Kvartmílan > Almennt Spjall

Keppnistækja myndasafnið

<< < (2/5) > >>

Einar K. Möller:
Ég á í kringum 4000 myndir á tölvutæku formi, gamlar og nýjar..  skal sjá hvort ég nenni einhverju... en þessi Dragster sem er þarna á mynd lét lífið í veltu ef mér skjátlast ekki, ökumaðurinn, Valur Vífilsson, komst nú nokk heill, ef ekki bara alveg heill úr þessu og til er skemmtileg saga af því líka.

Moli:
sæll Einar, er þetta dragginn sem Valur setti lengst út í hraun á brautarenda? Endilega deildu með okkur þessari sögu.
Sigurjón Andersen átti þessa Barracudu, seldi hana á suðurnesinn 2002 að mig minnir.
Svo á hann víst enn Roadrunnerinn setti mörg íslandsmet á honum, sigraði víst allar keppnir sumarsins 1989, held að bíllinn bíði uppgerðar hjá honum.

Roadrunner

Einar K. Möller:
Það er rétt að Sigurjón Andersen átti þessa Barracudu og á enn RoadRunnerinn sem er kominn vel á veg í uppgerðinni. Ef mér skjátlast ekki þá skemmdist vélin hjá Gumma (sem á Barracuduna núna) og þar af leiðandi var farið í meir tjúningar í kjölfarið.

Ég er nú ekki viss um að ég sé rétti maðurinn til að segja þessa sögu. En ef enginn kemur með hana þá skal ég reyna mitt besta.

Kiddi:
Gto-inn var í eigu Ingimar Baldvins en er nú í eigu Benna í Bílabúðinni...

68 Firebird bíl sem Benni átti...

Moli:
Ef einhver hefur áhuga þá er gripurinn ennþá til sölu...
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=9671


--- Quote from: "jón ásgeir 09.01.05" ---Til sölu Barracuda 69 árgerð
Veltibúr,körfustólar,nýir slikkar.
---------------------------------------
440 vél,ný yfir farinn í topp standi og 727 skipting
-----------------------------------------------------------
Ný Indy SR ál hedd.
-------------------------
Álvatnkassi og ný rafmagnvifta.
--------------------------------------

Vél og skipting ekki í bíl,selst saman eða í pörtum

Sími 8446961 Gummi

--- End quote ---

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version