þetta er True Street.
· Standard (eins og standard) grind að framan skylda.
· Eftirmarkaðs hjólastell/fjöðrun að framan leyfð (verður að boltast í sömu festingar og upprunaleg)
· Tannstangarstýri leyfð.
· Allir bílar verða að vera með innri bretti. (minniháttar breytingar leyfðar)
· Standard (eins og standard) grind að aftan skylda (leyfilegt að slípa til)
· Eftirmarkaðs afturfjöðrun eins og standard leyfð (verður að vera boltuð á)
· Gormademparar bannaðir að aftan.
· Ekki er leyft að nota prjóngrindur “four link” eða ladder bars.
· Vindustangir (anti-sway bars) leyfðar.
· Blaðfjaðrir má færa inn á við (einnig má þar af leiðandi færa til demparadestingar)
· Aðalljós að framan og aftan verða að virka.
· Verður að hafa virkt rafhleðslukerfi
· Verður að hafa standard útlítandi innréttingu.
· Verður að hafa fulla innréttingu (má hvergi sjást í málm eða eins og original)
· Verður að vera með mælaborð.
· Fjarlægja má aftursæti.
· Ekkert letur má vera á bílnum.
· Límmiðar mega aðeins vera í rúðum.
· Ekki er leyft að nota. Lexan, Macron eða þess háttar í stað upprunalegs glers (nema í afturrúðum á PU)
· Allir gluggar verða að vera virkir
· Trefjaplasthlutir einskorðast við vélarhlíf, skottlok og stuðara.
· Aðeins leyfður einn fjögurra hólfa blöndungur.
· Original Innspýtingar leyfðar (allar venjulegar uppfærslur á þeim leyfðar).
· Eftirmarkaðs innspítingar aðeins leyfðar á V6 vélum
· Nítró er takmarkað við eins þrepa innspýtingu (það er inn NOS segulrofi og einn bensín rofi)
· Bannað er að nota stjórntölvur eða tímarofa fyrir nitro.
· Alkohól bannað (aðeins bensín leyft).
· Aðeins ein forþjappa leyfð (afgas eða reimdrifin) sem blæs niður um blöndunga eða original verksmiðjuframleiddar beinar innspýtingar aðeins á V8 vélum
· Allar forþjöppur sem notaðar eru við original framleiddar beinar innspítingar, mega vera með mest 4” svert (10,16cm) inntak og 3”sveran (7,62cm) útblástur.
· Engin takmörk eru á sverleika á forþjöppum sem blása í gengnum blöndung.
· Soggreinar úr plötumálmi bannaðar.
· Allir bílar verða að hafa hljóðkúta.
· Afturdekk eru takmörkuð við 10,5” (26,7cm) slikka mældir (10,75” 27,30cm) eða 12,5” (31,75cm) DOT merkt (11” 27,94cm bani) deck.
· Allir bílar verða að geta ekið í uppröðun (dráttartæki bönnuð)
· 2900 lbs (1315kg) án aflauka.
· 3150 lbs (1429kg) small block með nitro- V6 með forþjöppu.
· 3250 lbs (1474kg) small block með forþjöppu.
· 3300 lbs (1497kg) big block með nítró
· 3350 lbs (1520kg) big block með forþjöppu
· Bætið við 50 lbs (23kg) fyrir “dominator” gerð af blöndungum
· Bætið við 200 lbs (91kg) fyrir eftirmarkaðs innspítingu á V6 vélum eingöngu.
· Bætið við 100lbs (45kg) fyrir fogger nitro kerfi.
· Færa má höggdeyfa inn um 3” (7,62cm) að neðanverðu til að rýma fyrir dekkjum.
· Þegar bill hefur einusinni verið skráður í True Street má ekki skrá hann í Mild Street það sem eftir er tímabilsins
· Reglur eru endurskoðaðar þegar það þarf .