolet Camaro RS
Ég keypti þennan Camaro 2001 og hann er búinn að vera á/af (aðallega af) götunni síðan þá.
Í dag er statusinn á honum svona;
(http://i21.photobucket.com/albums/b279/einarak/DSC00055.jpg)

Eg á eftir að klára "léttan" loka frágang, annars er hann að verða klár á götuna á næstu vikum. Bíllinn er með 327cid og t56 6gíra kassa úr 4th gen,

p.s. hvað er ferrari?  :roll:
Title: Kynning
Post by: Belair on July 05, 2007, 23:52:21
Quote from: "einarak"


p.s. hvað er ferrari?  :roll:


Undir typa GM
Title: Kynning
Post by: ElliOfur on July 27, 2007, 16:34:43
Já það er nú kominn tími á að ég kynni mig alminnilega líka. Ég hef verið skráður hér þónokkuð lengi, lengst af verið frekar virkur og undanfarin ca 2 ár skrifað undir nafni, þó ekki sé nema gælunafni.

Ég heiti Elmar Snorrason, nemi í húsasmíði og hef starfað við það fag í að verða 3 ár því uppgangurinn er þannig að maður hefur ekki tíma til að klára þessa leiðindar skólavist. Bílasportið er svo að segja eina íþróttin sem ég hef eitthvað gaman af, og hef haldið mig við lowbudget verkefni og reyni þar að gera eitthvað örðuvísi en það sem flestir eru að gera. Fótbolti er drepleiðinlegur, svo og skák og golf. Allavega að horfa á þetta, hef svosem aldrei spilað golf að neinu viti :)

En hvernig er það, afhverju eru menn nánast bara að pósta myndum af bílunum sínum hérna, afhverju ekki af mönnunum sjálfum svo við kannski þekkjum hvorn annan í kjötheiminum?

(http://www.123.is/elliofur/albums/-573594418/Jpg/072.jpg)
Title: Kynning
Post by: edsel on July 28, 2007, 12:37:56
kanski er best að ég kynni mig amenilega, ég heiti Sindri Freyr Pálsson og er 14 ára gutti sem hef bíladelluna frá mági mínum sem á meðal annars '70 Le Mans-inn með indjánanum á hliðinni, einu vélknúnu farartækin sem ég á núna eru Artic Cat Wildcat 650cc '89 og Honda MT5 '96 með orginal 50cc junkinu í. Svo á að fara að byggja bílskúr og þá verður hressilega tekið á áhugamálinu, langar alveg rosalega að gera einn sukkvan og er ég búin að hanna einn í huganum.

PS, hvernig setur maður inn mynd úr tölvunni? langar að setja inn mynd af mér en kann ekki að setja inn mynd úr tölvunni.
Title: Kynning
Post by: Elvar F on August 04, 2007, 05:23:31
Blessuð
Elvar Freyr Þorsteinsson heiti ég og ég er 14-15 ára gamall gutti.
Ég er með rosalega mikinn bílaáhuga og drauma bílinn minn er Trans Am '78 og ég gæfi allt til í að sitja í svoleiðis bíll  :mrgreen: en annars á ég 2 hondu sem mér þykir mjög vænt um sem sagt af gerðini prelude :) annars er stefnan að kaupa Trans am eitthverntíman þegar maður á pening helst hvítan með t-topp  :D

bílarnir mínir og ég

rauði
(http://i156.photobucket.com/albums/t29/hondusnadi/Picture026.jpg)

Grái og ég
(http://i156.photobucket.com/albums/t29/hondusnadi/IMG_2238.jpg)
Title: Kynning
Post by: Axel Volvo on September 02, 2007, 09:36:11
Jæja víst ég skráði mig hingað ættla ég nú að vera með.

Ég heiti Axel Þór Björgvinsson, ég er 15 ára.

Ég á Volvo 240 GL sem var framleiddur fyrir Asíu markað en lenti hingað á klakann sem sýningabíll hjá Volvo umboðinu, hann er með B200E mótor og er bíll hjá mér. Stefnan er að sprauta hann kóngabláann, með svart húdd og hafa hann á djúpum felgum og lækka hann smá.

Bráðum fer ég að bæta öðrum Volvo við en það er Volvo 244 DL 1978, ég á bara eftir að sækja hann.

