Author Topic: Langdregin ... um T-bolts og alla 427 línuna ...  (Read 2676 times)

Offline C-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
Langdregin ... um T-bolts og alla 427 línuna ...
« on: December 29, 2004, 15:40:39 »
Ég skrifaði mjög ítarlega grein um þessar vélar fyrir nokkrum árum inn á gamla vefinn en þær eyddust eins og allt annað sem þar var fyrir siðaskipti .....

427 FE vélin var afrakstur fimm til sex ára þróunar á vél sem fyrst var fáanleg í bílum frá Ford 1958, þá 332 CID og var uphaflega ætluð fyrir Thunderbird - eingöngu. En vegna samkeppni við GM og Chrysler var óhjákvæmilegt að stækka hana mjög fljótt. Stærðin á blokkinni leyfði ekki meira en mest 430CID án þess að breyta mótunum. Svo hafði það sitt að segja að stærðartakmörkin voru 430 CID fyrir notkun í NASCAR.

352-390 og 406 vélarnar eru því þrep í þróuninni á þessari margfrægu vél. Fyrsta 427 Ford vélin var sett í 1963 1/2 Galaxie og Mercury Marauder S-55 fastback. Búið var að nota 390 og 406 vélarnar frá 1960-63 með þokkalegum árangri, bæði á mílunni og á NASCAR brautum en eftir að 406 vélin kom fram fór að bera á vandræðum með sveifarása og fleira. Þessu var breytt á fyrstu vélunum með því að nota olíudælur án framhjáhlaupsventla en sett var framhjáhlaup aftan í blokkina með stimpli og 100 punda gormi. Þessar vélar voru allar af svokallaðri "center oiler" gerð sem smurði fyrst upp í aðalganginn í miðri blokk, þannig að megnið af olíunni fór fyrst í knastásganginn og svo niður á sveifarásinn.

1. 427 Low Riser: 1963-64 og 1968 (Cougar GTE "W"-Code- 357 framl.) Þessi vél var með cross-bolt höfuðlegur, mjög öflugar stimpilstangir, lokaðan / ósmurðan undirlyftugang, litla ventla, steypta stimpla með þjöppu c.a 11. Lágt dual plane millihedd með tveimur Holley 652 vacuum blöndungum, knastás c.a 305° við. ,006 lift og liftuhæð rétt yfir ,500" Fáanleg i Ford Galaxie og Mercury S-55 Rated 425hp 8V eða 410 með 4V

2.  427 High Riser - Thunderbolt. Sama blokk og LR. Hertir stimplar og öflugri stangir. Sami sveifarás og LR. Þjappa um 14,5. Knastás 324-324 og c.a. ,550 lift. Solid lifter eins og LR. Sama smurkerfi og LR. Einn stór smurgangur í miðri blokk með framhjáhlaupsventli sem gaf um 100psi. Heddin á þessari vél eru samn. High Riser hedd vegna þess að soggöngin á þeim eru um 2,5" á hæðina. Til þess að halda ventlaganginum í réttri hæð voru steyptir lægri stallar undir rokkersköftin. Brunahólfin eru lítil, rétt um 60cc ef ég man rétt, ventlar 2,245 / 1,725 og útblástursventlar sodium fylltir, hollow stem. Millihedd mjög hátt, til bæði í dual og single plane sem voru í raun NHRA/IHRA/AHRA-legal tunnel ram. Blöndungar: 2x752CFM progressive link. Hestöfl: 550+ Þessi vél var sett í þessa 100 T-bolt Fairlane bíla hjá DST sem Frikki minist á hér að ofan. Bílarnir voru seldir hverjum sem hafa vildi og menn þurftu aðeins að skreppa þarna uppeftir og sækja þá. Verðið var lítið hærra en á nýjum Continental .... Bílar með þessum vélum voru nánast ósigrandi í sínum flokkum í mörg ár, eða þar til Chrysler kom með Barracuda 426 Super Stock fjórum árum síðar, voru að mestu teknir úr keppni um eða fyrir 1985. Bestu tímar á þeim á 1964 Winternationals voru mjög lágar 11 en í dag með nýrri tækni eru þeir komnir í lágar 10. Super Stock par excellence!!

