Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: maggifinn on November 05, 2011, 23:44:26

Title: OF- 101
Post by: maggifinn on November 05, 2011, 23:44:26
Við vorum bræðurnir að horfa á ólympískar lyftingar í sjónvarpinu í kvöld. Átum kjúkling með.

 Þarna voru nokkrir hörkunaglar sem allir áttu það sameiginlegt að vera smávaxnir, snöggir og léttir, nánast dvergvaxnir.

 Þeir voru að snara 145kg en vigtuðu sjálfir undir 56kílóum. Alveg magnað. Miklir íþróttamenn sem stunda sitt fag af miklum metnað.

 Eftir því sem leið á tókum við eftir því að sá sem vann mótið lyfti ekki mestu þyngdinni. Sigurvegarinn lyfti neflilega flestum kílóum miðað við líkamsþyngd. Hann var einhverjum grömmum léttari en sá sem lyfti kílói meira. Þetta er einhvernvegin uppreiknað og hefur einnig eitthvað með atrennur að gera.

  (http://www.bodyrecomposition.com/wp-content/uploads/2011/09/splitjerk.jpg)

Nú veit ég að 145 kíló er engin svakaleg þyngd, sér í lagi ef við berum þetta saman við okkar Benna Magg sem deddar 498kg.
 
 Benni Magg veit og skilur að hann er í öðrum þyngdarflokk og er því ekki að heimta að fá að keppa við og vinna litlu 56kílóa naggana á jöfnu.

 (http://www.marunde-muscle.com/forum/attachment.php?attachmentid=9982&d=1305314746)
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Stebbik on November 06, 2011, 00:47:48
 :D :D Góð samlíking hjá þér, kannski maður fari að grenna sig svo maður gæti tekið þátt í léttvigtinni,
en frekar hef ég nú meiri áhuga á að horfa þúngarvigtarboltana lyfta 400-500 kílóum en dverga lyfta 100-150 kg  :D :D
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Racer on November 06, 2011, 01:01:14
ég hafði æfingafélaga í ræktinni fyrir nokkrum árum sem var í þessum ákveðna stærðaflokki.

Hann hafði mjög gaman að skjóta á okkur í stærri hæðaflokki að það væri ekkert mál fyrir hann að lyfta sömu þyngd og við hinir.. hann þyrfti bara að lyfta mun styttra en við hinir þar sem hendur og fætur hans voru mun styttri ;)

annars hvort sem einhver lyftir 100 eða 400 kg þá er það frábært og því miður er orðið of mikið af fólki sem kvartar þegar það þarf að halda á 20 kg.
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Elmar Þór on November 06, 2011, 13:26:13
Maggi þetta kallast jöfnum og er þetta fyrirkomulag viðhaft í flestum íþróttum :) Sá stóri gæti étið þann minni í morgunmat :)
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: 429Cobra on November 06, 2011, 14:54:12
Sælir félagar. :)

Þetta er skondin samlíking hjá þér Maggi og á kannski vel við, ennnnnnn þessar tvær myndir sem þú ert með í póstinum sína tvær mismunadi íþróttagreinar. :-k

Sú efri er af lyftingamanni að lyfta í Ólympískum lyftingum en sú neðri af honum Benna sýnir hann að keppa í Kraftlyftingum, sem er allt önnur grein og meira að segja með annað sérsamband en Ólympísku lyftingarnar.  #-o

Myndin af Benna er hins vegar flott. :mrgreen:

Langaði bara að benda á þetta.


Kv.
Hálfdán. :roll:
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: kallispeed on November 06, 2011, 15:58:51
epli og appelsínur .... ekki það sama en skemtileg umræða samt  :mrgreen: sjálfur keppti ég í 18 ár í kraftlyftingum og hef unnið þó nokkra titlana í 5 þyngdar flokkum í gegn um tíðina og ég horði á þetta í tvinu í gær líka en át samt engan kjúkling  .... :mrgreen:
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Hr.Cummins on November 06, 2011, 18:46:32
Ég held að þú eigir ennþá bekkpressumet í þínum flokki í Massa Kalli... ég ætla ekki að alhæfa það en mig minnir endilega að ég hafi séð nafnið þitt á listanum þar fyrir ekki svo löngu...

Enda ert þú nú hálfgerður dvergur  :twisted: hehehehe...

