Kvartmílan > Almennt Spjall

Kvartmílan í sumar

(1/5) > >>

Einar K. Möller:
Datt svona í hug að taka púlsinn á mönnum (bjartsýnn á svörin að vísu) og sjá hverjir ætluðu sér að keppa í ár og hvað þeir hefðu uppá að bjóða?

Racer:
ég ætla reyna bæði að vinna þarna og keppa á saab 900
er kominn með tvo túrbó-a sem geta spænt civic-a ef þeir mæta.

en eins og vanalega þá tel ég að bilanir eða tímaleysi vegna þess maður væri að vinna sem staff tekur það frá manni.

annars ætlar aðili að mæta á rallycross clio-inum mínum vonandi.. stendur allanvega til að keppa og eflaust einhverjir félagar hans.

ætlar maðurinn að mæta með mustang?? (afhverju efast ég samt um það...)

edit: of lítið sofið svo maður skrifar stafsetningavillur.

3000gtvr4:
Ég ætla reyna að vera með í GT flokk í sumar á mínum MMC 3000gtvr4

sveri:
ég mæti þá daga sem að ég verð í fríi.
1995 Mustang GT 5,0 supercharged beinskiptan með fullt af góðu gramsi.

ÁmK Racing:
Ég ætla að puðra með 84 Z28 Camaro 355 á sterum.K.v. Árni már Kjartansson

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version