3. 427 Medium Riser: Framleidd 1965-67. Fáanleg í Fairlane GT, Mercury Cyclone og AC / Shelby American Cobra 427 sömu ár, en reyndar var 428 vélin notuð í flesta AC Cobra bílana án þess að kaupendur þeirra vissu af og enginn virðist hafa fundið neinn mun. Um 100 Fairlane bílar voru seldir og eitthvað um 50 Cyclone. Var ALDREI sett í Mustang, ekki EINN.  Blokk: Cross -bolt og nú í fyrsta sinn með frægri Side-Oiler útfærslu. Bætt var við klossa utan á blokkina, langs, vinstra megin, þannig að ef hann var boraður langs eftir blokkinni og svo þvert á inn að olíugöngum í höfuðlegurnar, fékkst beinn þrýstingur á höfuðlegurnar. Krómstálsveifarás, LeMans capscrew stimpilstangir, hertir 12,5 stimplar eða meira. Hedd: C5AE-F Medium Riser. Ventlar 2,245 / 1,725 útbl. ventlar sodium fylltir, 74cc hólf, slípuð á keppnnisbílum. Lögleg í A-Stock þar sem hún heldur enn metinu og ýmsa aðra flokka í Super Stock og er enn víða notuð í keppni. Þetta var vélin sem Ralph Moody og Lee Holman byggðu fyrir Ford 1965 til þess að nota í LeMans keppnisbílinn sem var á lokastigi þróunar fyrir LeMans keppnina 1966 þar sem  hann sigraði. Flestir Ford áhugamenn þekkja hann: Ford GT-40. Flestir sigursælustu keppnisbílar Ford frá þessum árum notuðu þessa vél og 1966 AC Cobra var mæld á tímanum 12 sek. frá 0-200-0. Það met stóð fram undir árið 2000 þegar 10 strokka Dodge Viper náði að bæta það. Car Craft titlaði þessa vél drottningu brautanna af öllum USA mótorum sem smíðaðir höfðu verið til þess tíma. (1982) Mr. First on race day.

4.  427 SOHC, sokkurinn ógurlegi sem olli slíku fjaðrafoki að Bill France sr., æðsti maður og stofnandi NASCAR samtakanna bannaði hana á NASCAR keppnum. Þar með var grundvellinum fyrir framleiðslu hennar kippt undan. C.a 3300 "sett" voru þó framleidd og fóru flest beint til keppnisliða sem notuðu hana með feiknaárangri í AFX bíla og síðar í nýstofnaðan Funny Car flokk. Hún var ALDREI fáanleg í bílum frá Ford, aðeins sem ósamsett "over-the-counter" hlutur. Auglýstar hestaflatölur voru 616@7000 með einum blöndungi; 657hp með tveimur og um 1500hp með 6/71 blásara á bensíni. "657"  talan var ekki nefnd fyrr en seinna þar sem yfirmenn Ford töldu hana valda skelfingu meðal almennings og þá ekki síður hjá tryggingafélögum og svo öðrum keppendum sem þekktu yfirburði SOHC véla almennt. Byggð á Medium Riser blokkinni, með sama sveifarás og stimpilstöngum. Heddin eru það sem gerir hana merkilega: Hemi hedd með OHC. Í stað knastássins í miðri blokk var settur stubbur af knástás í tvær fremstu legurnar, með tanngír fyrir kveikjuna og tímakeðjuna niður á sveifarásinn. Aðal keðjan er síðan um 2,5 metrar á lengd og fer hún milli heddanna og niður á strekkjara og fleira. Mjög vandasamt var að tímastilla þessar vélar þar sem gera varð ráð fyrir allt að 4° skekkju á vinstri ásnum og 6-7° á hægri ásnum. Þetta stafaði af tognun á keðjunum. Talin algert verkfræðilegt afrek á öllum tímum, en datt uppfyrir þar sem Mr. Ford hélt að hann gæti sett hana í keppni án þess að þurfa að hlýta sömu reglum og Chrysler þurfti að gera ári áður, þegar Race Hemi vélin var rekin frá keppni - nema lágmarksfjöldi bíla væri áður framleiddur með vélinni. Chrysler aðdáendur geta þakkað Bill France þetta vegna þess að án þess hefði ekki einn einasti Hemi bíl verið framleiddur á þessum árum til sölu á almennum markaði. Chrysler tapaði umtalsverðum fjárhæðum á hverjum einasta Street Hemi bíl sem framleiddur var frá 1966-71. C.a ..hvað.... 16.000 bílar. !!! Menn gerðu þetta því ekki að gamni sínu ...