Ég ætla að klára að endurhæfa á mér bakið og svo ætla ég að sjá hvort að ég kemst ekki yfir 300kg múrinn í deadliftinu núna næsta sumar, ég var kominn langt á leið með það núna í haust en tognaði svo í bakinu við að tína rabbarbara...

Já ég veit.. þokkaleg kaldhæðni !!
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Maverick70 on November 08, 2011, 11:12:16
benni á 462 mest í deddi, ekki 498 ;)
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Hr.Cummins on November 08, 2011, 12:32:13
Hann á reyndar 1100lbs (498kg) í DekkjaDeadlift... en það er víst ekki eins...

en það er rétt hjá þér 461kg í deadlift er skráð met.... setti metið á Ronnie Coleman Classic...
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Elmar Þór on November 09, 2011, 15:23:03
Megin efni þráðsins er ekki um lyftingar held ég! Heldur er verið að ýja þarna að OF flokk í kvartmílu  :D
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: maggifinn on November 09, 2011, 18:31:30
Glöggur Elmar. Þú hefur unnið þér inn kökusneið.

 Þetta heitir nú einusinni Almennt Kvartmíluspjall  :mrgreen:
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Hr.Cummins on November 09, 2011, 18:39:17
Í hvaða flokk fellur 209.3CID mótor sem að fer "kannski" sub 10 :) í þessum fræðum þá :?:
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: maggifinn on November 09, 2011, 18:53:56
Því er auðsvarað.

 Hann fer í OF flokkinn.

 OF flokkurinn er skammstöfun fyrir Opinn Flokkur.  OF á ekkert skylt við OfurBíla....

 Hversu vel 10sekúndu 209 kúbika vél stendur sig veltur bara á afli vélarinnar og þyngd ökutækis.

 Þú setur inn vélarstærð og þyngd ökutækis í reiknivélina : http://foo.is/calc/of-index.plp (http://foo.is/calc/of-index.plp)

 Það gera allir sem keppa í flokknum, og þeir bestu eru að keyra mjög nálægt tölunni sem kemur úr reiknivélinni.

 Talan úr reiknivélinni fyrir tvo bíla sem eru saman á ljósunum setur þá af stað svo þeir verði jafnir yfir endalínu. en annað tækið keyrir auðvitað alltaf betri ferð en hitt. Það tæki vinnur.
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Hr.Cummins on November 09, 2011, 19:00:15
Pund/cid er 14.9573058911862

Bíll sem keppir í OF flokki sem vigtar 1420 kg og er með 209.3 ci vél skal hafa index tíma 11.72 sec í 1/4 eða 7.50 í 1/8.

ATH: Þessi bíll er of þungur til þess að komast í OF með þessa vél!

hmm.... hvernig eru þessar reglur með þyngd ?
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: maggifinn on November 09, 2011, 19:08:14
Það var einusinni það sem kallað var 1 á móti 10 reglan. Þ.E. fyrir hver tíu pund af keppnistæki varð að vera ein kúbiktomma af vélarrúmtaki. Þetta var gert til að halda flokknum ákveðið fljótum.

 Það getur verið að svíkja mig minnið en ég held að það hafi verið tekið úr sambandi. Ingó sennilega er með það á hreinu.  Annars er það bara dósaborinn á græjuna!
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Hr.Cummins on November 09, 2011, 19:27:13
Ég er klárlega ekki að fara að bora úr "tíkinni"...

En hann verður eflaust e'h léttari með engri innréttingu, bara cage, 2 stólar og harness...
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Hr.Cummins on November 09, 2011, 19:38:49
Pund/cid er 15.0079943740879

Bíll sem keppir í OF flokki sem vigtar 1160 kg og er með 170.4 ci vél skal hafa index tíma 11.74 sec í 1/4 eða 7.52 í 1/8.

ATH: Þessi bíll er of þungur til þess að komast í OF með þessa vél!

Tók hérna sem dæmi E30 hjá Aroni Jarl.... er hann þá ekki í OF flokki ?

11.891 sec @ 115.67 mph - besti tíminn hans sem að ég veit um..

