Author Topic: Ford Thunderbolt  (Read 2775 times)

Offline frikkiT

  • In the pit
  • **
  • Posts: 73
    • View Profile
Ford Thunderbolt
« on: December 26, 2004, 20:58:48 »
Hestaflastríð ríkti 7. áratuginn og hafði Ford gert ráð fyrir að hægt væri að standast keppnina ef þeir skelltu Big Block FE (427ci) vél í léttari og minni bíl en vanalega. Hinn fíngerði Ford Fairlane 500 1964 árgerð var bíllinn sem notað var til gerðar á þessu sannkallaða tryllitæki. Ford valdi "Dearborn Steel Tubing Co" til að sjá um allar umbreytingar sem til þurfti til að þessi bíll yrði að raunveruleika. Frá Ford verksmiðjunni komu þeir með 289ci 271 bhp vél, sem strax var rifin út hjá DST og í var troðið 427 vél í staðinn og skilaðu hún um 420-500 bhp. Allir aukahlutir voru rifnir úr bílnum, svosem útvarp, hitarar, einangrun ofl ofl. Tvö af fjórum framljósum bílsins voru tekin úr til að beintengja við loftinntak vélarinnar. Vélarhlífin var með stórum upphleyptum dropa til að vélin kæmist fyrir. Þessi bíll var svo sannarlega villtur og einhver öflugasti kvartmílu bíll sem Ford hefur selt hingað til, og hann var löglegur á götum borgarinnar (þótt hann væri alls ekki til þess ætlaður). Eftir að Ford hafði selt um 50 bíla ákváðu þeir að gera aðra 50, og þá fóru mismunandi vélvirkjar hjá DST að keppast sín á milli við að tjúna vélarnar áður en þær fóru til kaupandans og voru sumir bílarnir að ná um 625 bhp.
Aðeins voru 100 svona bílar framleiddir og í dag eru fáir upprunalegir til sem lifðu af brutal notkun á kvartmílunni og eru þeir bílar svo sannarlega ómetanlegir safngripir í dag. En ef þér langar í Ford Thunderbolt er enginn sem segir að þú getir ekki bara skellt einni 427 vél í smekklegann Fairlane '64 og þá ertu nánast kominn með græjuna ;)

Gæti vel sagt að þessi bíll sé minn draumabíll, eitthvað svo raw við hann, bara brute force í þessu ferlíki.

Offline Boggi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 243
    • View Profile
The Ford V-8 427 Single Overhead Cam (427 SOHC)
« Reply #1 on: December 28, 2004, 16:54:03 »
Góðan daginn.

The 427 SOHC was virtually built by hand, and was initially intended for stock car racing. The addition of hemispherical chambers and overhead cams transformed the 427 wedge into a very serious powerplant. Factory ratings were 615 hp @ 7000 rpm with a single 4-barrel, and 657 hp @ 7500 with dual carburetors. The engines weigh 680 lbs.

Verðið á þessari vél var $2350.00, Október 1968.  Það er nokkuð nálægt grunnverðinu á Ford Farlane 1968.

Þessi vél var einnig í boði í Mustang 1965 sem hét A/FX Drag Car, Ford Galaxie (held frá 1964-1967), Mercury Comet Cyclone A/FX 1965,

Það er góð grein um þessa vél á http://www.supermotors.org/resources/articles/lfm-issue01-a2-1.php

Góð grein um 1965 Mustang A/FX á http://images.google.com/imgres?imgurl=http://www.popularhotrodding.com/features/0312phr_afxstang_02_s.jpg&imgrefurl=http://www.popularhotrodding.com/features/0312phr_afxstang/&h=113&w=150&sz=6&tbnid=7-a50TYcuOYJ:&tbnh=67&tbnw=88&start=199&prev=/images%3Fq%3Da/fx%26start%3D180%26hl%3Den%26lr%3D%26sa%3DN

Góð tafla um allar gerðir 427, þar á meðal SOHC-inn.  Einnig eru þær tegundir Ford-a og Merkury-a sem hægt var að fá með SOHC-num.
http://www.thecarsource.com/fords/engines/427engine.html

Kv Boggi
Ford Galaxie Country Sedan 1967

Offline Sigtryggur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 402
    • View Profile
Ford Thunderbolt
« Reply #2 on: December 29, 2004, 09:51:55 »
Sigtryggur Harðarson
´66 Fairlane GT
  428 CJ
  13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
http://www.cardomain.com/ride/2385963

Offline Sigtryggur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 402
    • View Profile
Ford Thunderbolt
« Reply #3 on: December 29, 2004, 09:58:17 »
Sama consept var í gangi til 1967.


427 Fairlane "Super Stock"
Sigtryggur Harðarson
´66 Fairlane GT
  428 CJ
  13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
http://www.cardomain.com/ride/2385963

Offline Sigtryggur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 402
    • View Profile
Ford Thunderbolt
« Reply #4 on: December 29, 2004, 10:00:14 »
Annar.
Sigtryggur Harðarson
´66 Fairlane GT
  428 CJ
  13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
http://www.cardomain.com/ride/2385963