Ég átti einn Mitsubishi Pajero v6 3lítra, hef enga reinslu af honum þar sem hann stóð bara þegar að ég átti hann.

Drauma bíllinn er 2nd Gen Camaro  8)

(http://memimage.cardomain.net/member_images/1/web/2389000-2389999/2389913_1_full.jpg)
Pajero

(http://i39.photobucket.com/albums/e161/axel_carragher/DSC03991.jpg)
Volvo 240 GL

(http://i39.photobucket.com/albums/e161/axel_carragher/Volvo_Gledi_Egs/DSC02642.jpg)
Volvo 244 DL
Title: Kynning
Post by: Ingsie on September 02, 2007, 18:43:22
Hmm ætti maður að vera með ;)

Inga Björg heiti ég og er á 21 fyrsta ári ;) Ég er í Borgarholtsskóla á Verslunarbraut og Grunndeild Bíliðna. Vinn í raftækjaverslunni Max svona um helgar, en var sendill á bílaverkstæðinu Bílastofunni í sumar :)

Ég á BMW 318is '96 þann gula ;) Held að flestir kannist nú við mig  :lol:  Ég er stelpan i sjoppunni uppá braut  :wink:

(http://pic70.picturetrail.com/VOL1821/8017693/15110267/228298197.jpg)
(http://pic70.picturetrail.com/VOL1821/8017693/15110267/228298194.jpg)
og svo er þetta ég ;) btw 1, 2 og snú mynd

(http://pic70.picturetrail.com/VOL1821/8017693/15110267/274230873.jpg)
Title: Kynning
Post by: Jói ÖK on September 02, 2007, 22:34:10
Heyrðu kannski maður spili sig inní þetta :)
Ég heiti semsagt Jóhannes Örn Kristjánsson og er 15 ára Volvotappi með Chevy gen í blóðinu en það er nú aðalega frá bróðir mínum og Camaronum hans sem var kynntur hérna áðan eithverstaðar :)  Heyrðu já ég er að búa til þokkalegan rúntara og leiktæki eða '88 módel af Volvo 240 sem ég er búinn að eiga síðan í október 2006, á þeim ´tima er ég búinn að skipta um innréttingu, stífara fjöðrunarkerfi, polyurithane í allan undirvagn og eithvað svona dunt :) Svo er ég að smíða Turbo mótor ofan í múrsteininn, B21ET sem verður eithvað blásinn hressilega, vonandi. En já allavega
ég er semsagt Jói og er búinn að vera í Uppröðun uppá braut, vappandi um með svarta derhúfu eða hvíta lopahúfu núna í allt sumar eiginlega (2007)
Title: Kynning
Post by: Svenni Devil Racing on September 12, 2007, 02:34:52
(http://pic1.picturetrail.com/VOL1156/4121768/8594424/119848010.jpg)
 (er þessi dökkhærði)

Sveinn H Friðriksson heiti ég og er búin að hafa bíladellu frá því að ég man eftir mér og þá BARA CHEVY dellu í mér, og mótorhjóla og fjórhjóla dellu síðan ég fór að grúska í þessu og er búin að eiga nokkra crossarana síðan.
En er búin að eiga í það minsta 11 chevy bíla síðan að ég fékk mína fyrstu novu 13 ára gamal..og búin að umgangast marga góða chevy kallana síðan ég var yngri sem kenndu mér já mjög mikið sem ég kann í dag.
En annars þá er ég mjög lítið menntaðu aðalaega þá skóla lífsins en er með 1 stig í vélstjórn ,
En meðal annars hef ég verið aðalega að gera við og vinna við eru vörubíla,gröfur,jarðýtur, skurðgröfur og hjólasköflu,mótorhjól og fjörhjól  frá því síðan að ég byrgjaði að vinna 12 ára gamal
En sé nánast um viðhald á hjólabátum i dag fyrir þá sem ekki vita þá kemur mynd seinna af þessum skemmtilegu tækum  :) þeir vita hvernig þessir skemmtilegu tæki líta út ef þeir hafa farið í siglinu á jökulsárlóninu allavegana
(http://pic1.picturetrail.com/VOL1156/4121768/15757694/277924313.jpg)
Title: Kynning
Post by: Gilson on November 13, 2007, 19:44:18
best að maður kynni sig líka, en ég heiti Gísli Þór Sigurðsson og er 15 ára með rosalega bíladellu. Eina vélknúna tækið mitt er Suzuki Rmx skellinaðra sem maður getur nú aðeins dundað sér í svosem. Ég er búinn að koma eitthvað uppá braut í staffið og mun koma líka næsta sumar. Draumabíllinn er 2nd gen camaro.
Title: Kynning
Post by: brynjarögm on November 22, 2007, 01:54:02
Verður maður ekki að vera með?

