Vinur minn bað mig að spyrjast fyrir um bíl sem hann átti í"gamla daga" .
þetta er Camaro ´70 blár, hann var með 307 vél og
var á skelfilega háu drifi, hann var korter í hundrað en hámarkshraðinn var alveg dónalegur.
Síðast þegar við vitum þá stóð bíllinn á Iðavöllum í Keflavík fyrir utan
verkstæði hjá manni sem heitir Gestur.
það kviknaði lítilega í bílnum og var hann víst lagður og seldur.
Síðasti eigandi sem fréttir herma var Bjarni, sonur þessa Gests á verkstæðinu.
Það væri ekki leiðinlegt ef einhver vissi meira hvað varð um bílinn, og
hvort hann er ennþá til.
Og frábært ef einhver á myndir, ´því okkar myndir hafa glatast.