Kvartmílan > Almennt Spjall
þekkiði þennan camaro z28 1980
xbb:
ég var að versla rauðann camaro z 28 1980" með rauðri inréttingu og var að spá í hvort einhverjir hérna könnuðust við gripinn og gætu sagt mér eitthvað um sögu hans. númerið er km-762 ég kem inn myndum síðar. Og einnig væri gaman að fá að vita hvað er til af þessum bílum og hversu margir eru í uppgerð og þessháttar.ég veit af gamla bílnum mínum með kd eitthvað númer og var með 396 vél og öðrum svörtum í álfheimunum.myndir hér að neðan eru af samaskonar bíl.
Ásgeir Y.:
er þetta ekki gamli bíllinn hans stígs? ef svo er þá veit hann nánast alla söguna held ég bara..
Moli:
þetta er bíllinn sem Stígur átti og sá sem Atli keypti af honum, mér var boðinn þessi bíll í skiptum fyrir Challenger sem ég átti fyrir 2 árum og var Atli þá búin að vinna talsvert í bílnum, taka upp bremsur, vél, skiptingu ofl. eftir það eignaðist strákur að nafni Viggó bílinn svo veit ég ekki söguna meir, ef þú vilt frekari upplýsingar um hann skaltu hringja í Atla, síðasta númer sem ég vissi að hann var með er 691-4480.
svo er hérna gamall auglýsingarþráður þar sem hann er auglýstur til sölu!
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=5853
Geir-H:
Ég þekki þennan bíl aðeins , hann var í eigu félaga míns í kópavogi í fyrra vetur og fékk þar ekki góða meðferð....
xbb:
ok takk fyrir upplýsingarnar þetta kallar maður skjót viðbrögð.
man eftir þessari auglýsingu á sínum tíma og skildi ekki af hverju bíllinn seldist ekki í hvelli.var sjálfur ekki í aðstöðu þá til að kaupa hann.gott að fá staðfestingu á því að bíllinn eigi að virka þokkalega því ég hef ennþá ekki getað prufað að keyra hann vegna veðurfars svo að ég hafði bara orð seljandans fyri því.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version