Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

mustang 1966 blar.

(1/4) > >>

sveri:
Kannast einhver við bíl sem að er mustang árgerð 1966 að ég held. Hann er/var blár sans og máluð ábyggilega einhver landslags mynd á honum?  Var hérna fyrir norðan fyrir þó nokkuð mörgum árum og var síðan seldur suður?

Kveðja sverrir karls

Anton Ólafsson:
Sverrir minn. Þú verður nú að reyna að koma með aðeisn meiri díteila um þennan bíl ef ég á að segja þér eitthvað um hann :lol:

firebird400:
Anton, hvað getur þú sagt mér af þessum vínrauða með hvítu strípurnar (1966)sem var lengi til sölu í fréttablaðinu seinasta vor að mig minnir

er þetta ekki nokkuð heill bíll

hvaðan kom hann (héðan/innfl.)

sveri:
þetta er nú svosem það eina sem að ég veit fyrir víst var ábyggilega með Q eða Ö númeri eða eitthvað svoleiðis. Assskotinn hafi það, það hafa nú ábyggilega ekki verið margir mustangar sem að voru með landslagsmynd sprautaða á hliðina ? Eina sem að ég veit meira er það að það var 289 og sjálfskipting.

Moli:

--- Quote from: "firebird400" ---Anton, hvað getur þú sagt mér af þessum vínrauða með hvítu strípurnar (1966)sem var lengi til sölu í fréttablaðinu seinasta vor að mig minnir

er þetta ekki nokkuð heill bíll

hvaðan kom hann (héðan/innfl.)
--- End quote ---


sæll, strákurinn sem á hann heitir Einar, bíllinn var upphaflega 6cyl, og var búinn að vera lengi í eigu pabba hans áður en hann tók hann að sér og gerði upp fyrir nokkrum árum, eftir því sem ég best veit er hann í mjög góðu standi.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version