Kvartmílan > Almennt Spjall

Í hvaða flokk langar þig að keppa? ATH bara fyrir keppendur

<< < (13/14) > >>

baldur:
Nákvæmlega, sérstaklega í ljósi þess að bæði blásari og túrbína hafa miklu meira afl potential heldur en nítróið. Mótor á gasi er ekki að fara að keppa við eins mótor með stóra túrbínu/blásara og 2-3 gufuhvolf í boost þrýstingi.

ÁmK Racing:

--- Quote from: "baldur" ---Nákvæmlega, sérstaklega í ljósi þess að bæði blásari og túrbína hafa miklu meira afl potential heldur en nítróið. Mótor á gasi er ekki að fara að keppa við eins mótor með stóra túrbínu/blásara og 2-3 gufuhvolf í boost þrýstingi.
--- End quote ---
.Þeir nota BÆÐI TWIN og upp í fjórar turbínur í nmca outlaw street en þeir hafa ekkert í Mark Dantoni sem er búinn að vinna þetta 5 ár í röð með 706 cid Pat Musi mótor á gasi.Það er hægt að skrúfa vel upp í nítroinu.Félagi minn fór á svona keppni 2002 þá voru turbo bílarnir að ná ágætis timium í tímatökuni en svo þegar var komið í útslát þá skrúfuð kallarnir upp í nítróinu og rúlluðu yfir þá.Þannig að ekki slá nítróið út þó turbo sé gott.

Einar K. Möller:
Árni svaraði þessu alveg eins og ég hefði gert sjálfur....

Ég er mjög hlynntur Turbo og Blower en það má aldrei strika út nítróið... Dantoni tók líka 3 titla í röð á World Street Nationals 2000, 2001 og 2002.

2000 vann hann Bob Rieger (´57 Chevy 430cid Twin Turbo)

2001 vann hann Freddy Davis (´95 Corvette 526cid Blown Alky)

Tökum líka dæmið með Billy Glidden... alltaf með SBF og nítró og baunar léttilega yfir þá flesta sem keyra með Turbo og Superchargers...

Vefstjóri KK:
Það eru takmarkanir í þessum flokkum til að gera jafna og spennandi keppni. Takið eftir að turbovélar og alkyvélar eru minni en nítrousvélar. Ef að það er ekki hægt að jafna leikin með svoleiðis takmörkunum þá kemur extra vigt. Það vinnur engin auðveldlega þarna úti.
stigurh

Einar K. Möller:
Það má auðvitað alltaf bæta við Hank Hill sem keppti á 1992 Ford Thunderbird með 815cid Boss HEMI og nítró,. túrbó og blower bílar áttu í fullu fangi með hann.. þetta er líka bara hver hefur unnið heimavinnuna sína ;)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version