Já ég er Binni eða Brynjar Ögmundsson, 19 ára (88´), skóstærð 43. ég  hef alltaf búið í Vík í Mýrdal, en bý núna í árbænum á meðan ég er í skóla (borgó í bílamálun)

Bíladellan hefur fylgt mér alla tíð enda undan vörubílstjórum í allnokkra ættliði og starfaði sem slíkur nú í sumar.

Ek umm á þýskum puntvagni sem er til sölu ef einhver hefur áhuga á Bmw 320i 2001 árgerð, en á eftir því er stefnan sett á eitthvað mopar kriddað frá ameríkuhreppnum góða.

En allavega, ég var einn af peðölvuðu gaurunum á lokahófinu og verð brautarstjóri núna sumarið 2008.
Title: Kynning
Post by: íbbiM on November 22, 2007, 10:31:02
ég hef aldrei kynnt mig hérna..

ég heiti ívar og er 22 ára, búsettur á höfuðborgarsvæðinu. bíladellan í mér jaðrar við að teljast sem geðveiki, ég hjólaði á trans am þegar ég var 4 ára og hef aldrie geta hætt að hugsa um fbodý síðan og er búin að vera dunda mér síðasta árið við að smíða upp camaroinn minn.. og var ætlunin að reyna vera memm á brautini næsta sumar..  en það hinsvegar verður bara að koma í ljós
Title: Kynning
Post by: Dodge on November 22, 2007, 12:33:52
Ég heiti Stefán Örn Steinþórsson.
Er 24. ára bifvélavirki á Akureyri.
Búinn að vera að grúska í bílum síðan 2000 þegar ég keypti minn fyrsta.
4faldur íslandsmeistari í sandspyrnu jeppa og burn-out kóngurinn '06 og '07
Hef bara átt mopara (12 stk.) og lödur (3 stk.)

Bílar sem ég á í dag eru.
'75 Dodge Coronet SE Brougham sem ég er loksins að gera upp núna.
'88 Dodge RamCharger 150 LE sem ég gerði upp og breytti síðasta vetur.
'73 Plymouth 'Cuda 440 sem ég flutti inn á árinu og hef verið að betrumbæta.
Title: Kynning
Post by: Biggzon on December 11, 2007, 12:47:13
Jæja best að kynna sig almennilega. Ég heiti Birgir Þór Arnarson 22 ára og er búsettur á akranesi og vinn sem sölumaður í BT Akranesi. hafði verið með semi bíladellu síðan ég var með bleyju en það breyttist heldur betur þegar drauma bíllinn minn komst í mína eign, semsagt nissan 300zx TT(Z32) Fyrir mér er þetta lífstíll að eiga svona tæki og náði aðeins að vera með í sumar en alls ekki nógu mikið vegna ófyrirsjáanlega bilana! En mæti næsta sumar sem sjálfboðaliði meðan verið er að safna fyrir restinni :D
Title: Kynning
Post by: Camaro-Girl on December 30, 2007, 14:52:02
Tanja Íris Vestmann  er tvítug og er með ólæknandi bíladellu
hef mest áhuga á camaro :wink:  en hef áhuga á ollu sem er a 4 hjólum kemst hratt og heitir ekki ford

(http://www.barnanet.is/myndir/2/3/mynd_YEbejM.jpg)
Title: Kynning
Post by: DÞS on February 09, 2008, 17:17:20
davíð þór, bílaáhugamaður, bý í mosfellsbæ, ásamt konu minni og barni, semsagt biladellu fjolskylda, mamman er nú að spóka sig a myndinni fyrir ofan :roll:

farartæki á heimilinu, Dodge Ram Daytona 22" Orange, Chevrolet Camaro 01 6spd, 7 manna fjölskyldujeppinn(fleiri krakkar á leiðinni?) og síðan leiktæki bombardier DS 650
Title: Kynning
Post by: Pababear on February 23, 2008, 12:05:34
Nafn:Ómar (PabaBear) Kristófersson
Aldur: 25 ára (´82)
Staður: Hvalfjarðarsveit
Staða: mitt á milli kvenna en fastur samt:)
Afkvæmi: Einn risi á sjötta ári(´02)
Farartæki: S:Legacy wagon ´97 daily driver- F:Mustang ´82 í uppgerð - D:Ram 1500 ´95 á 35" veiði og vinnutækið - Lifan Flydragon 250cc chopper ´06 ódýrt kína hjól sem skilar manni milli staða.
Áhugamál: Allt með mótor og er mikill fúskari og dellukall í því, hönnun, byggingar, smíðar, being all over da place og margt annað eins og að pimpa tækin mín.
Vinna: Eftirlitsmaður og í allskonar öðru dóti fyrir verkfræðistofu
Menntun: Byggingafræðingur og húsasmíðameistari
Title: Kynning
Post by: Gauti90 on April 05, 2008, 15:28:01
sælir  ég heiti Sigurbjorn Gauti kallaður Gauti og er 18 ára. ég er að læra rafeindavirkjun í iðnskólanum. ég hef verið bílakall alla mína æfi :D ég á 1974 ford capri GT MK I  og volvo 244GL 81' búin að vera svona að dunda í þeim heima í skúr:D

over and out..
Title: Re: Kynning
Post by: Birkir R. Guðjónsson on May 04, 2008, 15:08:48
Sælir félagar.

Birkir Rafn Guðjónsson er ég getinn, alinn upp og búsettur í Vestmannaeyjum. Fæddur 1990, með fullnaðarskírteini og er 18 ára..
Skráði mig í félagið um daginn en er búinn að vera mörg ár á spjallinu
Held ekki með Ferrari, horfi ekki á fótbolta, spila ekki golf og lifi samt mjög fínu lífi.
Er með 1. stig Vélstjórnarréttindi og er að læra og kominn langt með 2. stigið.
Er að vinna sem forritari í fyrirtæki sem heitir Vatikanið. (auglýsingaskrifstofa og vefsíðufyrirtæki)

Búinn að eiga Toyota Carina '89, Yamaha TZR '01, Mitsubishi Starion '87, MMC starion '87, Toyota Corolla '95.
Nú á ég og félagar mínir bara GMC Jimmy með 350 vél og skiptingu.
Svo er að koma tröllatæki á næstu dögum til að keppa í sumar upp á braut.

thats it. Já svo er þetta ég hér til hliðar með STIG hjálminn minn gamla.

Myndir af mér hér: http://gallery.okunidingar.com/main.php?g2_itemId=59
Title: Re: Kynning
Post by: Hlunkur on May 04, 2008, 22:38:56
Já það er nú það.
Nafn:Andri Guðmundsson
Aldur: 29 (ennþá...)
Staður: Reykjavík/Húnavatnssýsla
Staða: Lausari en götuhjól á malarvegi
Farartæki: Algóður Volvo 240GL ´82 sparibíll, Volvo 240 turbo´87 KTM edition undir hjólið, Volvo 240GLT´91 aukabíllinn, IH Scout II ´74 leiktæki, KTM 525SX´06 í drullumallið.
Áhugamál: Flest sem er vélknúið, og já, ég er með netta Volvodellu.... :lol:
Vinna:Óbreyttur á lyftu í almennum bílaviðgerðum
Title: Re: Kynning
Post by: Siggi H on May 12, 2008, 00:18:28
Nafn: Sigurður Helgason
Aldur: 25 ára, árgerð 1983
Stjörnumerki: Fiskur
Staður: Reykjavík
Staða: Á Föstu
Farartæki: Dodge Ram 1500 DAYTONA 5.7 HEMI árgerð 2005
Gæludýr: hundurinn púki
Áhugamál: Bílar, konan, djamm, körfubolti, mótorhjól, snjósleðar osfv osfv
Vinna: vinn á bónstöðinni ATbílar/Stjörnubón í garðabænum
Menntun: Grunnskólapróf, vinnuvélaréttindi
Nickið: frekar augljóst

læt hérna eina mynd fylgja af ökutækinu

(http://i76.photobucket.com/albums/j27/siggihelga/IMG_9574_small.jpg)
Title: Re: Kynning
Post by: Arason on May 12, 2008, 12:53:43
Já er þetta ekki bara málið fyrst maður er loksins gengin í klúbbinn.

