Kvartmílan > Almennt Spjall

Charger

(1/2) > >>

Ramcharger:
Sælir. Hvaða Charger er þetta sem stendur vestur í Kópavogi?
Hver er sagan á bak við gripinn?

Moli:
sæll, ég veit nú ekki alveg hvaða Charger þetta er sem þú ert að meina, en mér dettur þessi í hug??



skv. mínum heimildum er þetta ´69 Charger sem "Kalli málari" átti og gerði upp hér á árum áður, held að þetta sé original 318 bíll en var síðar meir með 383. Bíllinn endaði úti á geymslusvæði fyrir mörgum árum, en var síðan fluttur í kópavoginn þar sem hann stendur nú mjög illa farinn og er eigandinn víst að fara að hefja uppgerð...... einmitt!  :roll:

Ramcharger:
Rétt er það, þetta er gripurinn.
Er hann eitthvað tjónaður, því það vantar
vinstra frambrettið og húddið svo er eins
og framendinn sé aðeins genginn til hægri?

Árni Elfar:

--- Quote from: "Ramcharger" ---Rétt er það, þetta er gripurinn.
Er hann eitthvað tjónaður, því það vantar
vinstra frambrettið og húddið svo er eins
og framendinn sé aðeins genginn til hægri?
--- End quote ---

Aðeins já. Skoðaðu bara myndina, framstykkið er komið upp að demparastrött :roll:
Held að tvíburarnir Einar oog Bjarni eigi hann ennþá í dag. Þetta var fallegur bíll.

Ásgeir Y.:
tvíburarnir eiga bílinn ennþá jú, hann stendur bara beint fyrir utan hjá bjarna, þessi bíll fór víst á ljósastaur fyrir mörgum árum, þeir þykjast alltaf vera að fara að byrja uppgerð en ég efast alltaf meir og meir um að það gerist nokkurntíma...

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version