þetta var á 14psi minnir mig, og hann var búinn að hækka sig í 18psi... held ég...
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: maggifinn on November 09, 2011, 19:50:50
OF er keppnisflokkur hjá kvartmíluklúbbnum, rétt einsog hver annar keppnisflokkur í Kvartmíluklúbbnum. öll tæki og vélar í keppnisflokknum eru OF apparöt.

  Í þeim flokki eru mikið breyttir götubílar, keppnisbílar byggðir á fjöldaframleiddu boddýi og sérsmíðuð spyrnutæki einsog dragsterar og altered grindur. Semsagt verulega opinn flokkur þarsem vélabreitingar eru opnar og margar tegundir keppnistækja keppa við hvert annað.

 Þessi flokkur hefur þá sérstöðu umfram aðra í íslenskum spyrnukeppnum að tekið er mið af vigt tækja og rúmtaki véla, til að jafna leikinn.

 Rétt einsog 65kílóa strumpurinn er hlutfallslega jafnsterkur og Benni,
er stóra vélin í þunga bílnum jafnfljót og litla vélin í létta bílnum.
 
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Hr.Cummins on November 09, 2011, 19:53:28
I see... með öðrum orðum.... bracket :?:

Pund/cid er 18.11597976171

Bíll sem keppir í OF flokki sem vigtar 2950 kg og er með 359 ci vél skal hafa index tíma 13.00 sec í 1/4 eða 8.32 í 1/8.

:lol: ákvað að reikna herkúlesinn minn.... er samt ekki að sjá hann fara 13sec... kannski lágar 14 há-ar 13 :)
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: maggifinn on November 09, 2011, 20:07:11
Já og nei ,, ekki alveg bracket. Þarna ræður enginn sínum kennitíma, hann er fyrifram gefin útfrá forsendunum úr reiknivélinni.

 Sá sem nær sínum OF tíma fær á sig viðhengi sem á að færa tímann sjálfkrafa niður. aðeins einn hefur náð því hér á landi, Kristján Skjóldal.

 Þetta keppnisfyrirkomulag gerir flokkinn að endalausum eltingaleik við að toppa sjálfann sig og kombóið hverju sinni. Styrkur miðað við þyngd.
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Racer on November 09, 2011, 20:38:20
ef bíl nær yfir 10 í index þá fær hann einfaldlega 10 t.d. 11 í index þá fær hann 10 í index.

þar sem hann getur ekki fengið hærra en 10 :D , þetta var haft hámarkið og mönnum leyft að komast inn með hærra en 10 í index þannig að Kjúklinga/asíu bílarnir kæmust inní OF án þess að sprengja línuritið.
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Hr.Cummins on November 09, 2011, 21:04:57
Já og nei ,, ekki alveg bracket. Þarna ræður enginn sínum kennitíma, hann er fyrifram gefin útfrá forsendunum úr reiknivélinni.

 Sá sem nær sínum OF tíma fær á sig viðhengi sem á að færa tímann sjálfkrafa niður. aðeins einn hefur náð því hér á landi, Kristján Skjóldal.

 Þetta keppnisfyrirkomulag gerir flokkinn að endalausum eltingaleik við að toppa sjálfann sig og kombóið hverju sinni. Styrkur miðað við þyngd.

Hljómar skemmtilega, vonandi tek ég þá þátt í OF á næsta ári... 8)

Hvaða non-US bílar hafa tekið þátt í OF :?:
Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: maggifinn on November 09, 2011, 21:38:44
ef bíl nær yfir 10 í index þá fær hann einfaldlega 10 t.d. 11 í index þá fær hann 10 í index.

þar sem hann getur ekki fengið hærra en 10 :D , þetta var haft hámarkið og mönnum leyft að komast inn með hærra en 10 í index þannig að Kjúklinga/asíu bílarnir kæmust inní OF án þess að sprengja línuritið.

  :???:  Alveg rétt Davíð . Þetta er að rifjast upp. Það var breytingin.
 Ég er lofsamlega búinn að bæla niður minningar mínar um veruna í reglunefndinni svona hressilega.

  Það er tíu sekúndna þak á Opna Flokknum, inní flokkinn fara ekki hægari bílar en þeir sem gátu keyrt tíu sekúndna ferð á fullri kvartmílu. Nú er bara keyrður einn áttundi svo græjan verður að keyra 6.4sek í 1/8 eða hraðar til að fá þáttökurétt.

