Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Orlando Speedworld... 56k WARN! restin komin...
einarak:
--- Quote from: "baldur" ---Ég er tilbúinn að lána Gallery'ið mitt ef þú vilt henda inn fleiri myndum.
--- End quote ---
Hvernig snúum við okkur í því máli?
Eða ef að einhver moderator gæti kanski splæst svona 15-20 meg í viðbót handa mér, ég á nóg eftir...
Vilmar:
Nei, því miður ekki, en gaurinn sem á novuna var að vinna í A1 automotive speedshop þar sem ég verslaði allt gotteríið í lettann, hann benti okkur á að koma á þessa keppni. alger snillingur sá gaur...
baldur:
Sendu mér bara username og pass sem þú vilt nota.
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Sæll Einar.
Ég varð að setja inn "komment" þegar ég sá þessar myndir.
Það er rétt að strákarnir í "A1 Automotive Speed Parts" eru sérstaklega liðlegir við okkur hérna á klakanum.
Mark Scheib sem á bláu Novuna er mikill grínari og það er alltaf gaman að tala við hann, og Chevy menn hljóta að hafa sérstaklega gaman af því þar sem hann er fróðleiksnáma um tjúningar á Chevy þá sérstaklega á "big block".
Mark hefur keppt í "World Street National" sem haldin er á hverju ári á "Orlando Speedworld".
Novan var á sínum tíma sneggsta stál body Nova í heimi (er það hugsanlega ennþá).
Robby Gentry sem á "A1 Atomotive Speed Parts" á líka skemmtilegann bíl sem var einu sinni forsíðubíll hjá "Poppular Hot Rodding" tímaritinu, og það er Camaro Z/28 1969 sem verið er að breyta í Pro Street bíl.
Ég er búinn að þekkja þessa stráka síðan 1987 og hef verið að reyna að vinna í því núna síðustu ár að fá Mark með Novuna hingað til lands, en þar sem að hann segist vera flughræddur með afbrigðum þá gengur það frekar hægt.
Hann er hinns vegar mikill áhugamaður um sjóstangaveiði og ég er að reyna að bjóða honum í veiðitúr og vona að bíllinn fljóti með.
Já og ætli maður verði ekki að hringja út á morgun og segja þeim af þessum myndum :?:
einarak:
talandi um xxxx street nationals þá er ég að rugla, þetta var world street nationals, ekki Florida einhvað... Rob þekkti okkur strax á tungumálinu og spurði hvort við værum "Icelandic" og spurði hvort ég þekkti halfdone, big guy in Iceland, and pallí, redhead...
einarak:
Nú koma einhverjar í viðbót, þökk sé Baldri Turbobrjálæðing...
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version