Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Heddmál

(1/3) > >>

nonni1:
Ég var að spá með hedd á 350 sbc, mér var sagt að 305hedd á 350 með flattop stimpilum gefi góða þjöppu, man ekki hver hún var reyndar, en ventlarnir eru mun minni en á orginal 350 heddi. Ég hef einnig heyrt að hedd 400 mótor úr pontaic gefi góða þjöppu en eru þau ekki með stærri ventla?
Hvaða hedd væri málið að setja á, sem er hægt að fá fyrir lítið??, þ.e.a.s. ég er ekki að fara í ál og eitthvað performans strax.

Með fyrir fram þökkum Jón

firebird400:
Ég er með 400 hedd á 455 Pontiac, það gefur mjög háa þjöppu og 400 heddið er stærstu ventlunum sem komu frá Pontiac en það hedd passar að sjálfsögðu ekki á 350 chevy, en mig grunar að þú sért einmitt að meina það, er það ekki  :?:

nonni1:
Jú ég var einmitt að meina það!
Og er að spá hvaða hedd er hægt að fá á 350 sem hefur stærri ventla en 305 hedd og gefur svipaða eða meri þjöppu með flattop?

Með meiri fyrirfram  þökkum
Jón

Gizmo:
er þetta ekki spurning um að sækja eitthvað almennilegt úr áli í ameríkuhrepp meðan dollarinn er gefins ?

Blaze:
Það sagði við mig gamalreyndur bifreiðasnillingur um daginn að ef þú settir 305 hedd á 350 þá værir þú kominn með alvöru mótor.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version