veit ekki, ég heyrði bara af þessum bíl. Það má vel vera og er sennilega líklegt að hann sé farinn yfir ryðið mikla og undir grænar torfur. Það má svo líka vel vera að hann standi í einhverjum snjóskafl úti á túni einhversstaðar gjörónýtur og engum til gagns, eða það sem best væri, í uppgerð.
Í raun breytir ekki hvaða bíll (flak) það er sem ég kæmist í, ég þarf hluti tengda loftkælingunni og ýmislegt annað smotterí í Oldsinn minn, og þessir GM "A" boddy bílar frá ca 70-77 eru allir mjög svipaðir og hafa margt sem myndi nýtast mér vel. (Chevrolet Monte Carlo, Pontiac LeMans, Buick Regal og Oldsmo Cutlass eru allt bílar byggðir á sama grunni)
þannig að, ef einhver veit um flak af einhverjum svona bíl þá væri ég þakklátur ef ég yrði látinn vita af því.
Hér eru svo myndir af A body...