Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
1970 cuda á Djúpavogi
Valur_Charade:
Ég ætla ekki að neita því en það er tvennt sem að ég sé að er öðruvísi! Í fyrsta lagi: Þá er spoiler á bílnum á myndinni sem þú settir inn en ef grannt er skoðað þá sýnist mér á hinum myndunum (þar sem sést í skottlokið) að það er einhver grá rönd þar spurning hvort að það sé eitthvað eftir spoilerinn! í öðru lagi þá eru svartar rendur á húddinu á myndinni sem þú settir inn en það er ekki á bílnum sem er á Djúpavogi! En það getur auðvitað verið búið að sprauta húddið eða skipta um eða eitthvað en að öðru leyti þá virðist þetta vera nokkuð svipaðir bílar! Gæti verið sam i bíllinn en ég ætla ekkert að segja því að ég er ekki viss! :)
Valur_Charade:
já gleymdi að minnast á eitt: Felgurnar eru alveg eins allavega! Það eykur líkurnar á að þetta sé sami bíllinn! :wink:
firebird400:
Þetta er ekki sá bíll. Þessi er öðruvísi á litinn og með ljótar rendur á húddinu
Pabbi átti bílinn sem er á Djúpavogi og hann var með spoiler á skottinu á sínum tíma.
Ég skal sýna kallinum þessa mynd við næsta tækifæri til að fá staðfestingu á því hvort ég hafi rétt fyrir mér með þetta.
Moli:
ég skal ekki sverja fyrir það að þetta sé ekki sami bíll, en tel það þó líklegt, ef grannt er skoðað (fyrsta myndin á bls. 1) þá má sjá að líklega hefur einhverntíman verið spoiler á honum, annað dæmi eru fram felgurnar, þær eru eins, annað gott dæmi eru framdekkin með hvíta rönd á báðum myndum, spurning með litinn því þessi gamla mynd sem sett hefur verið inn af honum er líklega orðin talsvert upplituð og því ekki alveg að marka, það er líka möguleiki að bíllinn hafi verið sprautaður seinna svona gulur eins og hann er í dag með engum röndum á húddi, þó getur þetta líka verið sitthvor bíllinn!
firebird400:
Ok þá er kallinn búinn að leggja mat sitt á þetta og hann vill meina að þetta sé gamli bíllinn hans,sem sagt djúpavogs Cudan
Hann vill meira að segja fullyrða að það hafi aldrei verið aðrar svona Cudur til að rugla saman við. Sem sagt að þetta hafi verið eina gula 1971 Cudan á landinu.
Ég vil einnig benda mönnum á HÚDD SMELLURNAR, en þær eru varla orginal, og sá gamli man sko eftir þeim, þær þóttu svakalega töff :D
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version