Title: Re: Ólympískar lyftingar
Post by: Hr.Cummins on November 09, 2011, 22:21:10
Þá verður maður bara að vona að maður fari lágar 10  :mrgreen:
Title: Re: OF- 101
Post by: Lolli DSM on November 10, 2011, 23:43:21
Pund/cid er 25.4098360655738
Bíll sem keppir í OF flokki sem vigtar 3100 lbs og er með 122 ci vél skal hafa index tíma 15.94 sec í 1/4 eða 10.20 í 1/8.
ATH: Þessi bíll er of þungur til þess að komast í OF með þessa vél!

Ég sló mínum inn lítið eitt léttari en hann er og uppgefinn 1/8 er hærri en ég næ í 1/4  :mrgreen:
Title: Re: OF- 101
Post by: maggifinn on November 11, 2011, 17:12:45
Hei Lolli

 Þetta er nú meiri blýbúðingurinn sem þú keppir á, hvernig drifrásin í þessum bíl endist á þessum tímum er mér alveg óskiljanlegt. Magnaður árángur.

 Hver er áttundatíminn hjá þér í þessari 9.65 ferð ef ég má spyrja ?
Title: Re: OF- 101
Post by: Hr.Cummins on November 11, 2011, 19:19:47
Já, og hvernig eru 60ft ?

Þetta er náttúrulega ruglaður árangur... :) hehe

En ég væri til í að hafa 12sek þak á OF flokki... ég held að ég sé ekki að fara að ná 10sek með sjálfstæða fjöðrun og RWD... en hvað veit ég :P
Title: Re: OF- 101
Post by: maggifinn on November 11, 2011, 19:47:34
Við verðum að muna að miða við áttundu tímana. Því það er keppnisfyrirkomulagið í dag.
Title: Re: OF- 101
Post by: Hr.Cummins on November 11, 2011, 19:51:58
Er bara keppt 1/8 míla í OF ?

Vá hvað ég er grænn... enda kem ég inn sem nýliði á næsta ári... eða svona næstum....

Mætti svolítið á æfingar 2004 og 2006+7.... en ekkert keppt....

Keppi vonandi bæði í OF og Trukka á næsta ári..... verð allavega með fólksbíl  :-"
Title: Re: OF- 101
Post by: maggifinn on November 11, 2011, 20:05:20
Já það er af öryggissjónarmiðum.

 Þessir bílar hafa það opnar vélareglur að ekki er hægt að hleypa þeim svona langt á brautinni, þeir geta náð svo miklum endahraða.

 Áttundinn er mun þægilegri á þessum bílum með 200 metrum lengri bremsukafla.

 Ef ég skoða upplifunina af spyrnukeppni, þá að mínu mati stendur hröðunin algjörlega uppúr. Að fara hratt finnst mér ekkert gaman.
 
 Þegar keppnisvegalengdin er helminguð opnast nýr heimur af hröðun, því þá gefst okkur helmingi styttri kafli til að nota alla gírun sem tækin hafa uppá að bjóða.
 
 Ef þú hefur prófað að botna Raminn þinn í lága drifinu þá veistu hvað ég er að tala um.
Title: Re: OF- 101
Post by: Hr.Cummins on November 11, 2011, 20:08:47
Ég þarf ekkert að botna hann í lága drifinu.... hann er á 4:10 hlutfalli.... :lol:

en ég skil alveg hvað þú ert að fara.... ég er bara hræddur um að ég myndi slátra framdrifinu ef að ég myndi botna hann í lága drifinu ;) með það tog sem að er í gangi í honum núna ;)
Title: Re: OF- 101
Post by: maggifinn on November 12, 2011, 00:25:01
Of keppendur

Örn Ingólfsson náði Íslandsmeistaratitli með 306 stig á Konunni með 515ci bbc og nítró
(http://farm7.static.flickr.com/6186/6044423098_11a2c9fdfd_z.jpg)


Finnbjörn Kristjánsson var í öðru sæti í sumar með 295 stig, á kryppuni með 355ci sbc og nítró
(http://farm7.static.flickr.com/6078/6039962969_5c068bc4d2_z.jpg)


Leifur Rósinbergs var þriðji með 291 stig á Pintónum með 400ci sbc og nítró
(http://farm7.static.flickr.com/6090/6040026759_d254530a00_z.jpg)


