Kvartmílan > Almennt Spjall

Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands

<< < (11/14) > >>

Anton Ólafsson:
Já það er ekki hægt að segja annað en að hann sé orðinn góður. Hvenar fáum við akureyringar að bera hann augum?

Moli:
Þetta er 2005 bíllinn sem IB. flutti inn fyrir skömmu, eins bíll og Brimborg er með (GT Premium).  
Fyrir þá sem ekki vita þá stendur yfir bílasýning hjá þeim um helgina.





Einnig er þessi ´68 Mustang nýlentur hjá þeim.


firebird400:
Jæja OK þessi rauðu sæti eru svo sem ágæt :oops:  flott þá

Brimborg:
Í tilefni af þessu innleggi hér fyrir ofan og vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær, laugardag, þá set ég þetta inn hér.

Það var einmitt hringt í mig um helgina. Maður hafði komið við hjá IB og skoðað Mustanginn hjá þeim og spurt hvað hann kostaði. Þá kostar hann þar 4.490.000 og þegar þeir voru spurðir afhverju hann væri svona miklu dýrari en hjá Brimborg þá vildu þeir hjá IB meina að hann væri betur búinn en bíllinn hjá Brimborg. Þegar þeir hjá IB voru spurðir í hverju sá munur lægi þá voru þeir ekki alveg vissir um hvernig Brimborgar bíllinn væri búinn!!!!!!! Ég get upplýst þá hér að Mustang 2005 bíllinn í Brimborg er GT Premium V8 með öllum fáanlegum aukabúnaði frá verksmiðju.

Brimborgar Mustanginn er því með öllu sem hægt er að panta í bílinn og því öruggt að IB bíllinn er ekki betur búinn. Og þá er það verðið.

Verð hjá Brimborg: 4.199.000
Verð hjá IB: 4.490.000

Þarna munar hvorki meira né minna en 291.000 krónum Brimborg í hag - já, staðreyndin er að umboðið er með mun hagstæðara verð. Og þetta gildir um alla Ford USA bíla þar sem Brimborg er með mun hagstæðara verð en þeir sem flytja inn bíla frá dealerum í Bandaríkjunum eða Kanada.

Verð Brimborgar, kr. 4.199.000, er með skráningu, ryðvörn og öllum öðrum kostnaði við að koma bílnum á götuna - jafnvel fullum bensíntanki. Oft er þessi kostnaður ekki innifalinn hjá hinum en þessi kostnaður er alltaf inni hjá Brimborg. Verð er alltaf m.v. bílinn "kominn á götuna".

Og að lokum þá er full þriggja ára ábyrgð á bílnum hjá Brimborg og nýtur Brimborg stuðnings Ford verksmiðjanna til að veita þessa ábyrgð. Bílar aftur á móti sem fluttir eru inn frá USA eða Kanada í gegnum dealera eru ekki í ábyrgð hér á landi. Þetta hefur verið vitað árum saman en margir þessara söluaðila hafa verið að halda öðru fram.

Eins og ég sagði í upphafi þá var frétt í í gær, laugardag, í Fréttablaðinu þar sem viðtal var við FÍB þar sem þetta er staðfest og fjöldi manna hefur lent í vandræðum. Við hjá Brimborg höfum upplifað þetta mikið undanfarin ár og margir tapað hundruðum þúsunda eftir að hafa keypt bíla að utan eða í gegnum þriðja aðila sem síðan hafa ekki reynst í lagi. Því miður vilja menn brenna sig á þessu aftur og aftur. Lausnin er einföld. Kaupa í Brimborg á lægra verði með fullri ábyrgð.

Hér er fréttin í Fréttablaðinu á www.visir.is

http://www.visir.is/?PageID=92&NewsID=24471

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson

Moli:
sæll Egill, Premium bíllinn sem IB. er með á selfossi er alveg eins búin og bíllinn sem þið eruð með, sami pakki, fyrir utan það, þá er kannski ekki hægt að kalla bíllinn "nýjann" þar sem hann hefur verið skráður á götuna í USA.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version