Ég er semsagt Árni Arason, betur þekktur á mínum heimaslóðum sem Árni á Helluvaði. Ég er 1987 módelið af íslenskum karlmanni, fyrir þá sem eiga erfitt með reikningin þá gerir það mig 21 árs á þessu blessaða herrans ári 2008. Ég er með þetta klassíska bílakrabbamein, amrísku útgáfuna, sem er víst algerlega ólæknandi.

Ég lét loksins verða af því að kaupa mér V8 bíl núna í vor og varð 98 módelið af Z28 Camaro fyrir valinu, einstaklega skemmtilegt appart.

Ég ætla mér að reyna að mæta uppá braut eitthvað í sumar, bæði þá æfingar, keppnir og vinnudaga. Vonandi að maður geti bara verið sem allra virkastur.

Hlakka til að kynnast ykkur öllum betur í framtíðinni.

Kv. Arason
Title: Re: Kynning
Post by: Stefán Hansen Daðason on August 10, 2008, 23:20:09
Stefán Hansen Dadason heiti eg er vinn a bonstod med skola, ek um a 95 Camaro V6 og hef enga reynslu af kvartmilu en tad er a planinu ad kikja upp a braut sem allra allra fyrst , hef mikkla dellu fyrir amerisku bilunum ;)
Title: Re: Kynning
Post by: Andrés G on November 11, 2008, 21:39:02
ætli það sé ekki best að ég kynni mig líka... :)

en ég heiti Andrés G. Jónsson og er 14 ára krakkaskítur ens og "dart75" orðaði það. :)
farartækið mitt er '79 Chevrolet Malibu sem ég vonandi sýna á næstu sýningu KK :) 8-)
eins og bróðir minn og faðir "þjáist" ég af bílaveiki.
bróðir minn er reyndar skráður hér inn líka. 8-)
bý í Reykjavík og geng í Laugalækjarskóla ef það skiptir einhverju máli. :)
er 48 kg og um 170 cm. á hæð 8-)
Title: Re: Kynning
Post by: Jinxy on February 09, 2009, 23:56:39
kanski maður kynni sig líka hérna. Ég er nú búin að lesa þetta spjall í dágóðann tíma en hef aldrei skráð mig inn fyrr en nú.
Ég geng undir nafninu Jinxy og fékk ósvikinn bílaáhuga i vöggugjöf. Ég er kona núverandi Ice Orange eiganda og keyri um á stífbónuðum Galant á fallegum krómfelgum.
Ég kann hvergi betur við mig en i bílsskúrnum heima með góðar græjur og bjór í hönd. Ég hef mikinn áhuga á Covettum, Evo, Mustang 67-68. og svo er Dodge Viper alltaf í uppáhaldi líka :P

Title: Re: Kynning
Post by: Lexi Þ. on May 15, 2009, 17:33:03
Ætli maður verði ekki að kynna sig hérna líka  :wink:

Nafn:Alexander Leó Þórsson
Árgerð:1993
Afmælisdagur:19 September
Stjörnumerki: Meyja
Staður:Reykjavík ( Fæddur á Akureyri )
Staða: Á Lausu eins og er ( Stelpur hafið samband ef ykkur vantar eikkað :wink: )
Della: Amerískir Bílar að sjálfsögðu
Draumabíll: Ford Hot Rod 1932 Blæja ( Hvað annað?  :wink: )
Gæludýr: Tveir kattar bjánar :D
Áhugamál: Amerískir bílar, Kéllingar, Fótbolti og Ebay  :wink: , og svo miklu meira en það 
Farartæki: Oldsmobile 1987 Cutlass Cruiser (hvítur, vélarlaus til sölu ), Pontiac Grand Prix 1994 þarf aðhlinningu ( hvítur, Til sölu á 50 kall ef eikker hefur áhuga )
Atvinna: Atvinnulaus þangað til í júní vonandi
ég er ekki enn búinn að gerast meðlimur í KK en það fer að líða að því   8-)

