Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Sætin úr 2002 TA komin í 1986 TA :)
Nonni:
Ég held að menn ættu frekar að fara þessa leið en að vera að láta bólstra upp gömlu sætin.
Sætin eru betri og passa beint í sömu festingar, og ekki skemmir fyrir að þetta er örugglega í flestum tilfellum ódýrari kostur en bólstrun.
En eins og alltaf þá verða menn að hafa smá vara á þegar þeir kaupa á ebay, ég myndi ekki þora að kaupa þetta dýr stykki af hverjum sem er (skoða feedback-ið vel). Ef þetta er alvöru aðili þá er þetta hinsvegar engin áhætta og ekkert mál.
JHG
diddzon:
Virkilega flott Nonni.
En ég var að spá þegar ég sá þessar myndir, ertu að setja þessar stífur sem við töluðum um hérna fyrr á árinu? Eða ertu að hljóðeinangra hann eitthvað? Afhverju er hann allur sundurrifinn hjá þér?
Einnig, eftir einhver samtöl okkar á Huga, þá sagðiru að þú héldir Excel skjal yfir eyðslu bæði á þessum og jeppanum. Hvað er Transinn aftur að eyða hjá þér að meðaltali?
:)
Nonni:
Sæll,
Ég hef ekkert gert í grindartenginu ennþá. Það stoppar aðallega á því að finna mann með rétta lyftu sem getur soðið þetta í.
Ég hef svo ekkert verið að stressa mig þar sem að nóg er að verkum. Bíllinn var heilsprautaður (partasprautun), og síðan reif ég allt úr honum til að auka hljóðeinangrun (nokkur óþörf kíló en þetta er götubíll en ekki kvartmílubíll).
Í blönduðum akstri (nær bæjarakstri en langkeyrslu) var hann með á bilinu 14-16 l/h. Þegar kólnar þá hækkar sú tala verulega en í miklum frosthörkum fór hann uppí 22 (ef ég man rétt).
Kv. Jón H.
diddzon:
Líst vel á þetta hjá þér, og að hljóðeinangra betur er bara snilld. Gerir örugglega heilmikið fyrir bílinn.
diddzon:
Var að reka augun í þessi sæti á eBay.. þau ættu að nást til landsins eitthvað undir 100 kallinum..
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&category=33701&item=7943277669&rd=1
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version