Kvartmílan > Almennt Spjall
Veit einhver eitthvað um Mustang?
Valur_Charade:
Pabbi átti þennan í kringum 1988 ég hef bara séð þennan eina hér á landi með þessu útliti! Eru til fleiri svona á Íslandi? Held að hann hafi heitið Ford Mustang Mach 1 Coupe og var blár áður en hann varð rauður!
Moli:
sæll, þú getur ekki póstað inn mynd beint af tölvunni þinni, þú verður að fara í dálkinn sem heitir "Add an Attachment" þegar þú ert að pósta, velja myndina þar sem stendur filename, ýta svo á "add attachment" og klára með því að ýta á "senda". Eitt annað, Mach 1 bílarnir komu bara fastback ekki coupe.
Valur_Charade:
hehe takk fyrir en fyrst það var aldrei til Mach 1 coupe þá hefur þetta líklega verið Ford Mustang Coupe hér er mynd af eins bíl en ekki pabba bíl hún kemur seinna!
Valur_Charade:
Gleymdi að geta þess að hann var árgerð 1969! :oops: skemmtilegra að vita það líka.....
Vilmar:
Valur, hét bíllinn ekki Mustang Fastback?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version