5. 427 Tunnel Port: All out NASCAR vél sem kom frá Ford seint á keppnistímabilinu 1967. Talin um 650 hp með High Riser knastásnum, nýjum NASCAR stimpilstöngum og sveifarás með breiðari legustæðum. Heddin voru með kringlóttum loftgöngum og voru þau það stór að leggja varð sérstakan holan legg í þau fyrir undirlyftustangirnar á soginu. Tvennskonar millihedd, bæði single plane fyrir 1x4V og 2x4V. Hafði meiri snúningsgetu og hærra snúningssvið en Medium Riser, var oft klukkuð á yfir 9500RPM. Var notuð í keppni 1968-71-2 með ágætum árangri en var svo ýtt til hliðar fyrir nýja vél: Boss 429 hemi. Mr. Ford lærði sína lexíu af floppinu með SOHC vélina: 1800 Boss 429 Mustang bílar voru framleiddir 1969-70.

6. Seinasta 427 vélin sem var fjöldaframleidd til sölu á opnum markaði var sett í 1968 Mercury Cougar GTE. Aðeins 357 voru framleiddir og af þeim er trúlega einhver hluti með hinni "nýju" 428 Cobra Jet vél sem var farið að setja í bíla í aprílbyrjun 1968. Verksmiðjunúmerum var sennilega ekki breytt en hefðu átt að vera með 5. staf "Q" eða "R" eins og var gert með alla aðra 428 bíla frá Ford. Þessi vél var með vökvaundirlyftum og fékkst aðeins með C-6 sjálfskiptingunni. Þessi Cougar fékk afar slæma dóma t.d. hjá Motor Trend og fleirum. Talinn "overpowered" og með afar slappan fjaðrabúnað. Það var ömurlegur endir á ferli sem er mjög fínn að öðru leyti. En GTE bíllinn var alls ekki hugsaður sem keppnisgræja, en allir sem keyrðu þá héldu að hann væri ticket to the Mulsanne straigt on LeMans

Hlutir til að smíða þessar vélar voru fáanlegir frá Ford alveg til 1987, þegar síðustu service blokkirnar voru seldar undir C8AE númerum. Í dag er hægt að fá þær úr áli eða potti frá amk. þremur aðilum: Carroll Shelby Enterprises, Dove Manufacturing og Genesis. Í dag er þess vegna hægt að raða saman NHRA löglegum 427 vélum til að nota í boddíin sem þær fengust í eða í replica bíla sem eru smíðaðir þúsundum saman víða um heim í dag. Flestum finnst að eina rétta vélin í replica af AC 427 sé FE427.

Offline frikkiT

  • In the pit
  • **
  • Posts: 73
    • View Profile
Langdregin ... um T-bolts og alla 427 línuna ...
« Reply #1 on: December 30, 2004, 21:17:55 »
Frábær grein og vel ítarleg. Hitti í mark hjá mér allavega, sérstaklega vegna þess að ég hef verið að leita upplýsinga um 427 vélarnar eftir að ég kynntist Thunderbolt, og presto! allt hér, á íslensku í þokkabót ;)

Takk fyrir góða grein

Offline Comet GT

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 414
    • View Profile
Langdregin ... um T-bolts og alla 427 línuna ...
« Reply #2 on: January 03, 2005, 01:36:14 »
Glæsileg grein um Ford FE seríuna. Fyrst að þú minntist á 427 SOHC og gallan með teigjuna á tímakeðjuni(keðjan var jú vel á sjöunda fetið!!) þá rakst ég á aftermarket lausn sem að kallast "Gilmer Gear Drive"

 nánar á :http://www.geocities.com/infieldg/v8sohc427.html

Hér eru myndir af keðjudrifinu;
Sævar Páll Stefánsson.

ef það er fast; notaðu sleggju.
ef það brotnar; þá þurfti hvort sem er að skipta um það...

Offline Comet GT

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 414
    • View Profile
Langdregin ... um T-bolts og alla 427 línuna ...
« Reply #3 on: January 03, 2005, 01:42:06 »
og svo gilmer setup-inu:
(blöndungarnir eiga að vera 1400 autolite á 8bbl milliheddi)
Sævar Páll Stefánsson.

ef það er fast; notaðu sleggju.
ef það brotnar; þá þurfti hvort sem er að skipta um það...