Hvernig er það, er ekki 4L60E skipting í þessum bílum ? Það er basicly rafstýrð 700R4 eða 4L60 sem er arftaki 700R4, ég er ekki viss um að þú fáir neitt betri hluti með því að setja eitthvað annað í. Ég mundi gera allt til að halda í 4ra þrepa skiptinguna ef þú ert að nota þennan bíl í eitthvað annað en kvartmílurace.
Ég myndi flytja inn uppgerða skiptingu að utan sem er örugglega rétt stillt/sett upp fyrir þennan bíl, það er dyno prófuð. Mjög margar gerðir eru til af "700" skiptingunum, þær komu í öllu hugsanlegu frá GM og engin er eins, það gefur augaleið að ekki gengur að nota camaro skiptingu í Suburban, svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru gömlu 700 skiptingarnar sem komu fyrir 1987 háðar því að hafa tengt og virkt lock-up, því annars fuðra þær upp, en eftir 87 er hægt að nota þær án alls rafmagns, það er 4ra gíra en ekkert lock up. Þær henta mun betur í mix, td í staðin fyrir 350 og 400 sem eru bara 3ja gíra (en sterkar), og eru með barka hraðamæli. Mjög mikið atriði virðist vera að TV (pikk) barkinn sé rétt stilltur á öllum 700R4/4L60 til að lengja endingu þeirra.
Ekki má svo gleyma að helst skipta um kælana í leiðinniásamt því að skola rörin vel, þar situr ruslið úr skiptingunni sem hrundi, sem notar svo fyrsta tækifæri til að skreppa inn í þá nýju og stútar henni.