Kvartmílan > Almennt Spjall

Nýr Ford Mustang 2005 kemur til Íslands

<< < (5/14) > >>

JHP:
En er ekki boðið upp á skárri felgur en þessar sem eru vægastsagt líti á bílnum?

Brimborg:
Sæl

Til eru aðrar gerðir af felgum og hægt að sjá þær á www.ford.com þegar farið er inn á Mustang 2005. Þetta er frábær heimasíða eins og Ford er von og vísa.

Auðvitað er misjafn smekkur en við tókum þessar felgur á bílinn og erum mjög sáttir við þær. Eins og bílinn allan sem er hreinlega að slá í gegn í USA enda frábær kaup. Og ekki eru kaupin síðri hér á landi enda Brimborg að bjóða bílinn á einstaklega hagstæðu verði. Áhuginn eftir því.

Þær fréttir voru að berast að í fyrsta skipti í sögu verðlaunanna bíll ársins (TOTY og COTY) í bandaríkjunum þá er Ford Motor Company með allar 3 loka tilnefningarnar í SUV flokki (TOTY) eða Ford Escape Hybrid, Ford Freestyle AWD (Brimborg kynnir í janúar 2005) og LandRover Discovery (í eigu Ford). Sigurvegarinn verður kynntur í janúar 2005 en ljóst er að Ford Motor Company sigrar í þessum flokki.

Í Fólksbílaflokki(COTY) er 1 af þremur tilnefningum Ford og er það Ford Mustang en hinir eru Chevrolet Corvette og Chrysler 300C.

Það er því greinilegt að mikil sigling er á Ford þessi misserin og margt framundan hjá þeim.

Kveðja
Brimborg
Egill Jóhannsson

ÁsgeirÖrn:
Til hamingju Egill, Brimborgarmenn og aðrir Ford áhugasamir.

Ég verð að fá að segja að það er frábært að sjá bílaumboð bjóða svona bíl á markaðinn hér á Íslandi.

Og ekki skemmir verðið fyrir !!!

Brimborg:
Takk fyrir þetta Ásgeir.

Kveðja
Brimborg
Egill

Lindemann:
nú er bara spurning að hringja í næsta banka  :lol:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version