Manni var nú sagt á sínum tíma að maður ætti að reyna að læra á bíl sem er svipaður þeim bíl sem maður mun keyra mest á næstu árin, veit ekki hvað er mikið til í því en þá í mínu tilfelli hefði ökukennarinn þurft að kenna á 15+ ára bíl, haugryðguðum, alltaf biluðum þegar ætti að fara af stað, amk. 3 lófastór göt við pedalana, sérstaklega við bensínfetilinn þar sem maður hvílir hælinn, aldrei þrifinn nema henda því sem hrynur úr innréttingunni útum gluggann, ekki smurður nema bæta á því sem læki, stundum, óskoðaður, pústlaus, lekur, og sjenslaust að láta hann ganga hægaganginn nema í 3,5-4 þús s.á.m. með eyðslu upp á ekki undir 25 af bensíni, 2-3 af smur, 40-50 af vatni/frostlegi, ónýta dempara, gorma, spyrnugúmmí, allar raflagnir í hakki, ekki meira en 2 hurðir af 4-5 sem virka, engin rúðu sem skrúfast niður, nema hún renni af sjálfu sér í tíð og tíma, meira í úrkomu og frost en sól, hálfbremsulaus, alveg ljóslaus, þarf að tvíkúpla milli allra gíra til að sleppa við að bursta tennurnar í kassanum, fer ekki í gang nema einstaka sinnum, og hangir ekki í gangi nema í 1 af hverjum 100 skiptum sem hann dettur í gang, svo sjaldan sem það er, músétinn að innan , ryðbitinn og beyglaður að utan, plastpokar frekar en gler í afturrúðunum, eina hitunin í bílnum er þegar bullsýður á honum og gufan, sem rýkur út um milljón og 2 götin afaná vatnskassanum fýkur innum ryðholurnar á hvalbaknum, því miðstöðin bilaði fyrir 4 eigendum síðan og enginn man hvað gerðist eða nennir að reyna að laga það...
ökukennarinn minn, í stuttu máli var á nýlegum nissan, að mestu leyti óbiluðum, ég hef aldrei átt bíl neitt í líkingu við það......