 Grétar Franksson var fjórði með 241 stig á Norsku Lindu með 358ci ProStockTruck N/A mótor, en hann vantaði eina keppni.
(http://farm7.static.flickr.com/6190/6043873121_70af58bfd9_z.jpg)


Kristján Stefánsson heiðraði klúbbinn með einni keppni og landaði fyrir vikið 75 stigum með 632ci n/a mótor.
 (http://spjall.kvartmila.is/index.php?action=dlattach;topic=57420.0;attach=69661;image)

 Einsog þið sjáið á stigunum er Opni Flokkurinn hnífjafn og spennandi.
Title: Re: OF- 101
Post by: Stebbik on November 12, 2011, 17:26:12
Já það er gott að geta sagt að maður hafi heiðrað kvartmíluklúbinn með 1. OF, keppni  :roll:  en bara til að minna þig á Magnús þá heiti ég Stefán en ekki Kristján, og geri ég ráð fyrir að þetta hafi verið mín síðasta keppni í OF til Íslandsmeistaratitils :^o
Title: Re: OF- 101
Post by: maggifinn on November 12, 2011, 18:19:06
æjj Afsakaðu þúsund sinnum Stebbi. Þetta hefur eitthvað skolast til hjá mér.

Ég hélt þú hafðir keppt bara eina keppni í sumar í Íslandsmótinu, leitt að fara með fleipur.

 
Title: Re: OF- 101
Post by: Lolli DSM on November 15, 2011, 21:49:49
Já Maggi, eclipseinn er fuck þungur og ótrúlegt að öxlarnir hafi haldið powerinu svona lengi. Áldrifskaftið hjálpar við það og ég hef alltaf spólað í launchinu.

En í 9.6 tímanum var 1/8 tíminn 6.28@114.8mph 60ft 1.53. Bestu 60ft hjá mér er 1.51

Shii hvað ég hlakka til að komast aftur uppá braut að keyra!
Title: Re: OF- 101
Post by: Kiddi on November 16, 2011, 12:52:17
Er maður samkeppnishæfur ef maður er að keyra 1.5/10 til 2/10 frá Indexi? Hvað voru stjörnurnar langt frá Indexi í sumar :?: Er einhver bíll á númerum að keyra í þessum flokk :) :?:
Title: Re: OF- 101
Post by: Ingó on November 16, 2011, 20:55:21
Flestir voru að keyra  ,006-,025sek frá indexi. Þannig að það er verulega samkeppnis hæft. Ég man ekki eftir að götuskráðir bílar hafi verið að keppa í OF. Fyrir örfáum árum voru flestir ,05sek frá indexi. :)
Title: Re: OF- 101
Post by: maggifinn on November 16, 2011, 22:20:21
Kryppan hjá Dadda er eina götuskráða tækið, og var á númerum fyrsta keppnistímabilið sitt í OF. Við höfum bara ekki enn drullað rafmagninu í framljósin eftir áreksturinn svo hann er ekki á númerum núna.

 Sú Kryppa fór best 5.77 á 5.63 indexi. 0.14 frá á Hoosier Quick Time Pro.
Title: Re: OF- 101
Post by: 1965 Chevy II on August 21, 2016, 20:58:32
OF hefur gengið ágætlega upp en kannski væri hægt að hafa mun fleirri keppendur þar ef hann tæki tillit til aflauka í indexi.

Til dæmis hefur novan mín lítið erindi þangað:
"Bíll sem keppir í OF flokki sem vigtar 3333 lbs og er með 620 ci vél skal hafa index tíma 7.60 sec í 1/4 eða 4.86 í 1/8"

Title: Re: OF- 101
Post by: Lenni Mullet on August 22, 2016, 04:52:55
Það er reyndar eitt sem mér hefur alltaf fundist mjög skrítið í þessum OF flokki en það er að engir Power-Adder-ar eru teknir inní reikni formúluna sem verður eiginlega að segjast að sé mjög undarlegt.

Annars skiptir þetta mig sjálfumsér engu máli þar sem ég á og mun aldrei eiga neinn séns í þennan OF flokk á minni Gremlin bifreið.

Title: Re: OF- 101
Post by: 1965 Chevy II on August 22, 2016, 21:26:56
Kannski ekki núna Lenni en aldrei segja aldrei  8-)