Kvartmílan > Almennt Spjall

Bel Air myndir

<< < (10/12) > >>

bel air 59:
Moli ég sá spurningu þína á spjalli fornbílaklúbbsins en ákvað að svara þér hér.
Mér vitanlega eru bara þrír chevrolet fólksbílar af árgerð 1958 á landinu,þessi á Siglufirði,4 dyra biscayne á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði og gamli Þ12 á Djúpárbakka í Eyjafirði en það er station minnir að hann heiti  Brookwood en sá bíll var lengi á Hveravöllum í Þingeyjarsýslu.
Það er vel hugsanlegt að þeir séu fleiri en þetta eru þeir sem mér er kunnugt um.

Siggi H:

--- Quote from: "bel air 59" ---Hr Sigurður Helgason farðu á síðu 1 á þessum þræði,þar er mynd af 59 chevy-inum mínum (blár sér í afturendann út af bílastæði)og berðu saman árgerðirnar.Arnar átt þú ekki myndir af siglufjarðarbílnum síðan þú skoðaðir hann um árið :?:
--- End quote ---


nú jæja ég sá þá mynd ekki.

Ásgeir Y.:
ég sá í fyrra einn '58 station, svartann og hvítann í eyjafirðinum sem stóð þarna og var að bíta gras og á eflaust eftir að gera það um ókomna tíð

Valur_Charade:
komið nú með eins og eina mynd ef þið eigið af Bel Air ´65 sem var hér á Höfn og er víst í Garðabæ núna hann er víst með 396 vél og 400 skiptingu endilega komið með myndir af honum það er kaggi!  :wink:

Anton Ólafsson:
Var að fá myndir úr framköllun.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version