Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Kannast þú við þennan? 442
Þórður Ó Traustason:
Félagi minn var að spá í þennan bíl þegar hann var í Vöku. Komst að því að feðgar keyptu gripinn og er hann á leið í hús innan skamms. Þeir fengu víst að geyma hann þarna í nokkra daga því þeir búa ekki bænum. Bíllinn er ekki til sölu því guttinn á að fá bílinn þegar hann fær bílprófið.
Gizmo:
Veit einhver hve lengi þessi bíll hefur staðið samtals, hvenær upprunalega vélin var tekin úr honum og hvort það sé hún sem átti að setja aftur í hann ?
Hér er svo ein mynd af innréttingunni í honum.
Gizmo:
Ég er að velta því fyrir mér hvort þetta sé bíllinn sem 455 vélin mín kom úr, hún á að vera úr '68 442 bíl skv númerum, og varla hafa þeir verið margir hérna. Mig minnir að ég hafi heyrt að hún hafi verið versluð í Þorlákshöfn um 1985-86. Veit einhver meira um hana ?
PS, veit einhver um pústgreinar á svona 455 vél ? Þær líta svona út ef einhver lumar á einhverju óþekktu í dótageymslunni.
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version