Kvartmílan > Almennt Spjall
Loksins Loksins
ymirmir:
Jæja þá er maður loksins búinn að finna sér bíl...
Varð sá heppni Trans Am árgerð 75.
Ég vildi athuga með það hvernig er best að hreinsa felgurnar á kvikindinu,
er það bara sandpappír og vatn og svo eitthvad polish? endilega segið mér góð tips.. Bíllinn fer núna bráðlega uppá verkstæði til að koma öðrum rokk í og vantar eitthvað að gera á meðan.. Bíllinn er semsagt á leiðinni í uppgerð og er maður allur farinn að iða!
P.s. Hvernig finnst ykkur kóngablár með blásanseraðum decals?
snæzi:
Til hamingju með kaggann....
Þessi litur kemur öruglega vel út en mér finnst alltaf flottast að hafa þá svarta með gull decals... :) en það er bara ég
ps. vasstu að flytja hann inn eða ?
og endilega henntu inn myndum af honum....
firebird400:
Til hamingju með gripinn
Þú verður að setja myndir af felgunum til að maður geti gefið þér viðeigandi ráð
Svartur/gull decal :wink:
Hvítur/blá decal
Gull/svört decal :twisted:
ymirmir:
mér finnst svart og gyllt líka tussuflott en ég vill hafa hann aðeins öðruvísi, mikið um svörtu.
Nei ég keypti hann nú bara hérna...Hann er frekar sjúskaður en
greyið ætti að reddast einhvernveginn.. Þarf að gera mikið en það vissi ég fyrir, því miður á ég ekki mynd af honum akkurat nuna en það kemur brátt..
Enginn sem hefur ráð?
ymirmir:
Tek mynd af þeim í kvöld og posta því í kvöld :shock:
Eitthvað af þessu verður valið:
Kóngablátt/blátt
Svart/Gyllt
Hvítt/Blátt
Rauður/Rauður
Bleikur/Brúnn :P hehe
Eða eitthvað heavy spes dæmi.. Hvernig er Corvette Grand Blue?.. Er hann ekki helvíti flottur..
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version