En Eins og eikker sagði hérna fyrr  þá  ætla ég að endurtaka það

Ég er 15 ára krakkaskítur með amerískt bíla krabbamein á lífshættulegu stígi og er stoltur af því :D og hef verið það síðan ég settist fyrst uppí bíl ( 3ja daga gamall held ég ekkert staðfest í þeim málum )  bý í Rvk, er að klára 10unda bekkinn í Réttarholtsskóla og stefni á að taka mér 1 - 2 ár í frí  og lifa lífinu áður en ég fer í borgó að taka bifvélavirkjann   8-) ,  hvað get ég sagt meira  um mig    JÁ! eitt sem ég gleimi  8455724 fyrir ykkur stelpurnar sem vantar eikkað  :-" og sama númer fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa bílana mína

Nóg komið að blaðri í mér og vonandi  vita allir hver ég er núna  :!:

ég þakka fyrir mig
Góðar Stundir
Title: Re: Kynning
Post by: Gísli Camaro on June 17, 2009, 18:06:18
Best að vera með. Gísli Rúnar Kristinsson heiti ég og varð 26 ára í gær 16 júní 2009. Er Patreksfirðingur í húð og hár en búsettur í Kópavogi. Er að fara gifta mig næsta sumar og á 2 fósturbörn
Klára Vélskólann á næsta ári og rek mitt eigið verkstæði í augnablikinu
búinn að vera með ólæknandi bíla og byssudellu síðan ég man eftir mér. er búinn að vera inná þessu spjalli rúm 7 ár.
Er forfallinn Camaro og Suzuki GSX-R aðdándi  enda búinn að eiga 3-4 camaróa og 4 GSX-R hjól. er ekki enn búinn að taka þátt í mílunni en það rætist vonandi úr því e-h tímann á næstunni.

Lifið hratt og stutt
Title: Re: Kynning
Post by: Gummzi92 on September 29, 2009, 23:08:36
Jæja þá er komið að mér :D

Ég heiti Guðmundur Kristinn Haraldsson. ég verð 17 eftir tæpar 2 vikur. Er fæddur og uppalinn í Vík í Mýrdal, en er fluttur í höfuðborgina til að læra bílamálun í Borgó. Er að leita mér að einhverri aðstöðu, til að geta haft fyrir project, og langar í einhvern af draumabílunum, í projecti þá :)
Draumabílarnir eru m.a. Trans Am og Camaro  8-)
Title: Re: Kynning
Post by: stebbsi on December 04, 2009, 00:17:48
Stefán Ingi heiti ég og er eins og svo margir aðrir fæddur í bíladellu í takt við fjölskylduna, þá aðallega Ford en ég virðist hafa brenglast eitthvað í genunum og kýs allra helst Mopar en ég kann að meta þetta allt.
Er með 71 mustang í skúrnum eins og er og það mun bætast fleira við þegar tímar batna.
Verð tvítugur eftir nokkra daga og er í leiðinni að klára rafvirkjann í Iðnskólanum.
Neyðist eins og er til að vinna á kassa í 10-11(Ef einhver veit um fulla vinnu má alveg láta mig vita)
Title: Re: Kynning
Post by: Sævar Örn on December 07, 2009, 22:32:18
Ég heiti Sævar Örn og er 18 ára Bárðdælingur, þó brottfluttur anskoti og plantað í Hafnarfjörð af æðra valdinu(foreldrunum).

Ég er í Borgarholtsskóla á seinni hluta af Bifvélavirkjanámi og gengur vægast sagt vel. Ég hef líkt og margir brennandi áhuga á bílum og þá einna helst jeppum. Smájeppum þó þar sem ég keyri um á rúmlega tonnsþungri Súkku með mottóinu það þarf ekki 3 tonn af járni til að flytja 75 kilo af kjöti.

Ég er vefstjóri á http://sukka.is Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda og einblíni töluvert á Suzuki tegundina og hef aflað mér töluverðra upplýsinga um þá, enda mjög skemmtileg og meðfærileg tegund.


Ég hef stundað jeppaferðir frá ungaaldri, þó aðallega sem farþegi og þá í Toyotu bifreiðum, en pabbi minn hefur átt 3 nýjar Toyotur, 2 hiluxa sem hann breytti sjálfur og nú síðast LandCruiser 90 sem hann hefur átt frá því hann var nýr, 1998.



En allavega, þó ég sé ekki búinn að fá að kynnast bílum yfir 200 hestöflum þá vona ég að það sé ekki langt þangað til, og ákveð því að fylgjast með hér á þessari síðu og læra.