Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
86 trans
Gaui:
Sem fyrri eigandi af þessum trans am hjá Fannari þá get ég fullyrt að hann var ekkert flak eins og Fannar vill meina, en veit ég vel að hann var ekki í sínu besta standi, 300 þús fyrir bílinn fannst mér allt í lagi og ef ég hefði verið þolinmóðari þá hefði ég geta selt hann á 400 þús, virðist þetta verð bara vera á þessum bílum 300 sem er svosem sanngjarnt og finnst mér þessi tala vera soldið ýkt hjá Fannari það sem hann vill fá fyrir transann
sJaguar:
Ég hélt að það væri ekkert hægt að verðleggja svona bíla af myndum einum. Það getur vel verið að Fannar geti réttlætt þetta verð á bílnum sínum sé hann búin að leggja það mikla vinnu og pening í bíllinn. Ég er nú búin að eyða heldur betur mun meiri pening í Transann hjá mér heldur en er sett á Transann hjá Fannari og ég tala nú ekki um vinnuna og er ég langt frá því að vera búin að kaupa allt dótið í hann ennþá.
En Nonni hvað myndiru láta þinn á fyrst við erum í þessum tölu leik? :D
Fannar: hvernig væri að pósta fleirri myndum hérna inn til að sannfæra menn???
Nonni:
--- Quote from: "sJaguar" ---Ég hélt að það væri ekkert hægt að verðleggja svona bíla af myndum einum. Það getur vel verið að Fannar geti réttlætt þetta verð á bílnum sínum sé hann búin að leggja það mikla vinnu og pening í bíllinn. Ég er nú búin að eyða heldur betur mun meiri pening í Transann hjá mér heldur en er sett á Transann hjá Fannari og ég tala nú ekki um vinnuna og er ég langt frá því að vera búin að kaupa allt dótið í hann ennþá.
En Nonni hvað myndiru láta þinn á fyrst við erum í þessum tölu leik? :D
Fannar: hvernig væri að pósta fleirri myndum hérna inn til að sannfæra menn???
--- End quote ---
Sammála, það er ómögulegt að vera með fullyrðingar um verðmæti ýmissa bíla án þess að vera búinn að skoða bílinn, og vera að lágmarki með mjög greinargóða lýsingu á honum.
Ég veit ekki hvað ég myndi setja á hann. Það hefur nokkrum sinnum verið bankað uppá hjá mér, hringt í mig eða sent mér skilaboð/tölvupóst með spurningar hvort hann sé til sölu. Ég hef aldrei opnað á það heldur alltaf sagt að hann sé ekki til sölu.
Ástæða þess er að ég veit að til að ég sættist á að selja þá þyrfti tilboðið að vera svo fáránlegt að enginn heilvita maður myndi láta sér detta í hug að bjóða það. Þessir sem hafa haft samband við mig hafa virst vera nokkuð eðlilegir og því engin ástæða til að opna fyrir sölu.
Á síðasta ári setti ég um hálfa milljón fyrir utan vinnu í hann og á eftir að leggja slatta í hann ennþá. Þetta er náttúrulega bilun en ég er að gera þennan bíl fyrir sjálfan mig en ekki til að selja einhverjum hann fyrir smáaura.
Racer:
strákar strákar STRÁKAR ... ahhh takk fyrir.
eigum við ekki bara að segja að gull manna fer eftir því hversu verðmiklir þeir eru í huga þeirra?
til dæmis finnst mér saabinn minn vera 380 þús kr virði þó vaka telur hann vera 15 þús kr virði ;) (annars fer ég eftir verði í ástralíu hehe , þar sem allt sem er ekki FORD er dýrt , AE86 corolla kostar samt sama hér og þar) ;)
Binni GTA:
--- Quote from: "Racer" ---strákar strákar STRÁKAR ... ahhh takk fyrir.
eigum við ekki bara að segja að gull manna fer eftir því hversu verðmiklir þeir eru í huga þeirra?
til dæmis finnst mér saabinn minn vera 380 þús kr virði þó vaka telur hann vera 15 þús kr virði ;) (annars fer ég eftir verði í ástralíu hehe , þar sem allt sem er ekki FORD er dýrt , AE86 corolla kostar samt sama hér og þar) ;)
--- End quote ---
Hvenær fór Vaka að verðleggja bíla...hmmmm :?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version