Kvartmílan > Almennt Spjall
Forvitni um '71 Camaro.
Gaui:
Jú er ekki eitthvað til af þessum bílum hérna.......var ekki auglýstur 70 eða 71 camaro í fréttablaðinu fyrir einhverjum mánuðum síðan.
Moli:
--- Quote from: "Gaui" ---Jú er ekki eitthvað til af þessum bílum hérna.......var ekki auglýstur 70 eða 71 camaro í fréttablaðinu fyrir einhverjum mánuðum síðan.
--- End quote ---
Gísli G. í Þorlákshöfn var með einhvern 70 Camaro til sölu í sumar, hann seldist, það er langbest fyrir þig að fara upp í Umferðarstofu og fá bara prentaðan út lista yfir þá ´71 Camaro sem eru til á landinu, þú ræður hvað þú ferð langt aftur í tíman til að sjá hvenær þeir voru afskráðir eða hvenær númer voru innlögð.
Jakob Jónh:
Sælir var ekki einnhver gulur Camaro'71 í vestmannaeyjum?
vitið þið eitthvað um hann?
síðan heyrði ég af einum bláum '71 Camaro ég held að eigandinn heiti Gummi bíll sem að fannst í hlöðu uppí sveit.
Kannist þið við þessa bíla?
Vilmar:
Kannast við síðarnefndan bíl, hann er með heimasíðu um bílinn, myndir og fleira, man bara ekki hvað síðan hans er, en ef þú ferð inná síðuna hans Mola, þá er hann með link sem heitir að mig minnir eitthvað, Bílar í uppgerð og fyrir neðan það stendur Camaro 71, ég skal reyna að finna þetta fyrir þig
Vilmar:
hmm, eitthvað gengur nú erfiðlega að fara inná þessa síðu hjá gaurnum, en linkurinn er http://www.hi.is/~gudmunde/camaro/ og síðan hjá mola er www.bilavefur.tk
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version