Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Camaro spurning
kiddi63:
Já ég er nú fekar sammála þessu með stuðarann, en ef maður fer út í þetta þá er nú varla stórmál að fjarlægja þetta stálstykki og finna
eitthvað nettara. 8)
GunniCamaro:
Málið er að það er meira en járnstuðarinn, það er eitthver heljarinnar demparafesting fyrir innan sem, ef ég man rétt, átti að þola og gefa eftir árekstur á 5 mílna hraða á þess að skemma bílinn.
Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ert hrifinn af ´74 árg. og af hverju ekki að velta fyrir sér 70-73 árg., þeir eru ekki með þennan ljóta stuðara og eru þess vegna léttari.
kiddi63:
Það er alls ekki það að ég sé neitt hrifinn af þessari árgerð, mér stóð svona bíll til boða og var bara að pæla hvort það væri eitthvað vit í því.
En ´68 Camaro heillar mig miklu meira en þeir eru vandfundnir til sölu, allavega hér á landi :roll:
Chevera:
sælir hver var að bjóða svona bíl og er hægt að nálgast hann ?
takk :?:
Ingó:
Ég átti 2 74 Camaro báðir voru með 350 annar var Z28 4 gíra 245 HP og keppti ég á honum í standard flokki á ca 84-86 og tíminn sem ég náði á honum að mér minnir 13,41 sem var met á þeim tíma. Þetta var virkilega skemmtilegur bíll bæði kraftmikill og hafði frábæra aksturs eiginleika . Hinn bíllin var líka mjög skemmtilegur þótt hann væri ekki eins öflugur 14.60 . Að mínu mati eftir að hafa átt tvo 74 Camaro þá eru frábærir bílar akstri og mæli ég hiklaust með þessum bílum.
Ingó.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version